Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 1986. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd Chemobyl er milljón sinnum verra en slysið í Harrisburg Edward Teller, sém nefridur hefur verið faðir vetnissprengjunnar, segir að magn geislavirló-a efna, sem slapp út í andrúmsloftið í slysinu í Chemo- byl, hafi sennilega verið um milljón sinnum meira en það sem slapp i slys- inu við Harrisburg i Bandarikjunum árið 1979. Hinn sjötíu og átta ára gamli eðlis- fræðingur sagði að útreikningar hans væru byggðir á því hve mikil geisla- virkni hefði borist til Svíþjóðar og annarra Evrópulanda svo og hegðun vinda. „Við áætlum að það hafi verið um það bil milljón sinnum meira en það sem slapp út í andrúmsloftið í Harris- burg,“ sagði Teller á ráðstefnu vís- indamanna í gær. Teller sagði einnig að ef Sovétmenn gæfú upp allar upplýsingar um slysið yrði það til að auðvelda að gera sov- ésk kjamorkuver ömggari en þau eru í dag. Hann sagði að í seinni heimsstyq- öldinni heföu Bandaríkjamenn byggt þrjú kjamorkuver af sömu gerð og í Chemobyl en nefnd um öryggismál í kjamorkuverum, sem var undir hans stjóm, mæltist til þess að þeim yrði lokað árið 1950 og benti á að þau væm hættuleg. „Engin slík kjamorkuver hafa verið byggð í Bandaríkjunum frá því að nefhdin kvað upp þennan úrskurð," sagði Teller. Hann sagðist ekki hafa séð þessi sovésku kjamorkuver en vita nægi- lega mikið um kjamorkuver almennt. Hann vissi fyrir víst að þessi tegund kjamorkuvera væri ekki ömgg. Edward Teller, sem nefndur hefur verlð faðlr vetnissprengjunnar, segir slysið I Harrisburg hafa verlð smáóhapp mlðað vlð slysið I Chemobyl w ermeiraen Shakespeare ViðtalviðÖmÁmason leikaraogspaugara Landnemaráhjólum Greinumgamlabíla Hjónabönd sem endast Fófboltinn skiptir Norðmenn ** ■■ ** ■■ ollu mali Björg Eva Erlendsdóttir, Stavangri Ekkert lát. er enn orðið á verk- fallsaðgerðum Norðmanna en í dag eða á morgun verður ríkis- stjómin að taka afstóðu í málinu. Um daginn tókst borgarstarfs- mönnum í Osló að leysa sína deilu og héldu menn þá að samningar myndu nást víðar. En því fór fjarri, Aðgerðimar magnast dag frá degi og æ fleiri stofnanir og fyrirtœki lamast að meim eða minna leyti. Það sem ekki lamast em útsend- ingar sjónvarpsins á fótboltaleikj- um frá Mexíkó. Sjónvarpið sendir ekkert nema,' fréttir og fótbolta, sem hefúr fengið undanþágu frá verkfallinu. Sjúkrahús fá hins vegar ekki undanþágu. Þar liggur fólk eins og hráviði um ganga og fær varla nauðsynlegustu aðhlynningu. Hreinsunardeildir fá ekki undan- þágu og sums staðar hafa rusla- haugamir verið lokaðir í næstum hálfan mánuð og sorpið hleðst upp á götum, í fyrirtækjum og á heimil- um. Flug frá Bergen mun verða stöðvað á fóstudaginn ef verkfullið leysist ekki og engir skólar eða bamaheimili fá undanþágu. Svona mætti lengi telja. En fótboltinn lengi lifi og það lítur út fyrir að Norðmenn lifi lyrst og fremst fyrir hann. Sprengju- hótun hjá Pollini Franska lögreglan stöðvaði í gær píanótónleika hjá ítalska píanó- snillingnum Maurizio Pollini, eftir að tilkynning barst um að sprengju heföi verið komið fyrir í tónleika- höllinni í París. Pollini, 6em er einn allra fremsti píanóleikari í heiminum í dag, var í miðju verki, er lögreglan fýrir- skipaði að tónleikahöllin skyldi rýmd, en hún var þéttsetin. Engin sprengja fannst, og Pollini hélt áfram þar sem frá var horfið. Umsjón: Ólafur Amarson rsteinsson yonnsonhf ÁRMÚLA 1 - SlMI 68-55-33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.