Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Runnar geta verið fallegir á leiðum Nú er einmitt rétti tíminn til að fara að huga að görðum sínum og eru margir nú þegar komnir á fulla ferð. Kirkjugarðar eru engin undan- tekning þar frá en vel hirtir og blómum prýddir grafreitir geta verið hreint augnayndi. Sumarblóm hafa verið vinsælust til skreytinga á leiðum en þó er allt- af nokkuð um að plantað sé lágvöxn- um runnum eða öðrum fjölærum plöntum. Runnar eru oft notaðir til að skýla viðkvæmum sumarblómun- um og er þeim t.d. plantað u-laga kringum leiðið eða sitt hvorum meg- in við legstein eða kross. Margar fallegar runnategundir eru á mark- aðnum. Heppilegastar á leiði eru þær sem ekki vaxa hratt og verða ekki mjög háar. Til dæmis má nefna: eini, sem verður aldrei mjög hár, hann er sí- grænn og fellir ekki barr. Dvergfura er einnig tilvalin á leiði en hún er margstofna planta sem getur orðið nokkuð mikil um sig. Loðvíðir er harðger planta með ljósgrá blöð. Snemma á vorin ber hún gula rekla. Þær tegundir sem verða sérstaklega litfagrar að hausti eru t.d. skriðmisp- ill, birkikvistur, runnamura og blátoppur. Þessar plöntur eru ekki fyrirferðarmiklar en verða þó nokk- uð þéttar. Þær eru viljugar að blómstra og kemur sú síðastnefhda mjög snemma til á vorin. Neytendasíðan kannaði verðið á þessum runnategundum í þremur gróðurhúsum í borginni. í Garðs- homi er hægt að fá birkikvist og runnamuru á 220 kr., fjallafuru á 660 kr., eini á 750 kr. og loðvíði á 40-60 kr. Allar þessar plöntur eru á bilinu 30 40 cm að hæð. En kostir þessara plantna eru, eins og áður segir, þétt- leiki þeirra en ekki hæðin og verða þær sjaldnast hærri en 1-1,5 metrar að hæð. í þessu sama gróðurhúsi kostar ca 15 cm hár skriðmispill 280 kr. I gróðrarstöðinni Mörk fæst einir á 340 kr., loðvíðir á 45-60 kr., skrið- mispill á 340 kr. birkikvistur og runnamura á 220 kr. Þessar plöntur em 3-4ja ára og ca 30-40 cm á hæð. I Mörk kostar dverg- og fjallafúra 1100 kr. en þær eru mjög stórar og vel á sig komnar. Á næstunni er von á yngri og ódýrari plöntum þessara furutegunda. í Blómavali er mesta úrval runna- plantna, þ.e.a.s. þar fást flestar stærðir sömu plöntutegundar og er verðið eftir því. Hægt er að £á eini á verðbilinu frá 480-1530 kr., loðvíði frá 45-150 kr., skriðmispil frá 560-680 kr., birkikvist frá 120-280 kr., mnn- amuru á 220 kr. og dvergfum frá 920-2370 kr. -RóG. Þessir grafreitir em ekki sérlega fallegir enda orðnir gamlir eins og sést best á trjánum. KONNUN verðlagsstofnunar Verðcæsia Vönjtegundir Algengt verö á hofuöborgar- svæöinu Nafn á buð: Einco kjörbúð Nafn á búö: K.E.A. Siglufirói Nafn 4 búö: Sigluf]aröar- apótek Nafn á búö: Versl.Gests Fanndal Nafn á búö: Verslunarf. Ásgeir Mismunur á hæsta og lægsta verði kE om Srifa krera 581 dóí 55-59 kr. x 60,50 56gr 46,00 ' 60,00 56gr 43,00 56gr 34,70 0^2. 0.99.... CoJf>alt fluor lannkrtn 75 ml 63-69 kr. x 69.00 133ml 85,00 60.00 67 t6Q q (nn 13 tn4 SijnaJ lannkrrm 50 ml 44-48 kr. 39,75 40,50 30ml 32,00 40.00 x 41.00 U25. 3.05 Rttlon Ht* sjampó 200 ml 88-93 kr x 84.00 83.00 1.00 U20 Saosilk sjampo 130 ml 50-64 kr. Man flósusjampo 0.351 66-77 kr. 75,00 75,00 kopral sapusjampo 300 ml 58-62 kr. 53100 Lat handsapa 90 p 17 kr. x 19.00 17.50 n 19.00, U50. Z*3J2 CdJttlt rakkrtm 100 k lúpa 151-161 kr. x 171.00 140.00 132.00 100.00 LPM.SO. 71.00 41.50 Gilltltt Contour rakvtl 206-219 kr. x 232.20 226.00 224.00 200.00 32.20 13.87 Gdlrftt Comour rakbloð 5 slk. 175-190 kr. x 187,00 185.00 91 nn 1 ^07 ionlan tannbunti mjukur vtnjul. 67-77 kr. 73.00 75 r 00 x 80,00 65, nn 15.00 18.75 Su>-frrr dömubindi 10 stk. 63 kr. x 70.20 65,50 4.70 6+IÍ2 Camtlia 200C dómubindi 10 slk. 45-49 kr. x 4fi.60 45.50 46.00 2.60 5.35 Papco salt mispappt/ 2 rullur i pk. 33-35 kr. Strla saJrmispappir 2 rullur i pk. 31 kr. 38.20 36,00 7 3fi,nn 35 ,nn 4,00 10,26 kkrnra pappmþ. 100 slk. i pk. llOkr. 124.00 Lotus pappirsþ. 100 slk. i pk. 95 kr. rimptrs pa ppirM. 9-18 kj> 30 slk. 5«-577kr. 828.00 Verðkönnun á Siglufirði Skemmtilegt í partðð Hér birtist verðkönnun sem sam- starfsnefhd launþegafélaganna á Siglufirði gerði 26. maí sl. Það er ánægjulegt hve mikill áhugi virðist vera fyrir verðgæslu neytenda og hef- ur talsverður fjöldi verðkannana sem þessara verið birtur á Neytendasíð- unni. Verðkönnun þessi tekur til hrein- lætis- og snyrtivara og náði til 5 verslana. I þessari könnun kom versl- un Gests Fanndal best út en kjörbúðin Einco var dýrust. Mestu munaði á Gillette rakkremi en í Einco kostaði túpan 171 kr. og hjá Gesti Fanndal 100 kr. Munurinn er 71 kr. eða 41,50%. -S.Konn. Fyrir ykkur, sem vantar skemmtilegt „snakk“ í partíið um helgina, látum við hér fylgja uppskrift að stöngum sem tilvaldar em í ídýfúna, eða með salatinu og súpunni. Hér kemur hún: 175 g smjör 2-3 dl vatn 25 g ger 1 matskeið salt 50 g rifinn ostur 500 g hveiti sesamfræ, birki, gróft salt. Bræðið smjörið, bætið vatninu út í og hrærið gerið saman við. Bætið síðan saltinu, sykrinum og ostinum saman við. Hrærið svo hveitinu smám saman út í. Hnoðið deigið þangað til það verður létt og mjúkt. Látið deigið hef- ast í klukkustund. Geymið á meðan í skál og leggið rakan klút yfir. Skiptið síðan deiginu í 4-5 hluta og búið til svona þumalfingursbreiðar stangir. Veltið þeim loks upp úr sesamfræjum, birki og/eða grófu salti. Leggið stan- gfrnar á bökunarplötu þar sem þær fá að hefast aftur í 15-20 mínútur. Bakið síðan við 200 gráður í ca 20 mínútur. Úr einni uppskrift ættuð þið að fá 50-60 stangir. Þær haldast stökkar og góðar í nokkum tíma, þannig að upp- lagt er að tvöfalda uppskriftina. -RóG Stangirnar em upplagðar í ídýfuna, þær vekja alis staðar hrifningu. Öryggistæki fyrir aldraða og sjúka Litlu, þráðlausu öryggistækin eru sérstaklega ætluð öldruðum og sjúklingum hvort sem þeir búa á stofhunum eða í heimahúsum. Þau eru þannig útbúin að fólk getur haft þau t.d. hengd um hálsinn eða í ól um úlnliðinn. Ef eitthvert óhapp verður þarf ekki annað en að finna sérstakan hnapp á tækinu eða toga laust í það til að senda boð um að eitthvað hafi komið fyrir. Móttöku- búnaður, staðsettur í vaktherbergi viðkomandi stofriunar eða í öryggis- miðstöð, gefur til kynna hvaðan kallið kemur og er þá aðstoð strax send á staðinn. í öryggismiðstöð ákveðinnar stjómstöðvar er ná- kvæm skrá yfir alla notendur þessa hjálpartækja og kemur þar skýrt fram hvaða ráðstafanir þarf að gera fyrfr hvem og einn ef hjálparboð berst. Stofrikostnaður við þessi litlu öryggistæki er yfirleitt greiddur að mestu af almannatryggingum. Mán- aðarlegt þjónustugjald, sem er á bilinu 1000-2000 kr., greiða notendur þjónustunnarsjálfir. Ekkertsérstakt gjald er fyrir útköll. Stærstu fyrir- tækin sem veita þessa öryggisþjón- ustu em Securitas og Vari. Munur er þó á móttökubúnaði og þjónustu- möguleikum þessara fyrirtækja, en allar nánari upplýsingar er hægt að <a á skrifstofúm þeirra. -RóG. Litiu öryggistækin, sem hengd eru t.d um hálsinn, veita öldniðum og sjúkl- ingum gífurlegt öryggi. I I I I ; til samanburöar á 1 Hvað kostar heimilishaldið? . Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseöil. Þannig eruö þér orðinn virkur þátltak- ' andi i upplt’singamiölun meðal aimennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar í fjðlskvldu af sömu staerð og yðar. 1 Nafn áskrifanda' Heimili Síníi Fjöldi heimilisfólks Kostnað”r í maí 1986. Matur og hreinlætisvörur kr. i Annað I I kr. Alls kr. I < r i i Jl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.