Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Hvers vegna vann Alþýðuflokkurinn á í kosningunum? Verður sigurinn frá 1978 endurtekinn? í nýafstöðnum sveitarstjómar- kosningum er ljóst að Alþýðuflokk- urinn jók mest fylgi sitt. Kjömum fulltrúum flokksins ijölgaði um 18 og fylgisaukningin var 5 prósent. Mesta fylgisaukning flokksins var í Keflavík. Þar jókst fylgið um rúm 17 prósent og flokkurinn náði hrein- um meirihluta. „Það er engin ein skýring á þessum sigri flokksinssagði Karl Steinar Guðnason, þingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi, þar sem flokkurinn vann hvað mest á. „Við höfúm lagt mikla áherslu á að leysa þann vanda sem sjávarút- vegurinn er í héma á Suðumesjum. Þessi vandi hefur tekið mjög á taug- amar hjá fólki héma. Þá hefur starf flokksins verið mjög virkt og listamir skipaðir góðu fólki. Einnig hafði herferð Jóns Baldvins mikil áhrif á sínum tima,“ sagði Karl Steinar og minnti á þá stað- reynd að nú eftir þessar kosningar væri Alþýðuflokkurinn orðinn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Revkjaneskjördæmi. Ámi Gunnarsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, telur þrjú atriði hafa skipt miklu máli fyrir sigur Alþýðu- flokksins. í fyrsta lagi hafi flokkur- inn haft góðan málefhagrundvöll og gott mannaval á listum. I öðm lagi hafi herferð Jóns Baldvins á sínum tíma haft mikil áhrif. í þriðja lagi hafi flokkurinn nú sótt mikið fylgi til ungs fólks, ungs fólks sem hugsi alvarlega um stjómmál og hafi vem- legar áhyggjur af því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. f því sambandi hafi ekki afstaða til hol- ræsagerðar eða þess háttar ráðið hvaða flokkur varð fyrir valinu. Gefur okkur annað tækifæri „Það em margar skýringar á þessu fylgi flokksins. Menn verða reyndar að hafa í huga að hér er verið að kjósa í einstökum byggðarlögum og að þeir menn vihna sem em í fram- Munu varaformaður og formaður Alþýðuflokksins fallast i faðma eftir næstu alþingiskosningar til að fagna stórsigri? Ljóst er að margir al- þýðuflokksmenn gæla við þá hugsun núna eftir sigur flokksins í nýaf- stöðnum kosningum. boði á hverjum stað. Hins vegar er ég ekki í vafa um að flokkurinn á hljómgmnn núna og að þessi sigur geti gefið okkur annað tækifæri eins og 1978 þegar flokkurinn vann stórsigur í alþingis- kosningum," segir Sighvatur Björg- vinsson, fyrrverandi þingmaður flokksins. „Til að það geti orðið að vemleika verður flokkurinn að setj- ast niður núna og íhuga hvemig hann ætlar að halda á málum í næstu kosningum. Kjósendur eiga þá kröfii að fa að vita hvað við ætlum að gera ef við vinnum sigur í næstu kosningum. Þeir verða að fa skýr svör við því hvort A-flokkamir ætli í samstarf með Sjálfstæðisflokknum, hvort þeir ætli að reyna að mynda samstarf með Framsóknarflokki eða gera eitt- hvað annað,“ sagði Sighvatur. Hann benti á að nú gæfist Alþýðuflokkn- um góður tími fram að kosningum til að undirbúa sig. -APH Starfshópur Rannsóknaráðs telur fiskeldi mjög álitlegt hér á landi: Gætum framleitt 100 þúsund tonn á ári Að mati starfshóps Rannsóknaráðs ríkisins um fiskeldi hér á landi er það mjög álitleg framleiðslugrein. Spum- ingin snýst ekki um það, hvort úr því verði heldur hvenær það nær fótfestu við hérlendar aðstæður. Starfshópur- inn telur hægt að framleiða á innlendu fóðri og við hérlend náttúmskilyrði 100 þúsund tonn af matfiski á ári. Með tilheyrandi seiðaframleiðslu gæti þetta skilað 40 milljörðum króna ár- lega í þjóðarbúið, nær öllu í erlendum gjaldeyri. Eins og DV greindi frá í gær gagn- lýnir starfshópur Rannsóknaráðs stjómvöld harðlega fyrir sofandahátt varðandi aðbúnað fiskeldis. Og fi- skeldismenn óttast að ófullkominn aðbúnaður eldisins eigi eftir að kosta stórfelld skakkaföll annars vegar og hins vegar færa úr landi stóran hluta af hugsanlegum arði vegna fjármagns- skorts innanlands. Starfshópur Rannsóknaráðs segir ekki búið að sanna arðbæran rekstur fiskeldisins vegna algerlega ófullnægjandi að- stæðna í kerfinu. Starfshópurinn er þó j afnsannfærður um að eftir miklu sé að slægjast. Hann segir ytri skilyrði til eldis laxfiska „að mörgu leyti mjög góð“. „...líklegt er að þróa megi eldisaðferðir sem henta þeim skilyrðum svo vel að hér skapist varanlegir samkeppnisyfirburðir eða að minnsta kosti jafngóð samkeppnis- aðstaða og best gerist í nágranna- löndunum". Það álit er látið í ljós að ytri skil- yrði muni ekki takmarka matfiskeldi hér á landi. Fremur að markaður og eftirspum muni ráða ferðinni þegar kemur fram yfir miðjan næsta áratug. Starfshópurinn reynir að áætla hugs- anleg umsvif í fiskeldi hér fram til aldamóta, næstu 13-14 árin. Áætlað er að seiða- og matfiskframleiðsla geti skilað 1.685 milljónum króna 1990 og 9.250 milljónum árið 2000. Á síðasta ári nam framleiðsluverðmætið 100 milljónum króna. Ef þetta gengi eftir myndi fiskeldi hér veita allt að 700 manns atvinnu beint og óbeint en allt að 4.000 manns um aldamótin. Fiskeldi er mjög vaxandi fram- leiðslugrein víðs vegar í heiminum. Um þessar mundir má áætla að heims- framleiðsla fiskeldis nemi um 12 milljónum tonna. Þar af mun firam- leiðsla ferskvatnsfiska vera nálægt fimmtungur og nálgast þtjár milljónir tonna á ári. Hlutur okkar yrði því aldrei stór á þennan mælikvarða þótt þjóðarbúið gæti notað minna en 40 milljarða króna viðbót í árstekjur. HERB í dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Blaðafulltrúi Sambandsins Samband islenskra samvinnufé- laga hefúr nýverið ráðið sér blaða- fulltrúa. Aðalverkefni hans fyrsta kastið verður væntanlega að semja skýrslu mn kaffibaunamálið og við- skipti SÍS við dótturfyrirtæki sitt, kaffibræðsluna fyrir norðan. Helgi Pétursson heitir þessi blaðafulltrúi og var áður ritstjóri NT sem honum tókst að koma fyrir kattamef á mettíma. Honum var síðan gefið frí þegar Framsóknarflokkurinn vildi gera tilraun til að gefa út alvörublað að nýju. Nú er hann afturbata hjá sís. Helgi þessi skrifar mikla grein í DV nú í vikunni eins og góðum og gegnum blaðafulltrúa sæmir og eins og hann fær borgað fyrir. TileMð er opinber ákæra sem gefin hefur verið út á hendur nokkrum helstu for- stjórum SÍS vegna meintra við- skipta- og gjaldeyrislagabrota, auk þess sem þeir eiga yfir höfði sér ákærur vegna brota á skattalögum. Blaðafulltrúinn gerir það að um- talsefni að DV birti á sínum tíma mynd af Erlendi Einarssyni þar sem hann brá skjalamöppu fyrir andlit sér og telur blaðfulltrúinn að sú myndbirting sé sambærileg við frét- taútsendingar sjónvarpsins af Hafskipsmönnunum þegar þeir voru hnepptir i gæsluvarðhald. Er ljóst að hann er þeirrar skoðunar að ekkert hafi verið að athuga við fréttamynd- ir af gæsluföngunum í Hafskip, úr því að DV birti mynd af Erlendi Ein- arssyni. Blaðafulltrúi SÍS telur með öðrum orðum þessi tvö mál sam- bærileg. Honum verður síðan á að rugla saman ritstjóra DV og Dagfara og telur það skrítið að ritstjórinn skuli hafa á móti fréttamyndum af gæsluföngum meðan Dagfari fær að birta pistla síria með mynd af Er- lendi. Af þessu tileM er rétt að upplýsa að Dagfari er hvorki ritstjóri né blaðafulltrúi og vissi ekki til þess að Erlendur væri gæslufangi. Ekki vissi Dagfari heldur að þeir hjá SÍS telji meintar sakir sinar þær sömu og meintar sakir Hafskipsmanna. Satt að segja hefur Dagfari haldið að Erlendur og SÍS hefðu ekkert að fela og þess vegna kom það honum sem öðrum í opna skjöldu þegar Er- lendur bregður fyrir sig skjalamöppu þegar ljósmyndarar vilja taka af honum fréttamyndii- á almannafæri. Ekki man Dagfari betur en að Er- lendur Einarsson hefði verið kallað- ur sérstaklega niður í sjónvarp, þegar ákæra var gefin út í kaffi- baunamálinu og þar fékk hann að lesa upp fallega og heiðarlega máls- vörn einn og óstuddur af lögreglu. Ekki bar hann fyrir sig skjalamöppu þá og ekki þótti blaðafulltrúa SÍS neitt athugavert við það að sjón- varpið sýndi hann á skerminum. Mun það þó vera í fyrsta og eina skiptið sem ákærðir á fslandi fá að halda uppi málflutningi í beinni út- sendingu. Ekki man Dagfari til þess að forstjórinn hafi veri áminntur um sannsögli eins og þeir gera hjá rann- sóknarlögreglunni þegar óbreyttir borgarar eru teknir í tugthús fyrir meint brot á sömu paragröfum i hegningarlögunum. Ef í ljós kemur hins vegar að blaða- fulltrúinn vill leggja Sambandsfor- stjórann að jöfnu við almenna gæslufanga og skrifar langar greinar í blöð til að útskýra að það sem eigi ekki yfir Hafskipsmenn að ganga, eigi Erlendur heldur ekki að þurfa að sætta sig við, þá getur Dagfari fullkomlega fallist á það sjónarmið. Auðvitað á ekki að birta myndir af Sambandsforstjórum þegar þeir vilja ekki láta taka myndir af sér, allra síst ef þeir telja sig hafa það sama á samviskunni og Hafskipsmönnum er gefið að sök. Yfirleitt eiga fjölmiðlar ekki að birta myndir af Sambandsforstjór- um, nema á þeim augnablikum þegar þeir hafa ekkert að fela, ekki einu sinni andlitin á sér. Það á vita- skuld að sýna þeim tillitsemi þegar þeir eru ákærðir og alveg sérstaklega þegar þeir telja sig í sömu sporum og skúrkamir í fangelsunum. Blaða- fulltrúar eru nauðsynlegir til að koma þessum sjónarmiðum á fram- færi og það eru mistök hjá þeim Hafskipsmönnum að hafa ekki ráðið sér blaðafulltrúa eins og Sambandið. Munurinn er sá að Sambandsmenn- irnir ganga lausir meðan þeir hjá Hafskip eru bak við lás og slá. Það fást nefnilega engir blaðafulltrúar í Síðumúlanum. Og heldur ekki skjalamöppur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.