Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Qupperneq 2
2 DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir „Stjóm Sambands íslenskra sam- vinnufélaga samþykkti á fundi sínum nýverið að heimila forstjóra að ráðast i undirbúning að stofrmn fjölmiðlunarfyrirtækis samvinnu- hreyfingarinnar," segir í bréfi sem Erlendur Einarsson, forstjóri Sam- bandsins, sendi Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, Alþýðusam- bandi íslands og Stéttarsambandi bænda fyrr í þessari viku. Minnt er á þær viðræður sem full- trúar Sambandsins, BSRB og ASl áttu um fjölmiðlun síðastliðinn vet- ur. f bréfinu segir að hlutverk fyrir- tækisins skuli meðal annars vera að reka fjölmiðlun, dagskrárgerð og efiúsöflun. Hlutafiár til félagsins verði leitað hjá samstarfsfyrirtækj- um og kaupfélögum innan Sam- bandsins. „Félagið mun síðan á grundvelli markmiða þess leita samstarfs við aðra aðila sem samleið kynnu að eiga með samvinnuhreyfingunni um einstaka þætti fjölmiðlunar." Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefur þegar svarað bréfinu með samþykkt um að taka þátt í viðræðum við SÍS, BSRB og ASÍ um stofhun fjölmiðlunarfyrirtækis eða aðra þá aðila sem áhuga hefðu á slíku samstarfi og Stéttarsambandið teldi sig geta starfað með á þessum vettvangi. -KMU Danirenná sigurbvaut - unnu V-Þjóðverja, 2-0 Danir unnu í gærkvöldi fyrsta sig- ur sinn á Vestur-Þjóðverjum í 56 ár er þjóðimar áttust við á HM í Mex- íkó í lokaleik E-riðils. Lokatölur 2-0 fyrir Dani. Jesper Olsen skoraði fyrra mark Dana mínútu fyrir leikhlé. f upphafi síðari hálfleiks skoraði Jens Eriksen annað mark danska liðsins en hann kom inn á sem varamaður í leikhléi í stað Prebens Elkjær. Danir urðu fyrir miklu áfalli í lok leiksins þegar Frank Amesen fékk rauða spjaldið og leikur því ekki með Dönum gegn Spánveijum á þriðjudag í 16-liða úrslitunum. •Uruguay og Skotland gerðu markalaust jafhtefli í gær. Uruguay fer því í 16-liða úrslitin en Skotar em úr leik. Sambandið stefnir að fjölmiðlunarfyrirtæki: Launþegahreyfíngu boðið til samstarfs Fulltrúum á aðalfundi Þróunarfélagsins gafst varla timi til aö kyngja einni pönnuköku áður fundinum lauk. DV-mynd GVA. Sátt og samlyndi í Þróunarfélagi „Þetta var varla einnar pönnuköku fundur," sagði einn þeirra sem sat framhaldsaðalfund Þróunarfélagsins á Hótel Sögu í gær. Taldi sá að fundur- inn hefði staðið yfir í tólf mínútur. Jóhannes Norðdal seðlabankastjóri bar fram tillögu um stjóm og var hún samþykkt. í aðalstjóm vom kjömir, eins ogDV spáði í gær, þeir Guðmund- ur G. Þórarinsson, Jón Sigurðarson, Dagbjartur Einarsson, Ólafur B. Thors og Ólafur Davíðsson. Líklegt er að einhver hinna þriggja síðasttöldu verði kosinn formaður þegar stjómin kemur saman til fyrsta fundar. í varastjóm vom kjörin þau Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka, Bjöm Jósef Amviðarson, lögfræðing- ur og bæjarfulltrúi á Akureyri, og Valgerður Sverrisdóttir, bóndakona á Lómatjöm og stjómarmaður í SÍS. í fundarlok flutti Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra stutt ávarp. Sagði hann að fæðing Þróunar- félagsins hefði reynst erfið. Lýsti hann ánægju sinni með það samkomulag sem náðst hefði og kvaðst vonast til að félagið yrði þróttmikið. Vegna firéttar í DV í gær um að Davíð Scheving Thorsteinsson hefði reynt að afla sér fylgis til að komast inn í stjóm Þróunarfélagsins vildi Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðar- bankans taka fram að sér væri kunnugt um að fleiri en einn hefðu reynt að fá Davíð til að gefa kost á sér í stjómina. Davíð hefði hins vegar neitað. -KMU •Allt útlit er fyrir að leikur Dana og Spánveija á þriðjudag verði sýnd- ur í íslenska sjónvarpinu í dagskrár- lok. Á fúndi útvarpsráðs í gær var sjónvarpinu í sjálfsvald sett hvort það sýnir leikinn eður ei. -SK. Skiparekstur: Færséreig- ið kaupfar Sameiginlegt skipafélag Færeyinga og Austfirðinga, Skiparekstur, er að festa kaup á 1.000 tonna kaupskipi. Það mun sigla á milli Austfjarða og Norðurlands að hluta, Færeyja, Skandinavíu og Bretlands. Á undan- fömum árum hefur Skiparekstur haft leiguskip í þessum flutningum. Skiparekstur er skráð félag í Færeyj- um og Færeyingar eiga 51% í því á móti 49% hlut aðila á Austfjörðum. Héðan annast það meðal annars kjöt- og mjölflutninga, flutning á margvís- legum iðnaðarvörum og flefru. Frá Færeyjum flytur félagið einna helst Ibizasalt og síðan margvíslegar vörur frá Skandinavíu. Jónas Hallgrímsson hjá Austfari hf. á Seyðisfirði hefur umboð fyrir Skipa- rekstur. Hann sagði að starfeemin heföi fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir Austfirðinga og ekki væri vafi á að vömverð heföi beinlínis lækkað með beinum innflutningi. Jafhframt hefði verð á vörum úr Reykjavík lækkað vegna samkeppninnar. Sem fyrr segir verður fyrsta eigið skip Skipareksturs 1.000 tonna fleyta, nýlegt og vel búið skip sem kosta mun um 40 milljónir króna. HERB Harðar innheimtuaðgerðir hjá Lánasjóðnum: Rukkaður áriega um núll kronur „Ég er vægast sagt orðinn þreyttur á þessu. Ég er rukkaður ár eftir ár um skuld sem hljóðar upp á núll krónur. í ofanálág er mér hótað lögfræðingi ef ég greiði ekki hið fyrsta," sagði Jón Sigurðsson í samtali við DV. Jón lauk námi í Vélskólanum 1973 og greiddi upp tíu þúsund króna námslán sitt árið eftir. Níu árum seinna, eða 1983, fóm honum að berast rukkanir frá Lánasjóðnum. Honum var tilkynnt að hann skuldaði núll krónur og ef hann greiddi ekki skuld sína innan 10 daga yrði málið sent lögfræðingi sjóðsins til innheimtu. „ Ég haföi strax samband við sjóðinn og bað um leiðréttingu. Hún kom ári seinni og þar var tekið fram að ég skuldaði sjóðnum ekkert. En í fyrra fékk ég annað ítrekunarbréf og svo eitt enn fyrir nokkrum dögum. Ábyrgðarmaður minn, sem skrifaði upp á skuldabréfið á sínum tíma, er orðinn mjög hvekktur á þessu. Það er ég líka. Það er afekaplega gremju- legt að vera mkkaður þegar maður skuldar ekki neitt,“ sagði Jón Sigurðs- son. „Mér er ekki mögulegt að skilja hvemig þetta hefur getað átt sér stað,“ sagði Ingibjörg Ólafedóttir, fulltrúi Lánasjóðsins, sem skrifaði öll ítrekun- arbréfin til Jóns. „Ég hef enga skýr- ingu á þessum mistökum aðra en þá að nafn Jóns hafi einhvem veginn komist inn á vanskilalista. Veðdeild Landsbankans útbýr þann lista. Þeir ættu að geta gert grein fyrir hvers vegna nafn Jóns er þar niðurkomið." „Hér er ekki um eiginlegan van- skilalista að ræða heldur vinnulista," sagði Jón Pétursson, starfemaður Veð- deildar.,, Auðvitað á nafh Jóns ekki að vera á þessum lista þar sem hann hefur greitt námslánið að fullu. Þetta em mistök í kerfinu. En þau liggja hjá Lánasjóðnum. Á listanum kemur greinilega fram að Jón skuldi sjóðnum ekkert. Ingibjörgu hlýtur að hafa yfir- sést það þegar hún sendi út ítrekunar- bréfin. -ÞJV Stúdentspróf: Undirbúningur hinna lökustu ekki veni nú - segir formaður kennslumálanefndar háskólans „Ég fæ ekki séð af fyrirliggjandi gögnum að kröfúr í framhaldsskól- um hafi minnkað. Það liggur ekkert fyrir um að undirbúningur þeirra sem standa lakast nú sé verri en þeirra sem stóðu lakast fyrir t.d. 30 árum,“ sagði Þorsteinn Vilhjálms- son, dósent í eðlisfræði og formaður kennslumálanefhdar Háskóla ís- lands, í samtali við DV. „Lágmarkseinkunn þýðir ekkert annað nú en í gamla daga. Fyrir þijátíu árum vom þeir fáir sem luku stúdentsprófi með þriðju einkunn en sá hópur hefur stækkað mikið eins og fyrirsjáanlegt var er eftirspum eftir framhaldsmenntun jókst. Ég get ekki sagt að nemendur komi almennt verr undirbúnir í nám í minni háskóladeild, verkfræði- og raunvisindadeild. Það hefur verið lögð áhersla á það að hafa próf sam- ræmd frá ári til árs og í samræmi við viðmiðanir sem tíðkast í hinum vestræna heimi. Heildarárangur ber þess vitaskuld merki að mikil fiölgun hefur orðið, en það var fyrirsjáan- legt. Allt þar til fyrir 15 árum var lágmarkseinkunn fyrir inntöku í verkfræði 7,25. Þessi inntökuskilyrði vom lögð niður og það kom í ljós að þeir sem höföu lægri einkunn en þetta höfðu yfirleitt ekki erindi í þetta nám. Það er ekki rétt að námi á fyrsta ári hafi verið breytt vegna ónógs undirbúnings stúdenta. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að fleiri hljóti meiri menntun en áður, en engu að síður er fyllsta ástæða að menn haldi vöku sinni, sérstaklega þegar um marga og ólíka framhaldsskóla er að ræða. I vetur hefur verið unnið talsvert starf í þá vem að samræma framhaldsskóla sem byggja á áfangakerfi. Kennslumálanefhd vinnur að því að finna leiðir til að stúdentum verði veittar meiri upplýsingar um hvaða undirbúningur hæfi ákveðnum námssviðum, því það er alltaf tölu- vert um að menn setjist í háskóla án þess að hafa réttan undirbúning undir þá grein sem þeir vilja stunda. Ég tel jafhframt nauðsynlegt að fjölga námsbrautum eins og meina- tæknanámi við Tækniskólann, þ.e.a.s. að bæta við stuttu en hag- nýtu námi á háskólastigi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.