Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNl 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Sameiginleg boðveita Reykjavíkursvæðisins til umræðu: Tugir sjónvarpsrása inn á hvert heimili Sveitarfélögin ó höfuðborgarsvæð- inu og Póstur og sími hafa myndað samstarfshóp um sameiginlegt sjón- varpsdreifikerfi svæðisins. Er rætt um að koma upp boðveitu. Viðræður þessara aðila hófust að frumkvæði Útvarpsfélags Seltjam- amess fyrir tveimur mánuðum. Hafa nokkrir fundir verið haldnir. Júlíus Sólnes prófessor, fulltrúi Seltiminga í viðræðunum, kvaðst í samtali við DV búast við að drög að samstarfssamningi lægju fyrir á næstunni. „Þetta em ennþá hugmyndir. Það er ekkert fast,“ sagði Júlíus Sólnes-. Hugmyndir eru uppi um að Póstur og sími starfræki eina móttökustöð sem taki við sjónvarpsefni erlendis frá fyrir allt höfúðborgarsvæðið. Sú stöð yrði tengd ljósleiðurum í jarð- strengjum sem Póstur og sími hyggst tengja við allar símstöðvar sínar á höfúðborgarsvæðinu. Ljósleiðaratenging símstöðvanna er margra ára verkefni. Þangað til því lýkur hefur verið talað um að láta UHF-sendistöð, sem reist yrði á Úlfarsfelli, ekki fjarri Skyggni, brúa bilið. Verði hún tilbúin þegar á næsta ári, í júní 1987. Dreifíkerfið myndi þá virka þannig fyrstu árin að kapalkerfi eins bæjar eða borgarhluta myndi með einu loftneti taka við geisla Úlfarfells- stöðvarinnar. I gömlum hverfum, þar sem óhentugt væri að leggja jarð- strengi, yrði dreifingin þráðlaus. Um dreifikerfið færu ekki aðeins erlendar stöðvar heldur einnig ís- lenskar, þar á meðal íslenska ríkis- sjónvarpið og jafnvel útvarpið líka. Útvarpsfélag Séltjamamess mun á næstunni taka afstöðu til tilboða sem borist hafa um lagningu strengja um bæjarfélagið. Stefnt er að því að í dreifikerfi Seltjamamess verði ekki færri en 30 rásir. Samkvæmt hugmyndunum myndi Seltjamameskerfið, eins og önnur, taka við geisla Úlfarsfellsstöðvar- innar með móttökudiski þangað til ljósleiðarakerfið kæmist í gagnið. -KMU Líberíuskipið Selmar Enterprise við Ægisgarð í Reykjavíkí gær. Unnið hefur verið að því að lesta skipið sem er á leið til Nígeriu með um 25 þúsund pakka al skreiðarhausum. Útlitið fyrir frekari skreiðarsölu er svart. DV mynd GVA „Útilokað að selja skreið" „Það er mjög erfitt og næstum úti- lokað að selja skreið núna eftir að Norðmenn seldu til Nígeríu fyrir ni- era,“ sagði Bjami V. Magnússon framkvæmdastjóri íslensku umboðs- sölunnar. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Norðmenn selt talsvert af skreið til Nígeríu að undanfómu og fengið hana greidda í þarlendum gjaldeyri, nierum, sem ekki er gjaldgengur í öðrum löndum. „Auðvita kaupa Nígeríumenn held- ur frá Noregi á þessum kjörum. Þeir þurfa ekki að nýta innflutningsleyfið, sem er án gjaldeyrisyfirfærslu, og þar af leiðandi ekki að kaupa gjaldeyri ó svörtu." Að sögn Bjama tapa framleiðendur í Noregi ekkert á sölunni þar sem norska ríkið greiði þeim fyrir hana í norskum krónum. „Norðmenn ætla víst að nota nígeríska gjaldmiðilinn til þess að byggja nýtt sendiráð í Ní- geríu,“ sagði Bjami. Bjami var í London á dögunum að reyna að selja skreið. Ekki vissi hann hvort órangur yrði mikill af þeirri ferð, utan þess að 25 þúsund pakkar af skreiðarhausum fæm til Nígeríu nú í vikunni með Líberíuskipinu Selmar Enterprise sem verið hefur að lesta hausunum víðs vegar um landið. -KB Hafskipsmálið: Bjórgólfur og Ragnar úr gæslu Þeim tveimur yfirmönnum Hafskips, er enn sátu í gæsluvarðhaldi, hefur nú verið sleppt úr haldi. Hæstiréttur hefúr úrskurðað að fella beri úr gildi úrskurð sakadóms um framlengingu ó gæsluvarðhaldi mannanna. I dómsniðurstöðu Hæstaréttar segir að ekki hafi verið nægjanlega sýnt fram á þörf á áframhaldandi gæslu- varðhaldi þeirra Björgólfs Guðmunds- sonar og Ragnars Kjartanssonar. Þó Björgólfúr og Ragnar séu nú lausir er þeim meinað að yfirgefa landið meðan ó rannsókn stendur. Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, sagði í samtali við DV aðþeirhjárannsóknarlögreglunni hefðu nýtt þann tíma sem þeir höfðu frá úrskurði sakadóms um framleng- inu gæsluvarðhaldsins að niðurfell- ingu Hæstaréttar til hins ýtrasta og að rannsóknin muni hafa sinn fram- gang eftir sem áður. Upphaflega stytti Hæstiréttur gæsluvarðhaldið yfir Björgólfi og Ragnari til 11. júní sl. en að þeim tíma loknum krafðist RLR framlengingar varðhaldsins til 25. júní. Féllst saka- dómur á þá kröfú en Hæstiréttur ekki. -FRI Vegir á Snæfellsnesi þurfa meira viðhald vegna rigningarinnar, segir Guð- mundur Ingi Waage. Osanngjamt að Vesturland borgi Holtavörðuheiði - segir Guðmundur I. Waage hjá Vegagerðinni „Vesturland hefur liðið fyrir bygg- ingu Borgarfjarðarbrúarinnar í vegamálum. Hún var fjórmögnuð með peningum Vesturlands en þjónar miklu fleirum," sagði Guðmundur Ingi Waage, eftirlitsmaður hjá Vegagerð- inni, er DV hitti hann að máli í Grundarfirði. „Það er samt óvenjumikið í gangi héma, það er verið að leggja klæðingu á Snæfellsnesið. Fjárveitingin mætti sannarlega vera meiri því þörfin er mikil. Þrátt fyrir fögur loforð um úr- bætur í vegamálum hefúr lítið orðið úr efndum. Við höfum orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með niðurskurðinn." - Hvað veldur, hafa þingmennimir ekki staðið sig? „Ég skal ekki segja um það, aðalat- riðið er að fjárhagur þjóðarinnar er slæmur. Það er svo annað mál að Vesturland hefúr orðið eftir í vegamál- um, ekki síst vegna þess að það hefur ekki verið gerð sérstök áætlun eins og fyrir Suðurland og fleiri. Ég veit sannarlega ekki hvers vegna Vestur- landsóætlun hefur ekki verið gerð. Jú, það er rétt að fjármagn Vestur- lands fer í Holtavörðuheiðina, enda þótt hún þjóni lítt okkar landshluta. Vegakerfíð á Snæfellsnesi er heldur lélegra almennt en gengur og gerist á landinu. Það stafar af því að hér rign- ir meira en víðast hvar og þvi þarf meira viðhald. Ég get nefnt sem dæmi að það rignir 48% meira á Snæfells- nesi en í Dölunum, ef tekin er meðal- talsúrkoma síðustu tíu ára. Það er ekki gert nægilega ráð fyrir því þegar fjármagni er skipt niður milli lands- hluta. Það er ekki að efa að lélegir vegir draga úr ferðamannastraumi til Snæ- fellsness. Útlendingar vita auðvitað ekki hvað þeir eru að fara út í, en þetta dregur úr íslendingum," sagði Guðmundur Ingi að lokum. ás. Eldhus fyrir flugfarþega Flugleiðir munu um næstu helgi auglýsa útboð á 3.800 fermetra þjón- ustubyggingu sem félagið ætlar að reisa skammt fró nýju flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að byggingin verði tilbúin eigi síðar en haustið 1987. Stærsti hluti byggingarinnar fer undir eldhús sem matreiðir matar- pakka fyrir flugfarþega. í húsinu verða einnig fraktgeymsla, vélaverkstæði og fleira, að sögn Leife Magnússonar, framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum, sem er formaður byggingamefndar. Arkitekt hússins er Ingimar Haukur Ingimarsson hjá Vinnustofunni Klöpp hf. Eldhúsið er hannað í SEimvinnu við SAS-flugfélagið. Húsið mun rísa um 220 metra fyrir vestan flugstöðina. Jarðvinna er þegar hafin. Hagvirki annast þann verkþátt. Gólfflötur hússins er að mestu á einni hæð. -KMU Spænski báturinn talinn af Spænski íiskbáturinn Maria Louisa Corral er nú talinn af en gúmmíbátur úr honum fannst austur af írlandi fyrir helgina. Leit stendur nú yfir úr lofti á þeim slóð- um sem báturinn sást síðast, á Rockall-svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Slysavamafélag- inu er talið að brak úr honum geti rekið inn á íslenskarsiglingaleiðir. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.