Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Hinn slasaöi fluttur úr þyrlu Landhelgisgæslunnar inn á slysadeild Borgarspítalans. DV-mynd: S. Flugmaðurinn úr Irfshættu Fógetinn áfrýjar Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, sem dæmdur var í fimm mánaða fang- elsi fyrir misferli i starfi, hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Dómsmálaráðuneytið hefur að und- antömu kannað mál bæjarfógetans en hann hefur verið í námsleyfi frá sið- asta hausti. Ekki er enn komin ákvörðun um að leysa hann frá störf- um en það kemst væntanlega á hreint á næstunni. -FRI Fölsuðu dollaraseðlamir: Málið rannsakað hjá Interpol Rannsóknarlögreglan vinnur enn að rannsókn á fölsku dollaraseðlunum sem hér hafa verið í umferð en engar visbendingar hafa komið um uppmna þessara seðla eða hvar þeir voru bún- ir til. Mál þetta er nú einnig rannsakað af alþjóðalögreglunni Interpol eins og venja er þegar um falska mynt er að ræða. Alls náðust hér á landi 8700 dollarar í fölskum 100 dollara seðlum en þetta em um 350.000 krónur. Tveir menn stóðu aðallega að dreifingu seðlanna hérlendis. Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, vildi ekki tjá sig um einstaka þætti rannsóknarinnar í samtali við DV en sagði að dollara- seðlar væm ein vinsælasta mynt í heimi til fölsunar. -FRI Kratar til Perú Sautjánda þing Alþóðasambands jafhaðarmanna, sem haldið er þriðja hvert ár, verður að þessu sinni haldið í Lima, höfuðborg Perú, dagana 20. til 23. júní. Meginviðfangsefni þingsins em þrjú. Afgreidd verður ný stefhuyfirlýsing Alþjóðasambandsins, sem verið hefur í smíðum í tíu ár, en einnig stefnuá- lyktun um nýja efnahagsskipan heimsins og ályktun um samskipti austurs og vesturs, afvopnunarmál og friðarmál. Alls munu 80 jafiiaðarmannaflokkar í öllum heimsálfúm eiga beina aðild að Alþjóðasambandinu. Auk þess eiga margar stjómmálahreyfingar þriðja heimsins nú aukaaðild að því. Al- þýðuflokkurinn á íslandi hefur átt aðild að Alþjóðasambandinu frá árinu 1922. Formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, mun sækja þingið. -EA Hverjir hafa áhuga áfótbolta? Flugmaður litlu flugvélarinnar, sem hrapaði við Flúðir í Hmna- mannahreppi í fyrrakvöld, er ekki talinn lengur í lífshættu. Hann ligg- ur þungt haldinn á Borgarspítala. Farþeginn sem lést í flugslysinu hét Haraldur Agnarsson. Hann var 33 ára gamall bóndi að Smárahlíð. Hann hafði einnig flugpróf. Flugmaðurinn heitir Magnús Ei- ríkur Eyjólfsson og er 24 ára gamall. Eftir slysið var hann fluttur í sjúkra- bifreið lögreglunnar í Ámessýslu til Selfoss. Þar lenti þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-SIF, tók við hinum slasaða og flutti hann á slysadeild. Samkvæmt fréttatilkynningu Flugmálastjómar barst flugstjómar- miðstöðinni í Reykjavík tilkynning um slysið klukkan 22.16. Nítján mín- útur liðu þangað til áhöfh þyrlunnar var kölluð til sjúkraflugs, klukkan 22.35. Þyrlan var komin á loft fyrir klukkan 23 með tvo lækna af Borg- arspitala um borð. í fyrstu var óttast að fjórir hefðu verið um borð í flug- vélinni. Klukkan 23.40 lenti þyrlan við sjúkrahúsið með flugmanninn, um klukkustund eftir að áhöfh hennar var kölluð út. Flugmaðurinn hafði skaddast mikið í andliti. Gekkst hann undir augnaðgerð jafhframt því sem gert var að beinbrotum. Rannsókn slyssins fer fram á veg- um flugslysanefhdar og Flugmála- stjómar. -KMU Nú er unnið að undirbúningi fyrir notendakönnun á vegum sjónvarpsins þar sem ætlunin er að kanna vinsæld- ir beinu útsendinganna frá heims- meistarakeppninni í fótbolta í Mexíkó. Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpsins, sagði í samtali við DV að um væri að ræða umfangs- mikla könnun þar sem fram á að koma hve miklum tíma notendur eyða í beinu útsendingamar, hverjir það eru sem horfa á þær og hvemig þeir skipt- ast eftir kynferði, aldri og búsetu. Ætlunin er að könnunin nái fram yfir úrslitaleikinn þann 29. júní nk. og mun sá leikur verða sérstaklega tekinn fyrir. Því er ekki að vænta nið- urstöðu úr þessari könnun fyrr en um næstu mánaðamót. -FRI I dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari_________I dag mælir Dagfari Valinkunnir sæmdannenn Rannsóknarlögreglan hefur mjög verið í sviðsljósinu að undanfomu, ekki síst eftir að hún mannaði sig upp í að stinga inn sex af forsvars- mönnum Hafskips fyrir sakir sem enn eru ekki upplýstar. Tveir þeirra sitja enn inni til að halda þeim i ein- angrun og rannsókninni í leyni. Miðað við kjaftasögur og frétta- flutning allskonar í innlendum sem erlendum helgarpóstum er þó ljóst að ekkert fer leynt sem fram kemur í yfirheyrslunum og er þar sjálfsagt þagmælsku rannsóknarlögreglu- manna fyrir að þakka. Eitt af því sem lak út úr rannsókn- inni var kjaftasagan um tékka- greiðslu frá Hafskip til Alberts til Guðmundar Joð. Eitthvað hefur þessi kjaftasaga skolast til þar sem nú er smám saman að upplýsast að tékkinn hafi alls ekki verið tékki, enn síður frá Hafskip og í rauninni vinargreiði í fimm hundruð króna seðlum sem engum kemur við. Svona geta rannsóknir komið bestu mönn- um í opna skjöldu enda er Guðmund- ur Joð búinn að krefjast nýrrar rannsóknar á þvi hvaðan þessir pen- ingar komu. Mun það vera í fyrsta skipti sem maður krefst rannsóknar á því hver gefi honum peninga og vinargreiði verður að sakamáli. Bæði Albert Guðmundsson og Guðmundur Joð hafa orðið fyrir óþægindum af þessu máli. Rann- sóknarlögreglan hefur aldrei hugsað sér að baka þeim lagsbræðrum slík óþægindi og nú hefur Hallvarður rannsóknarlögreglustjóri sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afeökunar á þessum óhróðri og kjaftasögum sem hann vísar á bug að komi frá embættinu. Er sannar- lega gott til þess að vita að rann- sóknarlögreglustjóri hafi svo nánar gætur á kjaftasögunum í bænum að hann viti upp á hár hverjar þeirra komi frá embættinu og hverjar ekki. Hitt er öllu merkilegra að rann- sóknarlögreglustjóri sér ástæðu til að gefa út aflátsbréf gagnvart þeim Albert og Guðmundi og lýsa þá val- inkunna sæmdarmenn. Vonast hann til að hinir valinkunnu sæmdarmenn standi af sér spjótalögin og er greini- lega alveg miður sín fyrir þeirra hönd. Nú er það vitað að rannsóknarlög- reglustjóri er grandvar maður og heiðarlegur sem eflaust kann skil á réttu og röngu. Hann gegnir og því starfi að rannsaka meint brot og skilja á milli sektar og sakleysis. Aftur á móti er það alveg nýtt í starfi rannsóknarlögreglustjóra að gefa út tilkynningar um það hverjir séu valinkunnir sæmdarmenn og hverjir séu ekki valinkunnir sæmd- armenn. Hlýtur það að vera traust- vekjandi fyrir bæði Albert og Guðmund Joð upp á framtíðina að eiga hauk í homi þar sem rannsókn- arlögreglan er og ganga með syndakvittun hennar upp á vasann. Ef rannsóknarlögreglustjóri er fyrir- fram búinn að ákveða hverjir séu valinkunnir sómamenn, og hefur í fórum sínum lista yfir þá sem hafa sæmdina sín megin og hina sem ekki hafa hana, er vitaskuld miklu léttara fyrir hann og hans menn að yfir- heyra og rannsaka einstaklingana sem rekur á fjörur embættisins. Guðmundur Joð segir það hörmu- legan atburð að hann skyldi taka við eitt hundrað þúsund krónum frá Albert. Síminn heima hjá honum stoppar ekki vegna ákafra stuðn- ingsmanna og annarra velunnara sem harma þetta með honum. Og nú hefúr Guðmundur fengið afláts- bréf frá sjálfum rannsóknarlögreglu- stjóranum sem harmar róginn um Guðmund! Rannsóknarlögreglu- stjóri hlýtur að vera mikill og valinkunnur sómamaður. Allt er þetta mál sprottið af þvi að rannsóknarlögreglan heldur í einangrun þeim tveim mönnum sem sitja uppi með sannleikann. Rann- sóknarlögreglan er ein um það að fá að tala við þá. Hvaðan skyldi það fréttast að Guðmundur Joð hafi þeg- ið fé af Albert sem fengið var hjá Hafskip? Þagmælskan er ekki ein- leikin og grábölvuð þegar ekki er haft rétt eftir. Hallvarðm- rannsókn- arlögreglustjóri á að vanda um fyrir mönnum sínum og gera að minnsta kosti þá kröfu til þeirra að þag- mælskan í liðinu fari ekki illa með valinkunna sæmdarmenn sem ekki hafa annað til saka unnið en taka við heilsubótarstyrkjum frá vinum sínum. Það er því miður lítil von til þess að kjaftasögumar um sómamennina verði leiðréttar meðan sannleikur- inn er lokaður bak við lás og slá. Besti greiðinn sem rannsóknarlög- reglustjóri getur gert hinum valin- kunnu vinum sínum úr því sem komið er hlýtur að vera sá að sleppa þeim Hafslýpsmönnum lausum. Skítt veri með rannsóknina, skítt veri með skúrkana. Það verður að bjarga heiðri valinkunnra sóma- manna. Það skilur Hallvarður manna best. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.