Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Side 26
26 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviósljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði Sting fyrrverandi Police-meðlimur og stórsöngvari hefur sagt frá því að í húsi hans í London búi tveir húsdraugar. Fólkið sem gengur aftur er kona og barn hennar, að sögn popparans. Hann treysti þó ekki alveg þessari draugatilfinn- ingu sinni og til að fá staðfestingu fékk hann þekktan miðil til að halda miðilsfund í húsinu. En til- finning Sting var á rökum reist því miðillinn náði sambandi við andana eftir smástund. Þegar miðillinn spurði Sting hvort hann ætti að flæma draugana í burtu svaraði söngvarinn : ,,Nei, mér finnst þægilegt að hafa þá hér á sveimi í kringum mig." Bill Cosby hefur sýnt það og sannað að hann er stórskemmtilegur leikari. Þættir hans um fyrirmyndarföður eru nokkuð vinsælir hérlendis. í Am- eríku rís þó stjarna hans hvað hæst því þar er þáttur hans, er nefnist „The Cosby show", óheyrilega vinsæll. Hefur bæði þátturinn og Cosby unnið allar vinsældakannanir sem gerðar hafa verið i landi Sáms frænda upp á síðkastið. Leikarinn hefur ~i nú ákveðið að róa á enn nýrri mið og nú sem rithöfundur. Bókin á að bera nafnið Föðurímynd og þar ætlar Cosby að rita um sína eigin barnæsku og um það hvern- ig það er að vera faðir í dag. Utgefendur bókarinnar segja að hún muni verða dýrmæt lestrar- bók fyrir verðandi feður. Freddie Mercury aðalsöngvari og ímynd bresku hljómsveitarinnar Queen ætlar í næstu framtíð að hasla sér völl sem sólósöngvari. Hljómsveitin er nú á tónleikaferðalagi og verður það í síðasta skiptið sem þeir drottningarstrákar spila saman í a.m.k. þrjú ár. Mercuiy segist vera orðinn leiður á samvinnunni í bili og því sé hljómsveitinni og með- limum hennar fyrir bestu að taka sér langa hvild. Flugfreyjustarf nútímans? Sú var tíð að ungar stúlkur dreymdi um að verða flugfreyjur. Fá að ferðast land úr landi og kynnast hinum ýmsu þjóðum, vera frjáls eins og fuglinn. í dag hefur þetta breyst. Þó að flugfreyjan sé enn vinsæl eru fyrirsætustörf sennilega efst á listanum. Varla fyrirfmnst sú stúlka sem ekki hefur einhvern tíma dreymt um að prýða forsíður. En í þessu sem öðru er samkeppnin hörð, margir kallaðir en fáir útvaldir. Á laugardaginn fór fram úrslitakeppni Ford Models á Islandi en keppnin er haldin í sam- vinnu við Vikuna. Sex stúlkur voru mættar til leiks en tilgangurinn var að velja bestu fyrirsætuna fyrir Ford Models. Spennan var mikil og mátti glöggt finna hana í and- rúmsloftinu, svo og sjá á andlitum keppenda. Andrea Brabin, Val- gerður Backman, Sjöfn Sverris- dóttir, Anna Herdís Eiríksdóttir, Lára Snæbjörnsdóttir og Elín Guð- mundsdóttir biðu óþreyjufullar eftir að heyra hver þeirra væri sú heppna. Eftir að Þórunn Gestsdóttir, rit- stjóri Vikunnar, hafði boðið gesti velkomna tók Trace Flynn við, sagði frá Ford Models og kynnti keppendur. Síðan hófst mynd- bandssýning á lokakeppninni 1984 og gátu gestir þá gert sér nokkuð heillega mynd af því hvernig keppni sem þessi færi fram. Sú sýn- ing stóð stutt því stóra stundin kom fyrr en varði. Tilkynnt var að í ár yrði um tvo sigurvegara að ræða. Aðalsigurvegarinn færi í loka- keppnina í Hollywood en sú sem skipaði annað sætið myndi halda til New York í júlí og fá tækifæri til að hefja fyrirsætuferil sinn. Sig- urvegari varð Yalgerður Backman og var hún vel að sigrinum komin. I öðru sæti lenti Andrea Brabin. Mun hún halda utan í næsta mán- uði og búa hjá Eileen Ford, sem er nokkurs konar móðir tísku- heimsins, en þar býr einnig fjöldi annarra stúlkna víðs vegar að úr heiminum. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur og þeim eru settar strangar reglur. Þær byrja á að setja saman ljósmyndabókina sína og fara síðan í svokallaðar „test- myndatökur". Að því loknu er svo bara að bíða og sjá hvort gæfan reynist fyrirsætunni hliðholl. Val- gerður fer einnig utan í sumar og býr til bókina sína og undirbýr sig. Hún heldur aftur út fyrir landstein- ana í janúar, að loknu stúdents- prófi, og tekur þátt í úrslitakeppn- inni og eftir það mun hún reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Hún sagði í smáspjalli að vinkonur hennar hefðu sífellt verið að mana hana upp í að fara í keppnina en hún hefði tekið því frekar létt og frekar í gamni en alvöru. Þegar hún sá síðan auglýsingu í DV um að frest- ur til að tilkynna þátttöku væri að renna út ákvað hún að láta slag standa. Vikan kallaði síðan stelp- urnar saman og lét taka myndir sem voru sendar út og úrslitahóp- urinn valinn. Valgerður átti erfitt með að lýsa tilfinningum á sigur- stundinni. Hún sagðist vera spennt, ánægð og tilfinningin væri skrýtin og framandi. Aðspurð hvort hún hefði orðið svekkt ef úrslitin hefðu farið á annan veg sagðist sigurvegarinn sjálfsagt hefðu orðið það. Hún hefði haft hugboð um að henni myndi ganga vel auk þess sem í svona keppni væri spurningin um að duga eða drepast. Valgerður hefur starfað það sem af er sumri Andreu óskað til hamingju. í J.L.-húsinu. í júlí heldur hún til Ameríku en kemur aftur heim i haust og klárar stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð í janúar. Hún segist ekki hafa áhuga á meiri skóla, a.m.k. ekki í bili. Stefnan í nánustu framtíð er nú sett á úrslitakeppni Ford Models um andlit níunda áratugarins og DV-myndir GVA að henni lokinni segist Valgerður ætla að reyna fyrir sér við fyrir- sætustörf. - Hún er verðugur fulltrúi Islands og hver veit nema hún eigi eftir að geta sér gott orð fyrir „kynningar á ullarvörum er- lendis", eins og segir í ágætum texta. Hér sjást þátttakendurnir i úrslitunum: F.v. Anna, Andrea, Sjöfn, Lára. Valgerður og Elín. mæm' ■-■■■imjBfff 9 ■’wBB JÉjilyLv oó ML vL I - jWgi ' h 2 % Í4§1 ... & ■\ , €, aÆ f III ílllififliiiill** Gallo Giro lést á 23. ári nú nýveríð. Hann var uppáhaldsreið- hestur chilesku foringjanna í Quillota og fékk veglega útför. Hann var orðinn háaldraður af hesti að vera því þessi 23 ár jafnast á við u.þ.b. eina mannsöld. Að sögn sjónarvotta var athöfnin hátíðleg og áhrifamikil og mátti sjá ýmsa við- stadda fella tár þegar þessi aldni vinur var til grafar borinn. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti fékk um síðustu helgi góðan gest í héimsókn. Það var móðir Theresa, fyrrverandi nóbels- verðlaunahafi, sem fengið hefur viðurnefnið engill hinna fátæku frá Kalkútta. Áður en móðir Theresa heimsótti Reagan hafði hún staðið fyrir fjársöfnun sem verja átti til byggingar sjúkrastöðvar fyrir eyðnisjúklinga í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.