Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. 11 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hagsýnar húsmæöur sjá um karl- peninginn fram á siðasta dag. Umönnun karlanna - allt til æviloka Misja&t bíður mannanna bama á dánardægrinu og fer þai- margt eftir kynjum, ef marka má skrif maíheftis The Economist. Karlar deyja oftar í heimahúsum og njóta umönnunar makans til siðasta dags en konur gista hin ýmsu öldr- unarhæli og mæta dauða sínum einar. Þetta kemur að miklu leyti til af þeirri staðreynd að karlpen- ingurinn yfirgefur þessa jarðvist yngri og eyða þvi konumar síðustu ævidögunum í einsemd. Nærvera hinna hagsýnu hús- mæðra veldur því að færri karlar þurfa að fara á elliheimili eða sjiikradeildir, ummönnun sjúkra eiginmanna fellur undir þeirra starfssvið. I Bretlandi létust aðeins 17.000 karlmenn á stofiiunum en 38.500 konur tóku síðustu and- vörpin á slíkum stað. Þörfin fýrir stofnanir, sem ætlað- ar em deyjandi fólki, fer sívaxandi. Slikum hælum hefur fiölgað í Bret- landi úr þremur i eitt hundrað á síðustu tuttugu árum, í Ameríku frá einu í þrettán hundmð á sið- ustu tíu árum. Hafin er bygging slikra sérstofhana í velflestum löndum Vestur- Evrópu en gengur fremur hægt því h'kt og dauðinn sjálfur er þetta fremur óvinsælt viðfangsefni. Fæstir vilja hugleiða endalokin fyrr en að þeim kemur. Verð á þjónustu Pósts og síma í gær sögðum við firá þeim mögu- leikum sem í boði ent hafir þú tónvalsaíma og sex stafa númer. Hægt er að láta stilla símann t.d. þannig að þú getir flutt síraanúm- erið þitt með þér í annan síma. Þessi þjónusta kostar i upphafi 197,60 kr. en 7,50 kr. svo í hvert einstakt skipti sem þú notfærir þér hana. Látir þú stytta þau númer sem þú hringir oft í þá kostar sú þjónusta 49,50 kr fyrir hver fimm númer í einu. Notfærir þú þér áminningar- eða vakningarmögu- leikann borgar þú sem svarar fimm skrefum í hvert skipti, eða 7,5o kr. Þessi þjónustugjöld bætast sjálf- krafa við símareikninginn. -RóG. Leiðrétting Síðastliðinn fostudag birtum við verð á grillkolum á nokkrum stöð- um. Vegna rangra upplýsinga gætti svolítils ruglings í könnun- iimi. f versluninni Hagkaup fást ekki Grill light grillkol né 3ja kílóa pokar af íslenskum kolum. Þeir selja íslensk grillkol i 2ja kílóa pokum á 169 kr. Einnig kosta Party kolin 219 kr. en ekki 269 kr. í umferðinni: Hvaða rétt eiga reið- hjólin í umferðinni? Nú er komið sumar og allir, sem eiga reiðhjól, hafa tekið þau úr geymslunni, pússað rykið af þeim, pumpað í dekkin og eru famir út að hjóla. Þá vakna ýmsar spumingar. Hvar á að hjóla? Hvemig á að hjóla og hve gamlir þurfa krakkar að vera til að mega hjóla í umferð? Því er til að svara að ef hægt er þá skuluð þið velja fáfarnar götur til að hjóla á, en ef það gengur ekki skuluð þið notast við gangstéttir, séu þær til staðar. Þar verðið þið að taka fúllt tillit til gangandi vegfarenda. Umfram allt reynið að forðast að hjóla á götum þar sem umferð er mikil. Þetta er ekki sagt til að losa bílstjóra við reiðhjólin af götunum, því reiðhjólin hafa sama rétt þar og önnur farartæki, heldur er þetta sagt vegna þeirrar hættu sem skapast fyrir hjólreiðamanninn á slikum göt- um. Það þarf ekki mikið út af að bera til að illa fari. Reiðhjól em smæstu og hægustu farartækin i umferðinni og því miður er það oft svo að bílstjórar gleyma að líta eftir þeim þegar þeir em að fylgjast með umferðinni. Þeir em svo uppteknir við að sjá stóm farartækin að eitt reiðhjól getur hæglega yfirsést að ekki sé talað um ef hurðarpóstur eða baksýnisspegill skyggir á reiðhjólið. Þá steðjar vemleg hætta að hjól- reiðamanninum. Hjólreiðamenn eru í hópi „mjúku vegfarendanna“, sem ekki hafa neitt til að skýla sér ef þeir lenda í óhappi. Hjólreiðamenn verða að fara eftir sömu umferðarreglum og stjómend- ur annarra ökutækja í umferðinni og því ber þeim að gefa samferðar- mönnum sínum í umferðinni upplýs- ingar um það sem þeir ætla að gera í umferð, s.s. beygja eða stöðva. Aldrei mega tveir eða fleiri hjól- reiðamenn hjóla samsíða. Notið glitmerki þótt sumar sé. Hafið hremsur í lagi, bjöllu, lás og bretti. Þá er mikilvægt að sætið sé rétt stillt fyrir þann sem hjólar. Umferðarráð hefur mælst til við foreldra og forráðamenn bama að þau séu ekki yngri en 9 ára í umferð þótt umferðarlögin segi annað. Þá hefur verið rannsakað að fjarlægð- arskyn bama er vart orðið nógu þroskað fyrr. Einnig eiga þau oft erfitt með að meta aðstæður, sem oft koma upp í umferð, séu þau yngri. Bindindisfélag ökumanna styður tilmæli Umferðarráðs og ít- rekar þá ósk til foreldra að halda bömum á hjólum frá umferð, séu þau yngri en 9 ára, og hvetja þau sem eldri em að forðast einnig umferðina eftir bestu getu. Það er aldrei of varlega farið. Bílstjórar! Minnumst reiðhjólanna í umferðinni. Þau em einnig farar- tæki. Tökum tillit til þeirra og fækkum slysum á þeim. Stuðlum í sameiningu að auknu öryggi í um- ferðinni og að bættri umferðarmenn- ingu. EG Reiðhjól eru smæstu og hægustu farartækin í umferðinni og því miður er það oft svo að bílstjórar gleyma að líta eftir þeim þegar þeir fylgjast með umferöinni. Sumardvalarstaðir fyrir bóm Nú, þegar sumarið er komið og skól- amir hættir, hafa mörg böm og unglingar lítið eða ekkert fyrir stafiii. Margir foreldrar virðast hafa haft áhuga á að senda bömin sín í sumar- dvöl víðs vegar um landið því er neytendasíðan athugaði þá möguleika sem í boði em, kom í ljós að á flestum stöðum er allt upppantað. A.m.k. á það við um þau félög og samtök sem bjóða upp á sumardvöl fyrir böm en oft er auglýst í blöðunum að tekin séu böm í sveit, þá á einkaheimili. Við kynntum okkur þó nokkra þá möguleika sem í boði em, t.d. hjá skátasambandinu. Skátamir hafa í mörg ár boðið upp á sumarbúðadvöl við Úlfljótsvatn. Þar fá böm á aldrin- um 8-12 ára m.a. kennslu í alls kyns tjaldbúða- og útilifestarfi, byggðu á reynslu skátahreyfingarinnar. Einnig em í boði ýmis konar leikir og iþrótt- ir. Vikudvöl kostar 5.200 kr en aðstaða er fyrir 50 böm í einu. Kristilegt félag ungra manna og kvenna, KFUM og KFUK, er með sumarbúðimar Ölver, Vatnaskóg og Vindáshlíð. Þar er boðið upp á leiki, skoðunarferðir, íþróttir, sána ó.fl. Fræðsla um Krist og bænahald er einnig stór þáttur í starfinu. Böm á aldrinum 6-16 ára fá dvöl á þessum stöðum og er daggjald kr 700. Síðastliðið sumar hóf sumardvalar- heimilið að Kjamholtum, Biskups- tungum, starfsemi sína. Þar er bömum á aldrinum 7-12 ára boðið upp á íþrótt- ir, hestamennsku, leiki, skoðunarferð- ir o.fl. Tólf daga dvöl kostar 11.800 kr og em 30 böm í einu. -RóG. Er prutt það nýjasta í bílavarahlutaviðskiptunum? Maður ætlaði að kaupa varahlut í hringdi í umboðið og spurði hvað þetta bifreið sína - gler á stefnuljós. Hann kostaði. Fékk hann uppgefið að glerið V.m [ y /// S v A r ,ú, - - Þetta er öneitanlega mjög ófagmannleg nóta, svo ekki sé meira sagt! kostaði 200 kr. Þegar hann kom á staðinn átti glerið hins vegar að kosta 650 kr.! Maðurinn vildi ekki una því, þá „sló“ afgreiðslumaðurinn óðara af verðinu og stakk upp á 500 kr. Við- skiptavinurinn vildi heldur ekki una því og endaði með að hann féllst á að greiða 300 kr. fyrir glerið. Afgreiðslumaðurinn skrifaði þetta á nótuna, krassaði svo bara yfir tölumar sem hann hafði skrifað, það meira að segja tvívegis, og afhenti svo við- skiptavininum nótuna með afriti og öllu saman. Viðskiptavinurinn varð svo hvumsa við að hann spurðist ekki fyrir um af hverju honum heföi verið sagt í sím- anum að þetta gler kostaði 200 kr. Afgreiðslumaður þessi er greinilega ekki vanur í faginu. -A.BJ. Gæðasósurnar eru tilvaldar með hvers kyns mat og sem ídýfur. Nýjar sósur frá Gæðamatí Fyrir nokkm kom ó markaðinn ný framleiðsla frá Gæðamati s/f. Hér er um að ræða svokallað sósutríó, þ.e. kryddsósu, tartarsósu og paprikusósu. Sósumar em framleiddar úr jurtaolíu, sýrðum rjóma, eggjum, ediki, græn- meti og kryddi. Þær em tilvaldar með kjöt- og fiskréttum og sem ídýfur. Hver dós vegur 190 g og em ca 45 kaloríur í hverri matskeið. Er hver dós seld á 50-60 kr. út úr búð. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.