Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Af hverju vilja Kanar ekki knattspymu? Þrátt fyrir að knattspyma eigi sér ákafa aðdáendur víðs vegar um heiminn hefur leiknum aldrei tekist að festa rætur í Bandaríkjunum. Leikurinn er ekki talinn karlmann- legur eins og amerískur fótbolti. Bandarískir áhorfendur kunna ekki að meta hinn blæbrigðaríka leik og virðast engan áhuga hafa á honum. „Það er ekki hægt að byggja upp spennu hjá fólki sem hefur ekki hug- mynd um hvað er að gerast,“ segir fyrrverandi knattspymuþjálfari í Bandaríkjunum. Þetta er undarlegt, sérstaklega vegna þess að góður knattspymu- leikur býður upp á 90 mínútur af stanslausri spennu. Amerískur fót- bolti tekur hins vegar alveg heilan sunnudagseftirmiðdag og er 60 mín- útna leikur. í raun er ekkert að gerast inni á vellinum nema í 12 mínútur. Skilja ekki knattspyrnu Bandarískir áhorfendur álíta að homaboltaleikur, sem fer 1-0, sé æðsta stig af glæsilegri íþrótt en knattspymuleikur, sem fer 1-0, er talinn hrútleiðinlegur. Eins og hver körfuknattleiksað- dáandi veit er ekki nóg að fylgjast einungis með boltanum til að njóta leiksins. Menn verða líka að fylgjast með hreyfingum þeirra manna sem ekki em með boltann. Það sama gildir um knattspymu en í körfu- knattleik er mikið skorað, öfugt við knattspymu. Núna er atvinnumennska í knatt- spymu ekki stunduð í Bandaríkjun- um nema innanhúss. Og fyrrverandi formaður knattspymusambandsins þar, Francis L. Dale, viðurkennir að innanhúsknattspyma þeirra fyrir vestan hafi þurft að fá reglur úr Langflestir knattspyrnumenn í Bandarikjunum eru undir 17 ára aldri. öðrum íþróttagreinum lánaðar til að hægt væri að gera hana að verslun- arvöm. Mikið framboð íþróttagreina í skólum Ý msir hafa orðið til að skýra þenn- an litla áhuga á knattspymu í Bandaríkjunum. Bent hefur verið á að í engu öðm landi sé jafii mikið framboð af íþróttagreinum sem krökkum gefst. kostur á að æfa í skólum. Annars staðar í heiminum er knattspyma næstum því eina íþróttin sem stunduð er. Það eina sem þarf til að hægt sé að leika knattspymu er bolti og er knatt- spyman því ákjósanleg íþróttagrein fyrir fátæk lönd og fólk í litlum efh- um. Á áttunda áratugnum var gerð til- raun til að koma upp atvinnu- mannadeild í knattspymu í Bandaríkjunum og var í því sam- bandi stofnað knattspymusamband Norður-Ameríku. Margir álitu að tilraun þessi væri dauðadæmd frá upphafi. í stað þess að sækja leik- menn sína í bandaríska háskóla, sem hefði væntanlega orðið mjög kostn- aðarsamt og orðið til þess að langur tími liði þar til stjömur kæmu upp í knattspymunni, vom gamlar, funar stjömur frá Evrópu og Suður- Ameríku fengnar til að leika. Ekki öll von úti Philip A. Woosnam, sem var for- maður knattspymusambandsins á blómatíma þess, segir að nokkrar ástæður hafi verið fyrir hnignun þess. Fyrir utan það að mikið stríð var um þær stjömur, sem vildu leika í Bandaríkjunum, þá þurftu félögin að greiða háar upphæðir til evróp- skra og suður-amerískra félaga sem leikmennimir komu frá. Einnig það að svo fór að knattspymusambandið setti reglur um að alltaf skyldu að minnsta kosti 6 bandarískir leik- menn vera á leikvelli í einu. Þetta varð til þess að allt í einu vom mörg félaganna komin með allt of marga útlendinga. Woosnam er samt bjartsýnn á framtíð bandarískrar knattspymu. Hann bendir á að nú séu 1,3 milljón- ir unglinga skráðar í knattspyrnufé- lög en 1979 vom það aðeins 503.000. Talið er að um 70% þeirra sem leika knattspymu í Bandaríkjunum séu undir 17 ára aldri. Woosnam segir að þegar þessir unglingar eldist og fari að predika knattspyrnu fyrir sín- um bömum muni knattspyman rísa á ný. Það er margt sem bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér. Yfir eitt hundrað þúsund manns fóm að sjá úrslitaleikinn í knattspymu á ólympíuleikunum í Los Angeles milli Frakka og Brasilíumanna en Frakk- ar sigmðu í þeim leik eins og kunnugt er. Peningarnir gilda Fyrirtækið Anheuser Busch styð- ur við bakið á knattspymu með því að auglýsa mikið, er leikir em sýnd- ir í sjónvarpi, og þessa dagana verja þeir miklum fjárhæðum í auglýsing- ar á leikjum í heimsmeistarakeppn- inni. Forstjóri fyrirtækisins, Dennis P. Long, sem er 53 ára gamall, er mik- ill knattspymuáhugamaður og hefur óbilandi trú á framtíð knattspymu í Bandaríkjunum. Hann segir að nú sé verið að sá fræjum sem síðar eigi eftir að uppskera. Ekki era allir jafn bjartsýnir og hann og víst er að erfitt verður að spá um framtíð knattspymu í Bandaríkjunum. Það er hins vegar ljóst að ef ekki tekst að sýna fljót- lega fram á að hægt sé að græða verulega peninga á knattspyrnunni er ekki líklegt að hún eigi sér mikla framtíð í Bandaríkjunum. Fyrirbæri eins og Pan-hópurinn algeriega óhugs- andi í Færeyjum Færeyskur almenningur Irtt ginnkeyptur fýrir hvers konar klámiðnaði Eövarð T. Jónsson, DV, Faereyjum; Færeyjar em líklega eitt fárra ríkja Vesturlanda er hafa staðið af sér allar tilraunir nútímaklámiðnað- ar til að ná þar fótfestu. Danskur klámiðnaður gerði fyrir faeinum árum tilraun til að hasla sér völl hér í Færeyjum með aukinni markaðssetningu ýmiss konar klám- vamings, auk þess sem sala hófet á tímaritum eins og Rapport og öðrum tímaritum með svipuðu innihaldi. 1500 tölublöö á viku? Salan gekk vel í fyrstu og ritstjór- ar Rapport héldu því fram að um 1500 eintök hefðu selst á viku í Fær- eyjum, sem er svipað magn og selst af dönsku fjölskyldublöðunum Hjemmet og Familie Joumal. Vegna mikillar andstöðu og til- heyrandi blaðaskrifa var sala þess- ara tímarita síðan stöðvuð með fógetavaldi og lögreglan gerði þau upptæk á öllum blaðsölustöðum. Svo virðist sem færeyskum al- menningi hafi þótt lítil eftirsjá í dönsku klámblöðunum því fáar mót- mælaraddir heyrðust og engar til- raunir hafa verið gerðar til að flytja þau inn aftur, enda em háar fjár- sektir við innflutningi efnis af þessu tagi til Færeyja. Pan óhugsandi í Færeyjum Fyrirbæn eins og íslenski Pan- hópurinn og tengd starfeemi væri því algerlega óhugsandi i Færeyjum. Fyrir skömmu gerðist það að mál- gagn framhaldsskólanema í Færeyj- um birti myndir af nokkrum nöktum háskólanemum uppi á húsþaki ein- hvers staðar í Kaupmannahöfn að mótmæla námslánastefnu danskra jfirvafda. Skólanefhdir í Klakksvík og víðar þvertóku fyrir að blaðinu yrði dreift í grunnskólum viðkomandi bæjarfé- laga og hefur það ekki komið út síðan. Playboy í náðinni hjá sið- gæðiseftirlitinu Eina klámblaðið, er náð hefur hlo- tið fyrir augum færeyska siðgæði- seftirlitsins, er bandaríska Vegna mikillar andstöðu og blaðaskrifa var dreifing klámtímarita, eins og danska blaðsins Rapport, bönnuð í Færeyjum og upplag þeirra gert upp- tækt með fógetavaldi. mánaðarritið Playboy, en það selst þó mjög dræmt hér í Færeyjum. Strangt eftirlit er einnig haft með myndbandaleigunum og er þá eink- um fylgst með danskri og sænskri kvikmyndaframleiðslu, en siðgæðis- vörðunum virðist ekki eins umhugað um að banna bandarískar ofbeldis- og hryllingskvikmyndir sem em meginuppistaða myndbandamark- aðarins hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.