Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. 5 Fréttir Fréttir „Það ríkir ákveðin stöðnun í ferðamálum," segir Sigurður Skúli Bárðarson. Sigurður S. Bárðarson, Hótel Stykkishólmi: Yfirfullt í Reykja- vík? tómt útí á landi „Það eru miklir toppar og djúpar lægðir í okkar rekstri einsog í íslensku etnahagslífi almennt. Við erum stór- fyrirtæki á bæjarmælikvarða á sumrin en það dregur mjög úr starfseminni yfir vetrarmánuðina. Eftir að rekstur- inn var endurskipulagður 1981 hefiir reksturinn staðið undir lánum,“ sagði Sigurður Skúli Bárðarson, hótelstjóri á Hótel Stykkishólmi í samtali við DV. Náttúruunnendur fjölmennir Hótel Stykkishólmur heldur upp á tíu ára afinæli sitt á næsta ári en það var ekki fyrr en í fyrra að skólastarf- semi að vetrum flutti annað. Þá var rekstrinum breytt, veitingaaðstaða bætt, komið upp bar sem hefur starfe- leyfi yfir háannatímann og síðast en ekki síst hannaðar nýjar innréttingar. „Það er fólk af ýmsum toga sem kemur hingað. Hingað koma venjuleg- ir ferðamenn sem ætla fyrir jökul eða í eyjamar á Breiðafirðinum. Náttúru- unnendur eru fjölmennir, ekki síst fuglaskoðarar og steinasaftiarar. Við verðum varir við helgatraffik frá miðj- um maí, bæði einstaklinga á einkabíl- um og starfemannahópa á rútum sem eru á ferð um Nesið. Hluti af gestum okkar kemur svo í afslöppun og til að skoða okkar sérstaka bæ. Okkur bætt- ist liðsauki í að laða þessa ferðamenn hingað með bátnum Brimrúnu í vor en hann býður upp á skemmtilegar skoðunarferðir um Breiðafjörð og það gerir einnig flóabáturinn Baldur. Einnig má nefna Norska húsið svo- kallaða en þar hefur heimili Áma Thorlacius, kaupmanns og frumkvöð- uls í þilskipaútgerð, verið fært í upphaflega mynd. Of fáar ráöstefnur Við erum enn sem komið er með alltof fáar ráðstefhur en erum famir að hasla okkur völl á því sviði enda teljum við okkur hafa nijög góða að- stöðu til þess. Við höfum tvo sali, annan fyrir stærri ráðstefnur, allt að 300 manns, og svo 30 manna sal. Sam- keppnin er mjög hörð á þessum markaði. Við höfúm alls 30 tveggja manna herbergi sem flest hafa síma. Svo höfúm við nýuppgerðan veitinga- stað og bar, auk setustofu og ókeypis sánu.“ Mörgum virðast hotel spretta upp eins og gorkúlur, bæði í höfuðborginni og í nágrenni hennar. Hótel hafa risið og em að rísa í Keflavík og Hvera- gerði og í Reykjavík er verið að byggja tvö hótel auk viðbyggingar Hótel Sögu. Hvemig lítur hótelstjóri úti á landi á málin? „Það em sumir hræddir við svo hraða uppbyggingu. En ef litið er aftur í tímann þá var sama uppi á teningn- um þegar verið var að byggja Sögu og Hótel Loftleiði. Ég á ekki von á öðm en að samfara auknu framboði á gistirými verði mikið markaðsátak sem skilar sér vonandi í auknum ferðamannastraumi. Ég vona líka að hann skili sér til landsbyggðarinnar." Ákveðin stöðnun -En hvemig líst Sigurði Skúla á ferðamálin um þessar mundir? „Það em kannski stór orð en það ríkir ákveðin stöðnun í ferðamálun- um. Flugleiðir og Amarflug eiga langstærstan þátt í því að vinna mark- aði erlendis og innanlands. Ferða- málaráð ætti að hafa forgöngu í þessum málum en það fær ekkert fjár- magn til þessara hluta. Það er hjakkað í sama farinu í ferða- málunum. Útlendingar sem koma til landsins era settir upp í rútu í Reykja- vík, keyrðir um nágrennið og skilað aftur á hótel í Reykjavík. Það er ekk- ert gert í því að dreifa farþegum sem koma til Keflavíkur til landsbyggðar- innar. Ég get nefnt þér sem dæmi að farþegar sem vom að koma hingað á ráðstefnu vom fljótari að komast hingað með flugi en samferðamenn þeirra vom að komast með rútu inn á Loftleiðahótelið. Á meðan hótelin em yfirfull í Reykjavík er tómt úti á landi og lítið gert í málunum. Útlendingar em oft- ast áfjáðari í að skoða náttúrufegurð landsbyggðarinnar en bæjarbraginn í Reykjavík. Samt er þeim neitað um hótelpláss í Reykjavík vegna þess að allt er fullt og ekki hvattir til að reyna hótelin úti á landi. Ég held að héma verði að gera átak,“sagði Sigurður Skúli, hótelstjóri Hótel Stykkishólms, að lokum. ás. Veitingastaður hótelsins hefur verið innréttaður á smekklegan hátt. Rattan HÚSGÖGNIN KOMIN Bœttu hljóminn í bílnum með kraftmagn- ara og tónjafnara og fóðu þér sambyggðan roadstar AD'4270 2x25WÖtt! AUTO-HiFi AD-4270 Extra fíach 7-Band Boottmr- Equalizer, 2 x 25 Watt. 3.450,- kr. AD-4275 7-Band Boostor-Eqoallzmr, 4.980,- kr. eðaroadstar AD-4275 2x25 wött. Til að njóta söngs og tals sem best rs-4oo 2.300,- kr. höfum viðroadstar RS-400 20 watta hötalarana 2 770. kr sem eru sérhannaðir til að skila manns- röddinni sem best og aftur í bílinn setjumvið t.d, tvöföldu roadstar AD-3245 40watta hötalarana eða roadstar RS-910 15W0tta hötalarana. 2.590,- kr. Höfum stórkostlegt úrval hátalara, magnara, segulbanda og fi. í bílinn1 á hagstœðu verði. Sjón er sögu ríkari komdu og líttu á úrvalið, við tökum vel á móti þér. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.