Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Bændum er hættara við lungnaþembu en öðrum Nýlegar rannsóknir benda til þess að eitthvað annað en tóbaksreykur valdi því að íslenskir bændur fái frek- ar lungnaþembu en aðrar starfsstéttir í landinu. Læknarnir Sigurður Heiðdal, Tryggvi Ásmundsson og Hrafnkell Helgason hafa kannað lungnamyndir allra sjúklinga sem lögðust inn á Víf- ilsstaðaspítala á árunum 1975 til 1984. í ljós kom að af þeim 197 sem voru úrskurðaðir með lungnaþembu höfðu 56 stundað búskap, eða 28,4%. Þar af höfðu aðeins 29 reykt, eða 51,8%. Þeir sem ekki höfðu stundað búskap voru því 141 að tölu, eða 71,6%, en þar af- höfðu 133 reykt, eða 94,3%. Sú ályktun var dregin af þessum niðurstöðum að væri miðað við að á íslandi störfuðu um 7% manna beint við landbúnað væri fjöldi þeirra meðal sjúklinga með lungnaþembu óeðlilega hár. Þetta hefur ekki verið vitað áður og ekki heldur að hlutfall reykinga- manna í hópi þeirra sem stundað hafa búskap væri lægra miðað við aðra lungnaþembusjúklinga. Niðurstöð- umar benda þvi til þess að eitthvað í umhverfi bænda á íslandi annað en tóbaksreykur valdi lungnaþembu. -EA Trésmiðjan Víðir: Uppboð á vélum „Við erum búnir að dreifa upplýsing- um um vélakost trésmiðjunnar Víðis viða um land og ég býst við að fulltrú- ar flestallra trésmiðja á landinu mæti og bjóði,“ sagði Rúnar Mogensen, skiptastjóri í þrotabúi trésmiðjunnar Víðis. Á morgun, föstudag, verða vélar og tæki trésmiðjunnar boðin upp og í framhaldi af því skrifstofuáhöld og aðrir lausamunir. „Þetta tekur 3-4 daga,“ sagði Rúnar Mogensen. Hús trésmiðjunnar Víðis var selt á uppboði 29. maí siðastliðinn á 73 1/2 milljón króna. Kaupendur voru Iðn- þróunarsjóður og Iðnlánasjóður. -EIR Vandi fiystihúsanna: „Óviðunandi ástand“ - segir Guðmundur H. Garðarsson „Það er algerlega óviðunandi að þetta ástand haldi áfram en við erum aðeins söluaðili fyrir frystihús og tökum ekki afstöðu til einstakra húsa heldur þessa iðnaðar í heild og viljum að honum séu sköpuð eðlileg rekstrarskilyrði," sagði Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, í samtali við DV er blaðið rasddi við hann um þann vanda sem nú blasir við frystingunni og saltfiskverkun- inni í landinu. Sem kunnugt er af fréttum er nú rætt um að allt að 30 fiskvinnslufyr- irtæki þurfi strax aðstoð sem nemi allt að 2 milljörðum króna, bæði í formi skuldbreytinga og nýs fjár- magns. Guðmundur sagði að þeir hefðu ekki upplýsingar um stöðu einstakra húsa og gæti hann því ekki tjáð sig um hana en hann benti á að í landinu væru um 100 frysti- hús, þar af 80-90 stór hús, og því væri nú þriðjungur þessa iðnaðar í erfiðleikum. „Hvað okkur sem söluaðila varðar kemur dæmið þannig út að ef þessum húsum eru ekki sköpuð eðlileg rekstrarskilyrði er hætta á að við getum ekki staðið við skuldbinding- ar okkar og samninga erlendis og það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Guðmundur. -FRI DÆMI SEM VERT ER AÐ ATHUGA IHUSG AGNADEILD £JIS -HUSSINS 15°/c ^ STAÐGREIÐSLU- O AFSLÁTTUR SERSTAKT SUMARTILBOÐ Engir vextir í 4 mánuði Ath. Aðeins í húsqaqnadeild Lokað á laugardögum í sumar. Dæmi 1: Húsgagnakaup fyrir kr. 25.000, kr. 5000 út og kr. 5000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. Dæmi2: Húsgagnakaup fyrir kr. 50.000, kr. 10.000 út og kr. 10.000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. ATH. Einnig skuldábréf í allt að 8 mánuði með 20% útborgun. JIS JE Jón Loftsson hf. A ▲ A A A UQQOaqjJ '111 Hringbraut 121 Simi 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601 SPURNINGAKEPPNIN 7.VIKA Dregið þann 26. júní 1986. Skilið inn svörum í síðasta lagi þann 25. júní 1986 SPRENGISANDUR ^f)MOf*)f)M***f>M******f ************ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * Ef þú kaupir einn hamborgara ★ $ (venjulegan) færðu annan frítt gegn ★ $ afhendingu þessa miða. * $ Gildir til og með 25. júní 1986 ★ Frímiði ókeypis SÚPER MATUR •Um hvaða skarð liggur Austurlandsvegur milli > y Vegahnjúks og Sauðahnjúks? d\ | •[ hvaða kvikmynd giltast Svinka og Kermit? r 'íy »Hvað var þýska lýðvddið kallað Ivrir )j valdatöku Hitlcrs? »Hvaða listamaður gerði altaristollu lyrir Jjj kirkjuna i Kclu á hkaga. sem sóknarnelndin halnaði? © Hver var llugmaður í lyrsta banaslysi í Hugvél? Hver sigraði í 15 og 30 kílómetra skíðagöngu karia á Skíðamóti íslands árið 1985? <D C£> © Nafn: Heimili: Póstnr.: Staður: Aldur: Sími: 1 aViRII W., s, lAikuriráHom Abbot.gcftnnúimcð lcvfi H<wn Al>U>i Iml. I.dt. 7. VIKA FAðalvinningur. Sólarferð með terðaskrifstofunni Pólaris. Spennandi spurningakeppni á Sprengisandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.