Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 19. JUNÍ 1986. Forystumenn Aiþýöubandalagsins vilja að Guðmundur J. hætti þingmennsku: Ólafúr tekur ekki þingsæti Guðmundar „Læt ekki saka mig um annarleg sjónarmið,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson Forysta Alþýðubandalagsins, einkum þeir Svavar Gestsson for- maður og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður framkvæmdastjómar, hafa gert Guðmundi J. Guðmundssyni grein fyrir því áliti að hann eigi að segja afsér þingmennsku í framhaldi af atburðum síðustu daga. í morgun sagðist Ólafur Ragnar ekki ætla að taka sæti Guðmundar á þingi, segi hann af sér. „Ég læt ekki saka mig um annarleg sjónarmið í þessu máli,“ sagði Ólaifur Ragnar Gríms- son. „Það er alrangt að ég hafi beitt mér með einum eða öðrum hætti fyrir því að Guðmundi yrði bolað úr þingmennsku út af þessum Ijár- styrk. Mér þykir það afar leitt að saman skuli blandað skyldum mín- um sem formanns framkvæmda- 'tjómar Alþýðubandalagsins og varaþingmennsku minni. Ég harma að Guðmundur skuli bera mig röng- um sökum og hafí notað einkasamtöl okkar til þess meðal annars," sagði Ólafur Ragnar. En er það rétt að fjöldi flokks- manna vilji ekki vera í sama flokki og Guðmundur segi hann ekki af sér þingmennsku? „Það hefur ótrúlegur göldi fólks haft samband bæði við mig og formann flokksins og lýst áhyggjum sínum út af þessu máli. Hvað nákvæmlega fólk hefúr sagt við mig í trúnaði segi ég ekki. Eg hef gert Guðmundi grein fyrir sjón- armiðum mínum og við áttum síðast saman langan fund heima hjá hon- um í gærkvöld, fram til klukkan tvö í nótt,“ sagði Ölafúr. HERB Peningamir komufráEimskip og Hafskip Peningamir sem Guðmundur J. Guðmundsson þáði frá Albert Guð- mundssyni árið 1983 til þess að takast. á hendur ferð til Flórída áttu rætur að rekja til skipafélaganna Eimskip og Hafskip. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins, hefur staðfest að fyrir- tækin skiptu með sér kostnaðinum af þessari ferð til þess að Guðmundur gæti leitað sér hvíldar eftir langvar- andi veikindi. Hvort félag um sig greiddi 60 þúsund krónur en Albert Guðmundsson hafði síðan milligöngu um að afhenda þá Guðmundi. Að sögn Harðar var það fastmæfum bundið að Guðmundur fengi aldrei að vita hvað- -■j^vn peningamir komu. Guðmundur J. Guðmundsson sagði í samtali við DV í morgun að hann mundi fara á fund ríkissaksóknara síð- ar í dag og óska eftir sérstakri rann- sókn á þessu máli. -EA ALLAR GERÐIR SENDIBÍLA • Skemmuvegur 50 LOKI Það fer nú betur á því að Votabergið fljóti. Þótt sumarvinna sé yfirleitt næg fyrir unga fólkið þá er hún það kannski ekki fyrir allla aldurshópa. Gísli Kristjánsson ræðst ekki ágarðinn þar sem hann er lægægstur þegar hann hellir sér út í samkeppnina. í gær bauð Gísli til sölu blóm fyrirframan verslunina Blómaval. Hann sagði að blómin stæðu lengi og hétu sóleyjar. DV mynd GVA. Veðrið á morgun: Svipað og í dag Enn er hæð milli íslands og Fær- eyja og verður hún hér yfir næstu daga. Rigningin er þó ekki langt undan og úrkomubelti nálgast landið úr vestri. Sú lægð ætti að fara fljótlega hjá. Suðvestanátt verður á landinu á morgun. Hiti á bilinu 9-13 stig. Noregur: Árangurslaus leitað íslenskri stúlku Tveir sporhundar, tvær þyrlur og fimmtíu sjálfboðaliðar frá norska Rauða krossinum leita nú að íslenskri stúlku sem hvarf sporlaust í Bale- strand í Sognfirði í Noregi aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Stúlkan er 19 ára og hefúr að undanfómu unnið á Hotel Kvicknes í Balestrand. „Við leggum aðaláherslu á leit í miðbæ Balestrand en færum okkur út úr bænum ef ekkert gerist er líður á daginn," sagði varðstjóri lögreglunnar í Balestrand í samtali við DV í morg- un. „Þá hafa lögreglumenn gengið í hús og spurt fólk hvort það hafi orðið stúlkunnar vart. Allt hefúr þetta verið án árangurs fram að þessu.“ -EIR Votabergið á flot Fiskibáturinn Votaberg SU 14, sem strandaði að morgni 17. júní á Hér- aðssöndum skammt vestan við Jök- ulsá á Dal, náðist á flot í gær. Snæfugli SU 20 tókst með aðstoð togarans Barkar að draga bátinn burt af strand- stað. Eftir að Votabergið var komið á flot sigldi það burt fyrir eigin vélar- afli. _kb Hjartaaðgerðir á Landsprtaia: IVær á viku „Þetta gengur vel, sjúklingunum líð- ur vel,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, aðspurður um hjartaskurðlækningar sem hófúst á Landspítalanum um síðustu helgi. Þegar hafa tveir hjartasjúklingar' gengist undir aðgerð og sá þriðji verð- ur skorinn upp í dag. „Við gerum ráð fyrir að gera tvær aðgerðir á viku fram í miðjan júlí og þá verður ákveðið með framhaldið." Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar er það samvalinn hópur sem vinnur við hjartaskurðlækningamar, hópur sem þjálfaður hefur verið í Uppsölum í Svíþjóð með læknana Hörð Álfreðs- son og Þórarin Amórsson í broddi fylkingar. „Við gemm ráð fyrir að anna eftir- spum á þessu sviði. I arðsemisútreikn- ingum okkar er reiknað með 100-120 sjúklingum á ári. í fyrra fóm hins vegar 180 íslenskir hjartasjúklingar í aðgerð erlendis og það var óvenjulega mikið. Hver aðgerð ytra kostar minnst 250 þúsund krónur þannig að hér er hægt að spara fé,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson. -EIR Watson nevtar að fara úr færeyskri landhelgi Eövarö J. Jónsson, DV, Færeyjum „Ég er staðráðinn i að vera í Færeyj- um í allt sumar,“ sagði Paul Watson sem kom á skipi sínu Sea Shepheard til Færeyja síðdegis í gær. Watson hefur marglýst því yfir að hann ætli sér að stöðva grindhvala- veiðar Færeyinga. Strax og fréttist um komu skipsins sendi færeyski land- fógetinn út tilskipun þar sem Watson var skipað að fara úr færeyskri land- helgi á þeirri forsendu að yfirlýstur tilgangur hans væri að brjóta færeysk lög. I morgun lá Sea Shepheard á Nols- eyjarfirði rétt fyrir utan Þórshöfn í Færeyjum svo ljóst virðist að Watson ætlar að hafa fyrirmæli færeyskra yfir- valda að engu. Um borð í skipinu er fjöldi amerískra og franskra sjón- varpsmanna. _kb »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.