Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. íþróttir__________________íþróttir___________________íþróttir__________________íþróttir___________________íþrótl Punktar frá HM I Franski miðvallarleikmaðurinn, " Jean Tigana, hefur átt ánægjulega | daga í Mexíkó þrátt fyrir að hann . sé einn af fjórum leikmönnum | franska landsliðsins sem ekki hef-1 ur eiginkonuna sér við hlið. Rétt i eftir að kappinn kom til Mexíkó | bárust honum þær fréttir að kona . hans hefði alið honum annan son | þeirra hjóna og það var ástæðan ■ fyrir því að hún treysti sér ekki til I Mexíkó. Tigana og félögum hefur I gengið vel á HM og auðvitað er * það virkileg ábót á ánægjuna með I soninn. • „Villidýr og aumingjar' Sem kunnugt er þurftu feikmenn skoska landsliðsins að halda heim á leið eftir riðlakeppnina og er það í sjötta skipti sem það skeður. Skosku blöðin vönduðu leikmönn- um og aðstandendum skoska liðsins ekki kveðjumar eftir jafn- teflisleikinn gegn Uruguay. Eitt blaðið sagði skosku leikmennina villidýr og hreina aumingja. Nei, það er ekki alltaf skemmtilegt að vera knattspymumaður. I • Maradona þurfti ekki að borða búninginn Snillingurinn heimsfrægi, Diego Maradona, var kokhraustur fyrir leik Argentinu og Uruguay í 16- liða úrslitunum. Maradona sagði fyrir leikinn að hann myndi borða búning sinn ef Argentínumönnum tækist ekki að sigra. Leiknum lyktaði með eins marks sigri Arg- entínu, 1-0, og Maradona er enn lifandi. • Snjallir danskir blaðamenn Þeir dönsku blaðamenn sem starfendi eru í Mexíkó vegna HM-keppninnar kunna ýmislegt annað fyrir sér en skrife um leiki danska liðsins á HM. Það sýndu þeir um daginn er þeir léku æf- ingaleik gegn þýsku blaðamönn- unum sem eru í Mexíkó. Mikið gekk á í leiknum, fyrri hálfleikur var að vísu markalaus en í þeim síðari fóru dönsku blaðamennimir í gang svo um munaði og skoruðu þá fímm mörk og sigruðu því 5-0. I I I • Jennings fékk ekki nektarsýningu Pat Jennings, markvörður norð-1 ur-írska landsliðsins, og elsti ■ keppandinn á HM í Mexíkó, 411 árs, missti af óvenjulegri uppá- _ komu í Mexíkó. Á afmælisdaginn | voru nokkrir leikmenn landsliðs- ■ ins búnir að fa nektardansmey til I að sýna listir sínar fyrir Jennings I en einn af forráðamönnum norð-1 ur-írska liðsins kom í veg fyrir allt I saman og urðu því Jennings og ■ jafavel fleiri af fyrirhugaðri | skemmtun. _sjfj „Jöfhunarmaikið vendipunkturinn“ -sagði Miguel Munoz, þjálfari Spánverja, eftir sigur þeirra á Dönum „Vendipunkturinn í leiknum var jöfaunarmarkið rétt fyrir leikhlé. Það gerði mér fært að breyta um leikaðferð í seinni hálfleik. Það að geta sett Eloy inn á í staðinn fyrir Salinas breytti öllu fyrir sóknarleik okkar,“ sagði Miguel Munoz, þjálfari spánska lands- liðsins, eftir óvæntan stórsigur Spánverja á Dönum á HM í gær Munoz var ekki sammála þeirri skoð- um Pionteks, þjálfara Dana, að sigur- inn hefði verið allt of stór. „Ég virði skoðun Pionteks en ég held samt að sigurinn hafi verið fyllilega verðskuld- aður og alls ekki of stór.“ Munoz var óhress með það að An- doni Goikoetxea („slátrarinn frá Bilbao“) skyldi hafe verið bókaður í leiknum. Munoz taldi að brot hans hefði ekki verið það alvarlegt að það verðskuldaði gult spjald. Þetta var í annað skiptið sem hann fær að sjá gula spjaldið i keppninni og verður hann í leikbanni þegar Spánveijar mæta Belgum í 8-liða úrslitum á sunnudaginn. -SMJ „ Viljum frekar leika með hjarta en höfði“ - sagði Sepp Piontek eftír ósigurinn gegn Spánverjum „Við lékum vel í fyrri hálfleik en við gerðum of mörg mistök, sérstaklega í vöminni í seinni hálfleik. Því miður vilja Danir frekar leika knattspymu með hjartanu heldur en höfðinu," sagði Sepp Piontek, þjálfari Dana, eft- ir leikinn í gær. Piontek taldi að Spánverjar hefðu sigrað vegna mis- taka danska liðsins. Það, frekar en leikur spænska liðsins, hefði fært Spánverjum sigur. „Ég verð þó að játa að Spánveijar komu okkur á óvart með skyndisókn- um sínum í seinni hálfleik. Þetta spánska lið leikur ekki hugmyndaríka knattspymu og ég er hræddur um að þeir verði að leika öðmvísi en í þessum leik til þess að komast í úrslitaleik- inn,“ sagði Piontek sem vissulega var vonsvikinn eftir leikinn. Það er grát- legt fyrir Dani að vera slegnir út úr keppninni núna eftir að hafa leikið stórkostlega knattspymu í riðla- keppninni. -SMJ Tekið á móti Dönum sem þjóðhöfðingjum - er þeir koma heim til Danmerkur frá Mexíkó Haukur Lárus Hauksson, DV, Dan- mörku: „Þrátt fyrir að við hefjum öll viljað að landslið okkar kæmist enn lengra í keppninni ber okkur skylda til að taka vel á móti danska liðinu þegar það kemur heim. Nú skuluð þið sýna leikmönnunum hvers þið metið frammistöðu þeirra í Mexíkó,“ sagði íþróttafréttaritari danska sjónvarpsins í gærkvöldi eftir tapið stóra hjá Dön- um gegn Spánveijum. Auðvitað ríkir mikil sorg hér í Dan- mörku með úrslitin gegn Spánverjum en engu að síður er búist við miklum hátíðahöldum þegar danska landsliðið kemur heim. Það verður tekið vel á móti þeim eins og um stórhöfðingja væri að ræða. • Dagskrá danska sjónvarpsins va,- rofin fljótlega eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Greinilegt að von- brigðin voru mikil þrátt fyrir frábært gengi danska liðsins í Mexíkó. Danski sjónvarpsmaðurinn, sem vitnað er í hér að framan, sagði þó að fjarv'era Franks Amesen hefði greinilega veikt danska liðið mikið og þeir Sören Lerby og Michael Laudrup hefðu aldrei feng- ið pláss til að gera góða hluti. Þá hefði Preben Elkjær verið langt frá sínu besta. Loks sagði hann að betra liðið hefði sigrað og Danir tapað með sóma. Égpgf • Emilio Butrageno fagnaði oft í gærkvöldi enda skoraði hann fjögur mörk. Draumurinn varð að martröð - Danmörk-Spánn 1-5 Danmörk-Spánn..........1-5 Áhorfendur: 38.500. Mörk: Danmörk: Jesp- er Olsen á 33. mínútu.' Spánn: Emilio Butrageno á 44., 57., 80. og 90. mínútu. Andoni Goikoetxea á 70. mín. Gul spjöld: Camacho og Goikoetxea hjá Spáni og Andersen hjá Danmörku. Liðin: Danmörk: Lars Högh, Sören Busk, Morten Olsen, Ivan Nielsen, Henrik And- ersen (John Eriksen á 61. mín.), Klaus Berggreen, Jens Jören Bertelsen, Sören Lerby, Jesper Olsen (Jan Mölby á 71. mín- útu), Preben Elkjær Larsen, Michael Laudrup. Spánn: Andoni Zubizarreta, Tomas Renones, Ricardo Gallego, Andoni Goikoetxea, Jose Antonio Camacho, Vict> or Munoz, Michel (Francisco Lopez á 84. mínútu) Ramon Caldere, Julio Alberto Moreno, Emilio Butrageno, Julio Salinas (Eloy á 46. mínútu). Dómari: Jan Keizer frá Hollandi. -SMJ „Vorum meistarar - nú draugar“ „Liðið, sem verður heimsmeistari í Mex- íkó, tekur ekki við tigninni af meisturun- um 1982 heldur af hópi drauga, sem hræða engan,“ skrifaði ítalska íþróttablaðið fræga, Gazette dello Sport, eftir tapleik Itala gegn Frökkum í Mexikó. Risafyrir- sögn á forsíðu var „Einu sinni vorum við meistarar, - nú erum við draugar“. Almennt voru ítölsku fjölmiðlarnir mjög harðorðir í garð ítölsku leikmannanna. Almenningur á Ítalíu hefur hins vegar að mestu haldið ró sinni. „Versta tap í 20 ár,“ skrifaði dagblaðið Reppublica „jafnvel tapið fræga gegn Norður-Kóreu á HM 1966 olli ekki eins miklum vonbrigðum“. Blöðin skrifa mikið um þátt Michel Platini, fyrirliða Frakka, sem leikur með Juventus á Ítalíu, í leikn- um. „Platini sökkti Ítalíu“ er fyrirsögn eins þeirra. „Frakkland Platinis yfirspilaði Ítalíu“ fyrirsögn annars. -hsim Sepp hótaði að hvingja á lögguna Haukur Lárus Hauksson, DV, Danmörku: Eins og fram hefur komið voru Danir mjög óánægðir með að þurfa að gista á sama hóteli og Spánveijar dagana fyrir leikinn í gærkvöldi. Það fór sem Piontek grunaði. Aðfaranótt gærdagsins létu spænskir blaða- menn vel í sér heyra en þeir búa mjög margir á sama hóteli og leikmenn landslið- anna og í næstu herbergjum við danska liðið. Sepp Piontek, þjálferi Dana, fór trekk í trekk til þeirra og bað þá um að hafa sig hæga en ekkert gerðist. Það var ekki fyrr en Piontek hótaði að hringja á lögregluna að allt féll í dúnalogn og Danimir gátu sofaað í friði. • Forráðamenn danska landsliðsins kærðu þetta til FIFA sem tók þegar í stað málstað Dana en engu að síður var ekkert gert í málinu. Caldere féll á lyfjapiófi - lék samt gegn Dönum Haukur Lárus Hauksson, DV, Danmörku: Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana, var æfixr af reiði fyrir leikinn gegn Spáni í gær- kvöldi. Ástæðan var sú að einn spönsku leikmannanna, Ramon Caldere, féll á lyfja- prófi eftir síðasta leik Spánverja og Piontek vildi eðlilega meina að hann ætti að vera í leikbanni gegn Dönum í gær. Engin yfirlýs- ing barst frá FIFA um leikbann á hendur Calderé.Piontek hótaði að láta Frank Arne- sen leika því Dönum barst engin tilkynning frá FIFA um að hann væri í leikbanni. -SK „Stefnum á slgur“ - segir Peter Shitton Sigurbjöm Aðalsteinsson, DV, Englandi. „Við tökum leikinn við Argentínu ná- kvæmlega eins og við höfúm gert áður á HM - eins og aðra leiki þar. Við stefhum á sigur og sæti í undanúrslitum. Lið, sem skorað hefiir sex mörk í tveimur síðustu leikjimum án þess að fá á sig mark, hlýtur að eiga góða möguleika á því,“ sagði Peter Shilton, fyrirliði enska liðsins, eftir sigurinn á Paraguay í gær. Markvarsla Shilton er mjög rómuð í leiknum. Hann almennt talinn besti maður enska liðsins ásamt Gary Lineker. Þá fær Glenn Hoddle einnig góða dóma svo og Steve Hodge. Einnig báðir bakverðimir, Kenny Sansoni og Gary Stevens. hsim Logi til Noregs Þráinn Stefönsson, DV, Akureyri: Logi Einarsson, einn besti handknatt- leiksmaður KA, er á förum til Noregs í nám og mun því ekki leika með KA í 1. deild- inni næsta keppnistímabil að minnsta kosti. Logi er aðeins tvítugur að aldri, stúdent, en hefúr samt verið festamaður í KA-liðinu undanfarin ár. Áfall fyrir KA að missa hann og annar máttarstólpi KA-liðsins, Erlingur Kristjánsson, mun leika í Noregi næsta keppnistímabil. Hins vegar taldi Logi ekki miklar líkur á að hann mundi leika ytra, nema þá kannski með einhveiju smáliði. Námið yrði aðalatriði hjá honum. hsún Sjö leikir í kvöld Tveir leikir verða í 1. deild í kvöld. Valur og Víðir leika að Hlíðarenda, Breiðablik og Akranes í Kópavogi. Leikimir hefjast kl. 20. Heil umferð verður í 2. deild. Völs- ungur og Víkingur leika á Húsavík, KS og Skallagrímur á Siglufirði, KA og Selfoss á Akureyri, Þróttur og ísafjörður í Laugardal og Einherji og Njarðvík á Vopnafirði. hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.