Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. 13 Haustkosningar Umræður um haustkosningar ger- ast nú æ háværari. Talsmenn þeirra í báðum stjómarflokkunum vita að eigi að kjósa snemma vetrar verður brátt að nást um það samkomulag milli forystumanna þeirra. Sumarið er ódrjúgur tími til ákvarðanatöku og þingmenn, svo og aðrir er hugsa sér pólitískan frama í kosningum, taka sín sumarleyfi eins og aðrir menn og allt félagslíf í stjómmála- flokkum verður meira og minna lamað fram í september. Verði kosið fyrir áramót verður það tæplega síðar en um mánaða- mótin nóvember/desember og því þarf að rjúfa þing mjög fljótlega eft- ir að það kemur saman 10. október. Auðvitað er þetta allt saman hægt og hefur verið gert með skemmri fyrirvara. Hins vegar hefi ég það á tilfinningunni að í öllum flokkum sé sterkur vilji fyrir því að flana ekki að undirbúningi næstu kosn- inga. Menn reikna með því að miklar pólitískar sviptingar geti fylgt í kjöl- far þeirra, til dæmis nýtt stjómar- mynstur, og jaihframt er búist við því að það þing, sem næst verður kosið, geti orðið nokkuð „stöðugt". Brejúingar á þingmannaliði eigi því að gera nú, fremur en næst; allavega vilja menn ógjama standa frammi fyrir því að undirbúningur verði svo skammur að ekki sé um annað að ræða en stilla upp nokkum veginn óbreyttu frambjóðendaliði nú þegar kosið verður eftir nýjum kosninga- lögum. Af hverju kosningar í haust? En af hverju vilja menn láta kjósa í haust? Svörin em mörg, jaftivel innan hvers stjómmálaflokks. Nokkur þeirra liggja í augum uppi. Menn kvíða til dæmis fjárlagagerð- inni í stjómarflokkunum. Ljóst er að þar verður að beita miskunnar- lausum niðurskurði og þar sem komandi þing er allavega síðasta þing fyrir kosningar þá er það ekki heppilegt að beita miklu aðhaldi við fjárlagagerðina. Stjómarandstæð- ingar munu beita miklum yfirboðum við afgreiðslu fjárlagamia og vafalít- ið verður þá erfitt að hemja margan fyrirgreiðslupostulann í röðum stjómarþingmanna. En jafnvel þótt stjómarandstáðan sæti á strák sín- um yrði fjárlagafafgreiðsla mjög erfið. Mikill halli er fyrirsjáanlegur á rekstri ríkisins þetta ár og engin von til annars á næsta ári, jafnvel þótt ýtrasta aðhalds yrði gætt. Það er óbjörgulegt veganesti í kosningar samhliða miklum niðurskurði fram- kvæmda. í öðm lagi kvíða menn gerð kjara- samninga um áramót. Ég held að Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjarnfreðsson „V erði kosið fyrir áramót verður það tæp- lega síðar en um mánaðamótin nóvember/ desember og því þarf að rjúfa þing mjög fljótlega eftir að það kemur saman 10. október.“ þess kvíða gæti í raun bæði í röðum stjómar og stjómarandstöðu. Stjómarmenn em hræddir við að stjómarandstaðan muni notfæra sér samningana til þess að hleypa öllu í bál og brand á vinnumarkaði rétt fyrir kosningar. Stjómarandstaðan á hálfbágt líka. Alþýðuflokksmenn langar í stjóm með Sjálfstæðis- flokknum en þá er vissulega betra að taka við málum í sæmilegu lagi heldur en þurfa að byrja á því að kveða niður verðbólgudraug sem væri eigin uppvakningur. Það væri flokknum líka mjög hættulegt að þurfa að byija á því að taka í einu eða öðm formi til baka kjarabætur sem náðst hefðu í pólitísku verkfalli rétt fyrir kosningar; reynslan frá ’78 sýnir A-flokkunum að slíkt er mikið neyðarbrauð. Alþýðubandalagsmenn eiga ekki alveg eins bágt að þessu leyti því þeir búast vart við þvi að verða í næstu ríkisstjóm. Hins vegar virðast allmiklar sviptingar þar á bæ, eink- um á mörkum þingliðs og forystu- sveitar í verkalýðshreyfingu, þarrnig að vera kann að jafnvel þar andi ýmsir léttar, að þurfa ekki að heyja kjarabaráttu á þröskuldi kosninga- baráttu. Hvernig færu kosningar nú? Um það er erfitt að segja. Sam- kvæmt nýafstöðnum sveitarstjóm- arkosningum myndu A-flokkamir bæta vemlega við sig, en það er alls ekki vist að niðurstaða þingkosn- inga yrði hin sama. Það er ljóst að í stórum dráttum drógu A-flokkamir unga fólkið til sín í sveitarstjómar- kosningunum. Ég er ekki viss um að allt þetta unga fólk muni kjósa þá í alþingiskosningum. Meðal þess em margir kjósendur sem umfram allt vilja ekki verðbólguna af stað aftur og þeir líta valdabrölt verka- lýðsforingja jafhmiklu homauga og valdabrölt annarra stjómmála- manna. Margt af því unga fólki, sem kaus A-flokkana í sveitarstjómar- kosningum, vill í stórum dráttum óbreytta stjómarstefhu, þó auðvitað megi líka finna dæmi um hið gagn- stæða. A-flokkamir hafa orð á sér fyrir ferskleika fremur en stöðug- leika og hið síðamefnda mun vega þungt í haustkosningum. Þar að auki munu margir á öllum aldri telja atkvæði greidd stjómarflokkunum ömggustu vísbendinguna til verka- lýðsforystunnar um að fólk vilji ekki verðbólguna með tölsku krónutölu- kauphækkununum að nýju. En hvað svo? Því getur auðvitað enginn svarað fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að telja. Það er ljóst að miklir „straumar“ em milli forystu Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. En í hvomgum flokknum er einhugur. Innan Alþýðuflokksins em margir sem minnast þess hve illa flokkurinn var kominn eftir viðreisnarsamstarf- ið og margir sjálfstæðismenn telja Alþýðuflokkinn tæplega nógu stöð- ugan samstarfsflokk. Þó verður þetta að teljast líkleg- asti kosturinn. Innan Framsóknar- flokksins em menn nú að skiptast nokkuð í fylkingar eftir því hvemig þeir líta á áframhaldandi stjómar- samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Margir telja raunar að flokkurinn eigi alls ekki að fara í neina ríkis- stjóm. Tapi flokkurinn fylgi í kosningunum mun þessum mönnum aukast fylgi og fleiri aðhyllast þá skoðun að flokkurinn eigi að vera í ábyrgðarlítilli stjómarandstöðu um sinn og launa þarmig A-flokkunum lambið gráa. Þeir em svo til, og hrifa alltaf verið, sem ekki vilja stjómarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn undir neinum kringum- stæðum. En ótrúlegasta fólk í flokknum kveður líka upp úr með það að þessir tveir flokkar eigi að stjóma áfram og ljúka sínu ætlunar- verki: Að koma stöðugleika á ís- lenskt þjóðfélag svo unnt verði í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins að eiga opin og frjáls samskipti við aðr- ar þjóðir V-Evrópu og við ríki Norður-Ameríku. Mér er sagt að í Sjálfstæðisflokkn- um séu slíkar raddir einnig famar að heyrast i nokkrum mæli upp á síðkastið. Samt skal ég fúslega við- urkenna að ég er ekki að sirrni trúaður á óbreytt samstarf eftir kosningar. Magnús Bjamfreðsson Lýst eftir stjómarskrá Stjómarskrár em merkasta upp- finning frelsisunnandi þjóða hins vestræna heims. íbúar eins samfé- lags koma saman og ákveða á þennan hátt hvemig þeir skuli leysa sameiginleg vandamál sín. Stjómar- skrá er lögin um hvemig lögin eiga að verða til. En hún er meira. Hún segir líka til um hvemig lögin megi ekki vera; hún vemdar prentfrelsi, málfrelsi, ferðafrelsi, fundafrelsi og borgararéttindi yfirleitt. Hún er sem sagt mjög mikilvæg frelsi og lýðræði meðal einnar þjóðar. Það er þess vegna einkar bagalegt að íslending- ar skuli aldrei hafa sett sér eina slíka. Danakóngur Okkar stjómarskrá er dönsk. Danakóngur gaf okkur hana árið 1874. Við eðlilegar aðstæður á lýð- frjáls þjóð að setja sér stjómarskrá sjálf en íslendingar þáðu með þökk- um þetta meingallaða plagg á sínum tíma. Sjötíu árum síðar lá þeim svo á að losna við annan Danakóng og þeir gáfu sér ekki tíma til að búa til nýja stjómarskrá. Sú gamla var tek- in upp óbreytt í öllum höfuðatriðum en kóngur strikaður út og forseti skrifaður inn. Að vísu var lofað end- urskoðun, en við þekkjum þá sögu. Sjálfsskoðun Víst hafa þeir endurskoðað. Stjómarskrámefndir hafa setið að störfum meira og minna frá stríðs- lokum. Þær hafa auðvitað verið skipaðar af Alþingi sem er einkar greindarleg ráðstöfun. Þama hafa setið fulltrúar gömlu stjómmála- flokkanna sem eiga völd sín og aðstöðu undir gömlu stjómar- skránni og áhugi þeirra á breyting- um hefúr verið í samræmi við þá staðreynd. Fundir em haldnir lokað- ir svo sem minnst berist út af starfi eða starfsleysi þingmanna enda óvíst hverju almenningur tæki upp á ef hann víssi af þessari tímasóun. Engar fregnir hafa borist af ágreiningi um hundrað ára gamlar danskar hugmyndir enda snýst stjómarskráin ekki um hugmyndir í augum stjómmálamanna. Hins vegar er hart deilt um hvort einn Vestfirðingur er virði tveggja, þriggja eða fjögurra Reykvíkinga þegar kemur að kosningum. Það lýs- ir best andlegu ástandi þessa fólks þegar rifrildið upphefst um Hansen- og Ólsen-aðferðimar við að tryggja atvinnu núverandi alþingismanna. Þá reikna þeir sig inn og út af þingi með aðstoð stórtækustu tölva og lýsa svo yfir miklum stjómskipunar- legum áhyggjum sínum vegna ósamkomulags um stjómarskrá. Þetta er ósköp eðlilegt þegar haft er í huga að þama er kerfið að end- Karl Th. Birgisson starfsmaður Bandalags jafnaðarmanna urskoða sjálft sig. Það er þessu fólki mikilvægt hvort það heldur atvinnu sinni, rétt eins og þér og mér. Hins vegar snýst stjómarskráin ekki um atvinnuhorfur einstaklinga, heldur grundvallaratriði um gerð íslensks samfélags. (Það er auðvitað mdda- legt að segja það, en að auki höfum við ósköp lítið að missa við atvinnu- leysi flestra þingmanna okkar. Greindarvísitalan við Austurvöll er sorglega lág og má trúlega rekja það til lélegra launa sem fæla burt góða frambjóðendur.) í stjómarskrá ákveðum við hvert er hlutverk ríkis- valdsins, hvemig verkaskipting innan þess er og hverra lýðréttinda borgararnir njóta. Allt er þetta óend- anlega mikilvægara heldur en stjómarskrárpólitík sem snýst í kringum rassbomna á nokkrum al- þingismönnum. Þjóðfundur um stjórnarskrá Það er grundvallaratriði að þjóðin á sjálf að semja stjómarskrána. Við eigum að kjósa (með jöfhum atkvæð- isrétti) til þjóðfundar sem semur nýja stjómarskrá og leggur hana fyrir þjóðina lið fyrir lið til sam- þykktar eða synjunar. Þegnamir eiga að setja ríkisvaldinu leikreglur, rétt eins og ríkisvaldið setur þegnun- um reglur. Einungis á þann hátt er unnt að leggja gnmninn að réttlát- ara og fijálsara þjóðfélagi hér á landi. Á íslandi em til merk samtök sem benda til aukins áhuga á og óánægju með íslensk stjómarskrármál. Þetta em Landssamtök um jafnrétti milli landshluta. Fleiri svipuð borgara- samtök hafa starfað og starfa enn. Þetta er merkur vísir að upplýstri og frjórri umræðu meðal þjóðfélags- þegna sem ekki em bundnir á klafa flokkshagsmuna. Það ætti að vera þeim og okkur öllum kappsmál að hefia aðgerðir í stjómarskrármálum sem fyrst. Hættulegt sinnuleysi Ein afleiðing stjómarskrárleysis íslendinga er misnotkun á ríkis- valdi, valdníðsla og óvirðing gegn borgararéttindum. I löndum þar sem menn taka stjómarskrána sína al- varlega er einnig stöðug umræða í gangi um gmndvallaratriði í sam- félagsgerðinni. Það er það hlutverk hæstaréttar að standa vörð um stjórnarskrána og skera úr um túlk- unaratriði. Hinn íslenski Hæstiréttur er ónýt- ur í þessu tilliti. Það telst til stórtíð- inda þegar þar er fiallað um stjórnarskrárákvæði og þá sjaldan það gerist er dómsvaldið eins og tuskubrúða í höndum Alþingis og ríkisstjómar. Ríkisvaldið kemst upp með ótrúlegt ofbeldi vegna þess að Hæstiréttur gegnir ekki þessu hlut- verki sínu. Nægir að nefna brot á málfrelsi og prentfrelsi (Spegilsmálið er klassískt í því efrii), afturvirka skattlagningu og ójafnan atkvæðis- rétt þegnanna. Islenskir hæstarétt- ardómarar deila hins vegar helst um upphæð sekta og lengd fangelsis- dóma og skrifa löng sérálit með stolti þess sem vinnur verk sitt vel. Alvarlegasta afleiðingin er sú að þjóðin ber enga virðingu fyrir stjóm- arskránni né heldur kippir sér upp við valdníðslu stjórnmálamanna. Allir vita að margir ráðamanna em ekki beinlínis til fyrirmyndar í sið- ferðilegum efnum, en það er ekkert hægt að gera í því máli með ónýta og ómerkilega stjómarskrá frá nítj- ándu öld. Það er löngu kominn tími á nýja stjómarskrá. Karl Th. Birgisson „Ein afleiðing stjómarskrárleysis íslend- inga er misnotkun á ríkisvaldi, valdníðsla og óvirðing gegn borgararéttindum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.