Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 27
DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. 27 Sandkorn Sandkorn Erlendur og aðrir SÍS-menn ætla að skapa fyrirtækinu betra álit. Þjóðin hefur lítið álit á Sambandinu Ungir framsóknarmenn fengu félagsvísindadeild Há- skólans nýverið til að kanna hvaða hug landsmenn bera til Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Framsóknar- mennirnir ungu hafa ákveðið að hafa ekki mjög hátt um niðurstöðuna. I ljós kom nefnilega að Sambandið nýtur lítils álits hjá þjóðinni. Framsóknarmenn spurðu einnig um álit þjóðarinnar á bændastéttinni. Reyndist bændastéttin njóta miklu meira trausts en Sambandið. Spumingin kostar30 þús- und í sömu skoðanakönnun fé- lagsvísindadeildar var borin fram spuming frá Alþýðu- bandalaginu um afstöðu Reykvíkinga til kaupa borgar- innar á Ölfusvatnslandi í Grafningi. Sú niðurstaða varð Allaböllum að skapi og gerði Þjóðviljinn mikið úr henni. Okkur er sagt að fyrir ■ hverja spurningu taki félags- vísindadeild 30 þúsund krónur. SlS svarar með fjölmiðl- unarfyrirtæki Sambandsmenn hafa ekki farið leynt með áhyggjur sínar af þeirri mynd sem birtist af Sambandinu í fjölmiðlum. Vilja þeir kenna íjölmiðlum um hvemig komið er. Áform eru greinilega uppi um að fara að reyna að skapa Sambandinu betra álit. Blaða- fulltrúi hefur nýlega verið ráðinn. Og stjóm Sambands- ins hefur samþykkt að hefja undirbúning að stofnun fjöl- miðlunarfyrirtækis sam- vinnuhreyfingarinnar. Ekki tekið mark á Sverri Sjónvarpið tekur ekki mikið mark á reglugerð sem Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra setti í vetur. I reglu- gerð um útvarp samkvæmt tímabundnum leyfum, sem gildi tók um miðjan febrúar, setti Sverrir þessa klausu: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða neðan- málstexti á íslensku, eftir því sem við á hverju sinni. Það skal þó ekki eiga við þegar í hlut eiga erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðu- laust um gervihnött og móttökustöð fréttum eða dag- skrárefni er sýnir atburði er Sagt var um reglugerð Sverris aö hún heföi eingöngu getaö komiö frá ráöherra sem opinberlega heföi falliö á íslenskuprófi og væri þess vegna meö á heilanum að islensk tunga væri í stórhættu. gerast í sömu andrá. í síðast- greindu tilviki skal að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þular.“ Nánast í hverjum íþrótta- þætti sýnir sjónvarpið lengri eða skemmri myndir erlendis frá án þess að íslenskt tal eða texti fylgi. Má þar til dæmis nefna bandarískar golf- og körfuknattleiksmyndir þar sem enskt tal er látið duga en mest áberandi hefur þetta ver- ið í ensku knattspymunni. Væntanlegar einkasjón- varpsstöðvar hafa þarna fengið fordæmið. Sóknarprest- urinn sagður hrekkjasveinn f blaðinu Eystrahorni, sem gefið er út á Höfn í Horna- firði, má lesa þetta í tölublaði frál2.júní: „Sem frægt er tilkynnti Rík- isútvarpið, hljóðvarp, það á mánudaginn í aðalfréttatíma að tíu sentímetra jafnfallinn snjór væri á Djúpavogi. Brá mörgum í brún því enginn var þar snjórinn. Héldu menn að hrekkur hefði þeim verið gjörður og bárust böndin að sóknarpresti, Sigurði Ægis- syni, sem er frægur hrekkja- sveinn, og töldu menn að hann væri manna líklegastur til þess að hafa hringt inn þessa hrekkjafrétt. En áðuren prestur var settur í poka kom leiðrétting. Ríkisútvarpið hafði átt við Djúpuvík á Ströndum." Þess má geta að annar af ritstjórum Eystrahorns er séra Baldur Kristjánsson. Umsjón: Kristján Már Unnarsson Þær systur Geirdís Hanna, 12 ára, og Sylvía Sædis, 10 ára, á leið heim til Siglufjarðar eftir gönguferðina í Strákagöng. DV-mynd JGH DV á Siglufirði: „Engir strákar í Strákagöngum“ Prá Jóni G. Haukssyni, DV, Akureyri: „Við erum bara í skemmtigöngu, við gengum út að Strákagöngum og fórum meira að segja í gegnum göngin," sögðu þær systur Geirdís Hanna og Sylvía Sædís Kristjánsdætur er DV rakst á þær á Siglufirði í síðustu viku. Uær systur sögðust gera nokkuð að því að fara í skemmtigöngur en þær gengju þó sjaldan út að Stráka- göngum. - Hræddar í myrkrinu i göngunum? „Nei, við vorum ekkert hræddar en Sillu fannst þau vera svo- lítið löng,“ svaraði Geirdís snaggara- lega. Og um það hvort þær hefðu rekist á einhverja stráka í Strákagöngum, kom hlátur og svo: „Nei, það voru engir strákar í göngunum." Lífsglaðar hnát- ur, Geirdís og Sylvía. Bæjarstjóri Dalvík. Staða bæjarstjóra á Dalvík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar veita Trausti Þorsteinsson í síma 96-61491 og Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460. Bæjarstjórn Dalvíkur. t PANTANIR SÍMI13010 KREDIDKOR TA ÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. T Nauðungaruppboð á lausafjármunum úr þrotabúi Trésmiðjunnar Víðis h/f Samkvæmt ósk Rúnars Mogensen skiptastjóra, f.h. þrotabús Tré- smiðjunnar Víðis h/f, verður haldið nauðungaruppboð á öllu lausafé í eigu þrotabúsins að Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Uppboð á tækjum og vélum búsins verður haldið föstudaginn 20. júni 1986 og hefst það kl. 10.00. Hér er aðallega um að ræða: 1) Trésmíðavélar af fjölmörgum stærðum og gerðum, svo sem spóna- pressur, kantlímingarvél, beltaslípivélar, límvals, dílaborvélar, þykktarslípivél, fjölblaðasagir, kantpússivélar, hjólsagir, afréttara, burstaslípivélar, fræsara, bandsög, þykktarhefil, kýlvél, standborvél- ar, staflara, loftknúna gaffallyftara, hefilbekki, snúningsborð, plötusög, samsetningarbúkka- og borð, loftlímkúta, spónsagir, geirskurðarsög og spónbrennslukerfi (spónmatningskerfi og spón- brennsluketill). 2) Tæki til lökkunar, s.s. lakkklefa, lakkdælur, lakkfilmuvélar, lakkslípi- vél, þurrkofn með þremur hitablásurum, lakksprautukönnur og lakkrekka á hjólum. 3) Tæki til bólstrunar, s.s. saumavélar, stólapressu með lofttjakk, hnappavél, stansara fyrir hnappa, púðagrindur á hjólum, pallettur úr járni og rekka á hjólum. 4) Önnur tæki, s.s. handlyftivagna, brýnsluvélar, Toyota lyftari, rafknú- , „ inn, árg. 1980, loftpressur og sogkerfi, sem samanstendur af 5 blásurum frá 11-55 kw, síueiningum með samtals 1610 pokum og rörum. Ath.: Listar yfir allar vélar og tæki á uppboðinu munu liggja frammi á skrif- stofu bæjarfógetans í Kópavogi á skrifstofutíma og síðan jafnframt á uppboðsstað. Uppboð á öðru lausafé búsins verður haldið laugardaginn 21. júní 1986 kl. 10.00 og mánudaginn 23. júní 1986 kl. 17.00. Er hér aðallega um að ræða húsgögn úr skrifstofu og kaffistofu, laus- afé úr bólsturdeild, hráefnislager, spónalager og fittings. ' ’ Jafnframt verður selt á uppboðinu nokkurt magn af nýjum hús- gögnum, s.s. svefnbekkjum, sófaborðum, speglum í ramma, skipti- borðum, stereoskápum, o.fl. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.