Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Viðskiptasiðferði Hafskipsmálið hefur í nokkrar vikur verið í sérkenni- legri biðstöðu. Ekki er vitað, hvort einhverjir þeirra, sem setið hafa í gæzluvarðhaldi, verða kærðir og fyrir hvað. Lekinn úr rannsókninni er of óljós og þversagna- kenndur til að núna sé hægt að hafa á því skoðun. Annars vegar er sagt, að ný og alvarleg atriði séu sífellt að koma í ljós og rannsóknin verði stöðugt um- fangsmeiri, enda hafi yfirheyrslur verið tíðar og ítarleg- ar. Hins vegar er sagt, að yfirheyrslur hafi verið stopular, stuttar og spurningar rýrar að innihaldi. Meðan ástandið er slíkt er tómt mál að tala um við- skiptasiðferði þeirra, sem í hlut eiga. Hins vegar getur verið hentugt tækifæri að fjalla um á almennan hátt, hvernig siðferði eigi að vera í viðskiptum, án þess að þær hugleiðingar beinist að neinum sérstökum. Ferðalög forstjóra í Concorde-þotu og gisting á dýrum hótelum eru ekki mikið málsefni. í viðskiptum getur verið nauðsynlegt að sýna reisn, einkum þegar mikið er í húfi. Kostnaður við slíkt hlýtur að vera matsatriði eftir efnum og ástæðum hverju sinni. Ef kostnaður við ferðalög og risnu fer hins vegar úr þeim ramma að vera í þágu fyrirtækisins, til dæmis á þann hátt, að borgað sé fyrir ferðir maka eða ferða- þætti, sem flokkast undir sumarfrí, hlýtur málið að verða alvarlegra frá sjónarmiði þeirra, sem borga. Einkaneyzla stjórnenda framhjá launum varðar ekki aðeins hluthafa í hlutafélögum, félagsmenn í samvinnu- félögum og skattborgara, þegar um embættismenn er að ræða, heldur einnig þjóðfélagið í heild, ef það verður af skatttekjum vegna brots á framtalsskyldu. Gjafir flokkast eins. Þar getur verið um að ræða, að ráðherrum eða seðlabankastjórum sé boðið í laxveiði eða í ferðalag til.Nizza í einkaerindum; að seðlabanka- stjóra sé gefið málverk, sem kostar yfir hálfa milljón; eða að verkalýðsforingja sé gefinn fátæktarstyrkur. í öllum slíkum tilvikum bilar hvort tveggja, siðferði þeirra, sem gefa, og hinna, sem þiggja. Bresturinn er alvarlegastur, ef stórgjafir eru ekki taldar fram til skatts. Smágjafir mega liggja milli hluta, en ekki þær, sem skipta tugum og j afnvel hundruðum þúsunda króna. Jafnvel þótt slíkar gjafir séu skilmerkilega bókaðar, situr eftir, að valdaaðilar eins og ráðherrar eða seðla- bankastjórar eða verkalýðsleiðtogar geta ekki leyft sér að þiggja þær, ef hugsanlegt getur verið, að vottur af óbeinni hagsmunagæzlu liggi að baki gjafmildinnar. Afsláttur, sem fyrirtæki veita hvert öðru, flokkast ekki undir slíkar gjafir, ef hann er færður til bókar hjá fyrirtækjunum. Ef hann rennur hins vegar í vasa stjórn- anda fyrirtækisins, sem afsláttinn fær, getur hann bæði verið að hafa fé af fyrirtækinu og skattstofunni. Ef stjórnendur reynast hafa hagrætt bókhaldi fyrir- tækis með því að breyta skjölum eða láta þau hverfa, er brot þeirra mjög alvarlegt. Hins vegar er tiltölulega lítilfjörlegt, ef þeir hafa bara sýnt óhæfilega bjartsýni í eignamati, bókhaldi og skýrslugerð. Af hinum fjölbreytta og afar misjafna siðferðisbresti, sem hér hefur verið fjallað um, er forvitnilegast að stað- næmast við greiðslu fyrirtækja og stofnana á einka- kostnaði stjórnenda framhjá skatti. Ráðherrabílarnir voru löngum frægasta dæmið um þá þjóðaríþrótt. Á þessu stigi er ekki vitað, hversu mikill siðferðis- brestur er í Hafskipsmálinu. En það mál hefur þó varpað ljósi á útbreiddan skort á viðskiptasiðferði í landinu. Jónas Kristjánsson „Um leið og Þorsteinn Pálsson lagði fram sín fyrstu fjárlög fyrir sl. áramót var vitað að honum hafði brugðist bogalistin." Hvers vegna haustkosningar? Hvers vegna kosningar í haust? Hafa stjórnarflokkamir ekki meirihluta á þingi til að stjóma - ef þeir geta, þora og vilja? Að visu. En sú skoðun er að verða ofan á innan beggja stjórnarflokka að þeir hvorki geti né þori. Hvers vegna ekki? Meginverkeíhi ríkisstjómar næsta misserið em tvö: 1. Að stokka upp ríkisfjármálin, sem komin em gersamlega úr bönd- um. 2. Að leiða nýja kjarasamninga, helst til 2ja ára, sem þurfa að fela í sér umtalsverða hækkun lægstu launa, án nýrrar verðbólgukoll- steypu. Það er mat ráðandi manna í stjóm- arflokkunum að þeir geti hvomgt. Ekkert nýtt Þetta er hins vegar ekkert nýtt. Um leið og blekið þomaði við und- irskrift kjarasamninga 28. febrúar sl. var vitað að þeir rynnu út mn áramót. Um leið og Þorsteinn Pálsson lagði fram sín fyrstu íjárlög fyrir sl. ára- mót var vitað að honum hafði bmgðist bogalistin. Fjárlögin 1986 vom seinasta tæki- færi Þorsteins til að ná hallalausum ríkisbúsakap. Hann vissi fyrir að fjárlög 1987 yrðu kosningafjárlög. Hann einfaldlega þekkti ekki sinn vitjunartíma. Auðvitað vissi hann að það er ekki hægt að moka flór ríkisfjármálanna með framsókn í stjóm. Hins vegar má hann vita það að „hlaupist hann nú frá vandanum" munu framsókn- armenn hýða hann í kosningabar- áttunni fyrir hugleysi og dugleysi. Það er, eins og hann sjálfur segir, „framsóknarmönnum líkt“. Þar að auki mun Steingrímur reyna að dubba sjálfan sig upp sem siðvæðingarpostula í Hafskipsmál- um. Það verður „nýi Nixon“ næstu kosningabaráttu. „Önnur fjárlög" - Alþýðu- flokksins Þorsteinn á því fárra góðra kosta völ. Hvorki löngu þekktur fjárlaga- vandi né fyrirséðir kjarasamningar em því nýtt tilefhi kosninga. Þingmenn Alþýðuflokksins vör- uðu Þorstein við, þegar við af- greiðslu fjárlaga í desember 1985. Þá lögðum við fram „önnur fjár- lög“. Þá fluttum við 75 breytingartillög- ur við fjárlög og rúmlega 20 breyt- ingartillögur við lánsfjárlög. í heild sinni boðuðu þessar tillögur róttæka stefnubreytingu í ríkisfjármálum. Kjallarinn Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins - Vinstra megin við miðju Við lögðum til: 1. Lækkun ríkisútgjalda: Með niðurskurði á „velferðarkerfi fyrir- tækjanna" í gárlögum og gæluverk- efnum stjómarflokkanna. 2. Kerfisbreytingu í ríkisfjár- málum: M.a. með því að breyta ríkisstofnunum i sjálfseignarstofn- anir, sem í vaxandi mæli selji atvinnuvegum og fyrirtækjum þjón- ustu sína. 3. Tekjuöflun: Með nýju sölu- skattskerfi og stigbreytilegum stór- eignaskatti á skuldlausar og skattsviknar eignir forréttindahópa. Hvort tveggja hefði orðið til að hreinsa upp skattasvínaríið. 4. Lækkun erlendra skulda. Það tók stjómarliða - þ.á m. þing- menn Sjálfstæðisflokksins - fimm 1 lukkustundir að fella þessar tillög- ur. Nú mega þeir hinir sömu naga sig í handarbökin. I kjölfar kjarasamninga tók ríkis- sjóður á sig 2 milljarða í auknum útgjöldum. Þessu var öllu sópað undir teppið, vandanum slegið á frest með því að taka lán fyrir öllu saman. Við gagnrýndum það harðlega á sínum tíma. Við lögðum til að þess- um útgjaldaauka yrði mætt annars vegar með niðurskurði, hins vegar með aukinni tekjuöflun. Þorsteinn lét þau viðvörunarorð sem vind um eyrun þjóta. Sökkvandi skip Við vömðum sérstaklega við því að þegar fram í sækti myndi ríkis- fjármálahallinn reynast óviðráðan- legur; að þar myndaðist sprengirými nýrrar verðbólguþenslu, sem m.a. myndi slá öll vopn úr höndum ríkis- stjómarinnar til að standa að skynsamlegum kjarasamningum eft- ir áramót. Nú er allt sem við sögðum um þetta efni fram komið. Þessi ríkis- stjóm er einfaldlega að sökkva í sitt eigið skuldafen í ríkisfjármálum. Þorsteinn getur ekkert gert, þótt hann feginn vildi, - og átti sig eftir dúk og disk - í samstarfi við fram- sókn. Og hvorugur stjómarflokkur- inn þorir að gera það sem nú er orðið óumflýjanlegt að gera - í nýjum fjár- lögum, á kosningaári. Þess vegna hrópa þeir nú á kosn- ingar. Vegna þess að þeir em að flýja sökkvandi skip. Svo er Mogginn að forheimska sig á að spyija formann Alþýðuflokks- ins um afstöðu hans til ríkisfjár- málavandans nú. Við sáum þennan vanda fyrir. Við fluttum í tæka tíð tillögur um hvemig hann skyldi leystur. Ég skora á Morgunblaðið að birta í heild sinni breytingartillögur Al- þýðflokksins við fjárlög og lánsfjár- lög frá því í desember. Eða a.m.k. að birta fréttatilkynningu frá þing- flokki Alþýðuflokksins um þessar tillögur, sem kynntar vom á blaða- mannafundi fyrir síðustu jól. Ný ríkisstjórn Hitt er svo annað mál að þegar svona er komið fyrir stjómarflokk- um, þá er skynsamlegt að efha til haustkosninga - vegna þjóðarhags- muna. Það þarf einfaldlega nýja ríkisstjóm, sem hefur óvéfengjanlegt umboð og málefnastyrk til að gera hvort tveggja: stokka upp ríkisfjár- málin og ná skynsamlegum kjara- samningum til langs tíma. Það getur þessi ríkisstjóm einfaldlega ekki. Það er laukrétt hjá formanni Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Það vita Garðastrætisbúar manna best. En það er eitt sem angrar þá alla. Og það er nýtt í málinu: Kosninga- sigur Alþýðuflokksins. Því að nú falla öll vötn til Dýrafjarðar. Jón Baldvin Hannibalsson „...þegar svona er komið fyrir stjórnar- flokkum, þá er skynsamlegt að efna til haustkosninga - vegna þjóðarhagsmuna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.