Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. ■ / Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fulltrúadeild Bandarikjaþings hefur nú samþykkt viðskiptabann á Suður-Afriku. Ekki er talið liklegt að öldunga- deildin staðfesti það. Ástandið í Suður-Afriku versnar með hverjum deginum og má nú heita að þar riki borgara- styrjöld. Bandaríkin banna S-Afríku viðskipti: Viljum forðast blóðbað - segja demókratar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær einróma að setja hömlur á viðskipti við Suður-Aínku. Talið er að þetta sé gert til að ekki þurfi að koma til þess að Bandaríkin samþykki refsiaðgerðir gagnvart Suður-Afríku. Úrslit atkvæðagreiðslunnar komu mörgum demókrötum mjög á óvart, en þeir voru mjög ánægðir með nið- urstöðuna. Tip O’Neal, forseti fylltrúadeildar- innar, sagði að úrslitin væru sigur. Nú heíðu Bandaríkin fordæmt kyn- þáttaaðskilnaðarstefhuna á áhrifaríkasta hátt sem mögulegt væri. Demókratar skoruðu á Reagan forseta að láta af andstöðu sinni við refsiaðgerðir og „lána siðferðilegan stuðning síns háa embættis og mik- illa persónuvinsælda til handa málstað sem meirihluti þjóðarinnar tryði á.“ Heimildir segja að fulltrúadeildin hafi, með því að samþykkja svo harðar aðgerðir, gert málamiðlun í málinu erfiðari því öldungadeildin á eftir að gera upp hug sinn í málinu. Dan Burton, repúblíkani í fulltrúa- deildinni, sagði fréttamönnum að repúblíkanar hefðu greitt atkvæði með versta frumvarpinu til að tryggja það að frumvarpið færi ekki i gegnum öldungadeildina. Hann sagði að hann teldi að þær takmörkuðu refsiaðgerðir, sem Re- agan setti gegn Suður-Afríku í september, hefðu ekki fengið nægi- legan tíma til að virka. Frumvarpið, sem fulltrúadeildin samþykkti í gær, hefði í för með sér að ekkert bandarískt fyrirtæki mætti eiga nokkur viðskipti við Suður- Afríku. Undanskilin væru viðskipti með gull og platinum, sem hafa hemaðarlegt mikilvægi. Reagan hefur undanfarin fimm ár verið á móti refsiaðgerðum til að fá Suður-Afríkustjóm til að láta af að- skilnaðarstefnu sinni. Hann segist hafa meiri trú á að beita þrýstingi bak við tjöldin. Margir em á þeirri skoðun að stefha Reagans hafi bmgðist. Það er kominn tími til að prófa aðra stefhu, sagði Howard Wolpe, þing- maður sem álítur að refsiaðgerðir séu eina vonin sem eftir sé til að ekki bijótist út stríð í Suður-Afríku. Nú þegar báðir aðilar segjast hafa imnið atkvæðagreiðsluna f þinginu er erfitt að spá um ffamhaldið. Menn em þó frekar á þeirri skoðun að er- fitt verði að finna málamiðlunar- gmnn milli fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar. Reagan vill auka skæruliðaaðstoð HaHáár Vakiimarsson, DV. DaBas: Reagan Bandaríkjaforseti gerir um þessar mundir ítrekaðar tilraunir til að afla stuðnings við efnahagslega og hemaðarlega aðstoð við skæmliða er í dag beijast gegn vinstrisinnuðum stjómvöldum í tveim heimshlutum. Annars vegar reynir forsetinn enn að fá bandaríska þingið til að aðstoða contra-skæruliðahreyfinguna sem berst gegn stjómvöldum í Nicaragua. Að auki vill forsetinn auka stuðn- ingi við afganska skæmliða sem beijast gegn stjómarher og sovésku herliði þar í landi. Reagan fullyrðir að stjómarhemum í Nicaragua hafi undanfama daga borist mikið af hergögnum frá Sovét- ríkjunum og því sé nú meiri þörf en nokkm sinni áður að contrahreyfingin fái stuðning frá Bandaríkjamönnum í baráttu sinni fyrir lýðræði, eins og forsetinn orðaði það. Fulltrúar afganskra skæmliða hafa undanfama daga átt viðræður við Reagan, Bush varaforseta og aðra háttsetta Bandaríkjamenn í Hvita húsinu í Washington. Lítið sem ekkert hefur verið gert opinbert um þær viðræður en talið er að Afganir vilji fá Ioftvamavopn frá Bandaríkj amönnum. Færeyjar: DV eitt vinsælasta blaðið Eðvaiö T. Jónsaan, DV, Þórshofn: Islenska dagblaðið DV er um þessar mundir einn vinsælasti erlendi ffétta- miðilhnn í Færeyjum. Gífúrleg sala hefur verið á blaðinu að undanfomu og virðist það rifið út um leið og það er lagt fram í blaðahill- ur í stórversluninni FML í Þórshöfh, sem er eini staðurinn í Færeyjum þar sem hægt er að kaupa blaðið í lausa- sölu. Mikill fjöldi fslendinga stundar um þessar mundir vinnu í lengri eða skemmri tíma í Þórshöfii og nágrenni og jafhfram er mikið af íslensku ferða- fólki í Færeyjum á þessum árstíma. Fjöldi Færeyinga kaupir blaðið einnig reglulega. DV hefur þó yfirleitt alltaf selst upp hver sem árstíminn er, jafri vel þó verð- ið sé töluvert hærra en á færeyskum dagblöðum. Vegna roksölunnar undanfarið og þrábeiðni fastra viðskiptavina hefur stórverslunin ákveðið að stórauka það upplag af blaðinu er framvegis verður á boðstólum svo hægara ætti nú að verða um vik hjá bæði íslendingum og Færeyingum að fylgjast með gangi mála á Fróni. Bretar og Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi Bandaríkin og Bretland beittu í lands fordæmdi árás á angólskt land gær neitunarvaldi gegn tillögu um en gæti ekki samþykkt svona tillögu efnahagslegar refsiaðgerðir gegn vegna þess að hún skyldaði ríki til Suður-Affíku í Öryggisráði Samein- að beita refsiaðgerðum gegn Suður- uðu þjóðanna. Afríku. Frakkar sátu hjá við atkvæða- í júlí á síðasta ;iri sátu Bandaríkin greiðsluna um tillögu sem einnig fól og Bretland hjá við atkvíeðagreiðslu í sér fordæmingu á árás Suður-Afr- um tillögu sem mælti með aðgerðum íku á hafriarborgina Namibe þann gegn Suður-Afríku. 5. júní síðastliðinn. „Við erum andvígir eíhahagsleg- Strax eftir atkvæðagreiðsluna um refeiaðgerðum vegna þess að þær sagði Peter Maxey, fulltrúi Breta í ná ekki tilgangi sínum,“ sagði Max- Óryggisráðinu, að. ríkisstjóm Bret- ey í gær. týndrar unglingsstúlku Halldór Vakfcnaisscn, DV, DaDas: Bandarískir fjölmiðlar gerðu nú í vikunni allnokkurt veður út af bandarískri unglingsstúlku er sögð var týnd í sováska heilbrigðiskerf- inu. Stúlkan er á skólaferðalagi með skólasystkinum og kennurum um Austur-Evrópu, þar á meðal Sovét- ríkin. Um helgina fékk stúlkan astma- kast, þá stödd í Moskvu, og var flutt þar á sjúkrahús. Sögðust foreldram- ir engar fréttir fá af stúlkunni, aðrar Jmögulegt væri að ná sfmasam- bandi við deildina þar sem hún liggur, ferðafélögum hennar væri meinað að heimsækja hana og nán- ast væri eins og þetta kommúnist- íska heilbrigðiskerfi hefði gleypt hana. Faðir stúlkunnar fór um helgina ffarn á það að fá vegabréfsáritun til Sovétríkjanna í því skyni að finna dóttur sína og koma henni heim til Bandaríkjanna. Þótti fjölmiðlum það með ólíkindum að þegar komið var fram á miðjan mánudag haföi áritunin ekki emi verið afgreidd. Vegabréfsáritunin kom síðan auð- vitað rétta boðleið og fregnir bárust af því að stúlkan væri á batavegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.