Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Page 17
DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. 17 tir íþróttir Iþróttir iþróttir íþróttir Jón Erling og Pétur kostuðu Viking 1,1 millj - að sögn norsks dagblaðs. Báðir eiga við meiðsli að stríða r-» i vr A'Ó í MnKMrÍ PTofl fníT • Pétur Arnþórsson í leik með Viking í Noregi. Eitt norsku dagblaðanna greinir frá því fyrir skömmu að norska knatt- spymufélagið Viking hafi greitt 1,1 milljón ísl. króna fyrir þá Pétur Am- þórsson og Jón Erling Ragnarsson á sínum tíma en þeir hafa sem kunnugt er báðir dvalið undanfarið hjá félag- inu. I greininni í norska blaðinu gætir nokkurrar gremju með þá félaga og sagt er að þeir hafi ekki náð að sýna sínar réttu hliðar hjá félaginu. Slegið upp með stóru letri Fréttin í norska blaðinu er engin smásmíði og flennistór fyrirsögn þar sem segir:„Viking-bom til 200.000“. Blaðið segir að snemma í fyrrasumar hafi forráðamenn Viking fengið spumir af því að þeir Pétur og Jón Erling kynnu að hafa áhuga á að leika í Noregi. Hafi forráðamenn liðsins afl- að sér upplýsinga um íslendingana tvo en mátt bíða eftir því að keppnistíma- bilinu á íslandi lyki í fyrra til að sjá þá leika. Þá segir í greininni: „I þeirri sterku trú, að upplýsingamar væm á rökum reistar, snaraði liðið 200 þús- und krónum (norskum) á borðið." Oheppnir vegna meiðsla Þeir Jón Erling og Pétur hafa báðir átt við meiðsli að stríða síðan þeir komu til Noregs og ættu Norðmenn að vita að slíkt getur gerst hvenær sem er. Jón Erling er nú kominn heim óg hefur tilkynnt félagaskipti yfir í FH og mun leika með liðinu þegar hann hefur náð sér af meiðslunum. Pétur er enn í Noregi en hefur ekki náð að festa sig í aðalliði Viking á ný eftir meiðslin. -SK j Punktar j 'fraHM I I „Það væri auðvitað gaman að verða markakóngur“ þú mig aftur I Spænski landsliðsmað-1 i A í^.nmnr,VíCJ fólrb- ■ - sagði Gary Lineker eftir sigurinn á Paraguay „Það er gott að vera komnir í átta liða úrslitin og ég vona að við náum enn lengra á HM. Ég er viss um að leikurinn við Argentínu verður skemmtilegur, þeir em með snjalla leikmenn en það erum við líka. Það væri auðvitað gaman að verða marka- kóngur, ég væri að skrökva ef ég neitaði því. En er það ekki draumur allra leikmanna á HM?“ sagði Gary Lineker, miðherji Englands, eftir að England vann ömggan sigur, 3-0, á Paraguay á Azteca-leikvanginum í Mexíkóborg í gær að viðstöddum 98. 728 áhorfendum þó það væri ekki að sjá þegar litið var á áhorfendasvæðin. Lineker skoraði tvö af mörkum enskra og Femandez, markvörður Paraguay, kom í veg fyrir fleiri mörk hans með frábærri markvörslu á stundum. Eftir leikinn var Lineker markahæstur á HM með 5 mörk. Leikur Argentínu og Englands verður á Azteca á sunnu- dag og hefst kl. 18 að íslenskum tíma. Enski landsliðseinvaldurinn, Bobby Robson, var eitt sólskinsbros eftir leik- inn, nokkuð annað en eftir tvo fyrstu leiki Englands á HM. Hann sagði. „Leikmenn mínir hafa sannað að þeir em í mjög góðri úthaldsæfingu og ég held að þeir verði enn ákveðnari gegn Argentínu. Þetta var stórkostleg frammistaða og Lineker var frábær. En ekki bara hann, þetta var sigur liðsheildarinnar." Robson var spurður á blaðamannafundinum hvort Falk- landseyjastríð milli Argentínu og Bretlands 1982 mundi spila inn í leik liðanna og hver ætti að gæta Diego Maradona. „Ég er stjóri í knattspymu, ekki stjórnmálamaður, svo spyrjið mig ekki slíkrar spumingar. Maradona?" sagði Robson og sneri sér að argentín- skum fréttamanni. „Ef þú ert í fríi á sunnudag komdu þá á leikinn til að fylgjast með því.“ Þá var það útrætt mál. Tvö mörk Lineker. Englendingar byrjuðu betur í leikn- um en síðan náði Paraguay undirtök- unum. Peter Shilton, sem átti stórleik í markinu, varði snilldarlega hörku- skot frá Canete og síðan vom enskir heppnir að fá ekki á sig mark eftir hrikaleg mistök Butcher sem ætlaði að gefa knöttinn til Shilton. Mendoza komst á milli, lék á markvörðinn en í stað þess að reyna markskot gaf harm knöttinn á Caneta. Shilton komst í markið og varði. Mínútu síðar náði England fomstu. Stevens lék upp og nokkra metra frá vítateignum spymti hann fimafast í átt að markinu. Knötturinn hafnaði í Hoddle en honum tókst að hemja hann. Spyrnti fyrir og við endamörkin náði Hodge knettinum. Gaf á Lineker sem skoraði auðveldlega. Heppnis- stimpill á markinu en eftir það var sigur Englands aldrei í hættu. Lineker skoraði markið á 32. mín. Á næstu mín. varði Femandez stórkostlega frá Lineker. Peter Beardsley skoraði ann- að mark Englands á 56. mín. Það var eftir homspymu. Illa hreinsað frá. Butcher náði knettinum. Markvörð- urinn stóri varði fast skot hans. Hélt ekki knettinum og Beardsley renndi honum í markið. Rétt áður hafði Line- ker fallið eftir samstuð við einn leikmann Paraguay. „Ég fékk högg á barkann frá einum leikmanni Paraguay. Ég veit ekki hvort það var fyrir slysni eða ekki. Hins vegar átti ég erfitt með að ná andanum um tíma. Nú er það úr sög- unni,“ sagði Lineker eftir leikinn. Hann skoraði svo þriðja markið á 72. i | • „Þekkir Imamma"? urinn Jose Antonio Camacha fékk I heldur betur fyrir ferðina í leik | ■ spænska liðsins gegn því norður- _ I írska í Mexíkó. Hann lenti í | _ samstuði við einn írann með þeim ■ | aíleiðingum sem myndin sýnir, I Iglóðarauga á báðum og auk þess I þurfti að sauma fjögur spor í enni ■ ISpánverjans. Við vonum að mam-1 man kannist við kauða þegar heim “ | kemur. | • Föðurland í foreldrastað I „Mexíkó er fyrir mér sem faðir | og móðir. Allt sem ég geri það geri ■ ég fyrir Mexíkó. Sem knattspymu-1 maður er ég hluti af landsmönnum. I | Ég ber virðingu fyrir öllum löndum * Imínum sem eru eldri en ég. Ég lít I á alla Mexíkana á mínum aldri * | sem bræður mína og systur. Ég lít I Iá öll bömin í Mexíkó sem mín eig-1 in.“ Þessi orð mælti markaskorar- ■ Iinn frægi Hugo Sancez eftir að I hann misnotaði vítaspymu í leik * | Mexíkó og Paraguay. | I® Alþjóðlega pressan á | mótl Brasilíu? ■ IBrasilíski landsliðsmaðurinn Al- I emao segir að blöð víðs vegar um * I heim skrifi illa um landslið Brasil-1 * íu. „Það bíða allir eftir því að við . I leikum eins og á Spáni 1982. Og | . af því að við gerum það ekki em ■ | blöðin í Mexíkó og Evrópu sér-1 staklega spæld. Það em aðrir I leikmenn nú í liði okkar en 1982 ■ og að sama skapi amiar leikstíll,“ | mín. eftir sendingu Hoddle. Totten- ham-leikmaðurinn Gary Stevens, sem kom inn á sem varamaður á 58. mín. þegar Peter Reid bað um skiptingu, átti vemlegan þátt í markinu. Dró að sér vamarmenn Paraguay. Um tíma virtist leikurinn vera að fara úr böndum þegar dómarinn, Ja- mal Al-Sharif, Sýrlandi, dæmdi ekki vítaspymu á enska sem Paraguayar vildu fá. Þeir urðu beinlínis snaróðir, það svo að annar línuvarðanna og fulltrúi FIFA urðu að skerast í leik- inn. Síðan stöðug mótmæli þar sem markvörðurinn Roberto Femandez var oft í aðalhlutverki. Paraguayar ekki síður leiðinlegir á þessu sviði en nágrannar þeirra Umguayar. Synd, eins leiknir og skemmtilegir og þeir geta oft verið í knattspyrnunni. Enska Iiðið var þannig skipað: Shil- ton, Stevens, Sansom, Butcher, Martin, Hoddle, Steven, Reid (Ste- vens), Hodge, Lineker og Beardsley (Hateley 81. mín.). hsím Jafnaði met __ —— | nú em eflaust komnir til síns UB I■ heima, vom gjaímildirerþeirvom ■ I IIIIII 1 Mexíkó. Þeir gáfu íbúum fátækt-1 ■ arbæjarins Irapuato 200 þúsund | 1 íslenskar krónur áður en þeir • segir Alemao. I’ • Gjafmildir Sovétmenn | Sovésku landsliðsmennimir, sem • Gary Lineker skorar fyrsta mark Englendinga i gærkvöldi gegn Paraguay. Símamynd/Reuter Frá Sigurbimi Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi Miðheiji Everton, Gary Lineker, er nú orðinn markahæsti leikmaður Englendinga á HM frá upphafi ásamt Geoff Hurst, West Ham. Eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Paraguay í gær er hann búinn að skora fimm mörk í Mexíkó. Hurst skoraði sín fimm mörk á HM 1966 og 1970, fjögur þegar Eng- lendingar urðu heimsmeistarar 1966. Eitt mark í Mexíkó 1970. Lineker hef- ur skorað mörkin sín fimm í fjórum leikjum á HM. Hurst lék sex leiki í úrslitakeppni HM. Tveir heimsmeist- ara Englands frá 1966, þeir Bobby Charlton, Man. Utd, og Roger Hunt, Liverpool, koma næstir með fjögur mörk hvor í HM-leikjum. Hunt skor- aði mörkin í sex leikjum, Charlton í 14 leikjum á þremur heimsmeistara- mótum. hsím | yfirgáfu Mexíkó. | I • Endalok Blochins I Meira um Sovétmenn. Lands-1 ■ liðsmaðurinn heimsfrægi, Oleg. | Blochin, hefur leikið sinn síðasta | I landsleik fyrir Sovétríkin. Kveðju- ■ I leikur Blochins var gegn Kanada. I I • Fjórir Danir i HM-liðinu | I Þrátt fyrir að dönsku landsliðs-1 ; mennimir séu nú á heimleið eru ■ | margir þein-a sem valdir eru í | Iheimslið hinna ýmsu manna þessa I dagana. í HM-liði sem Michel Hid- ■ Ialgo, fyrrverandi þjálfari Frakka, I valdi eru fjórir Danir: Laudrup, ■ | Elkjær, Jesper Olsen og Sören | "Lerby. EU on -SK|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.