Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Síða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. i Iþróttir íþróttir í íþróttir Í íþróttir „Ef til vill er páfinn pólskur en guð er örugglega Brasilíumaður 4 - sagði Pele eftir sigur Brasilíu gegn Póllandi. Sigurs krafist í Brasilíu á HM „Okkur hefur farið fram með hverjum leik en eitt tap mundi auð- vitað eyðileggja okkur. Það er gaman að sigra stórt en í raun er það aðeins lokaárangurinn sem skiptir máli. í metabókum er ekki spurt um hvað hefði verið réttlátt, þar er aðeins sagt frá sigurvegu- rum,“ sagði brasilíski leikmaðurinn Junior. Hann segir að brasilísku leik- mennimir geri sér grein fyrir því að stuðningsmenn þeirra krefjist sigurs. „Við höfum unnið fjóra leiki, skorað níu mörk en ekki fengið eitt einasta mark á okkur. En ef við töpum á laugardaginn í 8-liða úrslitum, þó ekki væri nema 1-0, þá verður frammistaða okkar álitin hneyksli. Fyrir Brasilíumenn dugir aðeins að koma með bikarinn heim, allt annað er ófullnægjandi,“ sagði Junior. „Höfum verið heppnir" „Við erum í stöðugri ffamför en ég játa það að við höfum verið heppnir á nokkrum mikilvægum augnablikum," sagði Edinio, fyrirliði Brasilíumanna. Lánið lék við Brasil- íumenn á fyrstu 20. mínútum leiks þeirra við Pólverja en þá áttu Pól- verjar tvö skot í markrammann. „Það getur vel verið að páfinn sé pólskur en guð er áreiðanlega Bras- ilíumaðursagði Pele eftir leikinn. Zico bætir liðsandann Það að Zico er að verða leikfær hefur aukið mjög sjálfstraust hjá leikmönnum Brasilfu. Þá hefur sú ákvörðun Zico að leyfa Careca að taka vítið sem Zico fiskaði eflt mjög liðsandann. Fyrir vikið er Careca kominn með fjögur mörk og með góða möguleika í keppninni um markakóngstitilinn á HM. „Þetta er enn eitt dæmið um ffábæran per- sónuleika Zico og sýnir vel hversu samstilltir við erum. Við höfum að- eins eitt markmið, að vinna heims- meistaratitilinn," sagði Careca. -SMJ Marokkómenn vilja HM 1994 • Leikmenn Brasilíu eru hundeltir af stuðningsmönnum sínum í Mexíkó. Hér eru þeir Junior (til vinstri) og Zico að gefa aðdáendum sinum eiginhandaráritanir í gegnum girðingu sem umlykur æfingavöll þeirra Brasilíumanna. „Heimsmeistarakeppnin hefur aldrei verið haldin í Afríku eða hjá þriðja heims þjóð. Keppnin hefur ávallt verið háð í Evrópu eða S-Ameríku og ég held að það sé tími til kominn að gefa þriðja heims þjóð færi á að halda keppnina," sagði Abdellatif Semlali, íþróttamálaráðherra Marokkó, við fréttamenr. í gær. Lið Marokkó kom mjög á óvart í keppninni og hefur það eflt mjög áhuga Hassans konungs í Marokkó á knattspymu. Hann hefur því boðist til þess að Marokkómenn sjái um keppnina 1994. „Eg hef rætt við Joao Havelange, forseta FIFA, og hann sagði að FIFA mundi taka þetta tilboð til alvarlegrar athugunar. Við höfum allt sem til þarf í Marokkó. Við höfum góða leikvelli, úrvals hótel og nýjustu fjölmiðlatæki. Þá höfum við þegar séð um Afríkuleik- £uia og keppni milli Miðjarðarhafs- landanna og ég er viss um að við ættum ekki í vandræðum með að halda heimsmeistarakeppnina," sagði Semlali. Fram til þessa hefur heimsmeistara- keppnin verið haldin til skiptis í Evrópu og S-Ameríku og samkvæmt því fyrirkomulagi á hún að vera í S- Ameríku 1994. Þá þykir heimaland Havelange, Brasiiía, líklegast til að hreppa hnossið og fá að halda keppn- ina. Það er því spuming hversu ’nrifínn Havelange er af því að breyta núver- andi fyrirkomulagi. -SMJ Fær Soffía gullverð- launin i bruðavgjöf? Manuel Negrete, Mexíkaninn sem skoraði markið stórkostlega fyrir Mexíkó gegn Búlgaríu í 16-liða úr- slitunum, stefíiir að því að gefa verðandi konu sinni, Soffiu. gull- verðlaunin á HM á brúðkaupsdag- inn. Negrete er mjög vinsæll í Mexíkó um þessar mundir eftir glæsimarkið gegn Búlgaríu þegar hann lá flatur í Ioftinu er hann skaut knettinum í búlgarska markið frá vítateigslínu. Pele hefur sagt að þetta mark sé langfallegasta markið sem enn hefur verið skorað í Mexíkó og víst er að mark Negrete, sem er aðeins 1,70 metrar á hæð og vegur 65 kíló, verð- ur eitt fallegasta mark keppninnar ef ekki það fallegasta. -SK „Þetta vérður óska- leikur fyrir áhorfendur“ -ánægja ogvonbrigði í bland hjá Brössum að mæta Frakklandi „Frakkar leika meira og minna á brasilískan hátt, rólega og eru leiknir mjög. Þetta verður óskaleikur fyrir áhorfendur þó hann geti ef til vill tek- ið nokkuð á taugarnar hjá aðdáendum okkar,“ sagði Junior, einn kunnasti leikmaður Brasilíu, eftir að ljóst var að Frakkar yrðu mótheijar Brasih'u- manna í átta liða úrslitum. En það var ánægja og vonbrigði í bland hjá leik- mönnum Brasilíu. „Ég hafði mjög hlakkað til að leika við Italíu. Það var erfiður biti að kyngja þegar þeir slógu okkur út í heimsmeistarakeppninni á Spáni fyrir fjórum árum. Ég hef ekki enn jafhað mig á því,“ sagði miðherjinn Careca, sem er markahæstur á HM nú með fjögur mörk ásamt nokkrum öðrum leikmönnum. Flestir leikmanna Brasilíu telja Frakka þó léttari mótherja en ítali, eða eins og fyrirliðinn Edinho sagði: „Ég verð að viðurkenna að það er létt- ir að losna við heimsmeistarana. Frakkar spila og leyfa mótherjunum að spila meðan ítalir eru miklu meira kerfisbundnir. Italir byggja á sterkri vöm og treysta á skyndisóknir, auk þess sem þeir em mun strangari í gæslunni.“ Junior þekkir fyrirliða Frakka, Michel Platini, best leikmanna Brasil- íu eftir að hafa leikið fimm ár með Roma á Ítalíu. „Frakkar em með mjög sterka vöm og snjalla framverði eri fyrst og síðast hafa þeir Platini. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Junior. hsím Þrír Danir í heimsliðinu hjá Clarin • Morten Olsen. Stærsta dagblaðið í Argentínu, Clarin, valdi heimslið þeirra leikmanna sem leika í Mexíkó áður en 16-liða úrslitin hófust. Þrír Danir em í liðinu, þeir Morten Olsen, Preben Elkjær og Michael Laudmp. Auk dönsku leikmannanna em þessir leikmenn í liðinu: Mark- vörðurinn Drid frá Alsír, Argent- ínumennimir Ruggeri og Maradona, Bossis, Frakklandi, Branco, Brasilíu, Michel, Spáni og Felix Magath frá Vestur- Þýskalandi. Mörgum kann að finnast þetta undarlegt val og víst er að mörg þekkt nöfn vant- ar í liðið þeirra Argentínu- manna. -SK Elkjær bestur í Mexíkó fýrir 16-liða úrslitin - að mati ítalska blaðsins „La Gazzetta dello Sport“ Fyrir 16-liða úrslitin á HM í Mex- íkó var Daninn Preben Elkjær Larsen í efeta sæti yfir bestu leik- mennina á HM í Mexíkó hjá hinu virta ítalska íþróttablaði,, La Gaz- zetta dello Sport." Blaðið gefúr öllum leikmönnum allra liða einkunn fyrir frammistöð- una í Mexfkó og eftir riðlakeppnina var Elkjær í efeta sæti með 7,66 fyr- ir leikina þijá en hæst gefur blaðið 10 í einkunn fyrir hvem leik. Þrír Sovétmenn vom jafnir í öðm sæti. Það vom þeir Rats, markvörðurinn Dasajev og Jaremtsjuk en þeir vom með 7,50 í einkunn. Daninn Michael Laudmp var í fjórða sæti með 7,33 en Frank Amesen kom næstur af dönsku leikmönnunum í tíunda sæti með 7,16. Nokkuð einkennilegt að Morten Olsen skuli ekki vera á með- al tíu efstu svo vel sem hann lék í riðlakeppninni. Preben Elkjær Larsen hefur leikið frábærlega með danska liðinu á HM og er nú markahæsti leikmaður keppninnar ásamt þremur öðrum leikmönnum sem skorað hafa fjögur mörk. Hann skoraði sem kunnugt er þrennu fyrir Dani gegn Umguay. Sovétmenn í efsta sæti Þegar einkunnir leikmanna em lagðar saman hjá einstökum löndum em Sovétmenn í efsta sæti með 7,15 í einkunn, Danir í öðm sæti með 6,67 og Marokkó í þriðja sæti með 6,49. Brasilíumenn koma síðan í fjórða sæti með 6,48. -SK • Preben Elkjær Larsen er i miklu áliti hjá ítölum en á Ítalíu hefur hann leikið í nokkurn tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.