Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Síða 8
8
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
Útlönd Utlönd Utlönd Útlönd
Kosningasjónvarpið vék
fyrir knattspymunni
„í dag er hafiö nýtt timabil i sögu Spánar," sagöi Felipe Gonzales, leiðtogi
spænskra sósialista og sigurvegari í spænsku þingkosningunum, eftir að úr-
slit urðu kunn í gær. Alls hlaut flokkur Gonzales um 44 prósent afkvæða.
Pétur Pétuissan, DV, Barcelana;
Kosninganóttin hér á Spáni var öll
undirlögð af knattspymu sem og öll
kosningabaráttan og fór því kosninga-
sigur sósíalista fram hjá flestum.
Ríkissjónarpið felldi niður hefð-
bundið kosningasjónvarp vegna leiks
Spánar og Belgíu í undanúrslitum
heimsmeistarakeppninnar.
Kosningabaráttan hefur verið
hljóðlát að undanskildu hnútukasti
milli stjómmálaleiðtoga og á knatt-
spyman eflaust nokkum þátt á því
auk þess sem flestir flokkar höfðu eytt
megninu af púðri sínu í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni um Natóaðildina i
mars síðastliðnum.
Þau atriði er helst þykja merkileg í
þessum fjórðu kosningum til löggjaf-
arþings spánsks lýðræðis eru helst
talin þessi:
Styrkur sósíalista
Að Sósíalistaflokknum skyldi takast
að halda meirihluta sínum þrátt fyrir
að haía verið í ríkisstjóm í fjögur ár
og þverbrotið öll mikilvægustu loforð
sín frá því árið 1982.
Að Miðjuflokki Adolfo Soares skyldi
takast að tífalda fylgi sitt frá því í síð-
ustu kosningum en þá þurrkaðist
flokkurinn nær alveg út eftir stormas-
ama stjómarsetu. Flokkurinn, er áður
hafði aðeins tvö þingsæti, hlaut nú
nítján þrátt fyrir að hafa átt við mikla
fjárhagsörðguleika að stríða í kosn-
ingabaráttunni en bankar neituðu
honum um lán til að fjármagna kosn-
ingabaráttuna.
I þriðja lagi vekur eftirtekt að bask-
neski öfgaflokkurinn Herri Batasuna
hlaut fímm þingsæti og fór það ffarn
úr björtustu vonum leiðtoga hans en
flokkurinn bauð aðeins ffarn í tveimur
kjördæmum, í Baskahémðunum, þar
sem hann hlaut 17,5 prósent atkvæða,
og í Navarra, þar sem hann hlaut fylgi
14 prósent kjósenda.
Veruleg vinstrisveifla
Greinileg vinstrisveifla er og merkj-
anleg því bandalag hægri flokkanna,
undir forystu Manuel Fraga, tapar
einu þingsæti þrátt fyrir skelegga
stjómarandstöðu og Spánardraumar
Katalóníumannsins Miguel Rocha
urðu að engu en utan Katalóníu hlaut
flokkurinn nánast ekkert fylgi og mi-
stókst á sama tíma að hnika meiri-
hluta sósíalista í heimahéraði sínu.
Tvíflokkakerfi það, er virtist ætla
að festast í sessi árið 1982, hefúr og
riðlast því Miðjuflokkur Adolfo Soar-
es rekur fastan fleyg milli fylkinga til
vinstri og hægri.
Ummæli manna vom á ýmsan veg
eftir að úrslitin urðu ljós.
Manuel Fraga, leiðtogi stjómarand-
stöðunnar, sagði að staðfest hefði
verið hlutverk hans sem eini mögulegi
valkosturinn gegn sósíalistum og það
að þeir hefðu tapað svo miklu fylgi sem
raun bar vitni 'myndi ef til vill kenna
þeim að fara varlegar í ffamtíðinni.
Soares lýsti yfir ánægju með stórsig-
ur sinna manna og kvaðst þegar
myndu hefjast handa við undirbúning
kosninganna 1990. Einnig lýsti hann
yfir íhlutun í allri umræðu um stórmál
á þingi í ffamtíðinni. Hann lýsti og
yfir ánægju sinni með þá staðreynd
að peningar væm ekki allt er þarf til
að skapa pólitískan styrk og átti þar
greinilega við keppinaut sinn um at-
kvæði miðjumanna, Miguel Rocha, er
eyddi gífurlegum fjármunum í kosn-
ingabaráttunni en án mikils árangurs.
Baskar bjartsýnir
Leiðtogar Herry Batasuna vom og
mjög ánægðir með fylgi sitt og bjart-
sýnir á ffamtíðina og að flokkurinn
væri nú þegar orðinn raunhæft afl í
Baskahémðunum og yrði ríkisstjórnin
í Madrid að semja við hann ef hún
ætlaði sér eitthvað þar um slóðir.
Leiðtogi kommúnista, Gerardo Ig-
lesias, lýsti ánægju sinni yftr að hafa
tekist að skapa þingflokk en komm-
únistar hlutu sjö þingsæti. Sagði
Iglesias að ljóst væri að spænskur al-
menningur væri að færast til vinstri
með þeim afleiðingum að öll valda-
hlutföll á þingi heföu breyst.
Leiðtogi sósíalista, Felipe Gonzales,
hélt ræðu um miðnætti að íslenskum
tíma og kallaði alla flokka til þátttöku
í að halda áfram innreið spánsks þjóð-
félags í evrópskan nútíma og lýsti því
yfir að nú væri að hefjast nýtt skeið
í sögu Spánar og lýðræðis þess þar sem
aukið jafnrétti manna á meðal og
tæknivæðing Spánar yrðu þau mál er
sett yrðu á oddinn.
sjónvarpið um hlutdrægni
Ásaka
Fétur Pétuissan, DV, Baiœiana:
Spánska ríkissjónvarpiuð liggur enn
á ný undír ámæli fyrir hlutdrægni í
kosningabaráttunni.
Um 30 prósent þeirra frétta er fluttar
vom á kosningafúndum og af ummæl-
um flokksleiðtoga vom fféttir af
Sósíalistaflokknum auk þess sem talið
er að hlutdrægni hafí gætt í sjálfúm
fréttaflutningi ríkissjónvarpsins.
Sagt er að þeir sem helst hafi orðið
fyrir barðinu á þessari hlutdrægni
hafi verið Miðjuflokkur Miguel Roc-
ha, auk Sameinaðs vinstriflokks þeirra
Iglesias og Gallego, en þeir flokkar
hafa þótt líklegir til stefna þingmeiri-
hluta sósíalista í hættu.
Einnig var þagað yfir helstu ásökun-
um flokkanna á ríkisstjóm Gonzales,
meðan mjög vom blásnar upp allar
fréttir af ágreiningi á meðal stjómar-
andstöðuflokkanna.
Um þverbak þótti þó keyra í fféttum
sjónvarpsins í dagskrárlok þann 19.
þessa mánaðar er endursýnt var glæsi-
mark Emilio Butraguneno, hetju
Spánveija í heimsmeistarakeppninni,
en birtust þá einkennisstafir Sósíal-
istaflokksins við hlið knattspymuhetj-
Butraguneno var mjög misboðið og
þótti sem væri verið að nota sig í aug-
lýsingaskyni en sjónvarpið hélt því
aftur á móti ffam að um tæknileg
mistök heföi verið að ræða. Nokkuð
sem flestir fjölmiðlar hafa fordæmt
harðlega hér að undanfömu.
Hinn umdeildi sjónvarpsstjóri Jorge
Marie de Talvado lætur af störfum nú
í vikunni og verður í tilefhi af því sýnd
kvikmyndin „Gone with the Wind“.
Ottast um afdrif
fimmtíu manna
Óttast er að að minnsta kosti 50
manns hafi farist er vefnaðavöru-
verksmiðja hmndi, í Bombay, eftir
miklar monsúnrigningar.
Lögreglan segir að tíu lík hafi
fundist og tuttugu og fimm manns
hafi verið bjargað siðan byggingin
hmndi í gær en að minnsta kosti
fjömtíu manns em enn grafnir
undir rústunum.
Yfirmenn verksmiðjunnar sögðu
að á annað hundrað manns hefðu
verið inni f verksmiðjunni er hún
hmndi.
Björgunarmenn og slökkvilið ffá
mörgum bæjum hefur verið að í
alla nótt við að reyna að athafna
sig í leðjunni til að ná þeim sem
enn em fastir í rústunum.
Vonir manna um að einhver
finnist á lífi dvína nú með hverri
klukkustund sem líður.
Kampavínið
flaut í Belgíu
Kampavínstappar flugu hátt í
loft upp um alla Belgíu í nótt eftir
að ljóst var að Belgar höföu unnið
ffækinn sigur á liði Spánverja í
heimsmeistarakeppninni f Mexíkó
í gærkvöldi.
Þúsundir fagnandi knatt-
spymuáhugamanna streymdu út á
götur Brussel eftir úrslit leiksins
og fögnuðu sínum mönnum.
Belgískar útvarpsstöðvar vömðu
siðan mannskapinn við er leið á
nóttina og enginn endir virtist
ætla að verða á fagnaðarlátunum.
„Farið ykkur nú varlega í fyrra-
málið. Gætið þess að ná einhveij-
um svefni áður en þið haldið til
vinnu og akið á sómasamlegum
hraða,“ hljómaði í belgískum út-
varpsstöðvum í dagrenningu.
Fletft ofan af flótta*
tilraun Treholts
Ame Treholt var um helgina nærri sloppinn úr fangelsi. Lögreglunni tókst
að koma upp um áform hans og fiutti hann í annað fangelsi fyrir utan Osló.
Norska öryggislögreglan kom, fyr-
ir helgina, í veg fyrir áætlanir Ame
Treholts um að stijúka úr fangelsi.
Norska sjónvarpið sagði að Ame
Treholt, sem afþlánar nú 20 ára fang-
elsisdóm vegna njósna fyrir KGB,
hafi haft áætlanir um að strjúka úr
fangelsi nú um helgina.
Sagði sjónvarpið ffá því að tveir
aðrir fangar heföu einnig ætlað að
brjótast út úr fangelsinu en þegar
komst upp um áætlunina heföu þeir
allir verið fluttir í annað fangelsi
fyrir utan Osló.
Einnig var skýrt ffá því að tveir
menn og ein kona hefðu verið hand-
tekin vegna samsærisins og hald
verið lagt á mikla fjárupphæð. Einn-
ig komst lögreglan að því að Treholt
átti að dveljast í nokkra daga í húsi
einu í Osló eftir að hann slyppi út.
Lögreglan vildi ekkert láta hafa
eftir sér um þetta mál.
Treholt, sem er 43 ára gamall og
fyrrverandi aðstoðarráðherra
Verkamannaflokksins, var dæmdur
fyrir njósnir á vegum KGB og leyni-
þjónustu íraks á níu ára timabili, frá
1974-1983. Hann lét sovéskum launa-
greiðendum sínum í té mikilsverðar
upplýsingar um vestræn kjamorku-
og hemaðarleyndarmál.
Hann áffýjaði dómnum en öllum
á óvart féll hann frá áfrýjun sinni í
síðasta mánuði og sagði að hann
gæti aldrei fengið réttlát réttarhöld
í Noregi.