Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Qupperneq 11
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 11 Kaffihúsahald undir Jökli „Líklega er það einsdæmi á landinu að það sé kaffihús í plássi af þessari stærð,“ sögðu þær Steinunn Tiyggva- dóttir, Kristbjörg Bjamadóttir og Guðrún og Sjöffi Aðalsteinsdætur er DV heimsótti Kaldalæk, kaffihúsið á Ólafsvík. Það er notaleg stemmning ákaffihús- inu undir Jökli þegar DV ber að garði. Ilmandi súkkulaðiilmur fyllir notalega stofuna í litla húsinu sem tólf konur í Ólafsvík breyttu úr niðumíddum verkfæraskúr í yndislegt kaffihús. Eftir því sem DV kemst næst getur Húsavík einn minni staða á lands- byggðinni keppt við Ólafsvík í kaffi- húsamenningu. „Jú, þetta er hugsjónastarfsenú. Við fáum ekkert í kaup nema ánægjuna. Við byrjuðum á þessu 6 í fyrra. Sjó- mannadagsráð á húsið sem er meir en áttrætt, byggt nítján hundmð og tvö. Við fengum fimmtíu þúsund króna styrk til að hefiast handa en rekstur- inn stendur undir sér án þess að borgað sé kaup. Leigan felst í viðgerð- "um sem við höfum tekið að okkur. Þetta er menningarauki, rós í hnappa- gat staðarins." Kaldilækur er sannarlega menning- arauki. Þegar DV leit inn og svolgraði í sig súkkulaðinu - og það var sko ekta!- héngu myndir eftir Birgi Andr- ésson á veggjum. „Við vorum satt að segja steinhissa á því hversu vel myndlistarmenn tóku Launabreytingar 1985: Tekjur ríkis- staifsmanna hækkuðu mest Könnun Þjóðhagsstofnunar og skattstjóra sýnir að tekjur ríkisstarfs- manna hækkuðu meira en annarra launþega á síðasta ári, um 47-48%. Á þessum útreikningum er hafður nokk- ur fyrirvari, meðal annars um áhrif verkfalla BSRB 1984. Tekjur bæjar- starfsmanna hækkuðu þó líkt og hjá öðrum launþegum í laridinu. Að meðaltali hækkuðu tekjur um 40% í fyrra. Samningsbundnir kaup- taxtar hækkuðu þó ekki um nema 32,5%. Munurinn er skýrður með lengri vinnutíma, yfirborgunum og ýmsum einstaklingsbundnum samn- ingsákvæðum. Loks með meiri hækkun á tekjum kvenna en annarra. Sjómenn fengu meiri tekjuaukningu en almennt, eða 44-45%. í því sam- bandi er bent á aukinn afla og vaxandi ísfisksölur erlendis. Meðalhækkun launa varð mest i Vestmannaeyjum, 43%, en minnst á Suðurlandi, 38%. HERB Eigendaskipti á Hótel Þóristúni Regína Thorarensen DV, Selfbssi: Ung hjón, Sigrid og Guðmundur Jónsson, eru nýtekin við rekstri Hótel Þóristúns af móður Guðmundar. Hún hafði haldið hótelið með mikilli reisn undanfarin sumur og leigt skólafólki herbergi ásamt morgunmat yfir vetr- artímann. Ég var afskaplega hrifin af áður- greindu hóteli. Þar er dásamlegur staður, allt svo heimilislegt og hótel- stýran, sem er norsk, afar elskuleg. Faraldur bauð mér í morgunmat þar í gær og var það fullkomin og vel útil- átin máltíð. Hótelið getur hýst 32 í ágætis herbergjum sem eru allt frá eins til fiögurra manna. Þau stærstu kosta 2.260 krónur yfir nóttina en hin minnstu 1190 krónur. Þegar ég var þama um tíuleytið í gær var kona frá Reykjavík að fara eftir hálfe mánaðar veru sína en hún hafði dvalið sér til hvíldar á hótelinu. Konan sagði að kyrrðin væri svo mik- il á Selfossi og þetta væri Rauða kross heimili númer tvö, nema hvað miklu meiri kyrrð væri á Selfossi. þvi þegar við báðum um myndir til sýningar. Við ætlum að reyna að geta skipt um sýningu mánaðarlega." I fyrrasumar, fyrstu starfemánuði Kaldalæks, vom ekki svo margar sýn- ingar. Sýnendur vom ekki af verri endanum, því Sigrún Eldjám, Ragnar Kjartansson og Kjartan Guðjónsson leyfðu Ólsurum og gestum þeirra að njóta afurða erfiðis síns. „Draumurinn er að geta rekið þetta á eðlilegan hátt, borgað kaup og þess háttar. Líklega er plássið of lítið til þess að það sé raunhæft en það væri allavega gaiman að geta byggt sólskýli yfir veröndina því garðurinn í kring er mjög fallegur." Og aðsóknin, er hún góð? „Við kvörtum ekki. Það hafa mest verið bæjarbúar hingað til en það stafar mest af þvi að við vorum svo önnum kafriar í fyrra að við höfðum ekki tíma til að auglýsa." Eins og alls staðar undir Jökli ríkir góð stemmning í Kaldalæk. Góð en kannski ljúfeár, úti í homi var ungur maður að rifia það upp að hann hefði safriað austur-þýskum írímerkjum í æsku. Og reyndar nepölskum líka. ás. Notaleg stemmning á Kaldalæk: myndir Birgis Andréssonar á veggjum. JUNI UTGAFAN FRA WXRNERHOME VIDEO TIL DREIFINGAR Á MYNDBANDALEIGUM NÆSTKOMANDI FIMMTUDAG. WXRNER HOME VIDEO WXRNER HOME VIDEO WXRNER HOME VIDEO •'BODV HEAT WILI.lAMHURT KATtILEEN TUKN f;.R and HJCIIARDCRI-NNA WWuen and Direœd by LAWRENCÍ: KASDAN 1‘ioduccd by fRF.DT.GALLOf vMvisi'c.- n cuMf.w.ox' f BOM WVANEn BOOS flB A\WRNtH(X)*v«MUNlCAnONS COMPANY BODY HEAT Body Heat er stórkostleg ástar- og sakamálamynd sem hvar- vetna hefur notið geysilegra vinsælda, ekki hvað síst fyrir frábæra frammistöðu leikaranna: Kathleen Turner (Prizzi’s Honor- Jew- el of the Nile - Romancing the Stone) og Williams Hurt (sem fékk óskarsverðlaunin '86 fyrir leik sinn í Kiss of the Spider Woman). Það þarf vart fleiri vitna við. Body Heat er mynd sem stoppar ekki í hillum myndbandaleiganna. “THEGOONIES- % STÉVTN SPIEUOf! CHRiSCOUiMBDS DAVF.GKIKIN í£= 5TEVEN SPIF.LBERG • FRANKMARSHAU,-KATHLEd KH4NEW *íí RJCHARDDONNER-. IIARVR'BERNHARÐ RICHARODONNER FFtóM WVtNCn BROS AVW«£B<X)MMl;NICATöNS CQMWWY NYJASTA MYND STEVENS SPIELBERG THE GOONIES Steven Spielberg lætur ekki deigan síga. Hér hefur hann samein- að það besta úr Raiders of the Lost Ark - E.T. - Close Encounters - Jaws og Peter Pan í einni mynd og útkoman er ein allra besta og skemmtilegasta ævintýramynd sem gerð hefur verið. í«OM WtfíNER BROS $ AvWMHCXiMMUNCATlONS COMPANY LISA I UNDRALANDI Þeir eru vafalaust fáir sem ekki hafa einhvern tímann skemmt sér yfir hinu slgilda ævintýri um Lísu í Undralandi. Þessi útgáfa er leikin og er á tveim spólum. Mikill fjöldi frábærra leikara hef- ur hér lagt hönd á plóginn, svo sem Sammy Davis Jr„ Shelly Winters, Telly Savalas, Roddy McDowall, Patrick (Bobby) Duffy, Ringo Starr og Scott Baio. SUPERMAN SUPERBOY BATMAN AQUAMAN Bestu barnaplur sem völ er á. Þessar frábæru hetjur úr teiknimyndasögunum eru nú komnar á myndbönd. WARNER barnamyndir eru fyrsta flokks sem krakkarnir horfa á aftur og aftur og aftur... AllAR MFD ÍSIDNSKUM TEXJ'A Leikið rétta leikinn—takið mynd MTEFU Tteflj 1 Tefli hf. Einkaréttur á íslandi fyrir Warner Home Video ld Síðumúla 23, 108 Reykjavík S 91-68 62 50 / 68 80 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.