Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Síða 14
14
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Hlutverk Hamlets
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins,
leikur nú hlutverk Hamlets. Þær vefjast fyrir honum
spurningarnar, að vera eða vera ekki, að styðja eða
styðja ekki Guðmund J. Guðmundsson.
Við Svavari blasa tveir kostir, sem honum þykja
báðir slæmir.
Hann gæti lýst andstöðu við Guðmund J. og krafizt
þess, að Guðmundur segði af sér þingmennsku og jafn-
vel formannsstöðu í Dagsbrún og Verkamannasam-
bandinu. Þetta hafa Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún
Helgadóttir gert. Þau vilja, að Guðmundur J. segi af
sér þingmennsku. Þau segja, að ekki sé stætt á, að þing-
maður flokksins hafi tekið við peningum frá forystu-
manni í andstöðuflokki og ráðherra að auki, hvað sem
líði vinskap þeirra Guðmundar og Alberts. Raunar kann
að vaka fyrir þeim báðum, og þó sérstaklega Ólafi Ragn-
ari, að losna eridanlega við Guðmund J. sem keppinaut
um efstu sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Ólafur Ragnar tekur að vísu ekki þingsæti í bili, meðan
Guðmundur J. er tímabundið frá þingmennsku. En horfa
skal til lengri tíma. Það var býsna sárt fyrir ÓLaf Ragn-
ar Grímsson, þegar hann missti þingsæti sitt í síðustu
kosningum. Þótt hann setjist ekki á þing á næstunni,
kemur upp ný staða, þegar kosið verður. Þá vilja sum-
ir, að Guðmundur J. Guðmundsson verði endanlega úr
leiknum.
Svavar gæti tekið undir þetta. En sú afstaða yrði
honum erfið. Enginn vafi er, að Guðmundur J. hefur
um þessar mundir samúð langt út fyrir raðir flokks-
manna. Menn úr öllum flokkum lýsa stuðningi við
Guðmund, hvað sem síðar verður. Menn hugsa sem
svo, að Guðmundur hafi verið sjúkur og hætt kominn.
Hann hafi freistast til að taka við fé frá Albert Guð-
mundssyni, gömlum vini, og hann hafi alls ekki vitað,
hvaðan féð var í raun komið.
Ennfremur mundi Svavar Gestsson með andstöðu við
Guðmund enn ýfa upp ágreining við alþýðubandalags-
mennina í verkalýðshreyfingunni. Þessi ágreiningur var
lengi mikill, einkum persónulegur ágreiningur milli
Svavars og Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusam-
bandsins. Þetta setti Alþýðubandalagið í hættu og gerði
það lítið trúverðugt sem hugsanlegan samstarfsaðila í
ríkisstjóm, sem Svavar hefði nú áhuga á, að gæti orðið.
Svavar vill reyna að viðhalda þeim sáttum, sem fyrir
nokkru tókust milli forystu flokksins og forystu Al-
þýðusambandsins. Svavar Gestsson þarfnast þeirra
sátta í átökunum, sem nú standa um stjórn Þjóðvilj-
ans, svo að dæmi sé nefnt.
Hinn kostur Svavars er að lýsa stuðningi við Guð-
mund J. Guðmundsson.
Þá kemur upp sú staða, að margir alþýðubandalags-
menn eru Guðmundi J. reiðir og telja hann hafa gert
illan hlut. Þá kemur ennfremur upp sú staða, að mikil
spurning er, hversu lengi samúðin við Guðmund J. end-
ist. Eftir nokkra mánuði kann að fara minna fyrir
stuðningi almennings við Guðmund, en eftir stendur
einhver óljós hugmynd um, að maðkur hafi verið í
mysunni.
Eitt sýnir staða Svavars nú, þegar allt kemur saman:
Alþýðubandalagið er ósamstæður flokkur, illa sundrað-
ur. Þar er ekki einungis tekizt á um menn, heldur
málefni. Flokkurinn er illa samstarfshæfur.
Haukur Helgason.
„Þessi regla segir okkur að alþingismenn eigi alls ekki að sitja í bankaráðum.. ."
Gjafir
oggjöld
I dag snýst öll umræða um Haf-
skip, Albert Guðmundsson og
Guðmund J. Guðmundsson. En þótt
einstaklingar og fyrirtæki séu þann-
ig í sviðsljósinu má ekki gleyma
þeirri staðreynd að hér er annað og
meira á ferðinni. Annað og meira
sætir rannsókn. íslenskt stjómarfar
sætir rannsókn. Pólitískt siðferði í
landinu sætir rannsókn.
Albert Guðmundsson gegndi á sín-
um tíma formennsku í bankaráði
Útvegsbankans og stjómarfor-
mennsku í Hafskip. Þar rákust
saman í einum manni hagsmunir
bankans og fyrirtækisins. Að auki
var hann alþingismaður og átti að
gæta hagsmuna þjóðarinnar.
Leikreglur sem leyfa allt
Var Albert Guðmimdsson aðeins í
þessari aðstöðu af því að hann er
valdasjúkur? Nei.
Hann lék eftir leikreglunum. Hann
naut stuðnings þáverandi ríkis-
stjómarflokka, Framsóknar og
Alþýðubandalags, til að komast í
bankaráðsformennskuna og vart
hafa flokksbræður hans í Sjálfstæð-
isflokki greitt atkvæði gegn honum.
Sannleikurinn er sá, að Albert hefur
notið stuðnings 40-50 þmgmanna til
að komast í þessa stöðu.
Leikreglumar í því mikla valda-
spili, sem leikur með fjöregg íslensku
þjóðarinnar, setja stjómmála- og
embættismönnum eigin siðferðileg
takmörk. Þeim er leyfilegt að halda
samtímis embættum og stöðum alls
staðar nema í Hæstarétti. Þeim er
leyfilegt að þiggja gjafir og greiða-
semi eins og hugurinn gimist.
Erlendis gilda víðast hvar mjög
strangar reglur um þessa hluti.
Bandarískir þingmenn verða að
skýra opinberlega frá fjármálum og
eignum sínum. Kanadískir ráðherr-
ar og embættismenn verða að skýra
frá öllum gjöfum sem þeir þiggja.
Breskir þingmenn verða að láta þess
getið í þingræðum sínum ef einka-
hagsmunir þeirra tengjast á ein-
hvem hátt því máli sem er til
umræðu á þinginu.
Að hygla eða virðast hygla
Hér hafa aðeins verið nefnd þrjú
dæmi frá jafhmörgum löndum um
aðhaldsreglur fyrir stjómmála- eða
embættismenn.
Kjallarinn
Guðmundur
Einarsson
formaður
Bandalags jafnaðarmanna.
Þessi regla segir okkur að Guð-
mundur J. hefði aldrei átt að þiggja
fé hjá Albert Guðmundssyni. Þótt
lög séu ekki brotin þegar menn
þiggja fé hjá vinum sínum, vakna
grunsemdir um að fjármálaráðherra
eignist hönk upp í bakið á verkalýðs-
leiðtoganum sem hann mætir við
samningsborðið. Grunsemdirnar
einar em óþolandi.
Þessi regla segir okkur að alþing-
ismenn eigi alls ekki að sitja í
bankaráðum því gmnsemdir vakna
um að þeir noti aðstöðuna til að
hygla vinum sínum.
Lög eða siðferðiskröfur
Það er mikilvægt að átta sig á því
að ekki skiptir máli hvort lög hafa
verið brotin í dæmunum hér að
framan. Það sem skiptir máli er að
ekki má leika minnsti vafi á réttsýni
og sanngimi stjómvalda. Almenn-
„í dag snýst öll umræða um Hafskip, Al-
bert Guðmundsson og Guðmund J.
Guðmundsson. “
Ein regla er þó ótalin sem alls stað-
ar er númer eitt.
Hún er þessi:
Stjómmála- eða embættismenn
mega undir engum kringumstæðum
komast í þær aðstæður að einka-
hagsmunir þeirra rekist eða virðist
rekast á við opinberar skyldur
þeirra.
Takið eftir orðunum virðist rek-
ast. Hér er átt við að ekki megi
leika vafi á heilindum viðkom-
andi. Ekki má leika vafi á því að
opinberar skyldur þeirra gangi fyrir
einkahagsmunum.
Þessi regla segir okkur að Albert
Guðmundsson hefði aldrei átt að
taka fé frá Björgúlfi Guðmundssyni
handa Guðmundi J. Þótt lög séu
ekki brotin, þegar menn safna fé
handa vinum sínum, vakna grun-
semdir um að forstjóri Hafskips
eignist hönk upp í bakið á fjármála-
ráðherra þjóðarinnar. Grunsemdim-
ar einar em óþolandi.
ingur verður að geta borið fúllt og
óskorað traust til stjómkerfisins sem
á að vera fyrir fólkið en ekki fyrir
stjómmálamennina.
Erlendis gera menn sér grein fyrir
þessu. Hversu oft höfúm við ekki
heyrt í fréttmn að ráðherrar hafi
orðið að víkja í einhveiju landi
vegna þráláts orðróms eða þungra
ásakana þótt lagaleg sekt eða sýkna
þeirra hafi ekki legið á ljósu. Þar
hafa menn beygt sig fyrir þeirri
brýnu kröfu að þótt afsögn eða brott-
vikning geti verið þungur harmur
fyrir viðkomandi einstakling skuli
traust almennings á stjómkerfinu
ganga fyrir.
Á íslandi hafa aldrei fengist settar
reglur sem takmarka ásóknina í
margfold völd og verðlaun. Hérlend-
ir stjómmálamenn hafa ekki viljað
takmarka athafnafrelsi sitt. Þeir
vilja vera eins og aðgæslulaus böm
í sælgætisbúð.
Guðmundur Einarsson.