Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 16
16 DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNl 1986. Spurningin Hefur þú prófað „súper“ bensín? Björn Albertsson pökkunarmaður: Já, það hef ég gert. En ég get ekki sagt að ég finni mikinn mun á bílnum eftir eitt skipti. Jóhanna Hansen nemi: Nei, en mér er sagt að bílar eyði ekki jafnmiklu þegar það er notað. Guðbrandur ívar Ásgeirsson húsa- smiður: Já, ég hef prófað það. Mér fannst bíllinn ganga mun verr á eftir. Jón Pálmi Davíðsson bílstjóri: Já, svo sannarlega. Ég nota það að staðaldri. Ólafía Ottósdóttir húsmóðir: Nei, ég hef ekki reynt það. Ég vissi reyndar ekki fyrr en í morgun að svoleiðis væri til. Bjarni Halldórsson skrifstofumaður: Já, einu sinni. Ég fann engan mun á bílnum í það skipti. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Að loknum kosningum Guðjón V. Guðmundsson skrifar: Þá eru bæjar- og sveitarstjómar- kosningar að baki og enn einu sinni hafa kjósendur fellt sinn dóm. Enda þótt jafnaðarmenn hafi aukið tölu- • vert við fylgi sitt víðast hvar era það sem fyrr íhaldsöflin sem em hið sterka afl, þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Ástæða er til að gleðjast yfir fylgistapi þessara afla smns stað- ar eins og t.d. í mínum gamla góða heimabæ, Selfossi. í hvert sinn sem úrslit kosninga liggja fyrir verður venjulegur launa- maður eins og ég vægast sagt undrandi. Þúsundir í þjóðfélaginu hefðu smánarlega lág laun, ef ekki kæmi til aukavinna og eftirvinna alls konar. Þetta ástand hefúr verið við lýði ái'um saman og það virðist sem það sé náttúrulögmál að hinn almenni vinnandi maður eigi að strita óhóflega aðeins til að geta skrimt. Mikill fjöldi þess fólks sem við þessar aðstæður býr fylkir sér um íhaldsöflin, þau öfl sem hafa komið þessu ástandi á og viðhalda því. Á sama tíma og almenningur býr við þessi ókjör þá á sér stað taum- laust bruðl með fjármuni. Hrópandi ranglæti blasir við manni úr öllum áttum. Ráðamenn eyða miklum fjár- fúlgum í alls konar lúxusflakk vítt og breitt um heiminn. Það kostar þjóðina minnst tvær milljónir á mánuði að sjá þessum herramönnum fyrir bifreiðum og bílstjórum. Aðrir hálaunamenn í þessu landi, eins og t.d. bankastjórar, fá tugi þúsunda til að gera út bíla sína, auk annarra hlunninda. Verslunar- og skrifstofu- byggingar, bensínstöðvar og banka- hallir rísa upp eins og gorkúlur úti um allar trissur með Seðlabankahú- sið til að kóróna skömmina. Meðan þessu fer fram ríkir neyðarástand í hjúkrunarmálum fársjúkra gamal- menna vegna skorts á húsnæði. Alls konar milliliðir raka saman stjam- fræðilegum upphæðum vegna okurs á vöru og þjónustu. íslenskt samfélag er fársjúkt. Hvernig í ósköpunum má það vera að venjulegt alþýðufólk skuli geta setið hjá aðgerðalaust og horft upp á þetta? Fólk hefur bókstaflega stuðlað að þessu með stuðningi sín- um við íhaldsöflin sem svo hroðalega tröllríða hinni íslensku þjóð. Gleymum ekki blessuðum börnunum segir ellilífeyrisþegi. Blessuð bömin Ellilifeyrisþegi skrifar: Leyfið bömunum að koma til mín, sagði Kristur. Þó að mikið sé að gera hjá fullorðna fólkinu í hinu daglega lífi þá mega bömin ekki gleymast mitt í öllu baslinu. Bömin em framtíð þessa lands og við verðum að hlúa að þeim sem best við getum. Annars er voðinn vís. Hvort sem er í umferðinni, í skólum, á bamaheimilum eða innan veggja heimilisins þá verðum við að sýna bömunum áhuga og umhyggju og hafa vakandi auga með þeim í leik jafnt sem starfi. Blessuð bömin em það dýrmætasta sem við eigum. Rífið og tætt á Nesjavöllum Ég spyr: Hvers vegna tekur Náttúm- vemdarráð ekki i taumana? Hefúr það ekki tíma, ekki vald eða þor til að beita valdi sínu? Ég lét starfsmann ráðsins vita af skemmdunum þama þegar malartekja var nýhafin og aftur meðan á framkvæmdum stóð. Það hefur ekki hrifið. 9928-3068 skrifar: Hraunhólar sunnan við Nesjavelli í Grafningi hafa nú verið eyðilagðir. Reyndar finnast önnur dæmi um land- skemmdir á Nesjavöllum sem ekki verða rakin hér. Svæði þetta var mjög fallegt og verður því vart lýst með orðum. Ég stansaði oft á þessum bletti og gekk milli mosavaxinna hraunhól- anna niður að hellinum og horfði yfir ósnortið hraunið í átt að vatninu. Þennan blett hefur eigandi jarðarinn- ar, þ.e. Hitaveita Reykjavíkur, leyft sér að eyðileggja alveg að nauðsynja- lausu því efni til ofaníburðar í vegi mátti að skaðlausu taka annars staðar enda er það gert nú. Ég hélt að menn létu sér meðferð Rauðhólanna að kenningu verða en það virðist öðm nær. Umrætt svæði við Nesjavelli í Grafningi. Ég lít svo á að þótt einhver tiltekinn aðili teljist eiga ákveðið svæði, þá sé landið með nokkrum hætti sameign okkar allra og ekki síður afkomenda okkar. Því ber okkur að varðveita það sem best fyrir skemmdum og raski. Margir fallegir smáir staðir mynda eitt stór fagurt land. Okkur nægir ekki að eiga nokkra þjóðgarða og friðlönd ef við níðumst á þvf landi sem þar er fyrir utan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.