Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
17
Ingibjörg hvetur fólk til að vera tillitssamara í strætó.
Streð í strætó
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Ingibjörg hringdi:
Eg lenti í heljar miklum vandræðum
i strætó um daginn. Þannig var að ég
kom í vagninn með bömin mín tvö en
ekkert sæti var laust. Ég stóð um
stund í heilmiklum troðningi enda var
þetta síðla dags og mikið af fólki á
leið heim úr vinnu. Þegar leiðin heim
var hálfnuð var ég orðin mjög þreytt
og reyndi því að skima í kringum mig
eftir sæti. Vitaskuld var ekkert laust
og brá ég því á það ráð að biðja ungt
par, sem sat í sætum þar sem ég stóð,
um að leyfa mér að tylla mér með
bömin. Þau virtu mig ekki viðlits
heldur héldu áfram samræðum eins
og ekkert hefði í skorist. Ég spurði
aftur en fékk ekkert svar. þá sneri ég
mér til ungs manns sem sat íyrir aftan
mig og bað hann um sætið en hann
neitaði mér.
Hvemig er þetta þjóðfélag okkar að
verða þegar fólk tekur ekki lengur til-
lit til annarra. Ég var dauðuppgefin
eftir þessa strætóferð og sömu sögu
er að segja um blessuð bömin. Ég vil
endilega hvetja fólk til að vera tillits-
samara í strætó. Verum betri við
náungann.
Lánlaus læiiingur
Kristján skrifar:
Sonur minn, sem er þjónn í
Blómasal Loftleiða, lenti í slæmu
máli á dögunum. Þannig var að
hann tók við Visa-greiðslu en
gleymdi að stimpla á kvittunina.
Upphæðin var rúmar 5000 krónur
og nú stendur hann frammi fyrir
því að þurfa að greiða þetta úr
eigin vasa því undirskriftin á kvitt-
uninni er ólæsileg.
Ekki er lærlingskaup þjóna hátt
og því kemur þetta sér ákaflega
illa fyrir strákinn. Ég vil mælast
til þess að sá gestur sem þama
átti hlut að máli gangist við
greiðslunni. Þetta var að kvöldi
mánudagsins 2. maí. Síminn hjá
syni mínum er 24735.
Allt
púður
ur
Dönum
Danaandstæðingur skrifar:
Þannig fór um dönsku sjóferðina
þá. Eftir gott gengi í undankeppn-
inni var danska knattspymulands-
liðið slegið út með skömm af
snjöllum Spánverjum.
Það verð ég að segja að mér er
hulið hvernig íslenska þjóðin gat
haldið jafhmikið með Dönum í þess-
ari keppni og raun bar vitni. Danir
hafa nú ekkert komið sérstaklega
vel fram við okkur í gegnum tíðina.
Þeir einokuðu okkur í aldir og bur-
stuðu okkur 14-1 í fótboltanum
sællar minningar. Frakkar hefðu
verið mun skárri. kostur . að halda
með enda miklu betri knattspymu-
menn heldur en nokkum tíma Danir.
Danáka dýnamítið sprakk sem
sagt, alveg einsögmaður hafði búist
við. Við íslendingar ættum að. at-
huga okkar gang betur næst áður
en við förum aðhalda með þjóð sem
þessari, aðeins vegna norræns skyld-
leika. Það hefur heldm- ekki verið
það kært, rijilli Norðurlandanna frarn
Grundarfjörður
Umboösmaöur óskast.
Uppl. á afgreiðslu DV í síma 91-27022.
Ifr LAUSAR S70ÐUR HJA
'V REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Viðskiptafræðing í fjármála- og rekstrardeild
Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar.
Hér er um að ræða nýja stöðu sem mun hafa
að viðfangsefnum innra eftirlit varðandi fjár-
hagsaðstoð og umsjón með rekstri stofnana í
þágu aldraðra ásamt verkefnum á sviði tölvu-
væðingar.
Þetta er fjölbreytt starf sem gefur góða reynslu
og vinnuaðstaða er góð.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstr-
ardeildar í síma 25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00
mánudaginn 7. júlí.
ÁRMÚLA3 SIMAR 681910 -681266