Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 18
18
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNl 1986.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 3. og 17. tölu-
blaði þœs 1985 á eigninni Sléttahrauni 34, 2. h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign
Kjartans Steinólfssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Magnússonar hdl. og Veð-
deildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl.
14.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign-
inni Breiðvangi 13,1. h.t.h., B, Hafnarfirði, þingl. eign db. Róberts Jónssonar,
fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands og Veðdeildar Landsbanka íslands
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 14.30.
____Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hjallabraut 2, 3. h.f.m., Hafnarfirði, þingl. eign Gylfa Hilmarssonar
og Katrínar Hrafnsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 15.00.
__________________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 51., 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign-
inni Hólalandi, lóð úr jörðinni Lykkju, Kjalarneshreppi, þingl. eign Magnúsar
Kjartanssonar, ferfram eftir kröfu Amar Höskuldssonar hdl„ Brynjólfs Kjartans-
sonar hrl., Skúla J. Pálmasonar hrl. og Ólafs Thoroddsen hdl. á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 17.00.
_____________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Sigurberg Gröndal
húsasmíðameistari
Tilboð - reikningsvinna
Rakarastofan Klapparstíg
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Simi 12725
Timapantanir
13010 i
-i
LÖGFRÆÐINGUR
Byggðastofnun auglýsir starf lögfræðings við stofn-
unina laust til umsóknar. Um er að ræða krefjandi og
fjölbreytilegt starf sem m.a. felst í ráðgjöf og álits-
gerðum ásamt ýmissi aðstoð við fyrirtæki og einstakl-
inga í atvinnurekstri á landsbyggðinni, auk innheimtu-
starfa. Laun greidd skv. kjarasamningi SlB og
bankanna.
Skriflegar umsóknir um starf þetta sendist Byggða-
stofnun að Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, og mun
með allar umsóknir farið sem trúnaðarmál.
LAUSAR STÖEXJR HJÁ
_____I REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Staða forstöðumanns við dagheimili/leikskóla
Hraunborg, Hraunbergi 10.
Staða umsjónarfóstru með dagmæðrum, 75%
starf. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til
7. júlí. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og
umsjónarfóstrur í síma 27277.
Staða matráðskonu við dagheimilið Laugaborg
v/Leirulæk.
Upplýsingar veitir forstöðumaður heimilisins í
síma 31325.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum sem þar fást.
4
Menning Menning __________Menning
Björg Einarsdóttir:
Úr ævi og starfi
íslenskra kvenna II.
Útgef. Bókrún 1986.
Stefán frá Hvítadal, eitt af góð-
skáldum okkar aldar, segir í ljóði:
Hver dáð sem maðurinn drýgir er
draumur um konuást. Enn eldra er
franskt máltæki þar sem talað er um
frama karlmanna, og þýtt hefur verð
með spumingunni: Hvar er konan?
Að baki þessara orða liggur sú
staðhæfing, að fátt umtalsvert myndi
eftir karlana liggja, ef þeir væru
ekki alltaf að koma sér í mjúkinn
og vinna sér álit hjá þeim konum,
sem þeir elska. Kannski er líka með
þessu einnig sagt, að þótt afrek
kvenna hafi lengst af verið van-
metin, séu karlamir veikir í sinni
alþekktu hégómagimd og hræddir
um að konumar skyggi á þá. En þó
vita flestir, að konumar em á bak
við tjöldin, halda í alla þræði... Og
stjóma.
En nú þykir konunum loks nóg
komið. Nú em tímar þeirra. Á öld
tækninnar vinnur meira vit en strit.
Þegar á reynir kemur i ljós, að kon-
umar em færar í flestan sjó, engu
síður en karlamir.
Tími og fyrirhöfn
Bókin sem hér að ofan er nefnd,
er eftir konu sem nú er á miðjum
aldri. Hún hefúr áður gefið út Ljós-
mæðrasögu í tveimur bindum og
fyrsta bindi þessa ritsafns. Björg
hefur greinilega eytt miklum tíma
og fyrirhöfri í að glugga í bækur,
blöð og tímarit á söfiium og tínt
þaðan saman margs konar fróðleik
um merkar dugnaðarkonur.
Hér er svomikið efhi samankomið
á 404 stórum síðum, að yfir alla
bakka myndi flæða, ef ég ætlaði að
segja nákvæmlega frá því um hvað
bókin fjallar. Allítarlega er sagt frá
æviferli tuttugu og fjögurra kvenna,
sem allar eru horfnar af sviðinu,
sumar háaldraðar og fyrir mörgum
áratugum. Auðvitað kemur margt
fleira fólk við sögu.
Bókmenntir
Jón úr Vör
Örannsakanlegir eru vegir ástar-
innar. Útlendingar, sem hingað
koma, hafa fyrr og síðar haft auga
á fleiru en náttúrufegurð, og forvitn-
ar hafa stúlkumar okkar lengi verið.
Hér er fyrst sagt frá þremur ríkis-
mönnum af aðalsættum, sem sóttu
sér hingað konuefiii og fluttu með
sér í hallir sínar í Austurríki, Port-
úgal og Danmörku. Þar varpa þær
ævintýraljóma á ættjörð sína sakir
fegurðar, kvenlegra dyggða og skör-
ungsskapar. Þær verða hjálparhell-
ur landa sinna, sem koma á þeirra
slóðir. Þess skal getið, að þessar
konur eru allar fæddar um og eftir
síðustu öld, sú þeirra sem lengst lifir
deyr háöldruð 1958.
Skörungar
Hér segir frá Þóru Gunnarsdóttur,
sem ekki fékk að eiga Jónas Hall-
grímsson. Sagt er frá skörungunum
Bríeti Bjamhéðinsdóttur og aust-
firsku mæðgunum Sigríði Þorsteins-
dóttur og Ingibjörgu Skaftadóttur,
sem vom brautryðjendur í kvenna-
baráttu og útgáfú kvennablaða,
Iiigibjörgu H. Bjamason, skólastým
og alþingismanni, einnig frú Guð-
rúnu Lárusdóttur, rithöfundi og
þjóðmálaskörungi. Þáttur er um
Jarþrúði Jónsdóttur, sem var heit-
bundin Þorsteini Erlingssyni, sjálf
skáld og forustukona um menntun
kvenna. Hún giftist þjóðkunnum rit-
stjóra og alþingismanni, en átti sjálf
svipmikla sögu. Einn kafli er um
listakonumar Olufu Finsen og önnu
Pétursson, sem höföu forystu um
tónlist í Reykjavík á öldinni sem leið.
Sagt er frá Sigríði í Brattholti og
Margréti Oddsdóttur, Þórunni Ríc-
harðsdóttur Sívertsen, sérstæðum
konum, sem of langt mál yrði frá að
greina, og alþýðukonu, sem haföi
forystu um stofiiun sparisjóðs.
Bændakonan Ingunn á Komsá rit-
aði í elli sinni athyglisverðar
minningabækur.
Allttilgreint
Þá er ógetið um frásagnir af þrem-
ur skólastjórafrúm, Guðlaugu
Zakaríasdóttur í Ólafedal, Guðrúnu
Hjaltalín og Steinunni Frímanns-
dóttur á Möðruvöllum. Kafli er og
um Ástu málara.
Eins og sjá má á þessari upptaln-
ingu er þetta nokkuð efnismikil og
nokkuð seinlesin bók. Hér eru rifjað-
ir upp æviþættir merkra kvenna,
mest eftir prentuðum heimildum, úr
blöðum, tímaritum, uppsláttarbók-
um, allt tilgreint, eins og vera ber.
Stundum hefur höfundur getað bætt
við upplýsingum, sem fengist hafa
frá ættingjum, afkomendum eða
öðm fróðu fólki. Hér heldur ágæt-
lega ritfær kona á penna. Eitthvað
má að öllu finna. Mér finnst þetta
alltof viðamikil bók. Um það þarf
að hugsa, að lesendur liggja eða
sitja. Fólk, sem farið er að eldast,
vill ekki þurfa að hafa þungar bækur
í höndum. Þá er og sú hætta að því
vaxi í augum efrii stórra bóka, leggi
þær frá sér hálflesnar og snerti þær
kannski ekki framar. Orðabækur og
alfræðirit mega vera stórar, en síður
svona bækur. Hér er verið að spara
í bókbandskostnaði, en það er mis-
ráðið. Þetta er leiðinlegt, því auðséð
er að vandamenn þessarar bókar
hafa í öllu viljað gera vel. Þetta er
að öðm leyti stórvandað rit að ytri
gerð. Mikill fjöldi ágætra og oft fá-
gætra mynda prýðir bókina.
Jón úr Vör.
Fróðleg,
en þung
Björg Einarsdóltir.