Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Síða 20
20 DV. MÁNUDAOUR 23. JÚNÍ 1986. Aðatfúndur SÍS á Akureyri: Samvinnuhreyfing fram- tíðarinnar hlutafélag? Aðalfandi Sambands íslenskra samvinnufélaga lauk á Akureyri um helgina. Mál málanna á þessum 84. aðalfundi var hinn gífurlegi halli sem varð á rekstri kaupfélaganna 1985. Alls nam tapið 334 milljónum á árinu. Flestir fundarmanna voru á einu máli um að stokka þyrfti upp rekstur kaupfélaganna og aðlaga þau nú- tíma verslunarháttum. „Við verðum að laga okkur að breyttum aðstæð- um og móta okkar vinnubrögð af harðri rekstrarhyggju," sagði einn ræðumanna. „Sérhyggjan hefur orð- ið samhyggjunni sterkari." Miklar umræður spunnust einnig um samvinnuhreyfingu framtíðar- innar sem var sérmál þingsins. Valur Amþórsson, formaður sambands- stjómar, hafði framsögu um málið. í ræðu hans kom meðal annars fram tillaga um að auka þátttöku starfe- fólks og félagsmanna í uppbyggingu Erlendur Einarsson: „Framtið sam- vinnuhreyfingarinnar er í veði“. Þagað um kaffi- baunamálið Lítið var fjallað um kaffibauna- málið á aðalfundi Sambandsins. Eftir að Erlendur Einarsson forstjóri hafði lítillega minnst á málið fyrri dag fundarins var það nánast látið kyrrt liggja. Þröstur Ólafeson, stjómarformaður KRON, lét þó þau orð falla í ræðu, er hann þakkaði Erlendi vel unnin störf, að „enginn væri óskeikull og öllum gætu orðið á mistök“. „Það er ástæðulaust að hafa Qeiri orð um þetta fyrr en dómur hefur fallið,“ sagði Þröstur í samtali við DV. „Erlendur hefur urrnið vel fyrir Samvinnuhreyfinguna. En það er enginn vafi á að þetta kaffimál hefur skaðað hreyfinguna og veikt traust fólks á henni. Þetta er svipað og með mál Guðmundar J. Það veit enginn hversu mikill skaðinn verð- ur.“ -ÞJV Óbreytt sljóm Kjörtímabili þriggja stjómar- manna SÍS, Gunnars Sveinssonar, Ingólfe Ólafesonar og Þórarins Sigurjónssonar, lauk á aðalfundin- um. Þeir vom allir endurkjömir. Ennfremur vom Dagbjört Höskulds- dóttir, Helga V. Pétursdóttir og Sambandsins Ólafur Jónsson endurkjörin sem varamenn. Eiríkur Pálsson gaf ekki kost á sér í starf endurskoðanda og var Sigfiís Kristjánsson kjörinn í hans stað. -ÞJV og starfi hreyfingarinnar. Ræddi hann í því sambandi hugmyndir um starfemannasjóði og aukna hluta- bréfaeign félagsmanna. Var góður rómur gerður að máli Vals og sam- þykkt ályktun sem fól sambands- stjóminni að huga að þessum breytingum. „Við verðum að keppa,“ sagði Er- lendur Einarsson forstjóri. „Framtíð samvinnuhreyfingarinnar er í veði.“ -ÞJV Sambandið hugar að öflugia fræðslustarfi: Fjolmiðlafyrirtæki stofnað á næstunni „Það má segja að beðið sé eftir frumkvæði Sambandsins í þessu máh. Þessi stundina erum við að kynna okkur stöðuna f fjölmiðlun yfirleitt og hugleiða með hveijum við hyggjumst starfa,“ sagði Helgi Pétursson, blaðafulltrúi Sambands- ins. í ræðu Erlends Einarssonar á aðal- fundinum kom fram að hann hefur fengið heimild frá Sambandsstjóm til að ráðast í stofnun fjölmiðlafyrir- tækis samvinnuhreyfingarimiar. Þegar hafa farið fram viðræður með fulltrúum BSRB og Stéttarsambands bænda. Líklegt er talið að þessir aðilar muni standa að hinu nýja fyr- irtæki. „Við útilokum enga möguleika í þessu sambandi. Útvaip, sjónvarp eða blað, aUt er þetta inni í mynd- inni. Samvinnuhreyfingin þarf að hafa aðgang að fjölmiðli til að koma sínum málum á fmmfæri. Við mun- um ganga í stofnun þessa fyrirtækis alveg á næstunni," sagði Helgi Pét- ursson. Margir á þinginu létu í ljós von um að þetta nýja fynrtæki ætti eftir að reynast samvinnuhreyfingunni vel. Ekki vom þó allir sáttir við hvemig staðið væri að málum. „Það hefði venð hægt að fara aðra leið,“ sagði Þröstur Ólafeson, stjóm- arformaður KRON. „Ég held að árangursríkara hefði verið að bjóða fleiri launþegasamtökum að vera með í sameiginlegu fyrirtæki. Það er erfitt að fá aðila til að koma inn í fyrirtæki þar sem eignahlutfoll em ákveðin fyrirfram," sagði Þröstur. -ÞJV Endurskipulagning samvinnuverslunar „Breytingar undanfarinna ára á verslunarháttum, kröfur neytenda, byggðarröskun, hraðar tæknifram- farir og bylting í samgöngumálum gera m.a. að verkum að samvinnu- hreyfingunni er nú nauðsynlegt að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir áframhaldandi minnkun á markaðshlutdeild verslunarinnar, bæta afkomu hennar og samkeppn- isaðstöðu.“ Svo segir meðal annars í ályktim sem samþykkt var á aðalfuiídi Sam- bandsins á Akureyri. Ályktunin felur í sér að sambandsstjómin skidi þegar hefja endurskipulagningu verslunarinnar með aðstoð allra sambandsfélaga. Jafiiframt er lögð áhersla á að hraða öllum undir- búningi sem mest til að nauðsynleg- ar breytingar komist til fram- kvæmda hið fyrsta. -ÞJV íþróttahreyfingin efiidi til sérstakra trimmdaga um helgina. Föstudagur- inn var helgaður leikfiminni og var fólki boðið upp á leikfimikennslu í íþróttasölum landsins. Að sögn Her- manns Níelssonar, starfemanns trimmnefhdar, var ekki mikil þátttaka í leikfiminni og taldi hann ástæðuna einkum þá að þetta var á föstudegi og inniíþróttir auk þess ekki það vin- sælasta núna. „Við vildum með þessu kynna leikfimina sem almennings- íþrótt og hvetja fólk til heilbrigðrar hreyfingar. Það var alls staðar reyt- ingur og sums staðar, eins og hjá Gerplu í Kópavogi og á Egilsstöðum, var þátttakan mjög góð. En leikfimin er mest stunduð á vetuma og í haust er meiningin að fylgja þessu átaki efi> ir með frekari kynningu á leikfimi," sagði Hermann. Laugardagurinn var dagur simdsins og var þátttakan þar, að sögn Her- manns, mjög góð, allir sundstaðir landsins troðfúllir af fólki. Alls staðar var frítt í sund og auk þess var boðið upp á ókeypis ráðgjöf á öllum sund- stöðunum og allt gert til að hvetja fólk til þess að stunda holla hreyfingu reglulega. Skokkið og gönguferðimar, sem boðið var upp á í gær, virtist hins vegar ekki vera jafnvinsælt og sundið. í Reykjavík var skipulagt skokk á tveimur stöðum en þátttakan þar var mjög dræm. Hermann sagðist í sam- tali við DV í gær ekki hafa neinar tölur yfir þátttökuna í það heila, enda væri erfitt að mæla það. Öll íþróttafé- lögin hefðu verið hvött til að setja upp skokkbrautir og fólk almennt hvatt til þess að skokka, þótt ekki væri það endilega á skipulögðum skokkbraut- um. Auk þess voru famar gönguferðir á vegum Útivistar, Ferðafélagsins og fleiri félaga. Hermann sagðist í það heila tekið vera nokkuð ánægður, margir byij- endur hefðu tekið þátt í þessum dögum og til þess væri leikurinn gerður. „Auðvitað heföi maður viljað að fleiri heföu tekið þátt í leikfiminni og skokkinu, en ég er ánægður með allt ' sem gert er í þessa veruna. Hins vegar verður maður ekki fullkomlega án- ægður fyrr en allir em famir að hreyfa sig og ástunda holla lifhaðarhætti. En það fór af stað mikil umræða um þessi mál. Þetta þjóðarátak er hafið og síðan er bara að fylgja því eftir,“ sagði Her- mann Níelsson, starfemaður trimm- nefodar ÍSÍ. -VAJ ISÉi /1 .11 Mjög mikil aösókn var að sundstöðum um allt land á laugardaginn. í Laugardagslauginni, þar sem þessi mynd er tekin, náði biðröðin eftir þvi að komast ofan í langt út á götu. DV-mynd SÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.