Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Side 22
22
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir
• Guðmundur Torfason skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspymu á móti ÍBV. Hann lyfti boltanum snyrtilega yfir varnarvegg ÍBV og í vinstra markhornið. Skotið var óverjandi fyrir Hörð Pálsson í
marki ÍBV sem, eins og sést á myndinni, gerir heiðarlega tilraun til að ná til knattarins. DV-mynd Brynjar Gauti
Eyjamenn voru auðveld bráð
- Framarar skoruðu þijú mörk þrátt fyrir fjölmörg misnotuð tækífæri
Framarar unnu næsta auðveldan
sigur, 3-0, á ÍBV á föstudpgskvöldið.
Sigur Fram hefði allt eins getað orðið
enn stærri miðað við gang leiksins.
Það má segja að Framarar hafi vaðið
inn og út um vöm ÍBV og var hreint
ótrúlegt að sjá hvemig þeir fóm oft
með marktækifærin. Þeir skomðu þó
þrjú mörk og vom þau öll laglega
gerð. Framarar fengu því þrjú stig út
úr leiknum og tróna á toppi 1. deildar
ásamt Skagamönnum með 14 stig.
„Mér líst vel á þetta þetta hjá Fram,
þetta em allt spilandi strákar en þeir
hefðu þó mátt nýta færin betur í þess-
um leik. Mig er farið að klæja í
fætuma eftir að spila knattspymu. Ég
hef ekki enn unnið íslandsmeistaratit-
ilinn en ég vona að það takist núna í
sumar með Fram,“ sagði Janus Guð-
laugsson sem var mættur í búnings-
klefa Fram eftir leikinn og tók þátt í
sigurgleðinni með Frömurum. Hann
verður löglegur með Fram 28. júní og
mun leika sinn fyrsta deildarleik gegn
KR mánudaginn 30. júní.
Leikurinn fór rólega af stað og það
vom Eyjamenn sem vom meira með
boltann fyrstu 15. mínútumar. Þeim
gekk þó ekkert við að skapa sér mark-
tækifæri og það vom Framarar sem
áttu fyrsta færi leiksins á 14. mínútu.
Þá átti Guðmundur Steinsson gott
skot rétt framhjá. Þrem mínútum síðar
var mikil bamingur í vítateig ÍBV en
leikmönnum Fram tókst ekki að nýta
sér það.
Á 22. mínútu kom eina færi ÍBV í
fyrri hálfleik þegar Ómar Jóhannsson
átti lúmskt skot af um 30 metra feri
en rétt fiamhjá.
Glæsimark Guðmundar
• Fyrsta mark Fram kom á 37. mín-
útu og það var sérlega fallegt - „a la'
Guðmundur Torfason". Framarar
fengu þá aukaspymu rétt fyrir utan
vítateig. Það var auðvitað Guðmund-
ur Torfason eem tók spymuna. Hann
lyfti boltanum glæsilega yfir vamar-
vegg ÍBV og í vinstra markhomið,
óveijandi fyrir Hörð í marki ÍBV.
Skotið var ekki mjög fast en hnit-
miðað.
Einni mínútu síðar fékk Guðmimdur
Torfasson kjörið marktækifæri eftir
góða sendingu fiá Gauta Laxdal en
hann skaut rétt framhjá. Mínútu fyrir
leikhlé fékk Guðmundur Torfason enn
eitt marktækiferið eftir sendingu frá
nafha sínum Steinssyni. En aldrei
þessu vant skallaði hann framhjá en
Guðmundur Torfason er ekki vanur
að misnota svona skallafæri.
Framarar með tvö mörk í
seinni háifleik
• Framarar byijuðu seinni hálfleik
eins og þeir enduðu þann fyrri, með
stórsókn á mark ÍBV. Þeir náðu að
skora strax á annarri mínútu hálf-
leiksins. Gauti Laxdal átti þá góða
sendingu inn á Pétur Ormslev sem v^r
einn og óvaldaður í vítateig Eyja-
manna. Hann hafði nógan tíma til að
leggja fyrir sig boltann og skoraði með
góðu skoti.
Sókn Framara hélt síðan linnulaust
áfram en þeir voru svo sannarlega
ekki á skotskónum að þessu sinni
nafiiamir í sókninni hjá Fram. Annað-
hvort skutu þeir framhjá eða ágætum
markverði IBV, Herði Pálssyni, tókst
að veija.
• Þriðja og síðasta mark Fram kom
á 77. mínútu. Þá fékk Pétur Ormslev
boltann inn í vítateig og renndi hann
boltanum út á Ormar Örlygsson sem
skoraði með nákvæmu skoti. Hörður
virtist sjá boltann seint og tókst ekki
að veija.
Eins og af þessari upptalningu sést
þá voru Framarar hreinir klaufar að
skora ekki fleiri mörk í leiknum. Þeir
nýttu sér vel breidd vallarins og spil-
uðu laglega úti á vellinum. En þegar
upp að markinu kom þá var eins og
Framarar dyttu úr sambandi. Sérstak-
lega voru þeir Guðmundur Steinsson
og Guðmundur Torfason iðnir við að
misnota færin. Þeir áttu ekki í neinum
erfiðleikum við að snúa af sér vamar-
menn ÍBV en mörkin létu á sér standa
að þessu sinni. Pétur Ormslev átti enn
einn stórleik á miðjunni enda fékk
hann að gera það sem honum sýndist
þar. Þá kom Gauti Laxdal sterkur út
úr leiknum og átti margar góðar send-
ingar. Viðar Þorkelsson var ekki með
að þessu sinni en hann meiddist á
æfingu í vikunni. Hópurinn hjá Fram
er hins vegar stór og það kemur lítið
að sök Jþó að-sterka leikmenrr vanti.
Ormar Örlygsson kom í staðinn inn í
liðið og átti mjög góðan leik.
Eyjamenn eru nú í bullandi faO-
hættu og verða þéir að taka sig
verulega á ef veran í 1. deild á ekki
að verða stutt að þessu sinni. Það er
helst reynsluleysi leikmanna sem
verður liðinu að falli en flesta í liðinu
skortir það sjálfetraust sem þarf í erf-
iðri keppni eins og 1. deildin er. Það
eru helst „gömlu brýnin“, Ómar Jó-
hannsson og Jóhann Georgsson, sem
eitthvað sýna. Þá er Hörður ákaflega
vaxandi markvörður.
Dómaii: Óli Ólsen.
Áhorfendur: 482.
Gul spjöld: Guðmundur Torfason, Ingi
Sigurðsson, Ómar Jóhannsson, Bergur
Ágústsson.
Liðin:
Fram: Friðrik Friðriksson, Þorsteinn’
Þorsteinsson, Þorsteinn Vilhjálmsson,
Ormar Örlygsson, Pétur Ormslev,
Gauti Laxdal, Kristján Jónsson, Jón
Sveinsson, Steinn Guðjónsson, Guð-
mundur Steinsson og Guðmundur
Torfason.
ÍBV: Hörður Pálsson, Þórður Hall-
grímsson, Jón Atli Gunnarsson,
Héðinn Svavarsson, Jón Bragi Am-
arsson, Lúðvík Bergsveinsson, Þor-
steinn Viktorsson, Jóhann Georgsson,
Bergur Ágústsson (Páll Hallgrímsson),
Ómar Jóhannsson og Ingi Sigurðsson.
Maður leiksins: Pétur Ormslev.-SMJ
Óskar Theódórsson skoraði bæði möik Fylkis gegn Sandgerðingum. Hér skorar hann annað þeirra. DV-mynd GS.
3. deild - 3. deild - 3. deild
Annar tapleikur
hjá Stjömunni
Stjaman tapaði sínum öðrum leik í
röð þegar liðið mætti ÍR-ingum um
helgina. ÍR sigraði, 2-0,-með mörkum
Páls Rafiissonar og Eggerts.
Grindavík sigraði aftur á móti sinn
annan leik í röð er liðið lagði Ármenn-
inga að velli með 3 mörkum gegn 1.
Ólafúr Ingólfeson, Dagbjartur Vill-
ardsson og Hjálmar Hallgrímsson
skomðu mörk Grindvíkinga en Jón
Gíslason svaraði fyrir Ármann.
Fylkir og Reynir, Sandgerði, skildu
jöfii á Árbæjarvelli, bæði lið gerðu 2
mörk. Óskar Theódórsson skoraði
bæði mörk Fylkismanna en þeir Ómar
Bjömsson og Ævar Finnsson jöfhuðu.
ÍK sigraði HV þar sem leikmenn
HV mættu ekki.
Staðan í A-riðli:
ÍR 5 4 1 0 11- 3 13
ÍK 5 4 0 1 5- 3 12
Fylkir 5 3 1 1 12- 4 10
Stjaman 4 2 0 2 11- 3 6
Grindavík 5 2 0 3 12- 8 6
Reynir, S. 4 12 1 4-4 5
Ármann 5 0 2 3 3-14 2
HV 5 0 0 5 4-23 0 -JFJ.