Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 24
24 DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNl 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir • Toni Schumacher, markvöröur V-Þjóðverja, var hetja þeirra i leiknum við K hann sér litið fyrir og varði tvær spyrnur Mexíkana. Tryggði hann þar með V-t úrslitum á HM. Maradona „ Hetjan frá Monterrey“ - skrifa þýsku blöðin • Paul Van Himst. „Báru of mikla virðingu iyrir Spánverjunum“ Knstján Bemburg, DV, Belgía: „Leikmenn Belgíu fóru allt of hægt af stað og báru allt of mikla virðingu fyrir Spánverjunum. Það var ekki fyrr en Belgíumenn fóm að sækja sem þeir komust inn í leikinn enda skomðu þeir þá,“ sagði Paul van Himst, fyrr- verandi leikmaður Belgíu og síðar þjálfari hjá Anderlecht. Hann sér r.ú um skýringar með ieikjunum í belg- íska sjónvarpinu. „Spánverjar vom betri í seinni hálf- leik en mistök Belgíumanna vom að draga sig allt of mikið til baka. Það leiddi til þess að Spánverjum tókst að skora. Bestu menn í belgíska liðinu vom þeir Jean-Marie Pfafif og Georges Grun en í reynd lék allt belgiska liðið vel.“ -SMJ „Þakkir, Toni“ er risafyrirsögn í Welt am Sonntag í gær og í öllum þýsku blöðunum fær Toni Schumach- er, markvörður HM-liðs Vestur-Þýskalands, gífurlegt lof. Hon- um næstum einum þakkað fyrir að Vestur-Þýskaland leikur í undanúr- slitum á HM gegn Frakklandi. „Hetj- an firá Monterrey" er hann víða kallaður, ekki aðeins fyrir að veija tvær vítaspymur í vítaspymukeppn- inni í leiknum við Mexíkó heldur fyrir alla ffammistöðu sína í leiknum. Ekki síst þegar Mexíkanar vom einum fleiri og fengu góð færi til að skora en Toni varði allt sem á markið kom, utan eins rangstöðumarks. „ Þetta er mesti hamingjudagur í lífi Toni Schumacher," skrifaði Welt am Sonntag en Toni hélt upp á 10 ára brúðkaupsafmæli sitt með þessari frá- bæm markvörslu. „Toni hefur endur- reist álit almennings á þýskri knattspymu,“ skrifar Bild. Allt annað hljóð í blöðunum þýsku en eftir leikinn við Marokkó, þegar þýska liðið var rakkað niður. Welt am Sonntag hafði eftir Franz Beckenbauer, landsliðseinvaldi, að hann hefði sagt af sér ef lið hans hefði tapað fyrir Mexíkó. „Það er eðlilegt. Ef dæmið gengur ekki upp með góðum árangri verður maður að hætta.“ „ Leiðinlegt aðendaHMá vítakeppni“ - sagði þjáHari Mexíkó „Við byrjuðum undirbúning okkar fyrir heimsmeistarakeppnina hér í Monterrey og hér verðum við því mið- ur að enda keppnina. Leikmenn mínir hafa gert sitt besta en stundum er erf- itt að uppfylla allar óskir stuðnings- manna sinna, “ sagði Bora Milut- inovic, þjálfari Mexíkó, eflir leikinn við V-Þjóðveija. „Ég get ekki annað en hrósað v- þýska liðinu fyrir að komast alla leiðina í 8-liða úrslitin. Það er leiðin- legt að vera slegnir út úr heimsmeist> arakeppninni í vítaspymukeppni. Það er ákaflega leiðinleg aðferð til að tapa leik en í dag hafa margir af bestu leik- mönnum heims misnotað mikilvæg víti. Zico, Platini og Sókrates hafa allir misnotað vítaspymur sínar svo að ég get ekki ásakað leikmenn mína fyrir að gera það sama,“ sagði Milutr inovic sem sagðist nú ætla hvíla sig í langan tíma ffá knattspymunni í faðmi íjölskyldunnar. -SMJ „Við getum unnið Argentínumenn“ - segir Franky Vercauteren efdr sigurinn gegn Spáni „Það átti enginn von á því að við mundum gera rósir hér í Mexíkó en við höfúm sýnt að ekki má vanmeta belgíska knattspymu, “ sagði Franky Vercauteren, miðvallarspilari hjá Belgum, eftir sigurinn gegn Spánverj- um. Þeir em án efa það lið sem hefur komið mest á óvart í Mexíkó. Barátta og leikgleði þeirra hefur nú fleytt þeim í undanúrslit þar sem þeir munu mæta Argentínumönnum. Þá eins og áður í keppninni em Belgar taldir eiga undir högg að sækja. >rArgentínumenn em af flestum taldir mun sigurstranglegri en ég tel að sigurlíkur okkar séu ekk- ert síðri en þeirra,“ sagði Vercauteren sem einmitt lagði upp mark Belga í gærkvöldi. „Yfirspiluöum Belgíumenn“ „Leikmenn mínir lögðu allt sem þeir áttu í þennan leik og yfirspiluðu Belg- íumenn langtimum saman. Belgíu- menn gátu lítið annað en beitt skyndisóknum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik var um hreinan vamar- leik að ræða hjá þeim,“ sagði Miguel Munoz, þjálfari Spánveija, eftir leik- inn en hann átti erfitt með að dylja vonbrigði sín. Hann gagnrýndi mjög vítaspymufyrirkomulagið. „Á þessu stigi heimsmeistarakeppninnar á ekki að láta vítaspymukeppni útkljá leiki. Það er f raun fáránlegt Það væri nær að láta annan leik fara fram.“ Spánverjar jöfnuðu þegar 5 mínúturvorueftir Það vom Spánveijar sem hófú leik- inn af miklum krafli og það tók Belgíumenn nokkum tíma að komast inn í leikinn. Þeir skomðu þó fyrsta markið og var þar að verki fyrirliði liðsins, Jan Ceulemans, á 35. mínútu. Spánveijar sóttu síðan heldur meira það sem eftir var leiksins en hraðaupp- hlaup Belga vom ávallt hættuleg á milli. Það var á 85. mínútu sem Spán- veijum tókst að jafiia leikinn. Það var Senor sem skoraði markið með föstu skoti af 25 metra færi. Pfafif í marki Belga sá ekki knöttinn fyrir en of seint. Hvomgu liðinu tókst að skora og því varð að fá úrslit með vítaspymu- keppni. Það þurfti því vítaspymu- keppni í þrem af fjórum leikjum í 8-liða úrslitum. ■ 1 vítaspymukeppninni sýndi Pfaff hvers hann er megnugur og varði víti frá Eloy Olaya. Það dugði Belgum til sigurs því þeir Claesen, Scifo, Broos, Vervoori og Van Der Elst skomðu allir iir vftum sínum. Senor, Chendo, Butragueno og Victor skomðu fyrir Spánverja úr þeim vítum sem eftir vom. Áhorfendun 44.962. Liðin: Spánn: Zubizarreta, Chendo, Camacho, Gallego, Tomas (Senor á 46. mín.), Michel, Victor, Caldere, Al- berto, Butragueno, Salinas (Olaya á 64. mín.). Belgía: Pfaff, Gerets, De Mol, Renquin, Vervoort, Grun, Schifo, Vercauteren (Van der Elst á 106. mín.), Ceulemans, Veyt (Broos á 84. mín.), Clasen. Dómari: Sigfried Kirschen frá A- Þýskalandi. -SMJ • Jan Ceuleman, fyrlrliöi Belga, sést hér fagna marki sínu. „Þar sem við erum nú eina lið- ið frá Suður-Ameríku sem eftir er í keppninni þá hvílir mikil ábyrgð á okkur. En við munum ekki breyta leik okkar þess vegna, - við munum leika áfram á sama hátt og við höfum gert. Maður á ekki orð til að lýsa snilli Maradona en það sem ég met mest eru þau áhnf sem hann hefur á alla lpikmenn argent- ínska liðsins. Ég stökk á fætur þegar hann skoraði annað mark sitt í leiknum og hrópaði mark. Það er aðeins í annað skipti á ævi minni sem ég hef gert slíkt,“ sagði Carlos Bilardo, þjálfari Argentínu, eftir að lið þans hafði sigrað England í gær að við- stöddum 114 þúsund áhorfendum í Mexíkó-borg. Þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum og mót- herji Argentínu þar verður Belgía. „Það var slæmt þegar dómarinn dæmdi mark þegar knötturinn fór af handlegg Maradona yfir Shilton í mark. Slæmt í svo þýðingarmiklum leik og maður reiknar ekki með slík- um mistökum í dómgæslunni í heimsmeistarakeppni. En Maradona er stórkostlegur leikmaður. Mér féll það ekki vel, þegar hann skoraði síð- ara mark Argentínu, en hins vegar var ekki annað hægt en dást að þvi. Það var beiniínis kraftaverkamark, stórkostlegt. Eitthvert undraverð- asta mark, sem skorað hefur verið,“ sagði enski landsliðsþjálfarinn, Bobby Robson, eftir leikinn. „Leikmenn mínir léku ekki eins vel og ég hefði viljað að þeir gerðu fyrstu - með höndum c sextíu mínútumar en það vantaði ekki baráttuviljann. Við komumst svo langt í keppninni og þó svo stutt. Framvarðaleikur Argentínumanna var mjög snjall og gerði það að verk- um að við gátum ekki leikið eins og við hefðum viljað,“ sagði Robson. Þó mark Maradona hafi verið skor- að á mjög vafasaman hátt, svo ekki sé meira sagt, er þó ekki vafi á því að betra liðið í leiknum sigraði. Arg- entínumenn voru betra liðið, einkum í fyrri hálfleiknum. Skoruðu síðan tvívegis á fyrstu tíu mínútum í þeim síðari, Maradona bæði og bæði mörkin verða lengi í minnum höfð. Eftir það drógu þeir sig talsvert í vöm og enskir sóttu miklu meira, sem eftir lifði leiksins. Fengu færi, einkum þegar Terry Butcher stóð inni á markteig frír en skallaði knöttinn beint í fang markvarðar Argentínu. Loks á 81. mín. tókst Englendingum að skora og var Gary Lineker þar að verki eftir snjalla sendingu John Bames. Lineker átti við meiðsli að stríða eftir leikinn við Paraguay og lék þó hann hefði engan veginn náð sér. Reyndar ekki ákveðið fyrr en rétt fyrir leikinn að hann yrði með. Rétt fyrir leikslok munaði litlu að honum tækist að jafna, afitur eftir fyrirgjöf Bames. Skallaði hins vegar luiöttinn í hliðametið en lenti sjálfur í markinu. Rétt áður höfðu Argent- ínumenn átt. skot í stöng enska marksins. Liðin voru þannig skipuð. Argentína. Pumpido, Cuciufifo, Ruggeri, Brown, Olarticoechea, Giusti, Batista, Enrique, Maradona, Burruchaga (Tapia 76. mín.) og Vald- ano. England. Shilton, Stevens, Sansom, Fenwick, Butcher, Hoddle, Steven (Bames 75. mín.), Reid (Waddle 65. mín.), Hodge, Lineker og Beardsley. -hsím MmmmMmwmm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.