Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Qupperneq 25
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 25 ttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir „Á ekki að útkljá leiki á HM með vftaspymukeppni“ - sagði Beckenbauer, þjáifarí V-Þjóðverja, eftir sigurínn gegn Mexíkó í vrtaspymukeppni „Þetta var ákaflega erfiður leikur sem reyndi mikið á líkamsstyrk leik- manna. Það var ákaflega erfitt að leika gegn mexíkanska liðinu," sagði Franz Beckenbauer, þjálfari v-þýska liðsins, eftir sigurinn gegn Mexíkó. V-Þjóðverjar hafa nú annað skiptið í röð tryggt sér réttinn til að leika í undanúrslitum HM. „Mexíkanar leika ekki eins og lið frá Evrópu og þetta var grófur leikur. Ég tel það ekki í verkahring mínum að dæma um störf dómara. Við urðum að leika af varkámi því við lékum gegn heimaliðinu. Mexíkanar spiluðu líka upp á að taka ekki áhættu og voru aðeins með einn mann í sókn- inni. Leikaðferð þeirra gerði leikinn ekki áferðarfallegan og í lokin voru allir leikmennimir útkeyrðir," sagði Beckenbauer en leikur liðanna var Mexíkanar tóku tapinu með ró - engin ólæti í Mexíkó Hexíkó. í vitaspyrnukeppninni gerði ■jóðverjum rétt til að leika í undan- Það fór ekki eins og margir höíðu óttast að til óláta kæmi í Mexíkó þegar HM-hð landsins yrði að láta í minni pokann í leik. Yfir- leitt tóku Mexíkanar því með ró þegar lið þeirra var slegið út af Vestur-Þjóðverjum. { mörgum borgum var leikurinn sýndur á gríðarstórum sýningartjöldum og vissulega heyrðust stunur og blót þegar tveir leikmenn Mexíkó mis- notuðu viti í vítaspymukeppninni. Síðan heldur dauft yfir fólki þegar leiknum var lokið og úrslit lágu fvrir. Mexíkó var úi' leik en það var ekki grátur og gnístran tanna. Mexikanar töldu að almennt heföi liðið náði betri árangri en reiknað var með. Komist í átta liða úrslit og þegar lúð óhjákvæmilega var staðreynd - liðið úr leik - hélt fólk ró sinni. -hsím ...J I II I 1 1 1 8 1 I afgreiddi enska >g fótum þegar Argentína vann England ekki skemmtilegur á að horfa. Var- kámi sat í fyrirúmi og ekkert mark skorað þrátt fyrir framlengingu. Það var ekki fyrr en í vítaspymukeppninni sem úrslit fengust í leiknum. „Höfum góða möguleika gegn Frökkum“ „Frakkar em með mjög gott lið núna en þeir hafa verið með eitt besta lið í heimi síðustu þrjú eða fjögur árin. Við teljum samt að við höfum góða mögu- leika gegn þeim í undanúrslitunum," sagði Beckenbauer og bætti við að hann væri ekki hrifinn af vítaspymu- keppni þrátt fyrir úrslitin í dag. „Víta- spymukeppni er ekki rétta leiðin til að útkljá leiki í heimsmeistarakeppni en við vorum heppna liðið í dag.“ „Hann hrækti á mig“ „Leikmaðurinn sem elti mig var stöðugt að beija mig og hann hrækti meira að segja á mig. Þegar ég var sendur af leikvelli sló ég alls ekki vilj- andi til mexíkanska leikmannsins. Hafi ég slegið hann þá var það aðeins óviljandi," sagði Thomas Berthold sem var rekinn út af í leiknum gegn Mex- íkó í fyrsta skiptið á leikferlinum. „Brottvikningin var fáránleg þar sem ég hafði ekki einu sinni séð gula spjaldið áður. Þetta er í fyrsta skiptið á ferlinum sem ég er rekinn af leik- velli.“ „Vil ekki hugsa um Frakkland núna“ „Ég er ekki eina hetjan í v-þýska liðinu í dag. Við gerðum allir okkar besta til að komast í undanúrslit og það tókst," sagði Toni Schumacher, markvörður v-þýska liðsins, sem gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspym- ur Mexíkana í úrslitakeppnirmi. Hann kvaðst vera úrvinda eftir leikiim. „Ég ætla beint í rúmið núna og vil ekki einu sinni heyra minnst á Frakkland.“ Harður leikur Miðað við leikinn hjá Brasilíu og Frakklandi verður að segjast eins og er að leikur Mexíkó og V-Þýskalands var svo sannarlega ekkert augnayndi. Mikil barátta einkenndi leikinn en hvorki meira né minna en átta leik- menn vom bókaðir og tveir reknir út af. Þrátt fyrir að V-Þjóðverjar lékju einum færri í 35 mínútur tókst Mexík- önum, sem sóttu heldur meira, ekki að nýta sér það. Áhorfendur þurftu að bíða alveg fram í vítaspymukeppni eftir því að sjá mark. í vítaspyrnukeppninni var það Toni Schumacher sem var hetja V-Þjóðverja. Hann varði aðra og þriðju vítaspymuna, frá þeim Quirarte og Servin, og tryggði með því V- Þjóðveijum sigur. Þeir vom líka mjög ömggir í spymum sínum en þeir Klaus Allofe, Andreas Brehme, Lothar Matt- haeus og Pierre Littbarski skomðu allir úr spymum sínum. Áhorfendur 44.000 Liðin: Mexíkó. Pablo Larios, Rafael Amador (Francisco Cruz á 70. mín.), Felix Cruz, Femando Quirarte, Raul Servin, Car- los Munoz, Javier Aguirre, Manuel Negrete, Miguel Espania, Tomas Boy (Carlos de Los Cobos á 32. mín.) Hugo Sanchez. • Diego Maradona, fyrirliði Argentinu, skoraði bæði mörk Argentinu gegn Englandi í gær. Fyrra marklð skor- aði hann með hendínni en seinna markið verður sjálfsagt lengi í minnum haft. Eftir frábæran einleik frá miðju vallarins renndi hann boltanum í netið framhjá Peter Shilton eins og sést á þessari mynd. Símamynd/Reuter V-Þýskaland. Schumacher, Jakobs, Berthold, Föster, Eder, (Littbarski á 115. mín.), Briegel, Matthaeus, Ma-' gath, Brehme, Rummenigge (Höness á 57. mín.) og Allofs. Dómari Jesus Diaz frá Kólumbíu. -SMJ 'émmmgmi • Gary Lineker. Gaiy Lineker nær öruggur markakóngur Markahæstu menn í Mexíkó þegar aðeins em eftir undanúrslit og úrslit em: Gary Lineker, Englandi, 6 Emilio Butragueno, Spáni, 5 Careca, Brasilíu, 5 Preben Elkjær, Danmörku, 4 Sandro Altobelli, Ítalíu, 4 Igor Belanov, Sovétríkjunum, 4 Jorge Valdano, Argentínu, 3 Jesper Olsen, Danmörku, 3 Diego Maradona, Argentinu, 3 Það verður að teljast nokkuð lfklegt að það verði Lineker sem hampar markakóngstitlinum í lokinn því af þeim sem em hér upptaldir em aðeins Argentínumennimir eftir. Það væri þá í þriðja skiptið í röð sem marka- hæsti leikmaðurinn skorar 6 mörk. Kempes skoraði 6 mörk 1978 og Rossi einnig 1982. -SMJ „Við unnum styrjöldina“ - þeir fótboltann „Við unnum styijöldina svo við get- um ekki kvartað þó þeir hafi sigrað í knattspymuleiknum. Hins vegar get- um við þó með fullum rétti sagt að þetta hafi verið jafhtefli. Allir, sem sáu leikinn, gátu séð að fyrra mark Arg- entínu var skorað með handlegg,“ sagði Richard Tracey, íþróttamálaráð- herra Bretlands, við fréttamenn eflir að Argentína haföi sigrað England á HM í gær. Enskir tóku ósigrinum heldur létt eins og ráðherrann þrátt fyrir ólöglega markið - eða kannski öllu heldur vegna þess. -hsim Belgíumenn gefa peninga Kristján Eemburg, DV, Bdgía: Belgíumenn hafa nú ákveðið að hver leikmaður landsliðsins gefi sem svarar 30.000 frönkum (um 29.000 kr.) í söfnun til styrktar munaðarlausum bömum í Mexíkó. Fyrir söfiiunarféð á að gefa bömunum kost á góðri skólagöngu og tryggja framtíð þeirra að öllu leyti. Belgísk sjónvarpsstöð hefur staðið fyr- ir söfnun af þessu tagi síðan HM byijaði til að styrkja þá sem urðu illa úti í jarðskjálftunum. Það spilar líklega nokkuð inn í hjá Belgum að með þessu vonast þeir til þess að fá aukinn stuðning frá mexík- önskum í þeim leikjum sem eftir eru. Aðeins um 500 Belgar eru í Mexíkó og þeir hafa mátt sín lítils á áhorfenda- pöÚunum eins og sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að heyra. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.