Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Side 39
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 39 Sandkorn Sandkorn Preben Elkjær og kó farnir heim. En þá er bara að horfa á stelpurnar í hálfleik. HM í Mexíkó Það er aldeilis rosalegt að Danir skuli vera dottnir út á HM í Mexíkó. Svona fór þetta þrátt fyrir að Bjarni Fel. segði að Danir væru að jafna sig eftir jöfnunarmark Spánverj- anna. Nú vita menn ekkert með hvaða liði þeir eiga að halda. Sumir hér fyrir norðan segjast ætla næst að halda með fallegu stúlkunum sem alltaf er verið að sýna í hálf- leik'. Fór í kerfi „Ég fór alveg í kerfi,“ sagði vinningshafi sem vann milljón í happdrætti háskólans á dög- unum í samtali við Dag. Vinningshafinn ætti líka að vita hvað hann syngur. Bróðir hans vann 340 þúsund í happ- drætti um síðustu jól og móðir hans 2 milljónir hjá DAS árið 1979. Sennilega hefur móðirin orðið dösuð yfir milljónunum. Hálft í hvoru var á Sauðárkróki nýlega og spilaði á Hótel Mælifelli. Þegar DV rakst á hljómsveit- ina kom gítarleikarinn, Hannes Jón Hannesson, með þrælskemmtilegt orð yfir „dinnertónlist". Ekkert hálft í hvoru með það, Hannes kall- arslíka tónlist „meltingar- músík“. Bankakortið Bankakortið fræga er aug- lýst stíft sem tákn um traust tékkaviðskipti. 1 bankakorta- auglýsingu til afgreiðslufólks er það beðið um að athuga hvort bankakortið sé ekki frá sama banka og tékkinn, hvort gildistíminn sé útrunninn, fæðingarár með tilliti til ald- urs korthafa og hvort undir- skriftin á tékkanum sé í samræmi við rithandarsýnis- horn á bankakortinu. Ég segi ekki annað en þetta er nú meira traustið sem manni er sýnt. KEA-öldin Hjörtur Þórarinsson Eld- jám, stjómarformaður KEA, hélt hátíðarræðuna á 100 ára afmæli KEA við mjólkursam- lagið á afmælisdaginn 19. júní. Hann byrjaði á að segja við menn að ræðan tæki hálftíma og ef menh yrðu þreyttir gætu þeir lagst í grasið og slappað af í sólinni. Húmorí Hirti. Annars em menn á Akur- eyri farnir að kalla 100 árin KEA-öldina. Og því þá ekki að miða atburði við fyrirtæk- ið. Til dæmis: Hann fæddist 3 árum eftir KEA. Feröamenn á Akureyri. Nú tala allir „reykvisku" I Sjallanum. Ferðamenn á Akureyri Gífurlegur íjöldi ferða- manna er nú kominn til Akureyrar og er það vel. Og þar með breytir Sjallinn líka um svip. Á sumrin er það nefnilega þannig að þar eru fleiri Reykvíkingarogaðrir ferðamenn en Akureyringar. Það heyrist líka greinilega. Guð með KEA En það var Valur Arnþórs-" son kaupfélagsstjóri sem setti hátíðarfundinn við mjólkur- samlagið. Veðrið var eins og Valur Arnþórsson. „Guð meö Kea.“ Umsjón: Jón G. Hauksson. best gerist, sói og mikill hiti. Enda sagði Valur: „Ef menn hafa verið í vafa um að guð sé með KEA, þá ættu þeir hin- ir sömu ekki að vera í vafa lengur.“ 17. júní Víkurblaðið á Húsavík segir í fyrisögn á forsíðu að hátíðar- höldin á þjóðhátíðardaginn hafi farið vel fram í rigningu. í sjálfri fréttinni segir: „Aðal- dagskráin, sem upphaflega var fyrirhuguð utan dyra, var færð inn í Félagsheimilið og var þar þröng á þingi.“ Svo var nú það, og það var nú svo. Snældu-Blesi er kominn á kreik og virðist hafa sigrast á fótbrotinu margfræga. 1 Degi í síðustu viku kom fram að frá þvi í byijun maí hefðu 14 merar verið leiddar undir hann og allt hefði gengið eins og best verður á kosið. Jú. fótbrotið hlýtur að vera gróið. A róló á Sigló. Gamli Trabantinn stóðst öll hoss og læti barnanna á róluvellinum í veðurblíðunni á Sigló. Og ekki var það til að draga úr sumarskapinu að hafa frostpinna til að gæða sér á. Trabbi settur i gang,... trabb-trabb-trabb, og frost- pinninn sleiktur i botn. DV-myndir JGH Sumar áSigló Jón G. Haukssan, DV, Akuieyii Siglufjarðarbær iðaði beinlínis af lífi og krafti hressilegs fólks í veðurblíð- unni þegar við DV-menn sóttum staðinn heim á dögunum. Fólk rölti um bæinn, lék badminton uppi á gang- stétt, sat í sólinni, borðaði ís, snyrti til í görðunum heima hjá sér, það var bara að nefna það, því hvarvetna voru Siglfirðingar í sumarskapi. Hitinn fór líka upp í 20 gráður þegar best lét. Og það gerist ekki á hverjum degi á Sigló. Bubbi og Bylgja. Tvimælalaust natnið á þessari mynd úr miðbæjarlífinu. Dæmigerð sumarmynd, fólk í leti situr og rabbar saman i sólinni. Bubbi vegna þess að á myndinni er Bjöm Ingimarsson, þjálfari meistaraflokks kvenna i KS, að ræða við Bylgju Hauksdóttur. fyrirliða kvennaliðsins. OPIÐ; VIRKA DAGA 9-18 HÁRGREÐSLUSTOfA VITASTÍG18A SÍAAI14760 sukihúð með Cremedas - besta umhirða sem þú getur veitt húð þinni. I\IÝTT-|\IÝTT „B0DY M0USSE" Frábær nýjung frá Cremedas, body lotion í froðuformi, auðveld og þægiieg í notkun og húðin verður silkimjúk. Kentruck Sænsku gæðalyfti- og pall- ettuvagnarnir til afgreiðslu af lager. LYFTIGETA ■ 1000 KG. ■ | LYFTIHÆÐ UPP /-m 1 Í235CM. LYFTIGETA 2000 KG. Ármúla 1. Sími 687222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.