Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Side 44
44 DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós \ Dansatriðið mæltist vel fyrir. Diddu hélt uppi góðri stemmningu. Móna Lísa sam- tím- ans Sigurvegarinn, Snæfriður Baldvinsdóttir. » Frá dögum borgríkja Grikklands hins foma, og jafnvel enn fyrr, hafa fyrirsætustörf heillað ungar stúlkur. Alltaf hefur samkeppnin verið mikil, bæði áður og nú. Á öllum tímum hafa verið til stúlkur sem átt hafa þann draum að vera meðal þeirra fáu útvöldu af þeim fjölda sem til er kall- aður. Áður sátu stúlkur fyrir hjá myndhöggvurum, síðar málurum og nú hjá ljósmyndurum. Nokkrar fyrir- sætur hafa ©rðið ódauðlegar, þó nöfn þeirra séu ekki kunn. Hver kannast ekki við Venus frá Mílos og Mónu Lísu. Hver veit nema síðar, eftir svo sem nokkur árhundruð, verði ljós- mynd af einhverri af þeim stúlkum er kepptu í úrslitum Elite-keppninn- ar talin meðal helstu dýrgripa þess tíma og geymd á söfnum afkomenda okkar. Elite-keppnin fór fram í 3. skiptið hérlendis sl. fimmtudags- kvöld á vegum Elite-umboðsskrif- stofanna og tímaritsins Nýtt Líf. 10 stúlkur kepptu til úrslita og höfðu þær verið valdar úr stærri hópi þátt- takenda. Framkvæmd kvöldsins var á allan hátt hin glæsilegasta og til fyrirmyndar. Þegar gesti bar að garði var tekið á móti þeim með kostum og kynjum og þeim færður fordrykk- urv Að þvf húnu hófst borðhald þar nbih' þoði.ð. var upp á dýrindis kræs- r ’ihgar.j Á-meðan menn neýttu matar ~ íéS^ Máénús, Kjattansson undir á /þjaþictbgi séttí það rólegan og hátíð- \lcgaxfpfæ á borðhaldið. Yfir borðum ivpr mikið skráfað og skeggrætt um 'íivér myndl hreppa sigurinn. Voru ménii ekki á eitt sáttir og virtust allar stúlkumar eiga sér formæl- endur sem töldu þær að eínhverju leyti skara fram úr hinum. Eftir- væntingin leyndi sér ekki, enda voru ýmsir ansi skjálfhentir og sóttist seint að sporðrenna því sem borið var á borð. Þegar gestir höfðu satt hungur sitt og svalað þorsta sínum birtist Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, og skemmti viðstöddum með sinni hljómfögru rödd. Náði Diddú upp ágætri stemmningu. Eftir að hafa beðið í „2 mínútur", sem reynd- ar urðu 7, kom dansflokkur frá dansstúdíói Sóleyjar og sýndi dans undir stjórn Cornelíusar Carter. Enn jókst spennan og ýmsir voru farnir að iða í sætum sínum. Loksins hófst tískusýningin sem var engin venjuleg tískusýning heldur um leið kynning á keppendum. Komu stúlk- urnar fram nokkrar saman og sýndu sumarfatnað. Hinir sextándu verða fyrstir! Eftir að fyrsta hluta sýningarinnar lauk kom ICY-hópurinn fram á svið- ið. Sungu þau Pálmi, Eiríkur og Helga fyrst nýtt lag sem þau nefndu Draugaboogie. Fékk lagið ágætar viðtökur. Þegar því lauk sögðust þau ætla að syngja hið fræga sextánda sæti. Kyrjuðu þau Gleðibankann við ómældar undirtektir. Fólkið í saln- um klappaði, stappaði og söng með tríóinú. Það var alveg ljóst að út- lendingar hafa ekkert vit 'á músík og í huga okkar; íslendinga eru krakkamir í tríóinu hinir sönnu sig- urvegarar. Þó heyrðist einn gárung- inn i salnum segja, þegar söngnum lauk: „Iceland, one point.“ Enn á ný komu keppendumir gang- 1” ' - ‘A > / J C" i. xr,' sýndu stúlkurnar pelsa og var ein á sviðinu í einu. Fórst þeim það öllum vel úr hendi. Síðasti hluti tískusýn- ingarinnar var síðan svipaður þeim fyrsta. Broadway var nú þéttskipað og spennan var í algleymingi. Örlítið hlé var gert og svo kom stóra stund- in. John Casablanca, forstjóri Elite- umboðsskrifstofanna, kom upp á svið til að tilkynná úrslit keppninnar. Is- land er eina landið sem hann heimsækir reglulega til að útnefna sigurvegara. Hann byrjaði á því að lofa það hve við íslendingar ættum mikið af fallegu kvenfólki og sagði alla keppendur hafa komið vel til greina. Fyrir sigurvegaranum liggur að fara utan og keppa í úrslitakeppn- inni á ítalíu í haust en að auki sagðist Casablanca ætla að velja 3 aðrar stúlkur sem fengju tækifæri til að fara til Parísar og reyna sig í „módelbransanum“. Þær íslensku stúlkur sem sigrað hafa í keppninni til þessa og einnig þær sem farið hafa utan til starfa hafa náð mjög góðum árangri. Nú þótti Casablanca nóg komið af snakki og tilkynnti nöfn þeirra heppnu. Sigurvegari varð Snæfríður Baldvinsdóttir. Annað sætið hreppti Krístín Helga Káradóttir, þríðja varð Guðlaúg Jónsdóttir og lngi- björg Gréta Gísladóttir náði fjórða sætinu. Keppnin var hin skemmti- legasta og hefðu allir þátttakendurn- ir sómt sér vel sem sigurvegarar. Við eigum sjálfsagt eftir að sjá mikið þær sem urðu í efstu sætunum og einnig þær sem höfnuðu neðar. Og enginn. veit nema einhver þeirra eigi eftir lcy söng við góðar undirtektir. Þær (jórar efstu: f.v. Ingibjörg Gréta, Guðlaug, Kristín Helga og Snæfríður Bak víð þær glittir í John Casablanca Dv-mýndir/Oskar örn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.