Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sandinistar banna útgáfii eina stjórnarandstöðublaðsins Sandinistar í Nicaragua hafa lýst yfir hertari ákvæöum neyöarlaga er giit hafa í landinu aö undanförnu í kjölfar þeirr- ar ákvöröunar Bandaríkjaþings að auka aðstoð við contraskæruliða. Hermenn sandinista á eftirlitsferð við landamæri Nicaragua og Honduras. Yfirvöld í Nicaragua lokuðu í gær- kvöldi ritstjómarskrifstofum eina eftirlifandi stjómarandstöðublaðs landsins, La Prensa, og bönnuðu útr komu þess. Yfirvöld í Managua hafa í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaþings um stór- aukna aðstoð við contraskæmliða lýst yfir hertari ákvseðum neyðarlaga er gilt hafa í landinu að undanfómu. Bandarískt blóð Daniel Ortega, leiðtogi sandinista, fordæmdi ákvörðun Bandaríkjastjóm- ar um stóraukna aðstoð við contra- skæmliða í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gærkvöldi og sagði að ef fram færi sem horfði um aukna aðild Bandaríkjastjómar að átökum sandinista og contraskæruliða, mætti brátt búast við því að fyrstu banda- rísku hemaðarráðgjafamir tækju að falla í Mið-Ameríku. Ortega lýsti í gær yfir hertari ákvæðum neyðarlaga í landinu og hvatti þjóð sína til að vera á verði gagnvart útsendurum Bandaríkja- stjómar er nú reyndu hvað þeir gætu til að grafa undan þjóðaröryggi. Haft var eftir talsmanni í innan- ríkisráðuneytinu í Managua í gær- kvöldi að lokun La Prensa væri hluti af hertari reglum neyðarlaga. La Prensa hefur undanfamar vikur mátt sæta harðri ritskoðun stjómvalda. Eina stjórnarandstöðublaðið La Prensa hefúr verið eina dagblað Nicaragua er haldið hefúr uppi gagn- rýni á ríkisstjóm sandinista og hefur verið eitt útbreiddasta dagblað lands- ins. La Prensa var einnig málsvari stjómarandstöðu og gagnrýni á ríkis- stjóm einræðisherrans Anastasíó Somoza áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 1979. Ortega varði þá ákvörðun ríkis- stjómar sinnar að banna útgáfu La Prensa í viðtali við bandaríska sjón- varpsstöð í gærkvöldi og sagði að sandinistar myndu gera allt er í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir hvem þann áróður stjómarandstæð- inga er grafið gæti undan öryggi ríkisins. „Eining er ekki dauð“ - segir Lech Walesa Lech Walesa, leiðtogi Einingar, hinnar bönnuðu verkalýð='u'e.'fingar í Póllandi, neitaði því í gær að Eining væri liðin undir lok. Sagði hann að hugmyndir hreyfingarinnar hefðu enn mikil áhríf í Póllandi. „Nei það er ekki búið að jarða Ein- ingu,“ sagði Walesa í viðtali við ítalska blaðið II Tempo. „...Vandamálið hjá okkur nú er að gera okkur grein fyrir því hver af markmiðum okkar em orðin að raun- vemleika, og hvenær hægt er að hrinda hinum sem eftir em í fram- kvæmd,“ bætti hann við. Walesa sagði að það væri ekki mark- mið Einingar að taka völdin í Póllandi og vildu samtökin ekki stofna friði í Evrópu í neina hættu og þaðan af síð- ur heimsfriðnum. Friðarverðlaunahafi Nobels 1983 sagði að miklar líkur væm á stuðn- ingi almennings við mótmæli einingar ef óánægja ykist með efnahagsástand- ið. Hann hefúr sótt um leyfi til að heim- sækja Italíu í næstu viku, til að sækja alþjóðlega friðarráðstefnu. Það var ekki ljóst í gær hvort leyfið yrði veitt. Þetta yrði fyrsta utanlandsferð Wa- lesa síðan herlög vom sett í Póllandi áríð 1981. Lech Walesa segir síður en svo alian kraft úr Einingu. Hann hefur nú sótt um leyfi til aö heimsækja Ítalíu og yrði það fyrsta utanför hans frá því herlög voru sett 1981. Maóistar myrtu fjóra í Ayacucho Yfirvöld í Perú sögðu í morgun að skæmliðar maóista í ríkinu Ayacuc- ho í suðvesturhluta landsins hefðu drepið fjóra bændur í hefndarskyni fyrir árás stjómarhersins á skæm- liðafangelsi í síðustu viku. Skæmliðar hótuðu því fyrr í vik- unni að drepa tíu flokksmenn í stjómarflokki Alans García forseta fyrir hvem þann skæruliða er félli fyrir kúlu hermanna stjómarhersins. Yfirvöld segja að 159 skæmliðar hafi látið lífið í árás stjómarher- manna á þrjú fangelsi stjómarinnar þar sem skæmliðar höfðu efht til uppreisnar en talið er fullvíst að tala látinna sé að minnsta kosti helmingi hærri. Sjö ferðamenn létu lífið og fjörutíu særðust í mikilli sprengingu í Cuzco- héraði í gærkvöldi í lest skömmu áður en hún lagði af stað fullhlaðin farþegum áleiðis til fomleifanna í Machu Picchu í Andesíjöllum. Skæruliðar maóista liggjandi á grúfu eftir handtöku í El Frontón fangelsinu i Perú. Skæruliðar segjast ætla að hefna sín grimmilega fyrir árás stjómar- hersins á þrjú fangelsi þar sem stjórnarandstæðingar vom hafðir í haldi í síðustu viku. íriand: Tvísýnar skílnaðarkosningar Búist er við því að úrslit í þjóðarat- kvæðagreiðslu um það hvort leyfa eigi skilnaði á írlandi verði tvisýn. Fréttir hafa borist um það að kjör- sókn í gær hafi verið í dræmara lagi en kosið var um það hvort leyfa skyldi skilnað þar sem hjónaband hefði verið í molum í að minnsta kosti fimm ár. Síðustu skoðanakannanir fyrir kosningar bentu til þess að meirihluti fólks væri því andvígur að leyfa skiln- aði, en ríkisstjóm landsins hefurbarist hart fyrir þvi að fá tillöguna sam- þykkta. Menn í stjómarflokkunum höfðu í gær áhyggjur af því að slæm útkoma út úr þjóðaratkvæðagreiðsl- unni myndi verða til þess að kosning- um yrði flýtt en þær eiga að vera í síðasta lagi í nóvember 1987. Dick Spring, aðstoðarforsætisráð- herrá landsins, vísaði því á bug í gær að úrslitin gætu haft einhver áhrif á það að kosningum yrði flýtt. Ríkisstjómin styðst nú ekki lengur við meirihluta á þingi. „Ríkissfjómin hefur nú lagt fram breytingartillögu við stjómarskrána til að gefa fólki kost á því að breyta henni,“ sagði hann og bætti því við að þetta hafði ekkert með aðrar gjörð- ir stjómarinnar að gera. „Við höfum verk að vinna og við ætlum okkur að ljúka því,“ sagði Spring að lokum. Sprengingar í Baskahéruðum Tveir menn særðust, annar þeirra lífehættulega, er sprengja sprakk við hafharmannvirki í borginni Bilbao á Norður-Spáni í morgun. Skömmu áður særðist lögreglumað- ur lítillega er sprengja sprakk við útibú bandaríska 3-M fyrirtækisins í Bilbao. Var lögreglumaðurinn að kanna skrifetofuhúsnæði fyrirtækis- ins, eftir að hafa fengið tilkynningu um að sprengja væri falin í húsakynn- unum, er sprengingin átti sér stað. Yfirvöld telja fullvíst að aðskilnað- arsamtök baska, ETA, beri ábyrgð á sprengingunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.