Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Eignir Thorsara við Haffjarðará: Griðland athafnamannsins varð bitbein í málaferlum m um. Við eignuðumst marga gæðinga og nutum í mörg sumur ánægjunnar af laxveiðunum, útreiðartúrunum og dvölinni í þessu yndislega umhverfi. Gestur bóndi á Ytri-Rauðamel var jafnan fylgdarmaður minn. Tókst með okkur góð vinátta. Ég reyndi að vera landsetum mínum til þeirrar aðstoðar, sem ég gat, og eignaðist marga vini meðal þeirra og annarra nágranna. Það minnti mig á hin hamingjusömu ár í Borgamesi, þegar bændumir vom að koma til mín og fá alls kyns ráðleggingar..." (Thor Jensen: Framkvæmdaár, Minningar n. Skrósett hefur Valtýr Stefánsson, Reykjavík 1955 bls. 203- 205). Thor byrjar að kaupa 1909 Thor Jensen keypti leiguréttindi í Hafljarðará árið 1909 en laxveiðiítakið keypti hann af Staðahraunskirkj u árið 1919. Árið 1909 keypti hann jarðimar Kolbeinsstaði, Skjálg, Landbrot, Syðri-Rauðamel og Hraunholt. Kol- beinsstaði, Hraunholt og veiðiréttindi þeirra seldi hann fimm árum síðar. Haffjarðará kemst smátt og smátt í eigu Thors. Á árunum 1917-1918 kaup- ir hann ána fyrir löndum Stóra-Hrauns, Gerðubergs, Hross- holts, Ölviskross og Oddastaðavatn og hólma í vatninu. Thor seldi Kolvið- ames árið 1923 en árið eftir kaupa synir hans Lórens og Hilmar Ölvis- kross og Landbrot. Richard Thors tekur að láta að sér kveða um 1935 og kaupir þá Syðri- Rauðamel og Ytri-Rauðamel, veiði í Hafljarðará og Flatnaá sem þeim fylg- ir og land fyrir veiðihús. Árið 1940 selur Thor Jensen svo syni sínum Richard Thors Landbrot, Ölvis- kross, Skjálg og hina frægu jörð Höfða með öllum gögnum til vatns og lands. Jafhframt selur hann honum eign sína í Hafljarðará og Oddastaðavatn ásamt fjórum veiðihúsum. Richard eignaðist svo Ákurholt, Kolviðames og Stóra- Hraun á árunum 1945 til 1948 en Þórð- ur Thors keypti Gerðuberg árið 1942. Árið 1953 greiddi Richard bömum sínum Thor Thors, Þórði Thors, Unni Thors Briem, Jónu í. Thors og Richard Thors arf fyrirfram með jörðunum. Árið 1953 fengu þau veiðiréttinn í Hafljarðará. (Upplýsingar fengnar úr endurriti úr dómabók bæjarþings Reykjavíkur vegna máls dánarbús Thors Thors o.fl. gegn landbúnaðar- ráðherra o.fl.) Thor vinsæll Heimildarmaður DV sem er gagn- kunnugur við Haffjarðará telur að Thor Jensen hafi alla tíð verið mjög vinsæll á þessum slóðum. Hann og Richard sonur hans gerðu vel við ábú- endur jarða sinna og er sagt að þeir hafi búið flestum bændum betur um hríð. Það er ekki fyrr en í tíð þriðju kynslóðar Thorsara sem samskipti þeirra við ákveðinn hluta heima- manna hafa versnað af ýmsum orsök- um. Ýmsar orsakir liggja að baki en sagt er að ýmsum leiguliðum hafi ætíð sviðið sárt að eiga ekki jarðir sínar. Talsverður hluti jarða í eigu Uiorsara eru famar í eyði og hefur nokkur úlf- úð risið vegna ásakana um að þeir vilji að þær haldist ekki í byggð. Hafljarðará er ein besta laxveiðiá landsins. Samkvæmt heimildum DV hefur veiði þar gengið vel undanfarið. - ás. Eignir Thors-ættarinnar við Haf- fjarðará hafa yerið í sviðsljósinu undanfarið vegna útburðar ábúandans á einni jörð þeirra, Höfða, og tilrauna heimamanna til að koma í veg fyrir gerðina. Útburðarmál bóndans er þó aðeins eitt fjölmargra mála sem risið hafa milli heimamanna og Thorsara á und- anfömum árum. Jafrivel fróðustu menn hafa ekki tölu á þeim dómsmál- um sem risið hafa vegna ábúðar á jörðum í eigu Thorsara og vegna inn- lausnar veiðiréttinda. En hvemig komust öll þessi veiði- réttindi og jarðeignir í hendur Thors- ara? „Gaman væri að eignast veiði- réttinn.“ Thor nfjar upp í ævisögu sinni, sem Valtýr Stefánsson skráði, að hann hefði stundum veitt með séra Einari Friðgeirssyni á Borg. Séra Einar átti Langárfoss og víkur nú sögunni til Haöjarðarár. „Séra Einar átti einnig aðrar góðar laxveiðijarðir, því að Kolbeinsstaða- torfan í Hnappadalssýslu var sameign hans og Þórðar Guðmundssonar, sem löngum var kenndur við Glasgow. Þessum jörðum fylgdi talsverður hluti af veiðiréttinum í Haffjarðará, og kunni séra Einar góð skil á veiðiskap þar. Meðan ég var í Borgamesi kynnt- ist ég þvi öllum aðstæðum til veiði í Hafljarðará fyrir atbeina séra Einars undir mig fótum við Godthaabsverzl- un. Fyrst keypti ég Kolbeinsstaðatorf- una og fékk afsal fyrir henni árið 1909. Með þessum kaupum hafði ég náð fótfestu við ána, en það var ekki nægi- legt. Haffjarðará var á þessum árum illa farin af ofveiði, og til þess að geta kippt því í lag þurfti ég helzt að fá umráð yfir öllum veiðiréttinum. Ég keypti því smám saman á næstu árum ýmsar fleiri jarðir, sem áttu veiðirétt í ánni eða lágu að vötnunum, sem í hana falla. En mörg ár tók það að ná öllum veiðiréttinum í ánni. Ég hafði aldrei hugsað mér að stunda þama búskap og seldi því sumar jarðimar sem ég hafði eignazt, en byggði fyrri ábúendum hinar“. Áin alfriðuð í tíu ár Fyrstu tíu árin sem Thor hefur ítök í Hafljarðará heldur hann ánni alfrið- aðri eða frá 1910 til 1920. „Sumarið 1920 reisti ég veiðihús við ána, því að nú var nóg af laxi til þess að stunda þar veiðar, ef þess var gætt að stilla veiðinni í hóf... Á þessum árum fór það að verða auðveldara en áður að fá hvíld frá hversdagsstörfun- um, og var mjög ánægjulegt að geta dvalið við laxveiðar uppi við Hcifljarð- ará. En ég sá það strax, að of þröngt var í fyrstu veiðimannahúsunum. Mig langaði til þess að geta boðið bömun- ítök Thors Jensen á Haf- fjarðarár- svæðinu. Ártölin eru mið- uð við fyrstu ítök sem Thor Jens- en eignaðist í jörðunum og einkum veiðirétt- indi þeirra. Thor keypti jarðirnar og seldi oft aftur að undanskjild- um veiðiréttind- um. og kunningja minna meðal bænda þar vestra. Þetta varð til þess að mér datt í hug, að gaman gæti verið að eignast veiðiréttinn í ánni, en ekkert gat orðið úr því fyrr en ég var búinn að koma um mínum og nokkrum vinum mínum til mín að njóta sveitasælunnar. Það varð því úr, að strax ó næsta ári, 1921, reisti ég annað hús ofar við ána, þar sem kallað er Kvöm. Þar er mikil náttúrufegurð í hraunjaðrinum og við smáfossa í ánni. Þama dvöldum við hjónin að jafnaði með yngri bömunum og gestum okkar, en eldri synimir og fjölskyldur þeirra vom í neðri húsun-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.