Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Utlönd Utlönd Utlönd Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þijá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4*%, ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, cða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10.8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25‘X,, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðre reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% natnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparitjár- reikninga í bankanum. Nú er árr,avoxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningúm með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknastalmennirspari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í. Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem, eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Meö þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hveiju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán ei*u á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við gmnninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21.-30.06. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM s 1 A .6 11 SJA sérlista íi II Jlilii II II illf INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ SPARISJðÐSBÆKUR úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10,0 9.0 6 mán.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12 mán.uppsögn 14.0 14.9 14,0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað ^-5 mán. 13.0 13,0 8.5 10.0 8.0 9.0 10,0 9.0 Sp. 6mán.ogm. 13,0 13,0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1,0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2,5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALÐEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7.0 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.0 10.0 10.0 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3,5 3.5 Danskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7,5 7.0 7.0 7.0 ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ ALMENNIRViXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15,25 15.25 15,25 15.25 15.25 15,25 VIOSKIPTAVÍXLAR 3} (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKUL0ABRÉF 2) 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15,5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ YFIRDRAITUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 SKULOABRÉF Að 21/2 ári 4,0 4.0 4,0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 5,0 ÚTIÁN TIL FRAMLEIDSLU SJÁNEÐANMÁLS1) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,25%, í vestur- þýskum mörkum 6,0%. 2)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Fundum þar til samningur næst um olíuverð - segir forseti OPEC-fundarins í Brioni Ráðherrar samtaka olíuframleiðslu- ríkja, OPEC, er nú funda í Brioni í Júgóslavíu, hafa náð samkomulagi um að slíta ekki fundi fyrr en allsherjar- samkomulag hefur náðst þeirra á milli um olíuverð, framleiðsluhámörk og framleiðsluskerf einstakra aðildar- ríkja. Samkomulag með morgninum? Haft er eftir Rilwanu Lukman, for- seta ráðstefhunnar í Brioni, á fundi með fréttamönnum í gærkvöldi að búist sé við samkomulagi um olíuverð með morgninum. Lukman vísaði alfarið á bug orðrómi um sundurlyndi og óeiningu aðildar- ríkja og kvað ráðherrana nú vera að leggja síðustu hönd á sameiginlega ályktun fundarins. Samtök olíuframleiðsluríkja hafa fram áð þessu ekki komist að neinu samkomulagi um leiðir til að spoma við ört fallandi heimsmarkaðsverði á olíu er á skömmum tíma hefúr fallið niður í allt að ellefu Bandaríkjadollara fyrir tunnuna. Koma í veg fyrir offramboð Lukman kvað olíuframleiðsluríki einnig á góðri leið með að ná sam- komulagi um hámark á framleiðslu- marki hvers aðildarríkis, þannig að heildarframleiðsla aðildarríkjanna fari ekki fram úr fyrirframákveðnum markmiðum og leiði til áframhaldandi offramboðs olíu á heimsmarkaði. segir af sér Craxi Haft er eftir Franco Nicullazzi, ráð- herra í ríkisstjóm Ítalíu, síðdegis í gær að Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins, myndi biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með Cos- siga forseta Ítalíu um kvöldmatarleyti í gær. Samsteypustjóm fttnm flokka, undir forystu Craxis, beið mikinn ósigur í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær og höfðu talsmenn ríkisstjómarflokk- anna lýst því yftr fyrir atkvæðagreiðsl- una að stjómin myndi segja af sér ef tillögur stjómarflokkanna yrðu undir á þinginu. Craxi sótti fúnd Evrópubandalags- ins í Haag í Hollandi er atkvæða- greiðslan fór fram en flaug rakleiðis til Ítalíu er úrslit lágu fyrir. Heizog gagniýnir Evrépuríki Chaim Herzog, forseti ísraels, hefúr harðlega gagnrýnt ríki Evrópu fyrir það sem hann kallar linkind og rag- mennsku í alþjóðlegri baráttu gegn hermdarverkum i heiminum. f viðtali við útvarp í ísrael, eftir að upp komst um sprengjutilræði við flugvél ísraelska flugfélagsins E1 A1 á Madridflugvelli fyrr í vikunni, sagði forsetinn að auka þyrfti alþjóðlegt samstarf í baráttunni gegn hryðju- verkum en slíkt væri stundum erfitt þar sem svo virtist sem ríki Evrópu skorti hugrekki til að takast á við það mein er hryðjuverkastarfsemi væri. Sagði forsetinn að það samstarf er þegar væri á milli ríkja um leiðir til að spoma við hryðjuverkum væri þeg- ar farið að bera árangur en að enn vantaði þó töluvert á að ríki heims legðu nóg af mörkum til að vemlegur árangur næðist. Endurfundir tvibura eftir 32 ár Tvíburamir Mark Newman, til vinstri, og Jerry Levey, er ættleiddir vom við fæðingu til tveggja fjöl- skyldna er hvomg vissi af hirvni, hittust fyrir skömmu i borginni Tinton Falls í New Jersey i Bandaríkjunum eftir 32 ára aðskilnað. Bræðumir störfuðu báðir sem sjálf- boðaliðar í slökkviliði tveggja bæjar- félaga í New Jersey og hvomgur vissi af hinum. Það var ekki fyrr en sameiginlegir vinir þeirra beggja tóku eftir því hve þeir vom líkir að skyldleikinn kom í ljós. Irar hafha lögskilnaði Garret Fitzgerald, forsætisráð- herra írlands, beið verulegan póli- tískan ósigur í gær eftir að frar höfhuðu með miklum mun í þjóðar- atkvæðagreiðslu tillögu stjómar- flokks Fitzgeralds um lögleiðingu hjónaskilnaða í landinu. Eftir að úrslit vom kunn úr flest- um kjördæmum var ljóst að ríflega 60 prósent kjósenda hafði hafnað til- lögum um lögleiðingu hjónaskilnaða er stjómmálaflokkur forsætisráð- herrans, Fine Gael, haíði haft forgöngu um að samþykkt yrði í at- kvæðagreiðslunni. Flokkur Fitzgeralds hefúr löngum Úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni i fyrradag eru talin verulegur póli- tískur ósigur fyrir Garret Fitzgerald, forsætisráðherra írlands, og stjóm- arflokk hans, Fine Gaei. haft á stefhuskrá sinni að koma á samræmi á milli írlands og annarra kaþólskra ríkja Evrópu í margs kon- ar löggjafarstarfsemi er tengist kaþólsku, þar á meðal lögleiðingu hjónaskilnaða, en flest önnur ka- þólsk ríki Evrópu höfðu áður samþykkt slíka lögleiðingu. Fréttaskýrendur telja úrslit þjóð- aratkvæðagreiðslunnar einnig geta haJh vemleg áhrif á samband írlands við Norður-írland, þar sem mót- mælendur em í meirihluta og lögskilnaðir hafa verið leyfðir árum saman, og dregið úr líkum á samein- ingu ríkjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.