Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986. 7 Veiðin: Það er spennan Veiðin er óútreiknanleg og spennan er óvissan um fenginn, eða eins og borgarstjóri sagði um El- liðaámar: „Eg vona að ég fái hann, en það er spennan að vita ekki neitt hvort maður fær hann eða ekki.“ Fyrir nokkrum dögum renndum við fyrir fisk í Miðfjarðará og gekk veiðin þokkalega, fiskur var í Aust- urá, Núpsá og Vesturá. Mest var af fiski í Vesturá og var hann í hópum í Efri-Kistu og Langhyl, svo var laxinn kominn víða í ána. I Austurá var laxinn lika og þá mest í streng fyrir neðan Kambsfoss, í Kerlingu og víða. í Núpsá var lax í Núpsfossum og voru þar nokkrir en enginn stór. Að koma að Núps- fossum var skrítin tilfinning og sjá aðeins skelluna á steininum enda laxinn farinn til sjávar. Veiðimenn voru í veiðihúsinu ennþá að tala um þennan stóra og einn sagðist hafa séð hann. Stefán Guðjohnsen ræðir um þennan lax í viðtali ný- lega og segir. „Þama voru einir 2-3 laxar sem vom örugglega um 20 pund og svo þetta mikla tröll. Hann lá ágætlega við, lá utan í steini í botni langt frá landi og við reynd- um að erta hann til töku, maðkur- inn bókstaflega skreið um nefið á honum. Það þýddi ekkert, hann vildi ekki gefa sig, en okkur tókst eitt sinn að reita hann til reiði og þá tók hann snúning fyrir okkur, þaut niður á brot og aftur upp i hylinn. Þá sáum við hann vel og hljóðuðum báðir upp yfir okkur.“ Um þennan stóra segir Stefán í lokin: „Þegar ég rifja upp minning- una um þennan stórlax dettur mér ævinlega í hug hákarlinn í kvik- myndinni „Jaws“. Veiðiferðin í Miðfjörðinn gekk vel og veiddi hópurinn marga fal- lega laxa, 17 punda stærstan, og svo fékkst 15 punda fiskur á Þin- geying. Hópurinn veiddi 27 laxa. Síðasta morguninn fengum við okkur bíltúr eftir að hafa veitt, ferðinni var heitið upp í Hreppa. Víða voru veiðimenn að renna á leiðinni, í Norðurá, Flóku og á Þingvöllum voru margir á stang- veiðidaginn. Við. Úlfljótsvatn og Brúará var stoppað, skoðað og rætt. Bleikjur voru nokkrar en tóku illa og áfram var haldið. Á Iðunni var enginn lax kominn á land og í svæði 1 og 2 var enginn við veiðar og á 3. svæði var annar veiðimaðurinn inni í veiðihúsi og hinn úti við á til málamynda. Þetta kom veiðimönnum á óvart og á efsta veiðisvæðinu, númer 4, veid- dist enginn fiskur heldur. Laxinn var bara ekki kominn, reyndar hef- ur þetta skeð áður. „Þetta er happdrætti og stundum eru menn heppnir og stundum óheppnir, í fyrra fékk maður gott skot og núna ekki neitt, þó að maður hafi átt von á góðri veiði,“ sagði Einar veiði- maður Guðmundsson, prentari, á bökkum Stóru-Laxár í Hreppum. „Átti von á góðu skoti í upphafi, veiðin er óútreiknanleg." Við héldum heim og við Elliða- árnar var sama lífið. Fiskinum getur verið misskipt á milli veiði- manna, sums staðar getur verið nóg af honum og svo ekki bein. Veiðin er víst bara svona, þetta er spennan í veiðinni. G. Bender. Snæbjörn Kristjánsson með fal- lega laxa úr Kjarrá, báðir tóku þeir maðk. Kikt eftir laxi í Englandsfossi í Tunguá, ekki sást neinn. DV-myndir G. Bender Veiðimennirnir Jón Stefánsson og Pétur Guðmundsson gera sig kiára fyrir veiðina i Miðfirðinum. Jón Stefánsson hefur veitt stærsta flugulax- inn i Miðfirðinum, 15 punda á Þingeying. Rafn Hafnfjörð var við veiðar i Laxá í Kjós nýlega og veiddi 3 laxa, alia á flugu. , í dag er tj aldasýning hjá Seglagerðinni Ægi Veiðieyrað... Fjölmenni Stangveiðidagurinn þóttist tak- ast vel og veiðimenn fjölmenntu til veiða. Veiði var leyfð ókeypis í fleiri vötnum en til stóð og ungir veiðimenn voru í miklum meiri- hluta. Kannski kominn tími til að starfrækja veiðiklúbb eins og Æskulýðsráð gerði fyrir mörgum árum. Þar fóru margir sinn fyrsta veiðitúr en ekki þann síðasta. Við höfum heyrt á mörgum veiðimönn- um að stangveiðidagurinn ætti að vera árlega, við tökum undir þetta. Eða eru ekki allir veiðidagar stangveiðidagar? Tók Stundum getur veiðin verið treg og við því er ekkert að gera. Við heyrðum eina góða um daginn og látum hana fljóta með. Veiðimaður var að veiða og fiskurinn tók alls ekki en áfram var samt reynt og enginn vildi agn veiðimannsins. Það er komið kvöld og vinur okkar fisklaus, hann er hættur og veður yfir ána og hefur stöngina um öxl, áin er nokkuð straumþung og tölu- verður hylur. Maðkurinn slæst til fyrir ofan vatnsborðið og viti menn, 5 punda lax kemur upp og tekur maðkinn. En þar sem veiðimaður- inn var ekki viðbúinn þessu og brá ekki nógu fljótt við laxinum, fór hann. En þetta hafði ekki skeð all- an daginn, hvað þá hann fengi nart. Laxinn spyr ekki um tökutíma. Veiðibækur Bækur um veiði þykja veiði- mönnum mikill fengur og hafa þær ekki verið of margar í gegnum tíð- ina. Við höfum frétt að byrjað sé á bók um Miðfjarðará og svo sé bók um Grímsá á leiðinni. Einhver sagði að bók um Elliðaárnar væri á leiðinni og unnið er að bók um Stóru-Laxá í Hreppum. Þetta er mikill fengur fyrir veiðimenn og* ættu þeir að fá nóg að lesa. Við getum upplýst það hér og nú að Gylfi Örn Guðmundsson ætlar að skrifa um Miðfjarðará og Guð- mundur Guðjónsson skrifar um Grímsá. VIÐ TJÖLDUM ÖLLU SEM VIÐ HÖFUM, ÆGISTJÖLDUM, HÚSTJÖLDUM, GÖNGUTJÖLD- UM, SAMKVÆMISTJÖLDUM. Eyjaslóð 7, Reykjavík - Pósthólf 659 Símar 14093 - 13320 Nafnnr 9879-1698

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.