Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Allir vilja vernd Framsóknarmennirnir Jón Helgason og Þorsteinn Pálsson Suðurlandsráðherrar eru ekki sér á parti, þegar þeir setja 40-50% toll á innfluttar kartöílur, svo að þær verða dýrari til neytenda en ella. Slíkir ráðherrar eru um allan heim, ákaft studdir skammsýnum kjósendum. Við eigum ekki að verða undrandi, þótt lagður sé aukatollur á saltíiskinn, sem við reynum að selja Port- úgölum. Við eigum ekki að verða hissa þótt Banda- ríkjastjórn bjóði okkur sjónhverfingar, þegar þarlendir borgarar þurfa að ná flutningum til varnarliðsins. Verndarstefna þeirra Jóns og Þorsteins á auknu fylgi að fagna í heiminum. Hún getur orðið okkur skeinu- hættari en nú. Hér í blaðinu á fimmtudaginn var í leiðara um fríverzlun meðal annars fjallað um tvær til- lögur amerískra þingmanna, er gætu orðið okkur dýrar. í augsýn er viðskiptastríð milli hinna þriggja efna- hagsjötna heimsins, Bandaríkjanna, Japans og Evr- ópubandalagsins. í auknum mæli er beitt tollum, innflutningskvótum og öðrum hugvitsamlegum aðgerð- um til að vernda þrýstihópa á kostnað neytenda. Enginn haftasinni vill vakna til vitundar um, að haftastefna er tvíhliða., Þar gildir gamla lögmálið um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Allir tapa um síðir á höftunum og mest auövitað almenningur, sem þarf að borga meira fyrir vörurnar en væri við fríverzlun. Einna óhugnanlegust er haftastefnan gagnvart þjóð- um þriðja heimsins. Það eru fleiri en kaupmaðurinn í Flónni, sem kvarta um undirboð fátækra þjóða, þar sem börn vinna við framleiðslu. í uppsiglingu er siðlaust viðskiptastríð norðurs gegn suðri. Lönd þriðja heimsins eru flest í miklu skuldafeni, einkum vegna vinfengis þarlendra harðstjóra og vest- rænna bankastjóra. Hinar fátæku þjóðir geta ekki greitt vexti af þessum skuldum, nema þær fái tækifæri til að koma hinni ódýru framleiðslu sinni í verð. Ef vestrænum markaði er lokað, hefur þriðji heimur- inn ekki fé til að kaupa tækni og aðrar lyftistengur efnahags. Þannig hefur haftastefnan viðskipti af ríku löndunum, um leið og hún kippir fótunum undan stöðu lýðræðis í heiminum og öryggi í alþjóðasamskiptum. í þessu andrúmslofti gagnkvæmrar skammsýni liggja fyrir fulltrúadeild bandaríska þingsins um 400 haftatil- lögur þingmanna á atkvæðaveiðum. Að minnsta kosti tvær beinast gegn löndum eins og íslandi, sem hafa hagstæðan viðskiptajöfnuð gagnvart Bandaríkjunum. Fáar þjóðir í heiminum eru eins háðar fríverzlun og íslendingar eru. Við eigum hvarvetna að berjast fyrir jafnrétti innfluttrar og heimaframleiddrar vöru. Þannig getum við selt vörur, sem við getum framleitt ódýrar en aðrir - og keypt vöru, sem aðrir bjóða ódýrar. Slík verkaskipting lækkar vöruverð og tilheyrandi vísitölur verðbólgu. Hún bætir lífskjör neytenda, stétt- arinnar, sem jafnan má sín lítils gegn þrýstihópum. Hún flýtir fyrir, að úreltar greinar á borð við hefðbundinn landbúnað víki fyrir atvinnugreinum hárra tekna. Oftast liggja þröngir hagsmunir landbúnaðar að baki haftastefnu. Evrópubandalagið ver 70% tekna sinna til að verjast ódýrri framleiðslu Norður-Ameríku, Ástralíu og þriðja heimsins. Við verjum milljörðum á ári hverju til að halda dauðahaldi í bændafortíð okkar. Við skulum vara okkur á haftasinnum á borð við Jón og Þorstein. Við skulum aflétta hömlum á verzlun með innfluttar vörur og semja við aðra um slíkt hið sama. Jónas Kristjánsson Oskemmd heildarmynd Gömul og reisuleg timburhús eru sorglega fá orðin eftir í miðbæ Reykjavíkur. Margar glæsilegustu byggingamar í Kvosinni hafa orðið eldi að bráð, önnur voru rifin, sum af ótrúlegri skammsýni. Eftir ára- langt sinnuleysi hafa menn nú upp á síðkastið vaknað til meðvitundar um þau menningarverðmæti sem gömlu timburhúsin okkar eru. Bar- áttan fyrir friðun Bemhöftstorfúnn- ar og Grjótaþorpsins eiga sinn þátt í þeirri vakningu sem orðið hefúr. Það er engin furða þótt Reykvíking- um hafi brugðið illilega við brunann í gamlc Iðnskólanum við Tjömina. Það hefði orðið þyngra en tárum tæki að sjá þetta fallega hús fúðra upp; fyrir utan þá sérstöðu sem þessi bygging hefúr þá er hún og hluti af tiltölulega heillegum hring gamalla timburhúsa sem mynda eins konar umgjörð um Tjömina og gefa Reykjavík dálítinn sögulegan þokka, þótt víða hafi byggingarslys- in orðið hroðaleg í miðbænum. Það hefur mikið verið talað um tjónið sem varð í eldsvoðanum á laugardaginn var. Vissulega er það tilfinnanlegt. Grátlegt var til dæmis að koma upp í rishæð hússins eftir brunann þar sem vár baðstofa iðnað- armanna og sjá allan myndskurð Ríkharðs Jónssonar, sem þar prýddi þil og veggi, orðinn að ösku. Þama er talið að verið hafi umfangsmesta myndskurðarverk Ríkharðs. Og þótt samtök iðnaðarmanna reyni eflaust að bjarga því sem bjargað verður og endurvinna það sem hægt er að greina á sviðnum íjölum af hand- bragði listamannsins verður það aldrei annað en eftirlíking. - Segul- bandssafn Leikfélagsins með upp- tökum af leikritum síðustu þrjátíu ára, eða svo, er trúlega líka ónýtt að miklu leyti. Þær geymdu raddir margra okkar ágætustu listamanna lífs og liðinna. Einhverju af þessu hefur leikfélagsmönnum tekist að bjarga, sem og hluta af búningasafii- inu. Ótrúlega mikið reyndist heillegt þegar farið var að róta í rústunum. Það hefúr nú verið undið og dustað, hver spjör, og bíður hreinsunar. Brunalið - slökkvilið Slökkviliðið í Reykjavík hefúr fengið svolitla skömm í hattinn fyrir aðgerðir þama við brunann. Slökkviliðsstjóri er reyndar kok- hraustur og segir liðið hafa unnið afrek með framgöngu sinni. Það má vel vera. Ég efast að minnsta kosti ekki um að hver liðsmaður hafi lagt sig fram sem mest hann mátti. - Eigi að síður var heldur dapurlegt að horfa á slökkvitilburði fyrstu stund- arfjórðungana. Þegar liðið kom á staðinn lagði aðeins sakleysislegan reyk upp með tumi hússins. Auðvit- að gat kraumað þar allvel undir. En I talfæri Jón Hjartarson það var ekki fyrr en slökkviliðsmenn hófú aðgerðir utanfrá, með því að brjóta rúður og rjúfa þekju, að fjand- inn var laus. Eldurinn hljóp um öll rjáfúr og þil en slökkviliðið hafði hvorki mannskap né dælur til þess að svara þessu „eldgosi" sem varð þegar þeir hleyptu súrefninu að glæðunum. - Þá sögðu gárungar á staðnum að þetta væri brunaliðið, slökkviliðið væri ekki mætt. - Raun- ar leist manni ekkert á blikuna að horfa upp á þetta. Þessar fáu bunur frá slökkvibílunum virtust svo mátt- leysislegar. Þeim var sprænt upp á veggina en réðu ekkert við logana sem nú virtust allt í einu í öllum gáttum og upp um þakið líka. - Þessi eldur hefur án efa verið harla erfiður við að eiga, enda óttuðust margir um tíma að við hann yrði ekki ráð- ið, jafnvel að hann hlypi í nærliggj- andi hús. Það sem hefúr vakið umhugsun okkar margra, sem fylgdust með aðgerðunum, er ekki framganga mannanna sem mættu á staðinn, heldur nokkur skipulagsatriði. Fyrst í stað komu aðeins tveir slökkvibílar á staðinn. Fullur mannafli og öll fúllkomnustu tækin voru ekki kom- in á staðinn fyrr en um einum og hálfum tíma eftir að eldsins varð. vart. Þennan tíma virkaði stjómun aðgerða svolítið fúmkennd. En kannski var það allt með felldu. Menn geta svo auðveldlega haftbest vit á hlutunum álengdar. En manni flaug nú til dæmis í hug þama hvort slökkviliðið hefði ekki yfir að ráða fjarskiptabúnaði til þess að nota á staðnum svo hver gæti heyrt í öðrum og hægt væri, að stjóma aðgerðum án hrópa og kalla sem illa skiljast í öllum látunum. Afreksmenn Það er ekki andskotalaust fyrir slökkviliðsmann að standa í fullum herklæðum úti á glóðheitri báru- jámsþekjunni með kúbein í hendi og heyra hrópaðar illskiljanlegar skipanir: Ekki ijúfa þama, rífðu hin- um megin! Nei, nei, ekki þama! Niður með þig, maður! - Sumt af þessu er kannski bara æsingur í áhorfendum. Einu sinni vom til svo- kölluð „labb-rabb-tæki“. - Ég hef grun um að framleiðslu slíkra tækja hafi fleygt töluvert fram síðustu árin og að þau kosti alls ekki stórar fúlg- ur. Hvað sem öllum athugasemdum um slökkviliðið okkar líður, þá mega þeir gjama heyra hrós fyrir fram- gönguna eftir að fúllur dampur komst á slökkvistarfið og stórvirkar dælur fóm að dæla beint úr Tjöm- inni. Þá réðu þeir niðurlögum elds- ins fljótt og vel. Þeir björguðu þessu húsi, piltamir, það er uppistandandi og nokkuð heillegt. Það var sjálfeagt mikið afrek hjá þeim og þakkarvert. Slökkviliðið ætti hins vegar ekki að skella skollaeyrum við aðfinnslum ef þær em ekki einskært nöldur og sleggjudómar. Eflaust munu liðs- menn meta aðgerðir sínar eftir á, fara yfir þær lið fyrir lið og spyija hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. Leikfélag Reykjavíkur hefur verið gagnrýnt fyrir að geyma þau verð- mæti, sem þama brunnu, ekki á tryggari stað. Þetta er réttmæt gagn- rýni. Svo grátlegt sem það nú er, stóð til að flytja þessa hluti í trygg- ari geymslur í Borgarleikhúsinu eftir nokkra mánuði og þar verður þessu, sem þó bjargaðist, fundinn staður innan tíðar. Sagaog aðsagaonaf Bmni og eyðilegging margra feg- urstu bygginga miðbæjarins er sorgarsaga. í stað þeirra hafa komið malbikuð stæði undir blikkbeljuna eða þá steinkastalar, allt of háir sumir og allt of ljótir. Bmnaeftirit eflist vonandi enn við þennan dapur- lega atburð í gamla Iðnskólanum. Til þess em vítin að varast þau. Við viljum að miðborgin beri sem fegurst svipmót af sögu og góðri umhirðu. Það er ánægjulegt að sjá hversu fljótt hefur verið bmgðið við til þess að bjarga Iðnskólanum og endurbyggja það sem brann af hon- um. Vinnupallar hafa þegar verið reistir alltum kring og brátt munu smiðir fara höndum um húsið svo það verði sem allra fyrst samt við sig. Kannski verður okkur innan tíðar svo umhugað um útlit gamla mið- bæjarins að við varðveitum ekki einasta hvem kofa, sem einhvem vott ber af sögu, heldur sögum við ofan af hinum sem risið hafa í seinni tíð og tróna óþarflega hátt yfir um- hverfið og skemma heildarmyndina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.