Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Austfirðir: Sólskinið ^ setti símann úr sambandi Eins og fram hefur komið í frétt- um er mikil veðurblíða á Aust- fjörðum þessa dagana, svo mikil að menn láta hafa það eftir sér að þeir séu eins og sviðnir hrútspung- ar í framan undan sókkininu. En sólskinið hefúr fleiri aukaverkanir í för með sér en þessa því það hef- ur sett símkerfið í þessum lands- hluta úr skorðum. Nú er að vísu búið að kippa símamálunum í lag en undanfarið hefúr verið illmögulegt að ná aust- ur og er orsök þess að finna í þeirri hitabylgju sem ríkt hefúr þama. * Guðmundur I. Jóhannsson, tæknifræðingur hjá Pósti og síma á Egilsstöðum, sagði að ólag hefði verið á strengnum milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar en hann flytur 480 símarásir. Á þessum streng er 31 magnari en mögnunin í þeim ræðst af hitastiginu í kringum þá. Mögnunin dofriar eft.fr því sem hit- inn eykst. Strengurinn sjálfur er grafinn 60 70 sm í jörð ei. magnar-. amir eru í brunnum og á i.itinn því greiðari leið að þeim. Vegna þessa myndaðist misvægi þama á milli sem olli ólaginu „Lækningin var sú að lækka styrkinn á strengnum á Reyðar- firði,“ sagði Guðmundur. Og þá getur síminn aftur truflað fólkið í sólbaði á þessum slóðum. -FRI Akureyri: Ekið á mann á gangbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Hörgárbraut á Akureyri er þar var ekið á gangandi vegfarenda á gangbraut. Liggur vegfarandinn, r sem er áttræður karlmaður, nú þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri með höfúðkúpubrot auk handleggs- og fótbrots. Slysið varð við Stórholt á gang- brautinn skömmu fyrir hádegið í gær. -FRI ALLAR GERÐIR SENDIBlLA LOKI Brassarnir vinna! Susana Blanco og Sigfried Held takast I hendur á Laugardaisvellinum i gær. DV-mynd Óskar Öm Argentína gegn Vestur- Þýskalandi í Laugardal Þau tókust í hendur eins og sann- ir íþróttamenn á Laugardalsvellin- um í gær, Susana Blanco frá Argentínu og Sigfiied Held frá V- Þýskalandi. Á milli þeirra var knötturinn en hann byrjar fyrst að rúlla fyrir alvöru í úrslitaleiknum í Mexíkó á morgun. „Ef Þjóðveijamir finna ráð gegn Maradona þá geta þeir unnið leik- inn,“ sagði Sigfried Held. „Þeir verða að setja mann á Maradona þannig að hann geti ekkert gert. Það er eina ráðið." Susana Blanco tók ekki í sama streng. Hún heldur með sínum mönnum: „Ég fylgdist með heims- meistarakeppninni í Argentínu 1978 en þá var Maradona of ungur til að vera með. Ég held reyndar að enginn leikmannanna þá séu í arg- entínska liðinu núna.“ Susana Blanco fluttist til íslands fyrir 6 árum og hefur unnið í Hamp- iðjunni síðan. Henni var ekki rótt í heimalandi sínu eftir að hún eignað- ist son utan hjónabands. „Það eru allir kaþólskir í Argentínu, þar er ekki hægt að lifa sem einstæð móð- ir. Sonur minn hefur ekki verið mikið fyrir það að flagga þjóðemi sínu hér á íslandi en i dag er hann stoltur yfir því að vera frá Argentínu eins og Maradona." Það var ekki í fyrsta skipti í gær að Sigfried Held heilsaði Argentínu- manni á knattspymuvelli. Held, sem nú þjálfar íslenska landsliðið í knattspymu, er fyrrum þýskur landsliðsmaður og hefúr tekið þátt í tveimur heimsmeistaramótum; í Englandi 1966 og í Mexíkó 1970. „Við lékum á móti Argentínu í Eng- landi ’66 og þeim leik lyktaði með jafiitelfi, 0-0. *.*• Susana Blanco og Sigfried Held ætla bæði að fylgjast með viðureign landa sinna á sunnudaginn - hvort í sínu lagi. -EIR Veðrið um helgina: Austanmenn ánægðir Á sunnudag og mánudag verður lægðardrag á vestanverðu Græn- landshafi og hæð fyrir austan og suðaustan land. Veður breytist því lítið frá því sem verið hefúr. V estan gola eða kaldi verður um allt land. Skýjað verður áfram á' Suður- og Vesturlandi og sumstaðar dálítil súld. Þurrt verður á Norður- og Austurlandi og víða léttskýjað. Hiti verður þar á bilinu 12-20 stig en 9-11 stig fyrir sunnan og vestan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.