Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986.
5
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Hreppsnefnd Eyjahrepps:
„Framganga sýslumanns
frámunalega hörkuleg“
Hreppsnefiid Eyjahrepps samþykkti
á fimdi sínum mjög harðorða ályktun
þar sem sýslumaður Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu er gagnrýndur fyrir
framgöngu sína í framkvæmd útburð-
ardómsins á bænum Höfða í hreppn-
um.
í ályktuninni lýsir hreppsnefhdin
megnri vanþóknun á því hvemig stað-
ið var að framkvæmd útburðardóms-
ins og tekur fram að sýslumaður hafi
ekkert samband haft við sveitarstjórn-
ina um hvemig ráðstafa ætti fólkinu
sem borið var út eða eignum þess.
í ályktuninni segir svo: „Framganga
sýslumanns öll var frámunalega hör-
kuleg og tillitsleysi við fólkið og
búslóð þess algjört." -FRI
Nauðungaruppboð:
Fimmtíu hús auglýst
í Keflavík á þremur dögum
„Þetta er ekkert einsdæmi. Eg er
vanur að auglýsa 30 nauðungarupp-
boð í hverri viku en nú erum við að
ljúka okkur af fyrir réttarhlé," sagði
Jón Eysteinsson, bæjarfógeti í Kefla-
vík. Samkvæmt birtum auglýsingum
hefúr fógetinn ráðgert að bjóða upp
50 húseignir í Keflavík á þremur dög-
um.
„Ég á ekki eftir að selja þetta allt.
Mörgu er búið að fresta en þó er hugs-
anlegt að tvær íbúðir verði seldar. Um
það get ég þó ekkert staðhæft," sagði
Jón Eysteinsson. -EIR
Þungbúinn júnímánuður:
Fæstu solarstundir
síðustu sexftíu ár
Á aldarafmælissyningu Landsbankans má sjá líkan af fyrstu bankaafgreiðslu
Landsbankans sem var opnuð 1886 i Bakarabrekkunni sem nú heitir Banka-
stræti.
Landsbankinn 100 ára:
Afmælissýning
opnuð í dag
Sýning í tilefni 100 ára afmælis
Landsbankans verður opnuð í dag í
nýja Seðlabankahúsinu. 1. júlí 1886
hóf bankinn starfsemi sína og er fyrsti
bankinn sem stofnaður var hérlendis.
Sýningin á að sýna þróun bankans
og íslenskrar bankastarfsemi, sam-
hliða uppbyggingu atvinnulífsins í 100
ár. Þá er reynt að skyggnast inn í
framtíðinna, til hins tæknivædda
framtíðarbanka.
Tilefhi sýningarinnar er einnig ald-
arafmæli íslenskrar seðalútgáfu og var
þess vegna ákveðið að halda sýning-
una í Seðlabankahúsinu. Sýnd er saga
gjaldmiðils og íslenskrar seðlaútgáfu
á vegum bankans. Sýningin stendur
til 20. júlí. -KB
„Það stefhir allt í nýtt sólarleysis-
met í júní. Þegar við mældum fyrir
stuttu voru komnar rúmlega sextíu
sólarstundir í mánuðinum. Það þarf
eitthvað sérstakt að gerast til að þær
verði fleiri," sagði Trausti Jónsson
veðurfræðingur í samtali við DV.
Lágmarkið í júnímánuði var 95
sólarstundir. Það var árið 1925. Þó
er hugsanlegt að sólin hafi skinið
enn minna þennan ákveðna mánuð
fyrr á öldinni. Verið er að athuga
það mál núna.
„Það er engin ástæða til að ör-
vænta þrátt fyrir þetta,“ sagði
Trausti. „ Sumarið gæti orðið alveg
prýðilegt þó útlitið næstu daga sé
ekki ýkja gott.“ -ÞJV
Þótt sólin hafi lítið iátið sjá sig hér syðra að undanförnu hafa íbúar á norðan- og austanverðu landinu haft það
náðugra eins og sjá má af þessari mynd sem var tekin á Akureyri f gær. DV-mynd: JGH.
SPURNINGAKEPPNIN
SPRENGISANDUR
Vinningar i 8. viku
1 hljómtæki frá Hljómbæ
10 Trivial Pursuit spil
10 úttektir á Coke, Hi-C-vörum
100 máltíöir á Sprengisandi
Dregið i 8. umferð þann 3. júli 1986. ^^
Skilið svörum inn á Sprengisand i síðasta lagi þann C
2. júlí 1986.
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
$
Frímiði
ókeypis
Ef þú kaupir einn hamborgara
(venjulegan) færðu annan frítt gegn
afhendingu þessa miða.
Gildir til og með 2. júlí 1986
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
) vkiWI hf..» t(>» i*. Ijtikut fri l lom Ahbot. xefínn út mcð
¥k-kkkkkkkkk*kkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk^
O
•Hvað eru margar brýr yfir Hvítá í Borgarfirði?
• Hver lumbraði á andstæðingum sínum í
kvikmyndinni Svöitu tígrisaýrin (e. Gooa Guys
Wear Black)t
• Hvaða alþingismaður sagði: .Dag skal að kveldi
lofa en mey að morgni og fjárlóg ei fyrr en að
ári'?
• í hvaða sögu er sagt frá Eldjárni greifa?
• Hvað er hrákalumma?
í hvaða íþrótt atti Gísli kappi við Þorgrím í
Gisla sögu Súrssonarl a73 ^
ro *
o Nafn:
o Heimili:
Póstnr.: Staður:
Lo Aldur: Sími: