Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR 28. JtJNÍ 1986.
Frá
meimtamálaráðuneytinu:
Lausar stöður við íþróttakennaraskóla Islands að Laugar-
vatni.
Við íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni eru laus-
ar tvær kennarastöður. Umsóknarfrestur er til 20. júlí.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist skólastjóra eða iþróttafulltrúa ríkisins, mennta-
málaráðuneytinu.
ÚTBOÐ
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur óskar eftir
tilboðum í frágang lóðar V.R.-hússins að
Hvassaleiti 56-58.
Um er að ræða malbikun bílastæða, hellulagn-
ingu stétta, frágang gróðursvæða og uppsetn-
ingu ljósabúnaðar.
Útboðsgögn verða afhent hjá Hönnun hf., Síðu-
múla 1, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu frá og
með þriðjudeginum 1. júlí 1986.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu V.R., Húsi
verslunarinnar, Þriðjudaginn 8. júlí nk.
V.R.
Forstöðumaður bókasafns
Staða forstöðumanns Bókasafns Vestmannaeyja er laus til
umsóknar.
Áskilið er að umsæKjandi hafí lokið námi í bókasafns-
fræðum.
Bókasafn Vestmannaeyja er í rúmgóðum húsakynnum og
hefur að geyma um 40.000 bindi.
★ Forstöðumaður bókasafns hefur jafnframt yfirumsjón
með Safnahúsi sem hýsir auk bókasafnsins, Byggðasafn
og Skjalasafn Vestrnannaeyja.
★ Hann annast öll bókakaup safnsins og skal í því sam-
bandi fylgjast vel með útgáfu bóka.
★ Hann sér um að allar bækur séu skipulega skráðar.
* Hann sér um útlán úr safninu.
★ Hann sér um ráðningu starfsfólks, svo sem heimild er
til hverju sinni og skiptir verkum.
★ Hann skal á hverjum tíma, í samráði við menningar-
málanefnd, leitast við að hafa starfsemi safnsins á þann
hátt að hún komi bæjarbúum að sem mestum notum
og skal í því sambandi hafa frumkvæði um ýmiskonar
bókmenntakynningar og annað er vakið getur aukinn
áhuga bæjarbúa á bókmenntum og notkun safnsins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og aðrar, sem
að gagni mættu koma, sendist undirrituðum, sem veitir
nánari upplýsingar um starfíð, merktar „Forstöðumaður
bókasafns“ fyrir 12. júlí nk.
Bæjarstjórinn í Vcstmannaeyjum.
ErkiQendur
mætast
loksins:
VALUR-ÍA
á Valsvelli í
dag kl. 2.
Menning
Menning
Menning
Dyr standa opnar: Guðmundur Thoroddsen i Nýlistasafninu
Farandsýning
flökkumanns
Guðmundur Thoroddsen mynd-
listarmaður er ekki við eina íjölina
felldur í því sem hann tekur sér
íyrir hendur. Hann hóf nám í lækn-
isfræði en sagði skilið við hana
með spaugilegum anatómískum
teikningum sem hann sýndi i Ný-
listasafninu fyrir tæpum þremur
árum.
Nú gerir Guðmundur grafík-
myndir, teiknar og málar í konsept
stíl, ný-expressjónískum stíl og
hverjum þeim stíl sem honum dett-
ur í hug. Afraksturinn má finna í
Nýlistasafninu til sunnudags-
kvölds.
„Jú, það er rétt. Ég vinn í mörg-
um deildum ef svo má segja. Mér
finnst voða gaman að geta breytt
til, hlaupið úr einu í annað, eftir
því hvemig ég er innstilltur hverju
sinni,“ segir listamaðurinn í
skyndiviðtali.
„Samt held ég að í öllum mínum
verkum ríki sami mórallinn, mér
finnst ég alltaf þurfa að segja sög-
ur. Ekki þannig að ég sé með
myndir uppfullar af frásögnum.
Mínar sögur geta verið óræðar,
jafnvel algjör einkamál. Mestu
skiptir að áhorfandinn fylgi þræð-
inum í myndunum, jafnvel þótt
hann skilji ekki alveg út á hvað
þær ganga.“
Falin, prívat
Ertu hallur undir hið táknræna?
„Jaaa. Ég er ekki frábitinn því.
En ég reyni að láta táknin ekki
ráða ríkjum í myndunum hjá mér.
Stundum eru þau falin, prívat. Ég
vinn talsvert með mótíf eða tákn
úr íslenskri þjóðtrú. Hluti sem
sækja á mig.“
Einhverjir listamenn i uppá-
haldi?
„Ja, á maður að vera að hafa
hátt um slíkt? Ég get þó ekki neit-
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
að því að af íslenskum listamönn-
um hefur Jóhann Briem ævinlega
verið mér kær. Af útlendingum?
Ég hef sterkar taugar til ítalska
nýexpressjónismans, er ekki eins
hrifinn af þýskurunum.“
Guðmundur er nýkominn heim
eftir vetursetu í París.
Klíkuskapur og peningar
„París er ansi spennandi fyrir
augað. Mannlífið er svo fjölbreytt
og ríkulegt að maður er hálfruglað-
ur fyrstu dagana í borginni. En
satt að segja er ekki eftir miklu að
slægjast þar hvað nútímalist snert-
ir. Menn verða að vera orðnir svo
svakalega frægir áður en þeir fá
inni á einhverjum sæmilegum gal-
leríum, þetta gengur allt út á
klíkuskap og peninga. En þeir eru
snillingar í að setja upp sýningar
á eldri myndlist, það mega þeir
eiga.“
Hvernig hefur sýningin gengið ?
„Alveg sæmilega. Það er kannski
ekki að marka, ég er bæði svo latur
og svo blankur að ég hef ekki stað-
ið í því að auglýsa mig. Svo er
hásumar, fólk hefur annað að gera
en að skoða sýningar - nema
kannski Picasso. En það er nú
þannig með mig að mér finnst lang-
mest gaman þegar ég er að hengja
upp myndimar. En um leið og þær
em komnar upp á vegg og fyrsti
sýningargesturinn er mættur, þá
er eins og sýningin sé á enda hvað
mig varðar, ég missi bara áhugann
á henni. Ætli þetta sé ekki flökku-
eðlið í mér, ég þarf alltaf að vera
á einhverju flandri.‘r
Það er því eins gott fyrir fólk að
skella sér á sýningu Guðmundar
Thoroddsen áður en hann stekkur
úr landi á ný, en sem fyrr segir
stendur hún yfir í Nýlistasafninu
og lýkur annað kvöld.
-ai