Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1986. Beaivvas-leikhópurinn frá Kauto- keinó sló í gegn í Reykjavík á fimmtudagskvöldið þegar hann sýndi verk sitt, Áningarstaður í þúsund ár, á norrænni leiklistarhátíð áhuga- manna. í lok flutningsins risu áhorfendur úr sætum og fögnuðu ákaft - og trúlega nokkuð liðið síðan leikhópur höfðaði svo kröftuglega til áhorfenda af sviði Þjóðleikhúsins við Hverfisgötu. Samamir fluttu Áning- arstaður í þúsund ár, frásögu sína af þróun kúgunar og mannlífs í lönd- um Sama undir Norðmönnum, Svíum, Finnum og Rússum. Norræna leiklistarhátíðin fyrir áhugamenn var nú haldin í fjórða sinn. í Reykjavík og nágrenni hafa undanfama daga verið tugir áhuga- leikara frá öllum norrænu málsvæð- unum. Við undirbúning hátíðarinnar var að því stefnt að hver leikhópur skyldi sækja sér yrkisefni með sínu lagi í norræna þjóðtrú eða menningu - markmiðið var að bregða ljósi á norræna sögu og mannlíf með að- ferðum leiklistarinnar. Framlag íslands á hátíðinni var þríþætt: Svört sólskin eftir Jón Hjartarson, í uppfærslu Leikfélags Kópavogs, Sálir Jónanna sem Hug- leikur, ungt áhugafélag úr Reykja- vík, sýndi og Galdra-Loftur í flutningi Leikfélags Hafnarfjarðar. Að skilja hvert annað Það var í fyrsta sinn í sögu nor- ræns leiklistarsamstarfs að saman komu allar norrænar þjóðir. Danir, Finnar, Norðmenn, Svíar og íslend- ingar hafa áður mæst á slíkum hátíðum, en að þessu sinni slógust Færeyingar, Grænlendingar, Samar og Álandseyingar í hópinn. Ekki er annað hægt að segja en þær síðast- nefndu þjóðir hafi sett sérstakt mark sitt á hátíðina - og að dómi undirrit- aðs voru það Samarnir og Færeying- amir sem verðskulduðu sérstaka athygli fyrir sitt framlag. Reyndar verður það og að segjast að Beaiv- vas-leikhópurinn og Havnar Sjón- leikarafélag frá Þórshöfn standa við mörk þess að teljast atvinnuleikhús. Það sýndi sig og á þessari hátíð að forsendur hvers hóps fyrir sig eru ólíkar og aðferðir þeirra hvers um sig við að koma á svið sýningu eru með ýmsu móti. Hér á íslandi hefur það tíðkast meðal öflugri áhugaleik- félaga að velja verkefni sem mjög tekur mið af atvinnuleikhúsunum. Ráðinn er menntaður leikstjóri sem síðan vinnur með áhugafólkinu í einn eða tvo mánuði og leikarar gera sér far um að túlka bókmenntalegar leikpersónur eftir bestu getu. Annars staðar um Norðurlönd virðast menn líta áhugastarfið öðr- um augum en hér. í sumum tilvikum er fremur um eins konar leshring að ræða. Allir sem nærri væntanlegri sýningu koma eru áhugamenn. Leiðbeinend- ur líka. Og tíminn, sem til undir- búningsins fer, getur verið heilt ár. Svo var til dæmis um hópinn frá Stockholms Teaterverkstad sem sýndi fágaða og fallega sýningu byggða á sögum úr norrænni ásatrú um dauða Baldurs. Auk Svíanna sótti Leikfélag Kópa- vogs efnivið sinn í norræna goðatrú og fékk Jón Hjartarson leikara og skríbent til að skrifa fyrir sig verk í þá veru. Og Færeyingar gengu í sömu smiðju. Þeir fengu Regin Djur- huus Patursson, ungan og efnilegan höfund, til að skrifa sérstaklega leik- rit sem tengir goðafræðina færey- skum menningararfi og viðhorfum fornum og nýjum. Af því varð einkar ljóðræn og skemmtileg sýning. Það verður ekki annað sagt nú, undir lok þessarar hátíðar, en að leiklistin fari hiklaust yfir þau landamæri sem tungumál marka. Samamir töluðu ákaflega skýrt til áhorfenda og það án þess að nota sérstaklega mörg orð. Þeir höfðu til-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.