Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1986.
27 -<■
Danskt dínamít á útsölu
Haukur L. Hauksan, DV, Kaupmannahöfn:
Dönsk kona sá ástæðu til þess að
tala við sálfræðinginn sinn í síðustu
viku vegna erfiðra drauma. Sagði
hún honum að aðfaranótt nítjánda
júní hefði hún legið dauðþreytt í
rúminu en ekki getað sofnað. Lá hún
starandi upp í loftið fram undir
morgun og leið einkennilega. Fannst
henni eins og hún svifi í annarlegu
tómarúmi milli spennu og gleði gær-
dagsins og þeirrar tilfinningar að
vera eitthvað sérstakt og svo til-
gangsleysis og vonbrigða morgun-
dagsins og þeirrar tilfinningar að
vera alls ekki neitt sérstakt.
Hvað hafði gerst? Var konunni
sparkað úr vinnunni eða komst hún
að því að maðurinn hennar héldi
framhjá henni? O nei, henni leið bara
eins og fjölda Dana þessa nótt. Það
var eins og fótunum hefði verið kippt
undan tilveru þeirra í einni svipan.
Danska landsliðinu hafði verið
sparkað út úr HM í Mexíkó með
hvorki meira né minna en eitt fimm
tapi gegn Spánverjum.
Geðheilbrigði Dana
Ofsafengin viðbrögð þjóðarinnar
við þessu tapi í knattspyrnuleik
leiddu af sér alvarlegar vangaveltur
um geðheilbrigði hjá mörgum
Danskinum. Skyldi engan undra því
stemmning síðustu mánaða líktist
engu er Danir höfðu áður kynnst.
Frá því löngu áður en keppnin sjálf
hófst hefur lítið verið talað um annað
en heimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu hvar sem tveir eða fleiri komu
saman.
Fjölmiðlar áttu drjúgan þátt í að
skapa þessa stemmningu er ein-
kenndist af bjartsýni, sigurvissu og
takmarkalausri aðdáun á dínamít-
drengjunum. Hér var besta liðið á
ferðinni. Innst inni var hver Dani
sannfærður um að að liðið næði
langt og margir leyfðu sér að tala
um heimsmeistaratign, svona í
hljóði.
Þegar svo keppnin hófst keyrði um
þverbak. Danir sigruð Skota, möluðu
Ungverja og sýndu Þjóðverjum að
knatttspyrna var annað og meira en
dísil. Góð knattspyma var danskt
dínamít. Ekki var lengur talað um
sæti í undanúrslitum í hljóði. Danir
skyldu ná langt, engin spurning um
það. En svo kom áfallið. Spánverjar
slógu Dani út og grámygla hvers-
dagsleikans helltist aftur yfir Dani.
Beiskjubragð af ölinu
Meðan allt lék í lyndi og dínamít-
drengirnir vom ennþá í Mexíkó svifu
Danir á skýjum. Allt gekk svo ágæt-
lega. Félagsmálaskrifstofan varð að
huggulegum samverustað fyrir. fá-
tæka „roligana". Og „roliganar"
fyrirtækjanna unnu sem aldrei fyrr.
Yfirmenn á vinnustöðum gátu ekki
kvartað yfir athafnaleysi eða leti
starfsmanna sinna þótt margir þeirra
væru illa sofnir. Venjuleg dægurmál
Preben Elkjær skorar sigurmarkið
gegn Skotum.
heyrðust hvergi í umræðum manna
á meðal og þrátt fyrir misjafht veður
sá enginn ástæðu til að kvarta. Sólin
skein í höfðinu á nærri fimm milljón-
um „roligana".
Eftir tapið gegn Spánverjum kom
annað hljóð í strokkinn. Sjónvarpið
reyndi að bregðast við þessu með því
að sýna svipmyndir frá gömlum sig-
urleikjum til að sýna að Danir gætu
samt spilað góða knattspymu, þrátt
fyrir allt. Nú reyndi virkilega á létt-
lyndi Dananna. Þeir reyndu að láta
lítið á vonbrigðum sínum bera, en
þau leyndu sér samt ekki.
Bölsótast var yfir veðrinu. Á
vinnustöðum hnýtti fólk hvert í ann-
að að ástæðulausu og farið var að
kvarta yfir hálfsofandi starfsfólki
sem enn fylgdist með HM. Félags-
málaskrifstofan var ömurlegri en
nokkru sinni fyrr og ekki laust við
að óbragð væri komið af bjómum.
Og þá er nú mikið sagt. Fólk hafði
ekki lengur neitt að lifa fyrir og
sumarið stendur nú og fellur með
veðrinu eins og ætíð áður.
Veifað úrfjarlægð
íþróttasálfræðingur nokkur sagði
í viðtali, eftir að versta áfallið var
yfirstaðið, að Danir hefðu hreinlega
samsamað sig knattspyrnumönnun-
um. Lifað sig inn í afrek þeirra og
gert þau að sínum. Þar af leiðandi
hefðu vonbrigðin heima fyrir ekki
verið minni heldur en hjá leikmönn-
unum sjálfum.
En Danir jöfnuðu sig fljótt og
ákveðið var að veita dínamítdrengj-
unum hetjumóttökur. Þeir frábuðu
sér hins vegar allt slikt þar sem þeim
fannst þeir ekki eiga það skilið. Engu
að síður mættu fleiri þúsund „rolig-
anar“ á flugvöllinn til að sjá og heyra
í goðunum sínum, leikmennirnir létu
sér nægja að veifa úr fjarlægð og
flýttu sér heim í langþráð sumarfrí.
Danskt dínamít hætti að vera ör-
ugg söluvara. Dínamítbrauðið, gosið,
ölið, súkkulaðið og pizzumar urðu
hálfhjákátlegar í hvítu og rauðu
umbúðunum sínum. Mesti þjóðar-
rembingur, sem gripið hafði Dani frá
því í stríðslok, var um garð genginn.
Nú sjást engin merki um allt æðið
nema ef vera skyldi á útsöluskiltum
verslana, sem bjóða HM-vörur fyrir
lítið.
NUERMII
DumSna
Herbz
.býður betur!
Fyrsta flokks gisting í Kaupmanna-
höfn og Hertz - bílaleigubfll fyrir
ótrúlegt verð. Dæmi: Kr. 15.900
fyrir flug og Opel Kadett í 2 vikur.
Það er flest sem mælir með góðu sumarfríi
í Danmörku. Fallegt umhverfi, forvitnilegir
bæir og borgir, skemmtilegt fólk og
makalaust lifandi höfuðborg.
í Kaupmannahöfn eraldrei dauðurtími,
hvort sem hugurinn stendurtil afslöppunar
og notalegrar skemmtunar eða fjörugra
uppákoma að degi og nóttu. Strikið,
Ráðhústorg, Kóngsins Nýjatorg, Cirkus
Benneweis, dýragarðurinn, skrúðgarðamir,
1,90^
bjórstofumar, matsölustaðimir,
götutónlistin, húmorinn og góða veðrið,
allt gefur þetta Kaupmannahafnardvölinni
ógleymanlegan Ijóma og Tívolíið setur
auðvitað punktinn yfir iið.
Gististaðir okkar í Kaupmannahöfn eru
fyrsta flokks og valdir með það í huga að
eftirsóknarverðustu staðir borgarinnar séu
innan seilingar. Vinsæl hótel og sérlega vel
staðsett.
Á Hertz-bíl í Kaupmannahöfn eru þér svo
allir vegir færir til áfangastaða innanlands
eða utan. Þú skreppur í Legoland, skýst
með ferjunni yfir til Svíþjóðar, rennir þér
niður til Þýskalands og jafnvel lengra. Þetta
er þín ferð, þín ferðaáætlun.
Góðaferð!
1 KauPmannah>e(ttahó,eleit1afhJabærri síað- 1
man°inn ítveggtnmNóWn kos,arT itSnóttari
--------Z^giamanna herbergi 300 ***
i
•A, *
rt
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899
Hótel Sögu viö Hagatorg • 91-622277 Akureyri: Skipagötu 18 • 96-21400
1) Innifalið: Flug og
Opel Kadett í 2 vikur,
miöaðviðáfarþega.
<