Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986. 11 Maradona í Mexíkó Einn besti brandari ársins er ák- vörðun Ríkisútvarpsins að efha til könnunar á því hvort horft sé á leik- ina í Mexíkó. Manni skilst að þessa könnun þurfi að framkvæma til að sýna andstæðingum fótboltaleikj- anna í sjónvarpinu fram á vinsældir útsendinganna. Og þagga niður í þeim. Það þarf hins vegar meira en lítið skrítið fólk til að komast hjá þvi að hafa gaman af þessum leikj- um. Eða að minnsta kosti að sjá og skilja að þjóðin stendur á öndinni meðan þeir fara fram. Útsendingam- ar frá Mexíkó eru besta sjónvarps- efni sem völ er á, ekki hara af því að þetta er fótbolti. heldur vegna þess að keppnin er heimsviðburður sem kemur íslendingum við eins og öðrum. Fólk þarf ekki að kunna mikið fyrir sér til að hafa gaman af fót- boltanum. Ungir sem aldnir, konur og karlar, húsbændur og hjú. Allir fylgjast með, allir hafa gaman af, allir hrífast af leikni, samleik og glæsimörkum snillinganna. Það sem gefur þessum útsendingum gildi er spennan, keppnin, heina útsending- in, sem heldur okkur við efnið, augnablikið, hin dramatísku áhrif sigurs og ósigurs. Já, það er rétt að fólk þarf ekki að hafa hundsvit á fótbolta til að skilja hann. Þess vegna hafa allir vit á öllu þessa dagana. Á kaffistof- unni, í eldhúsinu, jafnvel í sauma- klúbbnum ræða nýbakaðir sérfræð- ingar í fótbolta um rangstöðu og réttstöðu, hneykslast á dómurum, hafa áhyggjur af gulum spjöldum og rauðum og kunna upp á hár öll nöfn- in á frönsku leikmönnunum í sókninni. Á einum vinnustað ræddi kvenfólkið af alvöru um þá taktik hjá Brössunum að hafa bamalækni í liðinu. Það þótti skrítin varúðar- ráðstöfun hjá fullfrísku liðinu! Við sem þykjumst vita meira en sauðsvartur almúginn brosum í kampinn og lýsum því spekingslega hvemig boltinn rúllar, sendingamar takast og leikimir fara. Samt em úrslitin sífellt að koma okkur á óvart og satt að segja hefur maður ekki fyrr veðjað á eitthvert liðið en það er slegið út. Fyrst héldum við með Dönunum en þeirri veislu lauk með útreið. Þá héldum við með Brössun- um en Sókrates og Zigopmgðust. Næst var að halda með Spánverjun- um, en allt fór á sömu lund. Þjóð- veijamir afgreiddu Frakkana og var þá fokið í öll skjól. Á morgun held ég með Argentínu. Það er eina von- in til að Þjóðverjamir vinni. Sviti, blóð og tár Það em fleiri en saumaklúbbamir sem dást að strákunum í Mexíkó. Gamlir fótboltakappar af Melavell- inum nota einnig tækifærið og hópa sig saman, einkum þar sem bjór er á boðstólum. Því miður em ekki all- ir í vinfengi við Hafskip, þannig að það þarf menn með góð sambönd til að eiga bjór fyrir ellefu manna lið, þar sem hver torgar einni krús í hvert skipti sem mark er skorað. Enda þótt mikilvægt sé að hafa bjór við höndina þegar stórleikir fara fram er hitt þó aðalatriði fyrir gamla fótboltaspilara að rifja það upp fyrir nærstadda að þessi mörk, sem þeir em að skora í Mexíkó, em ekkert á við mörkin sem skomð vom á Melavellinum í gamla daga. Þar var einnig háð heimsmeistara- keppni þótt hvorki Frakkar né Danir tækju þátt og engin bein útsending. Það vita það nefhilega ekki nærri allir að fótbolti er, hefur verið og verður áfram sviti, blóð og tár í anda þeirra styrjalda sem alið hafa hetjur og föðurlandsvini. Farðu bara á fimmta flokks leik milh Fram og Vals eða sjáðu þá fyrir norðan hjá Þór og KA ganga til leiks. Einbeitn- in í svipnum, haráttuköllin í bún- ingsklefanum, vígamóðurinn í tæklingunum og kveðjumar sem em sendar með vel völdum orðum til dómara og mótherja. Allt ber þetta vott um alvöru orrustunnar. Þegar þú svo leggur skóna á hill- una hefet sú þofraun að mæta á völlinn og halda með gamla liðinu og sú pína er öllum þjáningum verri, því gamall spilari er þeim kostum gæddur að geta gert allt miklu betur heldur en leikmaðurinn irrni á vell- inum, án þess þó að þeir hæfileikar komi að gagni nema með bölvi og ragni og tilheyrandi athugasemdum þegar leikmaðurinn hlýðir ekki fyr- irmælunum af pöllunum. Danmörk á landakortið Nei, fótboltinn er ekkert grín og satt að segja getur maður þakkað fyrir að íslendingar eigi ekki lið i Mexíkó. Eða hvemig haldið þið að ástandið og andsrúmsloftið yrði hér á landi ef okkar menn stæðu í miðri eldlínunni og kæmust í sextán liða úrslit eða átta liða úrslit? Og það i bjórlausu landinu! Við sjáum hvemig heimsmeistara- keppnin hefur leikið Danina, þessa friðsælu þjóð. Danir bókstaflega ærðust þegar þeirra lið komst til Mexíkó. Þeir náðu ekki andanum eftir sigrana í fyrstu leikjunum. Og þeir urðu lémagna við óeigurinn gegn Spánverjum Laudrup og El- Ellert B. Schram skrífar: kjær em heimsfrægari heldur en H.C. Andersen og Hamlet og í raun og vem hefur Danmörk í fyrsta skiptið komist á landakortið eftir frammistöðuna í Mexíkó. Og þó var kóngsins Kaupmannahöfii fræg fyr- ir. í Brasilíu ríkir þjóðarsorg og vafa- samt er að Gonzales hefði sigrað í kosningunum á Spáni ef spánska lið- ið hefði verið slegið út deginum fyrr. Á Ítalíu herma fregnir að íjöldi manns hafi látist af einskærum harmi þegar þegar lið þeirra varð að lúta í lægra haldi fyrir Frökkum. Já, Frökkum. Hvað halda menn að Platini hafi í laun fyrir þá at- vinnu að leika sér með boltann? Ætli það nálgist ekki fimm milljónir á mánuði. Og þykir ekki í frásögur færandi, þótt milljónir manna gangi atvinnulausar um Evrópu og lepji dauðann úr skel. Platini er nefriilega þjóðhetja, Napóleon nútimans, sem hefur fært þjóð sinni sigra á silfur- fati. Örlög þeirra ætla einnig að verða þau sömu eftir undanúrslitin á miðvikudaginn. Orrustan við Þjóðverjana varð hans Waterloo. Og gleymum ekki Rússunum. Sennilega hefurrússneska landsliðið gert Sovétríkjunum meira gagn með sóknarleik sínum heldur en saman- lagður sóknarþungi Rauða hersins. Og Argentínumenn. Með sigrinum yfir Englendingum á dögunum end- urheimtu þeir sjálfetraust sitt og þjóðarstolt, enda hefur þeim áreið- anlega verið meir í mun að virrna þennan leik heldur en öll Falklands- stríð fyrr og síðar. Ekki dró það heldur úr gleðinni þegar hönd Guðs skaust upp fyrir höfuðið á Shilton markverði og stýrði knettinum í netið. Spurt aö leikslokum Diego Armando Maradona er hvorki hár í loftinu né fagurlega skapaður. Hann er ekki fæddur með silfurskeið í munninum og rekur hvorki ættir sínar til aðals né há- tágnar, sennilega aldrei notið skóla- göngu ofar heldur en í grunnskóla. Ef grunnskólar eru þá til i Argent- ínu. En þessi sami Maradona er einni náðargáfu gæddur. Hann kann að sparka bolta. Sá hæfileiki einn og sér dugar þessum dvergvaxna al- þýðupilti til meiri dýrðar og dýrkun- ar en dæmi eru um í sögu Argentínu. Og það að verðleikum. Á morgun spilar Maradona á móti Þjóðveijunum. Hann er mikill snill- ingur, strákurinn sá, og hefur hönd Guðs sér til aðstoðar þegar hann kemst í færi. En hann er ekki búinn að sigra Þjóðverjana. Þeir hafa nefnilega sannað það sem gildir í knattspymunni, að spyija skal að leikslokum. Það er engin tilviljun að Þjóðveijamir em korrínir svona langt. Á knattspymuvellinum end- urspeglast karakter hinna ólíku þjóða og Þjóðveijamir hafa það sem til þarf: skipulag, seiglu og jámaga. Og þeir hafa viljann til að sigra. Þegar allt kemur til alls er sigurinn það eina sem skiptir máli. Hinir fara tómhentirheim. Stjömumar í fótboltanum koma og fara og fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla en það er ekki fyrr en nú sem sjónvarpið flytur okkur heimsmeistarakeppriina i fót- bolta í fyrsta skipti heim í stofu og íslendingar fá smjörþefinn af því hvað þessi íþrótt snýst um. Hún er heimsins mesta sport, hún er heims- valdastefna vorra daga. Og hversu geðfelldari em ekki þau heimsyfir- ráð, sem komandi heimsmeistarar hljóta, heldur en blóðbað fyrri alda þar sem menn urðu ekki hetjur fyrr en þeir vom dauðir? Eða þá búnir að drepa aðra sér til frama. Upplifun og uppreisn Sumum alvömgefnum og yfirmáta ábyrgum mönnum finnst reyndar nóg um þá hetjudýrkun sem mögnuð er upp í kringum þetta spark. Þeir em á móti hetjum sem lifa orr- usturnar af. Þar að auki er bent á að heimsmeistarakeppni af þessu tagi sé harðsvímð viðskipti. Pening- amir flæði inn og út, leikmenn verði milljónamæringar fyrir þá ógöfugu íþrótt að sparka niður andstæðing- ana. Sagt er að leikgleðin hverfi á kostnað þjóðarhrokans, andi íþrótt- anna gleymist i darraðardansinum eftir sigurlaummum. Sjálfsagt er eitthvað til í þessu. Leiknin er stundum brotin niður af slátrurum í vamarleik. Leikfléttur ganga út á að koma í veg fyrir mörk, en ekki til að skora þau. Leikað- ferðir hafi breyst úr sóknarspili í vamarmúra. Og víst er það rétt að margur leikurinn hefur reynst leið- inlegur á að horfa ef gildi leikja er talið í mörkum og markatækifærum. En sannleikurinn er samt sá að þessi heimsmeistarakeppni er mikil uppliftm og uppreisn einmitt fyrir þá sök að sóknarleikur og létt spil hefur aftur verið hafið til vegs og virðingar. Þökk sé liðum eins og Dönum, Frökkum, Brasilíumönnum og Rússum. Þau ríða kannski ekki feitum hesti frá þessari keppni en þau hafa sýnt það og sannað að fót- boltinn fer ekki í manngreinarálit milli stórvelda og smáþjóða og það er ekki pólitík sem ræður úrshtum heldur einstaklingurinn og hæfni hans. Hvað gerir það þá til þótt ein- hveijir græði eða fótboltaæðið taki tíma í sjónvarpsdagskránni? Vilja íslendingar frekar heyra fréttir af sigrum og ósigrum í styrjöldum, heimsvaldastefnum í vopnavæðingu og vígbúnaði eða mannréttindabrot- um og mannsmorðum í útlöndum? Er ekki nóg af fræðsluþáttum og sykopatamyndum í dagskránni, hrollvekjum um hvað það er hættu- legt að vera til? Heimsmeistarakeppninni lýkur á morgun. Þá geta þeir tekið gleði sína á nýjan leik sem aldrei kunna gott að meta, ekki einu sinni þá umbun að geta slökkt á efrii sem þeir hafa ekki áhuga á. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.