Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. Viðskipti í íslenskum bæklingum, sem ætlaðir eru ferðamönnum, er stanslaust sólskin. Aðeins mátti greina vind á einni mynd. í Kuwait kemur vart deigur dropi úr lofti allan ársins hring. Turninn til vinstri er vatnsgeymir, sá til hægri veitingahús. Rigningin til sólu í Evrópu - íslendingar veðja á sólina „Ef ekkert rignir á meðan á dvöl gesta okkar stendur veitum við þeim 25 prósent afslátt. Þetta á reyndar einungis við um gesti frá Kuwait en við kynntum hugmyndina upphaflega á hótelráðstefnu er þar var haldin í fyrra,“ sagði Koos Hugen, markaðs- stjóri Hotel Victoria í Amsterdam. „Þetta hefur skilað árangri, í fyrra voru gestir frá Kuwait 1,2 prósent af viðskiptavinum okkar. Nú eru þeir orðnir 5 prósent." í Kuwait kemur vart deigur dropi úr lofti allan ársins hring. Þar rignir ekki neinu nema ef vera skyldi pen- ingum og olíugróða. Stjórnendur Victoria hótelsins í Amsterdam vita sem er að gestir frá Kuwait eru góð- ir viðskiptavinir sem hægt er aö seija ýmislegt. Meira að segja rigningu. „Við erum með fastar reglur um þessa rigningarsölu," sagði Koos Hugen. „Engin rigning þýðir 25 pró- sent afslátt, 1-5 millímetra úrkoma gefur 15 prósent afslátt og 5-10 milli- metrar gefa 10 prósent. Ef rignir allan tímann bjóðum viö gestum okkar í bátsferð um dikin og leysum þá út með regnhlífum merktum hótelinu. Við erum ákaflega ánægðir með þessa nýbreytni og gestirnir frá Kuwait eru í sjöunda himni." íslensk ferðamálayfirvöld hafa aldr- ei reynt að selja útlendingum rign- ingu. í könnun, er DV gerði á auglýsingabæklingum fyrir ferða- menn sem gefnir eru út hér á landi, kom i Ijós að þeir eru nær eingöngu skrýddir Ijósmyndum af landslagi í glampandi sólskini. í einum bæklingi var að vísu Ijósmynd tekin i Reykja- vík að næturlagi og í öðrum mátti greina örlítin vindstyrk á mynd. Þaö var úfinn afturendi á hesti í roki. Að sögn Koos Hugen hyggst Hotel Victoria halda áfram að auglýsa rign- inguna í arabalöndum. Kuwait er aðeins byrjunin. -EIR Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,49% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtrvgf'ðs reíknings með 1% nafn vöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek- ið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%. þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir spariQár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reiknipgur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fímm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskiun franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með affollum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 826 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 1.052 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.233 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 413 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 207 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 526 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 263 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 617 þúsundir ti) fyrstu kaupa, annars mest 309 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður, því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- • ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggiast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júlí 1986 er 1463 stig en var 1448 stig í maí og 1432 stig í maí. Mið- að er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1986 er 270 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3998 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01.86. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. Hlutabréfamarkaðurinn Eimskipafélag íslands Kaupverð m.v. 100 kr. nafnverðs 370 Kaupverð að lokinni jöfnun 185 Söluverð m.v. 100 kr. nafnverðs 400 Söluverð að lokinni jöfnun 200 Flugleiðir 390 130 421 140 Iðnaðarbankinn 125 91 135 98 Verslunarbankinn 124 90 134 97 VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 1,- 10.07 1986 INNLÁN með sérkjörum sjA sérlista i! 11 tí ÍíÍÍÍÍ Samvr bankini II mi INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsbgn 10,0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsögn 12.5 12,9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10,0 12 mán.uppsöan 14,0 14.9 14.0 11.0 12,6 SPARNAÐUR - LÁNSRFrTUR Sparað J-5 mán. 13,0 13.0 8.5 10,0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13,0 13.0 9.0 11,0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLAN VERDTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3,0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.0 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.0 Sterlingspund 11.5 10,5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.0 10.5 9.0 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 7,5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25 15,25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVlXLAR 31 (forvextir) kga 19.5 kgc 19.5 kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15,5 15,5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 31 kgo 20,0 kge 20.0 kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLll SJÁNEÐANMÁLS1) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandankjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þéimBönkum sém þanniger merkt við. einnie hiá flnr.tum steémiti ríiárísióðumim:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.