Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. 45«; Komin í sveitina. Dalla Þórðardóttir, prestur í Miklabæjarprestakalli í Blönduhlíð i Skagafirði frá 1. júni. Með henni er sonurinn Vilhjálmur, 1 árs. Hinn sonurinn, Trostan, 4 ára, vildi ekki vera með á myndinni og eigin- maðurinn, Agnar, var fjarverandi. DV-mynd JGH Dalla í búskap Jón G. Haukssan, DV, Akuieyii: Dalla Þórðardóttir prestur er kom- in í sveitina. Hún var sett prestur í Miklabæjarprestakalli í Blönduhlíð í Skagafirði 1. júní. Áður var hún prestur á Bíldudal, var vígð þangað í máí 1981. Hún og eiginmaðurinn, Agnar Gunnarsson guðfræðingur, ætla jafnframt að heíja búskap á jörðinni Miklabæ. „Mér líkar ljómandi vel í sveitinni, það er mjög gott að vera hérna,“ sagði Dalla þegar við sóttum hana heim á dögunum. Agnar var fjarver- andi. - Engin einangrun í sveitinni? „Nei, ekki sýnist mér það. Það er heilmikill samgangur á milli bæja og hér þekkjast allir.“ Dalla sagði að það hefði verið markmið lengi hjá Agnari manni sín- um að heíja búskap. „Þetta er ágætt líf, nú stekkur maður niður á tún og rekur kindur. Og það er nýtt fyrir mér. Ég er borgarbam og var ekki einn einasta dag í sveit sem bam.“ „ Er og enda Um þessar mundir er verið að sýna eina mestu perlu íslenskra forn- bókmennta, Njálssögu, í Rauðhólun- um. Að þessari sýningu stendur hópur sem kallar sig Söguleikana og er þetta stórbrotna verk sýnt undir berum himni. Áhorfendur geta þann- ig lifað sig inn í leikritið og efalaust hefur einhverjum þótt hann vera kominn að bæjarhlaðinu á Bergþórs- hvoli. Að vísu er ekki öll Njála leikin heldur hluti hennar sem gerður er að sjálfstæðri heild. Þar er sagt frá launráðum Marðar Valgarðssonar sem leiða til vígs Höskuldar Hvít- nessgoða og hefndarinnar miklu, Njálsbrennu, sem leikritið endar á. Enginn mun vera svikinn af því að gera sér ferð upp í Rauðhóla að líta á verkið. Þar má sjá endurskapaðar þær hetjur sem riðu eitt sinn um héruð, brunnu inni til að gera pabba sínum til geðs, vom forspáar, heilr- illu korni sáð orðið mun illt af gróa#" áðar og góðgjamar. Það er löngu fornbókmennta á þennan hátt og að meta Njálu og styðji við bakið á orðið tímabært að reyna uppfærslu vonandi að Islendingar kunni enn sýningunni með „ráðum og kappi“. Þessi kappi stóð vörð og var hinn hermannlegasti. „Eigi er kynlegt að Skarphéðinn sé giidur því það er mælt að fjórðungi bregði til fósturs." Ágæt aðstaða er fyrir áhorfendur og skapast sérstök stemmning. Liggur við að sumir séu komnir heim í túnfótinn á Bergþórshvoli. DV-mynd PK Sarah Eitt helsta umræðuefni Breta um þessar mundir er verðandi brúður Andrew prins, Sarah Ferguson. Stúlkan er með fádæmum vinsæl meðal almennings enda lyndisgóð og alþýðleg. Breskir íjölmiðlar elta hana á röndum og gefa þjóðinni upplýsingar um allt það sem Sarah tekur sér fyrir hendur. Nýlega mættu þau hjónaleysin á dansleik þar sem þema kvöldsins var þriðji áratugur aldarinnar. Sarah mœtti í samkvæmisfatnaði í charleston- stíl sem fenginn var að láni úr búningasafni óskarsverðlauna- myndarinnar „Out of Africa". Sú mynd er víst í miklu uppáhaldi hjá Söru og þótti hún taka sig mjög vel út í klæðnaðinum. Veislustjór- inn, Christina Brodie Cooper, sagði að kjóllinn hefði verið alveg eins og sá er Meryl Streep bar í nýársat- riðinu og hefði hann farið Söru mjög vel. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem klæðnaður Söru vekur athygli. í fötum af Díönu í maí uppgötvaðist að Díana prinsessa hafði lánað Söru kápu. Þær stöllur eru góðar vinkonur og scgjast ekki hika við að fá lánað hvor hjá annarri. Ýmsum Bretan- um þótti þetta lítið virðulegt af kóngafólkinu að ganga í fötum hvors annars og breska blaðið Sunday Mirror birti mynd af þeim vinkonunum með fyrirsögninni Ferguson sló í gegn! „Núna vitum við hvað Diana gerir við gömlu fötin sín“. Vinkona Söru sagði við fréttamenn að Diana hefði gengið í þessari kápu fyrir nokkrum árum og kílóum. Nú hins vegar væri hún orðin of grönn til að klæðast kápunni en finnist ótækt að svona „smart“ kápa hangi ónotuð og því hafi hún gefið Söru kápuna. Tekin í víkingasveitarþjálfun Sarah Ferguson hefur nú fengið nasaþefinn af frægðinni og nýlega voru dekkri hliðar frægðarinnar kynntar fyrir henni. Öryggisgæsla hefur ávallt verið mikil kringum bresku konungsfjölskylduna vegna hættunnar á hryðjuverkum eða mannránum. Einnig hefur meðlim- um fjölskyldunnar verið kennt eitt og annað sem að gagni mætti koma undir slíkum kringumstæðum og nýlega lauk Sarah hluta af slíkri þjálfun. Hún var tekin í læri hjá bresku víkingasveitinni, SAS, og kennt m.a. að keyra á miklum hraða í afturábak gír og hvernig best er að fara upp á gangstéttir til að forðast vegahindranir. Þó að henni fylgi ávallt vopnaðir lífverðir getur sú stund komið upp að snar- ræði og leikni bílstjórans skipti sköpum milli feigs og ófeigs, segja talsmenn lögregluyfirvalda. Þeir vilja þó ekkert segja um það hvort Sarah hafi fengið frekari sjálf- svarnarþjálfun en segja að allur sé varinn góður. Sarah kemur til dansleiksins ásamt tílvonandi manni sinum í kjólnum umtalaða. Sviðsljós Boris Becker, tennisundrabarnið sem vann Wimbeldon-keppnina, hef- ur verið stíað frá kærustu sinni. Sú heitir Susan Masc- arin og er 21 árs. Var Susan send heim til Bandaríkjanna eftir að þjálfara Boris, lon Tiriac, þótti sambandið vera orðiðfull innilegt. Þótti hon- um sem Boris myndi ekki geta einbeitt sér nægjanlega að tennisnum ef hann væri með Susan á heilanum. lon sagði stúlkunni einfaldlega að láta sig hverfa en við Boris sagði hann: „Gleymdu rómantíkinni og einbeittu þér að sigrum." Hvort Boris hlýðir er ómögulegt að segja en hingað til hefur hann enga tilburði haft til að losa sig undan járnaga þjálfar- ans. Ólyginn sagði.... Shawn Weatherly, sem hlotið hefur titilinn Ungfrú Alheimur, er farin að leggja stund á köfun. Hún hefur orðið sér úti um kafa- raútbúnað og ætlar sér að fara á köfunarnámskeið. Shawn segist vera heilluð af undirdjúpunum og segist vera viss um að eiga margar góðar stundir neðansjávar. Um hættuna við köfun segir hún einfaldlega að menn séu í meiri hættu í stórborga- rumferð nútímans. Rachel Ward, leikkonan góðkunna, segist hafa fundið draumahlut- verkið. Það er móðurhlut- verkið en fyrir skömmu eignaðist hún sitt fyrsta barn, stúlku er gefið var naf- nið Rosie. Eiginmaður Rachel heitir Bryan Brown. Sá er ástralskur leikari og lék eiginmann hennar í „Þyrni- fuglunum". Þau virðast bæði hafa verið ánægð með hlutverk sín og haldið þeim eftir að gerð myndarinnar lauk. Rachel er frænka greif- ans af Dudley en þrátt fyrir allt hefur hún fórnað sam- kvæmislífinu og kvikmynda- ferlinum fyrir fjölskylduna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.