Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ
2!
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafirþú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 11. JÚLf 1986.
Veikfall flugvirkja skollið á:
Verkfall flugvirkja og flugvélstjóra undanfama daga ekki viljað gefa morgun. „Þetta yrðu væntanlega lög dóm,“ sagði Ómar Ólafeson, stjóm-
hjá Amarflugi skall á á miðnætti neinar yfirlýsingar um hvort bráða- um stöðvun verkfalls og frjálsan armaður í Amarflugi.
eftir árangurslausar samningavið- birgðalög yrðu sett en ekki aftekið gerðardóm.“ Starfsemi Amarflugs verður sam-
ræður. þann möguleika. kvæmt áætlun í dag en á morgun
„Ákvörðun úm bráðabirgðalög „Allt sem við erum búnir að vera mun áætlunarflug raskast og stöðv-
Umræður um bráðabirgðalög hafa verður tekin í dag, málið var rætt á að gera hér undanfama daga hefur ast alveg á sunnudag. Nýr fundur
nú orðið háværar. Matthías Bjama- ríkisstjómarfundi í gær,“ sagði sam- verið til einskis en síðast var til hefur enn ekki verið boðaður.
son samgönguráðherra hefur gönguráðherra í samtali við DV í umræðu að senda málið i gerðar- -S.Konn.
Fagna skoð*
un fjármála-
ráðherra
m- - segir Þorsteinn Jónsson
„Ég er mjög ánægður að fjármála-
ráðherra er reiðubúinn til að stuðla
að því að við fáum fullan samnings-
rétt þó að það sé á öðrum forsendum
en okkar. Ég þykist vita að það eigi
eftir að verða ágreiningur um tak-
markanir samningsréttarins. Ég á
samt ekki von á því að hann verði
óyfirstíganlegur," sagði Þorsteinn A.
Jónsson, formaður launamálaráðs
BHMR, í samtali við DV.
Þorsteinn Pálsson íjármálaráðherra
telur að dómurinn hafi gengið lengra
en lög gera ráð fyrir og að hann brjóti
í bága við launastefnuna í þjóðfélag-
inu. Hann vill að Kjaradómur hætti
að ákvarða laun háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna og samið verði í
frjálsum samningum, þó með ákveðn-
um undantekningum.
Sjónarmið fjármálaráðherra og for-
ystumanna BHMR fara því að nokkru
saman. Þorsteinn A. Jónsson sagðist
vonast til að fljótlega yrði byrjað að
undirbúa þessar breytingar. -APH
ALLAR GERÐIR
SENDIBfLA
LOKI
Það væri laglegt ef það
kviknaði í bensínstöðinní.
Annar er nýr, hinn gamall og sviðinn. Turninn á gamla Iðnskólanum verður brátt kominn á sinn stað eins og
ekkert hafi í skorist. Það verður þó ekki sami turninn en það gerir ekkert til þvi þeir eru alveg eins svo sem sjá má
ai þessari mynd sem tekin var í porti áhaldahúss Reykjavíkurborgar í morgun. -EIR
DV-mynd S
Veðrið á morgun:
Norðan-
menn fá
besta
veðrið
Á morgun verður hæg suðaust-
an- og sunnanátt, skýjað sunnan-
lands en bjart veður fyrir norðan.
Hiti verður á bilinu 10-17 stig.
Eyrarbakki:
Bensínlaus
brunabíll
„Þegar við komum með brunabílinn
á bensinstöðina sögðu þeir okkur að
koma á morgun. Það væri búið að
loka. Ég veit ekki hvemig hefði farið
ef kviknað hefði í um nóttina," sagði
Gísli Sigurðsson, slökkviliðsstjóri á
Eyrarbakka, í samtali við DV.
Gísli og menn hans vom að ljúka
slökkviliðsæfingu fyrir skömmu og
hugðust fylla bensíntank brunabif-
reiðar sinnar sem er Chevrolet árgerð
1941. Bensínið fengu þeir ekki og stóð
sá gamli því bensínlaus fram á morg-
un.
„Við erum með 18 menn í slökkvilið-
inu hér á Eyrarbakka og það sem af
er árinu höfum við aðeins einu sinni
verið kallaðir út. Þá komst eldur í
dýnur í sumarbústað," sagði Gísli Sig-
urðsson.
-EIR
Guðmundarmálið:
Ákvörðunar að
vænta í dag
Ríkissaksóknari mun sennilega
greina frá því í dag hvort frekari að-
gerða er að. vænta af hálfu ákæm-
valdsins í máli Guðmundar J.
Guðmundssonar alþingismanns. Bragi
Steinarsson, saksóknari hjá ríkissak-
sóknaraembættinu, sagði í samtali við
DV í morgun að reikna mætti með
tilkynningu frá embættinu eftir hádegi
í dag.
Guðmundur fór heim af sjúkrahúsi
í gær en hann hafði legið á Landspítal-
anum frá því á mánudag. Læknar é
höfðu ráðlagt honum að taka sér hvíld |
vegnaþessaðhannþjáðistafofháum p
blóðþrýstingi. Guðmundur mun nú
vera búinn að ná sér af þeim veikind- |
um. -EA I
„Ætlum ekki:
að ganga |
í land |
- vítaskip fast í hafís 1
„Við sitjum alveg pikkfastir hér í *
bili en það er aldrei að vita nema vak- |
ir myndist, það er hreyfing á ísnum. |
Nú er bara að bíða rólegur þangað til
við losnum, þótt ómögulegt sé að segja t
um hvenær það verður," sagði Ámi f
Jónasson, stýrimaður á vitaskipinu 1
Árvakri, í samtali við DV í morgun
en skipið hefur setið fast í hafísnum á
miðjum Húnaflóanum síðan klukkan
sex í morgun. Er það nú statt um 15
mílur út frá Rifsnesi á Skaga.
„Við vorum rétt búnir að skreiðast
7 mílur frá miðnætti, á leið vestur yfir
Húnaflóann, áður en við festumst,
héldum að leiðin lægi greið, en
straumar hafa breyst. Einmitt þar sem
við erum núna er ísinn þéttastur.
Núna er hægviðri og skyggni þokka-
legt, 4-5 mílur. Við reiknum með að
fari að losna um ísinn um hádegi.
Annars er ástandið á mannskapnum
gott, við getum teygt úr okkur og feng-
ið okkur göngutúr í kringum skipið.
Ég held samt við látum það eiga sig
að reyna að fara fótgangandi í land.“
-BTH