Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. Utlönd Andreotti falin stjómamiyndun Litlar líkur á meirihlutastjóm Guilio Andreotti, sem áður hefur gegnt embætti forsætisáðherra Ítalíu, hefur rekið sig á mikla andstöðu með- al sósíalista eftir að honum var falið að reyna myndun ríkisstjómar til að ljúka stjómarkreppunni þar í landi. Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, fól í gær Andreotti, sem er kristilgur demókrati og utanríkisráðherra í frá- farandi ríkisstjóm Bettino Craxis, að gera tilraun til að binda enda á stjóm- arkreppuna og mynda 46. ríkisstjóm landsins frá stríðslokum. Andreotti, sem er einn reyndasti og slægasti stjómmálamaður landsins, og með mikla yfirsýn yfir ítölsk stjóm- mál, lenti hins vegar nærri strax í vandræðum. Örfáum mínútum eftir að hann yfirg- af forsetahöllina gáfu harkaleg ummæh nokkurra þingmanna sósíal- ista til kynna að hann þyrfti fyrst að yfirstíga mikla erfiðleika við stjómar- myndun. Talið er að erfitt kunni að reynast að mynda meirihlutastjóm. Orsakir stjómarkreppunnar em sí- felldar skærur milli kristilegra demókrata og sósíalista, sem áttu sam- an aðild að síðustu ríkisstjóm. Kristilegir demókratar hafa ekki farið leynt með það að þeir hafa fullan hug á að hreppa aftur forsætisráð- herraembættið, sem þeir hafa haft yfir að ráða í öllum ríkisstjómum síðan í stríðinu, nema þremur. „Hefnd mín gegn sænsku atvinnulífi" - segir Egyptinn el-Sayed og lýsti yfir sölu Fermenta lyfjafyrirtækisins milljaðar íslenskra króna og kaup- andinn er ítalska fyrirtækið Monte Dision, sem jafnffamt er næst stærsta fyrirtæki á Ítalíu á eftir Fíat. „Þetta er hefhd mín gegn sænsku atvinnulífi," sagði el-Sayed, er hann kynnti ákvörðun sína á blaða- mannafundi. Þar sagðist hann jafhffamt vera mjög bitur vegna þeirrar framkomu er hann hefði mátt þola í Svíþjóð undanfama mánuði. El-Sayed hefur verið kallaður kraftaverkamaður í sænsku at- vinnulífi. í fyrra kaus sænska sjónvarpió hann „Svía ársins" , og ekkert lát virtist þá á velgengni hans. Enginn hlutabréf hækkuðu jafn- mikið í verði í kauphöllinni í Stokkhólmi og hlutabréfin í Fer- menta. Snemma á þessu ári boðuðu hann og Gyllenhammar, Volvoforstjóri, umfangsmikið samstarf Volvo og Fermenta. Skömmu síðar var hins- vegar upplýst að el-Sayed hefði flíkað folskum doktorstitli um árabil. Það var til þess að hlutabréfin í Fermenta hröpuðu í verði, Volvo hætti við samstarfið og stjóm kaup- hallarinnar veitti Egyptanum alvar- lega áminningu og hann varð að greiða sektir fyrir ófullnægjandi upplýsingar til kauphallarinnar. Þegar Volvo sneri sér til annars lyfjafyrirtækis á dögunum með sam- starf var mælirinn fullur. „Mínum hugmyndum hefur verið stolið, nú hef ég fengið nóg og hef ákveðið að selja fyrirtæki mitt,“ sagði el-Sayed fullur biturleika. Gunrúaugur A. Jcesson, DV, Lundr Nú hefur hann enn einu sinni ------------------------------------- komið á óvart, að þessu sinni með Egyptinn Refaad el-Sayed heldur þeirri ákvörðun sinni að selja fyrir- áffam að vera i sviðsljósinu í Svi- tæki sitt, lyfjafyrirtækið Fermenta. þjóð. Söluverðið mun vera rúmir m'tján Pehr Gyllenhammer, forstjóra Volvo, leist ekki á frekari samvinnu vio Egyptann el-Sayed eftir að upp komst um titilsvikin. Segja níutíu þúsund Norðmenn fá krabba- mein vegna Ringhals Gunnlaugur A. Jímsson, DV, Lundi ófullnægjandi ástand sænska kjamorkuversins í Ringhals hefur nú einnig leitt til mikilla mótmæla í Noregi. Eins og DV skýrði frá í gær hefur yfirlýsing Lars Nordströms, fyrrum yfirmanns sænska kjamorkueftir- htsins, um sprungur, ryð og málm- þreytu í kælikerfi Ringhalsversins, leitt til mótmæla danskra umhverfis- vemdarmanna og fyrirspuma frá dönsku ríkisstjóminni. Nú hafa Norðmenn sem sé bæst í hóp hinna óánægðu. Norska dag- blaðið skrifar í gær að níutíu þúsund Norðmenn ættu á hættu að fá krabbamein vegna sænska kjam- orkuversins. Umræðan hefur leitt til þess að norska ríkisstjómin hefur krafist þess að sænsk yfirvöld gefi þegar í stað út skýrslu um málið þar sem fram komi hvert raunverulegt ástand kjamorkuversins sé svo og hvaða aðgerðir séu fyrirhugaðar til að ráða bót á því. I Norðmenn óttast aö allt að níutíu þúsund Norðmenn kunni að fá krabbamein á næstu árum vegna Ringhals-kjamorkuversins í Sví- þjóð. Guilio Andreotti, sem í gær var falin stjórnarmyndun á italíu, á í miklum vand- ræðum vegna andstöðu sósíalista við tilraunir hans. Er nú talið frekar óiíklegt að takist að mynda meirihlutastjórn. Baskartil þing- skráningar Pétur Pétuissan, DV, Baiœkma; Fimm þingmenn Harry Batasuna, stjómmálaflokks Baska, er náðu kjöri í kosningunum 22. júní síðastliðinn, mættu í fyrsta sinn til spænska þjóð- þingsins á þriðjudag, til að láta formlega skrá sig til þingsetu. Harry Batasuna, er áður hefur boðið ffam í samfloti við aðra flokka þar sem flokkurinn hefur ekki áður hlotið við- urkenningu sem stjómmálaafl, hafði tvö þingsæti á síðasta löggjafarþingi, en máttu sín lítils því þingmenn þeirra vom fjarverandi allt kjörtímabilið. Það að flokkurinn hefur nú öðlast viðurkenningu og náð fimm þingsæt- um mun ekki breyta afstöðu þeirra til stofriana ríkisins og munu þingmenn- imir fimm ekki snúa aftur til þing- funda á þessu kjörtímabili. Við þetta tækifæri lýstu talsmenn flokksins því yfir að eina lausnin á vandamálum Baskahéraðanna væm samningaviðræður milli ríkisins og ETA, þar sem pólitískt vægi ETA væri óumdeilanlegt, hvort sem mönn- um líkaði betur eða verr. Harry Batasuna er mjög tengdur ETA, er margir telja örgustu hiyðju- verkasamtök, og í kosningabaráttunni mættu ræðumenn flokksins með vél- sleðahettur þar sem aðeins vom göt fyrir augu og munn til að ekki væri unnt að bera á þá kennsl. Öskufall af völdum mikílla skógarelda í Katalóníu Pétur Péturssan, DV, Barœlana; Nú er hafið mikið tímabil þurrka hér á Spáni sem háir mjög spænskum landbúnaði yfir sumartímann. Og af- leiðingamar láta ekki á sér standa. Gróður skrælnar og ár þoma. Nú em þurrir vindar frá Sahara ríkjandi með tilheyrandi lamandi hitastigi. í Katalóníu hafa þegar orðið miklir skógareldar. Um síðustu helgi komu þar upp miklir skógareldar víða um fylkið og þrátt fyrir mikinn mannafia við slökkvistörf hefur ekki enn tekist að hefta útbreiðslu eldanna. Nú er talið að yfir 18 þúsund hektar- ar skóglendis hafi eyðilagst í eldunum, auk þess sem fimm manns hafa orðið að leggjast á sjúkrahús vegna alvar- legra brunasára. Allar tiltækar sveitir lögreglu og slökkviliðs beijast nú við eldana auk þúsunda sjálfboðaliða. Einnig hafa sveitir úr hemum verið kallaðar til aðstoðar. Svo miklir em eldamir að í borgum og bæjum í tuga kílómetra fjarlægð hefur orðið vart við öskufall og tjón af völdum eldanna hefur verið reiknað í milljörðum peseta, auk óbætanlegs tjóns á skóglendi. Umsjón: Hannes Heimisson og Ólafur Amarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.