Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. Iþróttir Leikdögum víða breytt Það voru fleiri lið en Fram og Akra- nes sem fengu leikdögum sínum breytt eftir að dregið hafði verið til Evrópumó- tanna þriggja í Genf í Sviss í gær. Meðal þeirra var ítalska liðið Torino sem leik- ur gegn franska liðinu Nantes í UEFA-keppninni. Fyrri leikurinn verð- ur í Nantes sem um leið þýðir að Juventus, sem einnig er frá Torino, leik- ur örugglega fyrri leikinn gegn Vals- mönnum á heimavelli sínum sem rúmar 71 þúsund áhorfendur. Valur leikur því gegn Juventus á Laugardalsvellinum 1. október. Aðeins í UEFA-keppninni var leikdögum breytt í 15 leikjum. -hsíni Landsliðið í handknattieik á friðarieikana - leikur við sterkar þjóðir íslenska landsliðið í handknattleik er farið til Moskvu en þar tekur það þátt í handknattleikskeppni friðarleikanna. Island leikur gegn A- og B-liði Sovétríkj- anna, Bandaríkjunum, Póllandi og Tekkóslóvakíu. Leikmennimir koma aftur heim 19. júlí. Af ýmsum ástæðum var ekki hægt að stilla upp sterkasta landsliði íslands - margir af kunnustu leikmönnum okkar gátu ekki farið. í þeirra stað koma ung- ir, efhilegir leikmenn svo og nokkrir kunnir kappar sem lengi hafa verið í eldlínunni. Liðið verður þannig skipað. Brynjar Kvaran, KA, Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðabliki, Sigurður Sveinsson, Lemgo, Þorbergur Aðal- steinsson, SAAB, Geir Sveinsson, Val, Hilmar Sigurgíslason, Víkingi, Valdim- ar Grímsson, Val, Héðinn Gilsson, FH, Jakob Sigurðsson, Val, Júlíus Jónasson, Val, Siguijón Guðmundsson, Stjöm- unni, Gunnar Gunnarsson, Mahnö, Ámi Friðleifsson, Víkingi, og Þorgils Óttar Mathiesen, FH. Fararstjóri verður Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, en þjálfari Bogdan Kowalczyk. Þá verða fleiri í fararstjóm og auk þess læknir og Guð- jón Guðmuridsson liðsstjóri. -hsím Sovétríkin með flest verðlaun Bandaríkin sigruðu Sovétríkin 83-60 í körfúknattleik á friðarleikunum í Moskvu í gær. Flestir þekktustu leik- menn sovéskra nú á HM á Spárn svo þessi úrslit komu ekki á óvart. í gær var ekki keppt í neinum spennandi greinum á friðarleikunum, heldur í dýf- ingum og ýmsu öðm sem litla athygli vekur hér á landi. Eftir keppnina í gær á leikunum hafa Sovétríkin hlotið flest verðlaun.,33 gull, 43 silfur og 33 brons. Bandaríkin em í öðm sæti með 31-22-31 og em þessar tvær þjóðir í algjörum sérflokki. Rúmen- ía í þriðja sæti með 6 gullverðlaun, tvenn silfúrverðlaun og fem bronsverðlaun. -hsím FH-ingar bæta sig í Svíþjóð 26 manna hópur frá frj álsíþróttadeild FH dvelst nú í Svíþjóð við æfingar og keppni. Hefúr hópurinn keppt á ýmsum mótum og náð ágætis árangri, sérstak- lega hafa unglingamir verið iðnir við að bæta sig. í langstökki stúlkna, 17 til 18 ára, stökk Súsanna Helgadóttir 5,46 metra Finnbogi Gylfason, sem keppir í sveina-' flokki, hljóp 800 m á 1.57,76 sem er árangur sem hefði átt að duga honum til að fara á Evrópumeistaramót ungl- inga í Aþenu. Þá stökk Björg Óskars- dóttir, sem er 16 ára, 1,65 m í hástökki og bætti sig um hvorki meira né minna en 15 cm. -SMJ • Danski snillingurinn Michael Laudrup, helsti sóknarmaður Ju- ventus. Sló í gegn i Mexíkó. • Michel Platini, fyrirliði HM-liðs Frakklands og einnig fyrirliði hjá Juventus. • Geatano Scirea, fyrirliði ítalska HM-tiðsins. Stórkostlegur varnar- ieikmaður. • Antonio Cabrini, heimsmeistari 1982 og lykilmaður í vöm Juventus. Lék i HM-liði Ítalíu. „Heppnin hefur fylgt okkur í Evrópukeppni gegnum árin“ - segir Þorgrímur Þráinsson, fyriríiði Vals. Valur fékk Juventus „Þetta var svo sannarlega drauma- liðið. Það er ekki amalegt að enda keppnistímabilið á því að leika við svona lið. Það em frábærir leikmenn í hverri stöðu hjá Juventus og nægir að nefna þá Platini, Laudmp, Cabrini og Scirea,“ sagði Þoigrímur Þráins- son, fyrirliði Vals, en Valsmenn duttu svo sannarlega i lukkupottinn þegar dregið var í Evrópukeppninni í gær. ítaliumeistarar Juventus em eitt fræg- asta og ríkasta félagslið heims. „Það má með sanni segja að heppn- in hafi fylgt okkur í Evrópukeppninni í gegnum árin. Það er auðvitað meiri háttar mál að fá að leika við svona lið. Þetta er ómetanleg reynsla fyrir okkur leikmennina. Nú, ef Platini stendur við það sem hann sagði um daginn, að hann væri hættur að leika með franska landsliðinu, verður þetta eina tækifærið fyrir knattspymuunn- endur að fá að sjá hann i leik hér á landi. Þetta ætti að vera sárabót fyrir þá,“ sagði Þorgrímur. Þess má geta að Ian Rush var nýlega seldur til Ju- ventus. Hann var þó lánaður aftur til Liverpool og mun leika með því liði næsta vetur. Valsmenn stóðu sig frábærlega í Evrópukeppninni í fyrra og sigmðu þá franska liðið Nantes á Laugardals- vellinum, 2-1. Það er því allt mögulegt þó að Valsmenn stilli upp töluvert breyttu liði frá því í fyrra. „Hópurinn hjá okkur núna hefúr ekki eins mikla reynslu í Evrópukeppni og liðið í fyrra. Þetta verður ný reynsla fyrir lang- flesta leikmenn okkar," sagði Þor- grímur sem er nýlega farinn að leika með V alsmönnum eftir þrálát meiðsli. Það var Juventus sem fékk heima- leikinn á undan en fyrri leikimir í Evrópukeppninni verða 17. september. Seinni leikimir em síðan 1. október en leikið er á miðvikudögum. Ekki er ljóst hvort Valsmönnum tekst að fá leikjunum breytt þannig að fyrri leik- urinn verði spilaður hér. Eggert Magnússon, formaður knattspymu- deildar Vals, var í Genf þegar dregið var og líklegt er að hann reyni að fá leikdögunum breytt. Það ætti að hjálpa Valsmönnum að hitt Torinolið- ið, AC Torino, leikur við Nantes í Torino á sama degi. Það er ekki mikið um stórleiki 1 1. umferð Evrópubikarsins - keppni meistaraliða. Þó drógust saman hol- lensku meistaramir PSV Eindhoven og Bayem Múnchen og vom forráða- menn Bayem að vonum óhressir með það. Sterkustu liðunum var raðað þannig að þau lentu ekki saman og vom þeir hjá Bayem ákaflega óheppn- ir að lenda á móti þessu sterka hol- lenska liði. „Þetta er það versta sem fyrir okkur gat komið. Hollensku • Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Vals. meistaramir em eitt af sterkustu sóknarliðum Evrópu i dag,“ sagði Udo Lattek, þjálfari Bayem. Einn af forr- áðamönnum Bayem bætti því við að þeir hefðu aldrei áður lent á jafnerfið- um mótheijum í 1. umferð. Evrópumeistaramir, Steaua Búkar- est, sitja hjá í 1. umferð. Framarartil Póllands Lánið lék ekki við Framara að þessu sinni. Þeir drógust gegn tiltölulega óþekktu liði frá Póllandi, Katowice. Þetta lið tekur nú i fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni og er lítið sem ekkert vitað um það. Það verður án efa erfið ferð hjá Frömurum til Póllands en þeir ættu að hafa sæmilega möguleika á þvi að komast áfram. Framarar fengu leikdögunum breytt og verður fyrri leikurinn hér á landi. Stuttgart, lið Ásgeirs Sigurvinsson- ar, tekur þátt í bikarkeppninni vegna þess að Bayem vann tvöfalt. Stuttgart lenti á móti Spartak Tmava frá Tékkóslóvakíu. Þá mætast AC Roma frá Ítalíu og Real Zaragoza frá Spáni og einnig Rapid Vín frá Austurríki og Brugge frá Belgiu. Aðrir stórleikir verða ekki í 1. umferð i Evrópukeppni bikarhafa. Skagamenn mæta Sporting Lissabon Skagamenn drógust á móti portú- galska liðinu Sporting Lissabon í UEFA-keppninni og þeim tókst, eins og Frömurum, að fá leikjunum breytt og leika fyrri leikinn hér heima. Helstu leikir í Evrópukeppni félagsliða verða: Lens (Frakklandi) - Dundee United (Skotlandi), Athletic Bilbao (Spáni) - Magdeburg (A-Þýskalandi), Athletico Madrid (Spáni) - Werden Bremen (V- Þýskalandi), AC Torino (Italiu) - Nantes (Frakklandi) og Uerdingen (V-Þýskalandi) - Carl Zeiss Jena (A- Þýskalandi). Þeir Atli og Lárus verða því að bregða sér austur fyrir jámtjald í fyrsta leik. _SMJ Kátir Frakkar Frönsku HM-leikmennimir - jafn- niðurbrotnir og þeir vom eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi í und- anúrslitum - vom þó fljótir að taka gleði sína aftur. Það kom vel í ljós eftir að Frakkland hafði sigrað Belgíu í Mexíkó og þar með hlotið þriðju verðlaunin á HM. Þá vom allir kampakátir. Á myndinni til hliðar em þeir Mic- hel Platini, Jean Tigana og Luis Femandez eftir að hafa veitt brons- verðlaununum móttöku. Aðeins Tigana lék gegn Belgíu en í fyrri leikj- um Frakka á HM vom þessir þrír leikmenn taldir bestu tengiliðir, sem nokkurt lið hafði á að skipa á HM. Platini er nú við lok leikferils síns - á eftir eitt ár með Juventus en er hættur með franska landsliðinu. Það fer því hver að verða síðastur að sjá hann í leik en til þess gefst okkur Is- lendingum þó tækifæri 1. október á Laugardalsvelli, þegar Valur leikur við Juventus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.