Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. Frjálst, óhá<5 dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Hvaða sameining? Hver lotan rekur aðra í hörðum innanflokksátökum í Alþýðubandalaginu. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, sagði í viðtali við tímaritið Heimsmynd, að ákveðinn hópur innan Alþýðubandalagsins ætti margt sameiginlegt með Bandalagi jafnaðarmanna, Kvennalistanum og vinstri öflum í Alþýðuflokknum. Þær aðstæður gætu komið upp, sem steyptu þessum hópum í einn farveg. Þetta má túlka sem hótun um klofning Alþýðubandalagsins. Þá réðst Össur á verka- lýðsforystuna í flokknum. Hann sagði, að Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, væri að reyna að leggja undir sig Alþýðubandalagið, stefndi á þing og ætlaði sér að verða formaður flokksins. Óskar Guðmundsson, blaðamaður og samherji Öss- urar, sagði í kjallaragrein í DV í fyrradag, að verkalýðs- forystan hefði lagzt í fullkomna uppgjöf og stjórnarand- staðan í algera eymd. Verkalýðsforystan hefði árum saman kysst vöndinn. Flokksforysta Alþýðubandalags- ins hefði verið sett í pólitíska gíslingu. Verkalýðsforyst- an stefndi að nýrri ríkisstjórn, sem Óskar kallar viðreisnarstjórn með tilbrigði, það er stjórn Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Auk þess, sem hér hefur verið nefnt, standa átök um formennsku í flokknum. Ekki er ólíklegt, að Svavar Gestsson hætti á næsta landsfundi. Hann hefur þá ver- ið formaður í þrjú kjörtímabil. Almenna reglan í flokknum er, að menn skipi trúnaðarstöður ekki lengur en þrjú tímabil. Ásmundur Stefánsson viðurkennir að hafa áhuga á þingmennsku. Vel má vera, að hann reyni að verða formaður flokksins eftir Svavar. Ólafur Ragn- ar Grímsson, sem nú er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, er áhugasamur um flokksformennsku. Hörð átök hljóta að vera framundan. Alþýðubanda- lagsmenn bítast hart, ekki einungis um ritstjórnarstefnu Þjóðviljans eða mál Guðmundar J. Guðmundssonar, heldur um stjórnarmynstur, eftir að núverandi ríkis- stjórn hættir, og formennskuna í flokknum. Öll þessi átök geta sannarlega leitt til klofnings. í stærstu fylk- ingunum innan flokksins eru öflugir menn. Ásmundur svarar Össuri í DV í fyrradag og segir, að Össur hljóti að vilja kljúfa flokkinn. Össur sé ofstæk- isfullur maður, sem líti á það sem hlutverk sitt að beita Þjóðviljanum í innanflokksátökum fyrir afmarkaðan hóp í Alþýðubandalaginu. Ólafur Ragnar Grímsson segir í DV í fyrradag, að undirtónn deilnanna í flokknum sé öðrum þræði, hvort menn vilji, að Alþýðubandalagið taki höndum saman með Alþýðuflokknum til að stjórna með íhaldinu eða hvort flokkurinn beiti sér fyrir því, að félagshyggjufólk í landinu myndi valkost, sem kæmi í staðinn fyrir íhaldsöflin í landinu. Eitt er sameiginlegt með foringjum fylkinganna í Aþýðubandalaginu. Þeir opna vart munninn án þess að mæla með náinni samvinnu eða sameiningu við menn úr öðrum flokkum. En Alþýðubandalagið kemur fram eins og margir flokkar væru á ferð. Ljóst er, að enginn úr öðrum flokkum getur samið við foringja í Alþýðubandalaginu um eitt eða neitt, vegna þess að þar finnst enginn, sem umboð hefur til slíkra samninga. Fyrst er spuming um eina sameiningu, það er hvort Alþýðubandalagið getur sammeinað sjálft sig eða hlýtur að tvístrast. Haukur Helgason „Nú er það svo að ekki hefur þótt sérstök ástæða að kenna sálfræðingum, geðlæknum eða félagsfræðingum lögmálið um viðhald orkunnar...“ Félagslega hættan Því miður er það svo að þegar menn segja orðið félagslegt þá setja þeir það oft í samband við hugtök eins og félagshyggjufólk, félagslegar íbúðabyggingar, sósíalisma, kom- múnisma og svo framvegis. En hér vísar hugtakið félagslegt ekki til neinna þeirra atriða sem fólk er vant úr gamalli pólitík. Það vísar til fé- lagslegra samskipta manna eins og þeim verður hér lýst. Hætta Fyrir liggur grundvallarhætta sem mannkyninu stafar meiri hætta af en nokkru öðru. Þessi hætta varðar félagsleg samskipti manna. Þessari hættu er ekki einfalt að lýsa enda eru félagsvísindi mjög vanþróuð, t.d. miðað við raunvísindi sem einnig eru vanþróðuð, en miklu þróaðri en fé- lagsvísindi. í nokkrum einfoldum tilvísunum er hægt að nálgast það sem annars er margslungið mál. Vopnin sem slík ógna ekki mann- kyninu fremur en hnífapör sem menn nota þegar þeir matast. Menn- imir ógna hver öðrum. Milli þessara manna er hættulegur mismunur. Fari þessi mismunur yfir ákveðið mark verður styrjöld milli manna. Mismunurinn er hugarfarslegur og því félagslegur. Fullkomin jöfnun verður ekki framkvæmd, það sem hægt er að framkvæma er að halda mismun undir hættumörkum. Hættumörkin Hættumörkin hlíta orkulögmáli í heilabúi manna. Þessi mörk ákvarð- ast af því að heilar tveggja eða fleiri manna geta ekki sætt sig við hugsun og framkvæmdir hvor eða hver ann- ars. Þetta gerist þegar mismunur hugsunar er orðinn svo mikill að heilar einstaklinganna sjá ekki leng- ur sameiginlega hagsmuni og geta ekki skilið að þeir séu til. Þetta er hægt að segja á annan hátt. Heilinn býr sér til samfellda heimsmynd úr reynslu og því sem hann hefur verið vaninn á. Heilinn ver þessa heims- mynd vegna þess að uppbygging heimsmyndarinnar er á taugabraut- um og allt samband við einstök atriði í hugsun og skynjun fer fram sem orkuboð í ákveðnu kerfi sem heilinn hefur tamið sér. Það er mik- ið orkuálag fyrir heilann að sætta sig við meiriháttar breytingu á þessu kerfi, það þurfa að myndast nýjar taugabrautir og ný geymsluhólf og það þarf að henda út uppsafnaðri orku sem kemur fram við áreiti úr öðrum geymsluhólfum. Þetta getur ekki gerst án verulegra geðbrigða vegna þess að geðbrigði eru fyrst og fremst afleiðing af orkubúskap heil- ans. Menn verða reiðir þegar þeir verða fyrir reynslu sem er ósamrý- manleg því sem þeir telja rétt. Menn reiðast ef einhver fær lánaða lyklana þeirra og notar rangan lykil og snýr í sundur svo dæmi sé tekið. Hlátur kemur fram sem afneitun samtíma skynjunar sem heimsmyndareftirlit heilans afheitar til þess að leiða ork- una í skynboðum frá heila til vöðva vegna þess að orkan er eilíf og verð- ur að formbreytast en getur ekki horfið. Því verða hættumörkin þar sem stríð byrjar og vitsmunir enda KjaUaiinn Þorsteinn Hákonarson í landsnefnd Bandalags jafnaðarmanna ákvörðuð af því orkuálagi sem heil- inn þolir. Þannig á hlátur og upphaf styrjaldar sér sameiginlega orsök, stríð byrjar við heilaskipun um að beita afli, semsé vöðvum, vegna þess að taugaálagið í heilanum krefst þess að orkan sem þar þarf að form- breytast verði leidd til annars kerfis sem getur tekið við orkunni. Hlátur byrjar vegna þess að heilinn afrieitar að skilja eða taka mark á boðum sem berast vegna þess að heimsmyndin afheitar henni. Ef við leggjum til dæmis til að reka Kanann og setja upp Natostöð í Vestmannaeyjum í staðinn þá er það ekkert sérstakt, bara skrýtin skoðun, en við bætum við að hermennimir ættu að vera Tyrkir, þá er of mikið áreiti á ís- lenska heimsmynd og menn hlæja. Félagsvísindi húmbúkk Nú er það svo að ekki hefur þótt sérstök ástæða að kenna sálfræðing- um, geðla;knum eða félagsfræðing- um lögmálið um viðhald orkunnar sérstaklega til viðmiðunar á því sviði sem þessir menn verða væntanlega virkir. En þessir menn eru meginað- ilar vísindalegrar umfjöllunar fé- lagsvísinda. Því stendur það, þar til annað verður ákveðið, að þessi fræði séu haldin mjög alvarlegum lýsing- arkerfissjúkdómi sem kann jafhvel að kosta tegundina mann tilveruna. Eða sagt á almennu máli, þessi fræði eru nú hreint og klárt húmbúkk. Á venjulegu máli Það sem er verið að segja hér að ofan er alvarlegt, alvarlegra en nokkurt annað mál, það er að menn- ingin deyr og styrjöld er orkufræði- lega óumflýjanleg verði áframhald spennuþróunar í heimsmálum við þá gffurtækni sem við höfúm nú tíðkað um hríð. Og sjúkdómsgrein- ingin er að mannkynið deyr úr heimsku. Það sem stórveldi og stórar pólitískar blokkir halda nú fram er allt hreina lygi, þessi lygi er samsafn úr heimsmyndamiðurröðun í heila fólks á ákveðnum menningarsvæð- um og er frumstæð og fólkið sjálft er frumstætt enda gerir það sér ekki grein fyrir að skoðanir þess núna eru jafhvitlausar og skoðanir þeirra sem héldu héldu að jörðin væri flöt. Öll- um ætti að vera Ijóst að þróun er möguleg og þá afleggja menn núver- andi heimsku sína. Og er dæmið um húmbúkk núverandi félagsvísinda ágætt innlegg í það mál. Og lesandi góður Ef þú hefur náð svona langt þá er það merkilegt og líklega vegna þess að einhver sérvitringur, sem þekkir greinarhöfund, hefur sagt þér að gera það. Það er vegna þess að heili þinn afgreiddi þetta út fyrir sitt svið í upphafi, það er þess vegna, góur- inn, að þú átt í reynd enga lífsmögu- leika. Þú munt sennilega aldrei skilja jafneinfaldan hlut og þann að við eigum tvo kosti, annar er að deyja og hinn er að koma á vistkerf- isstjómun á jörðinni. En þér finnst þú nú lítið geta gert í því, er það ekki? Það er þess vegna, vinur, að þú átt engan séns. Síðasta viðvörun Sá sem þetta skrifar hefur skrifað nokkrar greinar í DV um hugsun og um alvarlega hættu sem steðjar að vistkerfi manna, félagslega og tæknilega hættu. Það er sjálfsagt þýðingarlaust að vera að skrifa þetta, fólk er svo þreytt og þjáð og vill fá að sjá einhverja von, eitthvað gott. Þessi von er til og hún byggist á því að félagsleg þróun verði og menn láti ekki orkubúskap heila síns leiða sig í gönur. Og því er það síð- asta viðvörun að benda á eftirfar- andi. Félagsleg öryggisforsenda: Allar tæknilegar gerðir em sekar um vist- kerfisspjöll þar til sakleysi þeirra er sannað. Vistkerfisstjómun á jörðinni er forsenda viðhalds allra annarra mannlegra virða. Að þvi skrifuðu verða ekki fleiri kjallaragreinar um þessi aðalatriði í DV af huga undirritaðs, það em takmörk fyrir því hvað hægt er að setja flókna hluti í dagblöð. Vil ég þakka DV sérstaklega fyrir að birta þær greinar, enda er það erfitt, bæði innanlands og erlendis, að fá að fjalla um slík mál þegar menn leyfa sér að ræða jafnvel hin viðkvæmustu eðlisatriði. Þorsteinn Hákonarson „Félagsleg öryggisforsenda: Allar tækni- legar gerðir eru sekar um vistkerfisspjöll þar til sakleysi þeirra er sannað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.