Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986.
15
Um hvað er deilt
í Alþýðubandalaginu?
Með aukinni miðstýringu og efl-
ingu miðstjómarvalds í Alþýðusam-
bandi íslands og Vinnuveitenda-
sambandi íslands stórbreyttust allar
aðferðir í kjarasamningagerð.
Samningagerðin færðist úr höndum
einstakra verkalýðsfélaga og fjórð-
ungssambanda vítt og breitt um
landið á einn stað í Reykjavík. Fyrr
en varði þrengdist hringurinn enn.
Hin raunverulega kjarasamninga-
gerð færðist í hendur örfárra for-
ystumanna sem ræddu málin og
leystu ágreiningsefnin á lokuðum
leynifundum hér og þar í bænum,
eða í símanum utan funda, á meðan
hlutverk hinna fjölmennu samn-
inganefhda deiluaðila varð hins
vegar að halda uppi bridgespih og
tafímennsku, kaffidrykkju og vökum
fyrir hönd samningsaðila.
Bestu vinir
Fyrr en varði leiddu þessi vinnu-
brögð til þess að sterkt trúnaðarsam-
band tókst á milli þeirra fáu
vinnuveitenda og verkalýðsleiðtoga
sem í rauninni útkljáðu málin - jafii-
vel vináttusambönd eins og nýjustu
dæmi sarrna. Auðvitað ber margt
fleira á góma i þeim trúnaðarsam-
tölum en bara krónur og aura í
kaupi. Oftar en ekki sammælast
þessir menn um að leysa ágreinings-
mál vinnudeilna á kostnað þriðja
aðila - ríkisvalds og Alþingis. Fleiri
samningar en færri hafa verið um
lög en krónur í kaupi. Gallinn var
bara sá að oftar en ekki eru stjóm-
völd og þingmenn treg í taumi.
Framkvæmdin á stjómmálasviðinu
varð oft ekki eins og forystumenn
samningsaðila höfðu hugsað sér
hana. Stjómmálamönnunum var því
kennt um þegar samningar stóðust
ekki. Við þær aðstæður var óhjá-
kvæmilegt að þar kæmi í trúnaðar-
samtölum forystumanna samnings-
aðila að rétt og nauðsynlegt væri
að þeir hefðu líka pólitísku völdin
með höndum. Nauðsynlegt væri fyr-
ir þá að geta ekki aðeins talað saman
með fúllt umboð launþega og at-
vinnurekenda heldur þyrfti einnig í
þeirra hendur að færast fúllt umboð
hins pólitíska valds í landinu.
Kjallariim
Sighvatur
Björgvinsson
fyrrv. alþingismaður
Sögulegar sætUr
í þessu andrúmslofti kviknaði hug-
myndin um „sögulegar sættir" - þ.e.
ríkisstjómarsamstarf höfuðand-
stæðinganna, komma og íhalds, á
grundvelli og forsendum samstarfe
þessara aðila í verkalýðshreyfing-
unni og á vinnumarkaði. Rætt var
um Alþýðuflokkinn sem þriðja hjól
undir vagni þessara sögulegu sætta
og þá fyrst og fremst til þess að nota
eins og koppafeiti á öxulinn til þess
að mýkja andstöðu bæði í Alþýðu-
bandalaginu og Sjálfstæðisflokknum
gegn slíkri samvinnu og til að slípa
núningsfleti. Kjami samvinnunnar
var öxulveldið íhald-kommar í gegn-
um hjólnafir ASf-VSÍ. Morgunblaðið
byrjaði að predika þetta fyrir meira
en 12 árum. Öflugasti málsvari þess-
arar hugmyndafræði innan verka-
lvðshreyfingarinnar er nú Þröstur
ðlafeson og Ásmundur Stefánsson
og fleiri pótintátar í ASÍ em honum
sammála.
Ríkisstjórn Gunnars
Tilraunir hafa verið gerðar til þess
að koma þessum hugmyndum í fram-
kvæmd, m.a. með myndun ríkis-
stjómar Gunnars Thoroddsen. Eins
og menn muna var undanfari þeirrar
stjómarmyndunar sú stórpólitíska
ákvörðun að koma á bandalagi
komma og íhalds í ASf. f kjölfar
fylgdi svo ríkisstjóm undir forsæti
sjálfetæðismanns og með stuðningi
annarra sjálfstæðismanna. Hug-
mynd þeirra sjálfstæðismanna, sem
studdu stjómina á öðrum forsendum
en einvörðungu velvild og hollustu
við Gunnar Thoroddsen, var að
þannig mætti í áföngum leiða Sjálf-
stæðisflokkinn allan inn i öxul-
bandalagið. Alþýðuflokksins þurfti
ekki með eins og sakir stóðu þvi
andstöðuöflin í Alþýðubandalaginu
vom mýkt með því að stefnt væri
að því að kljúfa Sjálfetæðisflokkinn
varanlega - sem auðvitað ekki varð.
Það var svo fyrst eftir að séð varð
að þessi stjóm myndi falla sem
möndulveldið í Alþýðusambandinu
fór að klappa um bök kratanna. í
framhaldinu þyrfti að styðjast við þá.
Aftur á skrið
Með myndun núverandi ríkis-
stjómar varð stundarhlé á málinu
en gæta skyldu menn þess að af
hálfu forystu launafólks hefur ávallt
verið tekið VEufæmislega og af
„fullri ábyrgð" á kjaraskerðingarað-
gerðum ríkisstjómarinnar og varast
að stefna í alvarleg átök við hana
(les Sjálfetæðisflokkinn). Þess í stað
hafa forystumenn vinnumarkaðar-
ins í byrjun þessa árs, ári fyrir
kosningar, gengið frá kjarasamning-
um þar sem fallist er á aðgerðir
ríkisstjómarinnar (les Sjálfetæðis-
flokksins) í kjaramálum og þær
staðfestar gegn tilteknum pólitísk-
um skilyrðum um lagasetningar og
aðgerðir stjómvalda. Þetta sam-
komulag var í vitund aðila sjálfra
svo hápólitískt að þvi var líkt við
stjómarsáttmála - hér væri fundin
undirstaðan undir nýtt stjómarsam-
starf sem grundvallað væn af for-
ystumönnum ASÍ VSI en
framkvæmt af Alþýðubandalagi og
Sjálfetæðisflokki með kratana sem
stuðpúða. Mönnum munu í fersku
minni orð eins samningamannanna,
sem hermd vom í blöðum: „Nú höf-
um við tekið við stjóm landsins."
Ásmund á þing
Erfiðleikamir við að krækja þess-
ari samvinnu saman hafa hingað til
aðallega verið þeir að á flokkslegum
og pólitískum vettvangi Alþýðu-
bandalagsins er ASÍ-forystan veik -
miklu veikari en vinnuveitendur hjá
Sjálfetæðisflokknum. í flokksfélög-
um Alþýðubandalagsins hafa verka-
lýðsforingjamir ekki haft mikið
fylgi, í þingflokknum situr aðeins
Guðmundur J. Guðmundsson og
þriðja aflið í Alþýðubandalaginu,
Þjóðviljinn, er alfarið andstæður
öxulveldapólitíkinni. Skoðanaá-
greiningur blaðsins við verkalýðs-
forystuna og flokkseigendafélagið er
því ekki um persónuleg málefrii eins
og margir halda heldur um ráða-
gerðimar um „sögulegar sættir“
íhalds og komma í næstu ríkisstjóm.
Til þess að tryggja eðlilegt pólitiskt
framhald síðustu kjarasamninga
þarf „Mundabandalagið“ (svo notað
sé orðalag lýðræðiskynslóðarinnar)
því að styrkja stöðu sína í flokksapp-
aratinu, í þingflokknum og á
Þjóðviljanum. Um það standa átökin
í Alþýðubandalaginu. Fyrst stuðn-
ingsmenn Ásmundar Stefánssonar
og síðan hann sjálfúr hafa t.d. lýst
því yfir að æskilegt sé (stuðnings-
mennimir) og hugsanlegt sé (liann
sjálfur) að leið forseta ASf eigi nú
að liggja inn á Alþingi. Suðurlands-
kjördæmi var um tíma í sigtinu en
hefur fjarlægst, í fyrsta lagi vegna
ákafrar og opinberrar andstöðu
kvenna þar við síðustu kjarasamn-
inga og í öðru lagi vegna feikigóðs
árangurs varaþingmannsins Margr-
étar Frímannsdóttur í sveitarstjóm-
arkosningum og mun því Reykjavík
vera takmarkið í dag.
Formennskan
En það er fleira én þingmennskan
og yfirráðin yfir Þjóðviljanum sem
menn em að velta fyrir sér. Eftir
aðeins 16 mánuði losnar páfastóll
flokksapparatsins, sjálf formennsk-
an, því þá hefur Svavar setið út sinn
leyfilega tíma samkvæmt flokkslög-
um. Enginn er í flokknum sjálfeagð-
ur eftirmaður. Gulltrygging
möndulbandalagsins væri hins vegar
ef Ásmundur Stefánsson tæki við því
starfi úr höndum Svavars. Aðeins
einn andstæðingur verður honum
þar skeinuhættur, sem einnig verður
í átökum við hann um þingsætið í
Reykjavík, - Ólafur Ragnar Gríms-
son. Hans helsta pólitíska viðfangs-
efni síðustu vikur og mánuði hefur
því auðvitað verið að firtna trúverð-
ugan og sannfærandi pólitískan
valkost fyrir Alþýðubandalagið
annan en möndulbandalagið íhald-
kommar á forsendum ASÍ-VSÍ.
Afstaða Mbl.
Þannig sé ég átökin í Alþýðu-
bandalaginu ekki sem ein-út-af-fyr-
ir-sig átök um Þjóðviljann eða
persónubundið einstaklingsval í
stjómir flokksfélaga eða á framboðs-
lista heldur sem stórpólitísk og
stóralvarleg átök tveggja skoðana-
hópa, m.a. um myndun næstu ríkis-
stjómar. Morgunblaðið er auðsýni-
lega ú sömu skoðun og ég því önnur
skýring er ekki á áköfum stuðningi
þess blaðs við annan aðila átakanna
gegn hinum. Mbl., sem fyrir 12 árum
taldi það nauðsynlega forsendu
„sögulegra sætta“ að Alþýðubanda-
lagið mildaði sitt yftrbragð, gerðist
opnara og lýðræðislegra, er nú kom-
ið í þá furðulegu stöðu að styðja að
málum þá Inga R. og Einar Olgeirs-
son gegn unga fólkinu á Þjóðviljan-
um í átökum lýðræðishópsins og
flokkseigendafélagsins/verkalýðs-
forystunnar í Alþýðubandalaginu.
Mikið skal til mikils vinna í möndul-
veldapólitíkinni - næstu ríkisstjóm-
ar. Sighvatur Björgvinsson.
„í flokksfélögum Alþýðubandalagsins hafa
verkalýðsforingjarnir ekki haft mikið
fylgi• ■
og þjóðir heims
Nýlega var viðtal í sjónvarpinu við
Margréti Danadrottningu, í sam-
bandi við væntanlega íslandsför
hennar. Bar þar margt á góma sem
ástæða er til að ræða nánar, um
samband íslendinga við Danmörku,
Norðurlönd og Evrópu.
Kóngafólk og úrvalsfólk
Danadrottning reyndist fyrir-
myndarmanneskja á ýmsan hátt
lang-háskólamenntuð, fjölfróð, virk-
ur þátttakandi í listunum og tals-
maður lítilsmagnans. Þar á ofan er
hún falleg og sjarmerandi persónu-
leiki. Allt þetta má reyndar einnig
segja um okkar eigin þjóðhöfðingja,
Vigdísi forseta. Hins vegar er sá
munur á að við kusum Vigdísi lýð-
ræðislegri kosningu vegna þessa, en
Danadrottning fékk sína stöðu í arf.
Því kemur á óvart að drottning er
slíkum afburðakostum búin, þegar
til siðs hefur verið að gruna kónga-
fólk um að vera síðra alþýðufólki
að öllu upplagi, fyrir aðhaldsleysis
sakir. Nú þegar yftrrúð Danakon-
unps á íslandi er liðin tíð er því mál
að aflétta þeim hleypidómi, enda
mun sönnu nær að Danakonungar
okkar hafi flestir verið menntaðri,
viðsýnni og heilsuhraustari en með-
alíslenski undirsátinn, og auk þess
velviljaðir í okkar garð síðustu tvær
aldimar.
Danir
Kjallarirm
Tryggvi
Líndal,
skrifstofumaður á
Landspítalanum
Við ættum að geta gefið hinum
útbreidda veikleika okkar fyrir
kóngafólki lausan tauminn, nú þeg-
ar bilið milli lífekjara alþýðu og
kóngafólks hefúr minnkað svo mjög.
Norðurlönd tilheyra Evrópu
Drottningin hafði orð ú hve mikill
samhugur hefði verið með Norður-
landaþjóðum um að halda með
Dönum í heimsmeistarakeppninni í
knattspymu í Mexíkó. Ég held að
samkennd íslendinga hefði veríð
missterk eftir því hvaða land hefði
átt í hut, í þessari röð: Island, Dan-
mörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland,
Grænland. Þó má vera að hin róm-
aða samstaða Norðurlanda út á við
sé í vexti, fyrir áhrif norræns sam-
starfe.
Drottning var spurð að því hvort
lega Danmerkur ylli því að Danir
teldu sig frekar tilheyra Evrópu en
Norðurlöndum. Hún svaraði því til
að Norðurlönd teldust einnig til
Evrópu. Ég held að þetta þurfi Is-
lendingar að taka til sín: Við ein-
blínum um of á Norðurlöndin sem
uppsprettu alls. Þegar við vorum
hluti danska konungsveldisins tákn-
aði útlandið fyrst og fremst Dan-
mörku. Eftir sjálfetæðistökuna hefur
það táknað fyrst og fremst Norður-
lönd og Bandaríkin, en ekki Evrópu,
því Evrópa var hætt að innihalda
mikilvægustu stórveldin þegar við
fengum sjálfstæði 1944. Þó er ljóst
að ef til lengri tima er litið hefur
flest það sem einkennir Island, Norð-
urlönd, Bandaríkin og Sovétríkin
komið frá Evrópu. Því ættum við
að efla menningartengsl okkar við
Evrópu almennt. Það vinnst vænt-
anlega þegar við fáum sameiginleg-
an sjónvarpsgervihnött.
íslendingar skammsýnasta
þjóðin?
Danadrottning hafði ekki áhyggj-
ur af því þótt Danir tækju erlend
orð inn í dönskuna í svo miklum
mæli, með litlum breytingum á þeim.
Hún virtist líta svo á að nóg væri
eftir af dönskunni fyrir því til að
Danir héldu eigin tungumáli. Þetta
minnir mig á enskuna: Hún er einn-
ig í sífelldri þróun með erlendum
tökuorðum. Af hverju ættu íslend-
ingar þá að vera íhaldssamari í þeim
efrium? Svipuðum augum leit hún á
innflytjendavandamálið. Því spyr ég:
Er hægt að færa rök fyrir því að
íslendingar séu þröngsýnir í þjóð-
emismálum? Jú, ísland er eitt af
fáum löndum í heiminum þar sem
ein þjóð eða eitt tungumál hafa ríkt
frá upphafi. Öll önnur lönd sem mér
koma í hug í svip hafa annaðhvort
verið byggð lengur, svo að mál og
menning hafa tekið augljósum
breytingum gegnum árþúsundimar,
eða í mörgum búa fleiri en einn
málahópur saman. Til marks um
ríkulega forsögu má nefna að
Skandinavía, Evrópa, Asía, Afríka,
Ástralía, Ameríka og Grænland hafa
t.d. öll upplifað steinaldarmenningu
og flest einnig bronsaldarmenningu.
Auk þess voru þau til á tímum
þegar dýra- og plöntulíf var ólíkt því
sem nú er. En Island er svo ungt að
það mest áberandi sem hefúr gerst
er iðnbyltingin. Þvi hefúr íslenska
„söguþjóðin" sjónarmið sem nær
nokkrum árþúsundum til mörgum
ármilljónum skemur aftur í tímann
en aðrar þjóðir. Af því kemur viss
þröngsýni sem sameiginlegt gervi-
hnattasjónvarp lagfærir vonandi
brátt.
Það minnsta sem við getum gert
er að taka danska menningararfleifð
í sátt: Það var þátttaka í borgarlífi
hins danska meginlands sem gerði
hluta af okkur Stórdönum fært að
lifa um minnst tveggja alda skeið
við menningarleg skilyrði sem nú-
tíma-Islendingar geta skilið.
Tryggvi V. Líndal.
„Það minnsta sem við getum gert er að
taka danska menningararfleifð í sátt...“