Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. Fyrsti gæðaflokkur: Cock Robin - The Promise You Made (CBS) Þetta er enginn sumar- smellur né dúndursmellur, þetta er bara frábært lag. Hér er allt að finna, gullfal- leg laglína, smekkleg útsetning bæði á röddum og hljóðfærum, einfaldlega topp popp. Meira af þessu. Annar gæðaflokkur: Housmartins - Happy Hour (CHRYSALIS) Af þessu lagi geislar gleðin og hressileikinn, ekta sum- arsmellur frá einni efnileg- ustu hljómsveit Breta, sem sýnir það og sannar að frá Hull getur fleira komið en fiskimenn. Hér ber vel í veiði. Owen Paul - My Favorite Waste Of Time (EPIC) Hér er annar sumarsmell- ur, bandarískt bítlapopp, lagið eftir einn misskild- asta lagasmiðinn vestra, Marshall Crenshaw. Þetta er éinfalt popp með sterkri laglínu sem maður hefur ekkert fyrir að leggja á minnið. Syngið með. Madonna - Papa Don’t Pre- ach (SIRE) Það er komið eitthvert slen yfir þessa ágætu konu sem eitt sinn lék við hvurn sinn fingur. Þetta lag er ósköp svipað því sem hún hefur verið að gera upp á síðkast- ið, ekkert spes, en laglínan nógu grípandi til að úr verði smellur. En í vændum er betri tíð með blóm í haga því það upplýsist hér og nú að nýja Madonnuplatan inniheldur margt betra en þetta lag. Og hana nú. Þriðji flokkur David Bowie - Underground (EMI) Nú er bleik illa brugðið, Bowie fallinn niður í með- almennskuhyldýpið en á vonandi afturkvæmt þaðan hið bráðasta. Einu máls- bætumar eru þær að þetta er kvikmyndajukk og Bowie kannski þrælbund- inn í báða skó. Með von um skjótan bata. Bananarama - Venus (LON- DON) Það lukkast ekki alltaf að slá sér upp á gömlum smell- um og hér fara þær Bananarömusystur illa að ráði sínu með klassískan smell hollensku hljóm- sveitarinnar Shocking Blue frá 1970. Upprunalega lagið er mörgum klössum ofar og þá er verr af stað farið en heima setið. Heim til föðurhúsanna. -SÞS- Brtlavinafélagið - Til sólu Staðið undir nafni Það er langt síðan hljómsveit hefur slegið jafnrækilega í gegn á stuttum tíma hérlendis og Bítlavinafélagið hef- ur gert á undanfomum mánuðum. Hljómsveitin rær að vísu á pottþétt mið með því að kenna sig við Bítlana því þrátt fyrir að stór hluti ungmenna í dag muni ekki baun eftir Bítlunum er nafn þeirra svo rækilega þrykkt inn í poppsöguna að það fer ekki fram hjá neinum. Engu að síður fylgir þvi sömuleiðis nokkur áhætta að kenna sig við Bítlana því stæðu menn ekki nokkum veginn undir nafhi yrðu þeir að athlægi, gott ef ekki aðksti. Bitlavinafélagið samanstendur ann- ars af þeim Jóni Ólafssyni og Stefáni Hjörleifssyni, öðm nafiii Possibillies, Eyvindi Kristjánssyni, fyrrum í Hálfu í hvom, Rafni Jónssyni í Grafík og Haraldi Þorsteinssyni, landsfrægum bassaleikara svo lengi sem elstu menn muna. Þessir fimm bítlavinir hafa nú sent frá sér sína fyrstu plötu sem ber það með sér að vera meira gerð ánægjunn- ar vegna en af gífurlegum listrænum metnaði. Það hefur líka löngum gefist betur að hafa gaman af þvi sem maður er að gera heldur en að taka sig svo alvarlega að ekki sjái framúr pæling- unum. Platan, sem í útliti er skemmtileg stæling á plötu Bítlanna, Beatles For Sale, er breið en samt 45 snúninga og er tvískipt, þannig að fyrri hliðin inni- heldur tvö stúdíólög en sú seinni er tekin upp á hljómleikum á Borginni þar sem bítlið situr í fyrirmmi. Lögin tvö á fyrri hliðinni em bæði óskyld Bítlunum fyrir utan það að vera flutt í anda þess tímabils poppsög- unnar sem við þá er kennt. Það fyrra er eftir þá Jón og Stefán og er dæmigerður léttur smellur í þeirra anda og em vinsældimar í sam- ræmi við það. Þar leikur vafalaust textinn stórt hlutverk en hann er ansi skondinn eins og sagt er. Hitt lagið er erlent við íslenskan texta Þorsteins Eggertssonar og engu síðra en fyrra lagið en hefur að ósekju fallið nokkuð í skuggann af því. Síðari hlið plötunnar er læf, eins og áður sagði, og inniheldur lögin Stand By Me, í sömu útsetningu og Lennon gerði það á Rock ’N’ Roll plötu sinni, Twist And Shout f Bítlaútgáfunni og Oh Yoko Lennons. Um þessi lög þarf ekki að fjölyrða, það dugar að heyra til áheyrenda sem sannarlega em vel með á nótunum. Ég held að Bítlamir þurfi ekki að skammast sín fyrir að eiga svona vini. -SÞS- Peter Gabriel - So Traustur sem fyrr Peter Gabriel var um langt árabil þekktasti liðsmaður Genesis út á við. Það undraði því engan þegar hann tók upp á því fyrir nokkrum árum að hefja eigin sólóferil. Hafa menn síðan verið að búast við einhveiju frá honum í líkingu við fyrri meistaraverk Genesis. Sú von hefúr kannski að vissu leyti bmgðist. Hann hefúr þó sent frá sér plötur sem telja verður gæðapopp. Sú nýjasta ber einfaldlega nafnið So og að minu mati er þetta besta plata Pet- er Gabriel frá því hann yfirgaf Genesis. Á So em átta lög, hvert öðm betra, og er sama hvar niður er gripið í plöt- una. Allt em þetta góðar tónsmíðar og flutningur Gabriel og félaga hans einstaklega vandaður. í heild er platan frekar einföld í snið- um. Hljóðfæraleikur allur hinn smekklegasti. Megináhersla lögð á söng og texta sem Peter Gabriel skilar með mikilli piýði. Lögin átta á plöt- unni em öll eftir hann. Þegar hefur heyrst nokkuð á öldum ljósvakans lagið Sledgehanmer. Enda gott og grípandi rokklag. Sama má segja um Red Rain og Big Time. Lög sem hæg- lega gætu slegið í gegn. Það em þó tvö róleg lög sem mér finnst mest til koma á So. Annað er Don’t Give Up. Sérlega heillandi lag, þar sem Gabriel nýtur góðrar aðstoðar Kate Bush, sem gefúr laginu seiðandi yfirbragð eins og henni er einni lagið. Hitt lagið er Mercy Street sem, eins og Don’t Give Up, er áhrifamikil tón- smíð. Það er margt góðra listamanna sem aðstoða Peter Gabriel á So. Þegar hefur verið minnst á Kate Bush. Við sögu koma einnig Stewart Copeland, Larry Klein og hinn ágæti píanóleik- ari Richard Tee. Með So hefur Peter Gabriel styrkt sinn sess meðal poppara. Hann mun ævinlega verða tónlistarmaður sem fylgst verður náið með. HK. Bjami Tryggva - IVIrtt líf, bauðst ertthvað betra? Það hefur verið sagt um Bjama Tryggvason að hann sé blanda af Bubba Morthens og Grafík. Það em sannarlega góð meðmæli. Um leið er aftur á móti nokkuð frá Bjama tekið. Hafa verður í huga að Þittlíf hann semur öll lögin og textana sjálf- ur. Vissulega svipar tónlistarferli Bjama fram að þessu til þess sem Bubbi hefur verið að gera. Hann er líka trúbador. En það er ábyrgðar- laust að tala um hann sem annan Bubba. Það er aðeins einn slíkur til. Hvað samlíkinguna við Grafík varðar þá sjá Qórir af fimm liðsmönnum sveit> arinnar um nánast allan undirleik á plötunni. Þeir sjá jafnframt um útsetn- ingar ásamt Bjama og Tryggva Herbertssyni. Eitthvað væri kyndugt ef þessir aðilar héldu ekki sínum per- sónueinkennum sem tónlistarmenn. Þessi plata er frumraun Bjama Tryggvasonar á tónlistarsviðinu. Að fá í lið með sér menn eins og Bubba, Rafn, Rúnar, Jakob og Hjört er ómet- anlegt. En nú hefur verið ýtt úr vör og eftir þetta ætti Bjami að geta spjar- að sig á eigin spýtur. Mitt líf... er ágætt upphaf. Bjama tekst prýðilega að breyta einföldu gítarlögunum í burðug popplög. Stundum er íburðurinn þó heldur mikill. Textamir em margir hverjir piýðilegir. Orðaröð er þó óeðli- leg á nokkrum stöðum og virðist sem Bjami haldi heldur fast í rímið. Frambærilegustu lög plötunnar em tvímælalaust Ástardraumur, sem hann syngur ásamt Bubba, og Mitt líf. Það er jafnframt það lag plötunnar sem snertir mann mest. Ég fúllyrði að sjaldan hafi verið fjallað um sjálfevíg á jafnhispurslausan hátt. Mitt líf, bauðst eitthvað betra? Nei, líklega ekki. Bjami fer hér rösklega af stað og gaman verður að sjá hversu hratt hann fetar sínar eigin leiðir. Tónlistin er greinilega hans líf Ákvörðun hefur verið tekin. Ekki aft- ur snúið. -ÞJV Sæl núi.. .Einsog við sögðum frá síðast hefur gamall sam- starfsmaður Boy George verið að leka allskyns óhróðri um Gogga í bresku slefpressuna og fengið bágt fyrir vikið frá ýmsum aðiltim sem hafa verið sannfærðir um að Goggi væri fyrirmynd annarra ungra manna hvað liferni snertir. Nú hafa þessir menn heldur betur fengið blauta borðtusk- una í andiítið. þvi uppúr dúrnuin hefur komið að nánir samstarfsmenn og vinir Gogga eru á kafi í heróin- neyslu og öðru sukki og þeirra á meðal er hinn huggulegi vinur Gogga, Marilyn. Siðast þegar fréttist var löggan á hælum Gogga en hann slapp úr greipum spæjaranna með læknisvottorð uppá vasann, þess efnis að hann þyrfti að hvíla sig í einn mánuð vegna krankleika. Löggan biður átekta.. .Meira af breskn slefpressunni. Þar hafa að undanförnu birst vangaveltur og fullyrðingar þess efnis að háttvirtur Sir Bob Geldof hyggist bjóða sig fram til þings í næstu kosningum i Bretiandi. Geidof, sem þessa stundina er staddur í Los Angeles að leggja siðustu hönd á sina fyrstu sólóplötu, hefur svarað þessu slúðri um hæl og þvertekið fyrir sann- ieiksgildi þess. I feiðinni bar hann til baka siúður um að hann og sambýiiskona hans um langt árabil, Paula Yates, hefðu látið pússa sig saman vestra.. .Einsog menn muna létu sleðamir í Stranglers sig ekki muna um að svikja okk- ur islendinga á Listahátíðinni, þrátt fyrir önnur loforð og eiga nú ekki uppá pallborðið hjá okkur frekar en við var að búast. Okkur til óblandinnar ánægju getum við nú flutt fréttír af þvi að kyrkjararnir voru nýlega á ferð i Póllandi og fengu þar duglega ofanigjöf frá hendi stjórnvalda. Ástæð- an var sú að á hljómleikum nokkrum, sem útvarpað var vítt og breitt um austurblokk- ina, tók Hugh Cornwell upp á þvi að básúna yfir lýðinn allskyns lási bröndurum um Reagan og Gorbatsjov með þeim afleiðingum að yfirvölri sendu hljónrsveitina af svið- inu umsvifalaust. Þar með er ekki öll sagan sögó þvi síðar í ferðinni urðu yfirvöld aftur að skerast í leikínn þegar ölv- uð hljómsveitin lét öllurn illtim látum á sviðinu, sumir voru langt komnir með að hátta sig, einn settist á tvær sjónvarpsvélat og trommaritm rústaðí trommusettið. Við meguiri prísa okkm sa;la að hafa ekki fengið þennan rumptilýð i heítnsókn. . . am

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.